Helgarpósturinn - 22.04.1983, Qupperneq 5

Helgarpósturinn - 22.04.1983, Qupperneq 5
~lp8sturinn ? Föstudagur 22. arpíl 1983. Siggi: afkvæmi okkar tíma VARÐ ALVEG AF STREITI Siggi verður tvítugur í október. Hann hætti skólanámi í 8.bekk og hefur verið „að rugla“ mikið til síðan. f áfengi, hassi, pillum og fleiru. Hann ráfar stefnulaust um biðskýlið, augun ýmist fljótandi eða starandi. Flux Shit stendur aftan á snjáða leðurjakkanum. Að framan eru tugir barmmerkja, flest merkt ræflarokkhljómsveit- um og öðru pönki. Death, stendur á einu, Anarchy á öðru. Það þriðja er með mynd af kannabis- plöntu. Við báðum hann að koma með okkur út á Matstofu Austurbæjar og hann fylgdi orðalaust á eftir. Hann var greinilega drukk- inn og augasteinarnir áberandi stórir. Sljór. Röddin drafandi mestmegnis. Flestum spurningum svarar hann fyrst með: Ég veit það ekki... Honum finnst þetta allt i lagi hérna ef til er nóg af dópi. ísland er svo ein- hæft. Það er leiðinlegt að lifa og væri allt í lagi að drepast. Hann segist snemma hafa byrjað í rugli. Sem barn stal hann úr búðum og sem ungl- ingur braust hann inn i búðir til að stela. Nú er hann hættur þvi, segir hann, því hann er svo oft búinn að lenda i rannsóknarlögregl- unni að hann nennir ekki að standa í því lengur. Hann hefur fengið sektir fyrir fikni- efnabrot, verið kærður fyrir að skera pilt í höndina með hníf og tekinn fyrir skartgripa- þjófnað. Hann reiknar með að lenda á Litla- Hrauni og er andskotans sama. Hann pælir ekkert í því. Kannski væri bara best að stinga af úr landi, fara til Afríku eða eitt- hvað. Það líður ekki sá dagur að hann sé ekki undir áhrifum einhverra vímugjafa. Stund- um sprautar hann sig í æð með áfengi. Einu sinni leysti hann upp sjóveikitöflu og spraut- aði henni í æð. Brennivín í æð hleypir svita fram á líkama hans fyrst i stað en síðan líður honum óskaplega vel. En þegar búið er að reykja hass dagiega í heilan mánuð eða svo, þá verður það leiðinlegt. „Þá langar mann bara að detta í það eða eitthvað. Annars reyki ég alla daga“ Hann hefur enga trú á framtíðinni. Það sem skeður það skeður, segir hann. Er þá engin áhrif hægt að hafa á sina eigin fram- tíð? Jú, ef maður nennir því. Það er bara ömurlegt að vera streit (allsgáður) upp á hvern dag. Einu sinni var Siggi iagður inn á sjúkrahús í viku eða hálfan mánuð. Hann var orðínn alveg ruglaður af stréiti. Gekk á matarbakkana. Hann er nánast fastagestur af Hlemmi, einn af mörgum úr iðandi og fjölbreytilegu mannlífinu þar. Hann hatar staðinn en veit Siggi: Ekkert að sjá nema sements- bættan skit. Allt er leiðiniegt. ekkert hvert annað hann á að fara. Hann nennir ekki að hanga heima á ágætu heimili sínu.. Það getur þó verið ágætt að fara heim ef maður er búinn að vera á löngu pillu- trippi. Þá nennir maður ekki eins i bæinn. Foreldrarnir, segir hann, eru hætt að nenna að rífast í honum. Þau biðja hann að hætta. Hann veit ekki hvort hann viil hætta, þetta er allt svo hörmulegt hérna, löggan og allt þefta. Hann þekkir lögguna og þeir hann. Hverfisstein þekkir hann líka og öf- ugt. Einu sinni var hann á niunni i þrjá daga. eftir Ómar Valdimarsson myndir: Jim Smart Einhverntima fór parti heima úr böndun- um. Rúða var brotin. Svo brotnaði herberg- ishurðin hjá honum þegar fjöiskyldan skarst í leikinn. Hann hefur líka lent í slag við lögguna. Þeir bjóða honum stundum í slag inní klefa. Kannski þeir hati hann? Einu sinni á jólunum átti hann enga vimugjafa af nokkru tagi. Það var orðið, sem hann notaði, vímugjafar. Þá svitnaði hannallur og stirðnaði upp. Alveg ógeðslegt. Hann lagaðist ekki fyrr en eftir hálftíma, þá tróð hann í sig mat. Oftast fer hann að heiman siðari hluta dags, stundum í kringum hádegið. Oft er hann farinn heimleiðis um miðnættið en stundum kemur hann ekki fyrr en eftir viku eða jafnvel iengri tíma. Þá sefur hann hing- að og þangað, í þvottahúsum og hitaklefum. Eða þá hjá einhverjum. Hvað finnst mér um sjálfan mig? Ég pæli aldrei í sjálfum mér. Bara einhver skíta- hrúga. Það er leiðinlegt að lifa enda hefur hann enga trú á framtiðinni. Hann á aldrei peninga en tekst alltaf að ná sér í einhverja vímugjafa. Sumir kunningjar gefa honum pening fyrir kóki eða pulsu. Hann var í víni og pillum þennan dag, einhverjum barbitur- at-pillum. Man ekki hvað það heitir. Líka í gær, alveg ofsalega. Ábyggilega þúsund sinnum sterkara en sjóveikispillur. Hann vaknaði á trippi um morguninn og tók þá fleiri töflur inn. Hann fær pillur út um allt, bara einhverssta/ter. Hvar hann fékk spraut- una, sem fíknó tók, man hann ekkert. Hann sér ekkert i kringum sig nema sementsbætt- an skít. Steinkiessur. ísland er glatað. Alit er leiðinlegt... er einhver sendur út í bæ eftir því“ — Er þessi starfsemi bundin við Hlemm? „Langt í frá. Hlemmur og ná- grenni er einn af þessum stöðum. Það hefur loðað við ákveðnar leiktækjastofur og kaffihús, bæði á þessu svæði í borginni og svo eins í miðbænum. Ég nefni þó engin nöfn.“ — Það kemur undarlega fyrir sjónir að vita af fíkniefnaverslun í næsta húsi við lögregiustöðina... „Það þarf ekkert að vera und- arlegt. Þetta er svona hangs stað- ur. Þarna er traffík — þetta er ekkert ósvipað og járnbrautar- stöðin í Kaupmannahöfn og neð- anjarðarlestin í Stokkhólmi. Mið- svæðis“ — Þið farið ekki út í razzíur þarna — leitið á fólki og þar fram eftir götunum? „Nei, það höfum við að mestu látið eiga sig. Það væri áreiðan- lega hægt að ná í eitt og eitt gramm með því að leita en það er ekki á þann hátt, sem við náum til heildsalanna og innflytjendanna“ Þrír á salerninu Gísli Björnsson rakti fyrir okk- ur nýlegt mál, sem hófst á Hlemmi en gæti orðið víðtækara. Á miðvikudagskvöldi var óskað eftir aðstoð lögreglu í skýlinu. Þegar lögregluþjónar komu þar inn á salerni kom í ljós að þrír pilt- ar voru inni í einum klefánum og heyrðist er þeir sturtuðu niður úr skálinni. Þegar þeir opnuðu fundu lögregluþjónarnir heima- gerða hasspípu í salernisskálinni, sem einn þessara þriggja viður- kenndi að eiga. Allir viðurkenndu þeir umsvifalaust að hafa verið að reykja hass. Þremenningarnir voru 15, 19 og 20 ára. Þegar þeir höfðu verið færðir yfir götuna á Lögreglustöðina kom í ljós að tveir þeirra voru með efni í poka, hass að þeirra sögn. Sá fimmtán ára gamli sagðist hafa keypt hassið af „vini“ sínum á Lækjartorgi en á þessum vini vissi hann engin deili. Þeim yngri var svo sleppt en þeim þriðja haldið yfir nóttina. Að morgni næsta dags var sá yfirheyrður. Þá sagðist honum svo frá að tveir þeirra hefðu hist á miðvikudeginum um tvöleytið á Hlemmi og þeir síðan verið saman mestallan daginn, m.a. á billjard- stofu í miðborginni. Um kvöld- matarleytið hafi þeir haldið upp að Hlemmi og hitt þann þriðja á leiðinni. Þegar þeir hafi komið á Hlemm hafi þeir farið á salernið og þar skipt á milli sín hassi, er sá þriðji hafði verið með á sér. Einn- ig hafi verið sett í eina pípu. Hann kvaðst ekkert vita hvaðan hassið hefði verið komið og ekkert vitað um það fyrr en á salerninu. Síðar sama dag kom sá tvítugi aftur fyrir og sagðist vilja segja söguna eins og hún gerðist. Hann hefði verið á Hlemmi þegar piltur nokkur hefði beðið sig að útvega sér „stuð“. Hann hefði tekið við þrjú hundruð krónum (gangverð í dag á hassgramminu) og farið með öðrum félaga sínum á billj- ardstofuna áðurnefndu. Þar hefðu þeir fengið gramm af hassi hjá nafngreindum kunningja, far- ið síðan aftur upp á Hlemm og ætlað að fá sér í eina pípu áður en þeir skiluðu hassinu til þess er hafði lagt út fyrir því. En einmitt þá kom löggan. Á handleggjum hins tvítuga voru nálastunguför — að hans sögn eftir að hann hafði sprautað áfengi í æð og einu sinni Ieyst upp svefnpillu í sítrónusafa til að sprauta sig. Við húsleit heima hjá honum fannst sprauta. Áður hafði verið tekin af honum pípa. Misjafn sauður Piltarnir, sem Gísli Björnsson sagði frá, og margir aðrir ungling- ar, eru í þeim hópi er t.d. Útideild Félagsmálastofnunar Reykjavík- urborgar hefur verið að reyna að ná til á undanförnum árum. Við hittum þrjá starfsmenn hjá borg- inni, sem mikið vinna með ungl- ingum — einkum unglingum er eiga í persónulegum og félagsleg- um vandræðum — og ræddum málefni unglinganna og Hlemms sérstaklega við þau. Þetta voru þær Stefanía Sörheller hjá Félags- málastofnun og Edda Ólafsdóttir hjá Útideildinni og Sigtryggur Jónsson, ráðgjafi útideildar, sál- fræðingur hjá Unglingaráðgjöf- inni í Sólheimum. Þau voru vör um sig og kváðust óttast að umfjöllun í fjölmiðlum gæti haft slæm áhrif á það starf, sem verið væri að vinna meðal reykvískra unglinga. „Þetta er mjög margslungið málþ sagði Stefanía,„og öll umfjöllun getur verið mjög tvíeggjuð. Ég vil strax leggja á það ríka áherslu, að Hlemmur er aðeins einn staður af mörgum, þar sem unglingar safn- ast saman. Því ræður staðsetning- in í bænum. Og það er vitaskuld misjafn sauður í mörgu fé“ — En hversu margir eru þeir unglingar á Hlemmi, sem kannski væri ástæða til að hafa áhyggjur af? „Það er mjög erfitt að segja til um þaðþ sagði Sigtryggur Jóns- son. „Kjarninn er kannski tutt- ugu krakkar, ef maður slær á ein- hverja tölu. En þetta er eins og hver annar samkomustaður. Á hverju vínveitingahúsi í borginni er á einhverju tilteknu kvöldi hóp- ur af fólki, sem kemur þangað öll kvöld eða flest. í öðrum hópi er fólk, sem kemur kannski einu sinni í mánuði og þeim fjórða fólk, sem kemur ennþá sjaldnar. Á Reykjavíkursvæðinu eru á að giska tuttugu þúsund ungmenni á aldrinum 12-20 ára. Við erum því að tala um ákaflega lítið brot af Framh. á síðu 17 NYTT A ÍSLANDI

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.