Helgarpósturinn - 22.04.1983, Síða 4

Helgarpósturinn - 22.04.1983, Síða 4
4 sturinn- Hlemmur fíkniefnamiðstöð Reykjavíkur? ÞAU EIGA ÞAÐ SAMEIGIN- LEGT AÐ BÚA VIÐ ERFIÐLEIKA HEIMA FYRIR Q Því hefur verið haldið fram opinberlega og manna í millum að áningarstöðin á Hlemmi sé óskaplegur vandræðastaður. Þar sé ein helsta dreifingarmiðstöð fíkniefna í landinu, þar vaði ungl- ingahópar uppi með ofbeldi og látum svo saklausir vegfarendur þori ekki í skjól undan vetrarhörkunum j | Bileigendur þurfa ekki mikið að fara um Hlemm. En það kom okkur á óvart þegar við vörðum nokkrum stundum þar í liðinni viku hve mannlífið á Hlemmi er margbreytilegt og fjölskrúðugt. Þar er margt sem gleður augað — og þar er líka sitthvað sem er síður en svo skemmtilcgt. í einu horni — fjærst lögreglustöðinni á móti — heldur sig ákveðinn hópur fólks, mestmegnis ungling- ar. Eldri ungmenni eru þar þó innanum. I því horni er ekki óal- gengt að sjá hellt út í gosdrykkjamálin úr flöskum í brúnum bréfpokum. En fíkniefnaneyslan og -salan blasir hvergi við. 1 j Hlemmur og nágrenni meöal staöa í Reykjavík þar sem fíkniefnaverslun fer fram Vandamálakjarninn á Hlemmi kannski 20 unglingar af 20 þúsund Unglingar í dag afskiptir eins og fatlaöir og gamia fólkiö Engu að síður kemur það oft fyrir að Hlemms er getið í rann- sóknum fíkniefnadeildar lögregl- unnar í Reykjavík. „Fólk hittist stundum þarna til að afhenda eitthvað lítilræði,“ segir Gísli Björnsson, yfirmaður deildarinn- ar. „Þetta er þægilegur staður til að hittast á. Þarna hangir talsvert af unglingum í reiðileysi lon og don, krakkar sem hafa engan ann- an fastan samastað. Það kemur fyrir að við þurfum að sækja unglinga þarna út á plan. En það er alls ekki um það að ræða, að Hlemmur sé einhver meiriháttar miðstöð. Þetta eru smáreddingar, eitt og eitt gramm af hassi, sem þarna fer á milli fólks. Það eru kannski fjórir eða fimm krakkar, sem skjóta saman í eitt eða tvö grömm af hassi á staðnum og svo X ■ ,;; ■ ' STUNDUM GAMAN HER — EN NÓG ANNAÐ HÆGT AÐ FARA Þúsundir manna fara daglega um Hiemmtorg. Þar er áreiðan- lega fjölfarnasti staöur í landinu. Fólkió á Hlemmi er af öllu tagi, úr öllum þjóðfélagsþrepum. Meðal fastagesta eru lifeyrisþegar, land- legusjómenn, eirðarleysingjar, eldhressirkrakkarsem þykir gam- an að hittast, reiðileysisfólk og allt þar á milli. Mannlífið á Hlemmi er litríkt og fjölbrcytilegt — og þar cr hlýtt og hægt að standa af sér norðangarrann. Við tókum eftir því í vikunni, þegar við vörðum nokkrum tíma á Hlemmi, að þar var eitthvað um sama fólkið. Snemma dags, fljótlega upp úr hádegi, tókum við eftir hópi frisklegra og fjörmikilla stráka, snyrtilegra og vasklegra. Þegar við gáfum okkur á tal við þá reyndust þeir vera flestir á aldrinum 12-13 ára og úr Smáíbúðahverfinu. „Við erum bara að hitta krakkanaþ sagði einn þeirra, Sævar Guðmundsson, þegar við spurðum þá hvað þeir væru að slugsa. — Er ekki hægt að fara eitthvert annað en á Hlemm? „Jú, jú, nóg annað hægt að fara. En stundum dettur okkur í hug að fara hingað og þá hittum við alltaf einhverja krakka, sem er gaman að tala við“ — Þið sýnist ekki vera neinir vesenis- strákar — hvað eruð þið að gera þegar þið eruð ekki hér eða í skólanum? „Stundum erum við í fótbolta, stundum heima hjá einhverjum okkar, stundum í leik- tækjasölum, hingað og þangaðþ svaraði annar strákur, Ásbjörn Ásbjörnsson. — En er engin leið að vera heima hjá sér? „Jú, við erum oft heima. Eða að minnsta kosti stundum. Það er bara ekkert skemmti legt að hanga einn heima" — Hvað með áhugamál? „Ég er svolítið í frjálsum íþróttum;* svaraði Sævar. „En ég fer í sveit í sumar svo Glaðir og reifir skólastrákar hitta kunningjana á Hlemmi stöku sinn- um og finnst gaman að líta þar við: Guðmundur Birgisson, Bergleif Johannsen, Sævar Guðmundsson, Hallur Wardun og Ásbjörn Ásbjörns- son. svipmynd úr glaðværu mannlífi á Hlemmi ég veit ekki hvort maður fær mikið tækifæri til að æfa“ „Það er misjafnt. Stundum í tvo eða þrjá tíma, stundum löbbum við niður í bæ, stundum komum við ekkert hingað í marga daga eða vikur“ — Hvernig líst ykkur á fólkið sem hangir hérna? „Sumir eru ágætir. Flestir. En svo eru líka sumir alltaf fullir og með einhverja stæla" svaraði enn einn félaginn, Bergleif Johann- sen. — Eru þessir fullu alltaf þeir sömu? „Nei, ekki alltaf. Þetta er fólk á ölium aldri. Það er rnargt gamalt fólk líka. Við erum farnir að þekkja sumt gamla fólkið sem er hérna oft“ — En þið eruð hérna bara af því að það er gaman? „Já. Stundum er gaman. Stundum ekki’ og þá förum við bara eitthvað annað“

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.