Helgarpósturinn - 22.04.1983, Qupperneq 12
12
María Markan Östlund var búin að dekka upp borð með kaffi, bakkelsi
og þeyttum rjóma þegar við komum. — Eg er alveg hætt að borða rjóma
svo þú verður að 'gera það, góði minn, sagði hún og setti væna slettu á
kökudiskinn minn.
—- Hvernig er heilsan? spurði ég.
,,Eg er ágæt í dag og í gær líka. Eg verð að ganga — þótt ég sé með hann
þennan“, svaraði hún og veifaði göngustaf. ,,Þó að ég hafi hnífa í hnjánum
þá geng ég á hverjum degi eða syndi. Eg má til. Komdu hérna aðeins með
mér“, sagði hún svo og leiddi mig inn í annað herbergi. Þar stóð þrekhjól
útivið glugga. „Hjólreiðakona ársins, ha ha“, hló hún dátt. „Þjálfarinn í
Hveragerði ráðlagði mér að fá mér þetta og ég hjóla hérna nokkrum sinn-
um á dag“.
— Hvað er það sem plagar þig?
„Æ, eigurrr við nokkuð að vera að tala um
það? Jæja, það er kannski best að segja það
bara í eitt skipti fyrir öll. Það er hvort eð er allt-
af verið að spyrja mig: — Ertu með gigt? Nei,
það sem er að mér er brjóskeyðsla í hnjánum.
Þar er bara bein í b'ein. Þess vegna varð ég að
hætta með skólann fyrir þremur árum — ég
þurfti oft að sitja svo lengi við kennsluna að
ég gat þetta ekki lengur“.
— Og ég sem ætlaði að byrja á að spyrja
hvort þér, sem ert svo glettilega hress að sjá og
heyra — og búin að gera svo margt og mikið
— hvort þér hefði aldrei orðið almennilega
misdægurt?
„Misdægurt? Biddu fyrir þér! Ætlarðu að
gista hér í nótt á meðan ég romsa þvúöllu upp
úr mér? Þér er svo sem velkomið að liggja í
flatsæng hér á gólfinu!“.
María Markan iðar af lífi og fjöri, jafnvel
þótt hún sé ekki áberandi snögg í hreyfingum.
Hún hlær oft og hlær þá dátt. Gesturinn
kemst ekki hjá því að láta smitast og hlátra-
sköllin dynja um litlu íbúðina á Laugarnes-
veginum.
„Jú, góði minn. Mér hefur orðið mis-
dægurt. Þegar ég var 24 ára í Beríin — þetta
var fyrir stríð — þá fékk ég liðagigt. Og svo
hefur eitt og annað komið fyrir síðan. En
miðað við aldur — ég er orðin 77 ára — þá má
ég ábyggilega þakka fyrir hvað ég er hraust“.
Heyrbist
mest íþeirri gömlu
— Lentirðu ekki á spítala einhverntíma í
vetur?
„Ja, ég fór austur í Hveragerði í október og
var í tæpa þrjá mánuði. Það var alveg yndis-
legt að vera þar og margt gott fólk. Enda var
ég miklu hressari þegar ég kom heim aftur.
Fyrstu sex vikurnar var mér ekið um allt í
hjólastó! — en ég vissi að ég var að verða betri
þegar ég var farin að syngja með á kvöld-
vökunum á fimmtudögum, þjóðsönginn og
svoleiðis nokkuð, þannig að mest heyrðist í
þeirri gömlu!“.
— Þér hefur kannski leiðst að fara heim?
„Ekki segi ég það nú. En þegar ég var að
fara heim, var að pakka niður i herberginu
mínu, þá var allt í einu barið að dyrum. Ég
opnaði og þá var fyrir utan hópur af fólki,
sem þarna hafði verið með mér. Þau voru með
blóm og sumir karlarnir höfðu meira að segja
ort kvæði handa mér í kveðjuskyni..“
Hún tók dagbók ofan úr hillu og rétti mér
handskrifuð blöð. Á einu var þessi vísa eftir
Guðmund G. Halldórsson frá Húsavík — ort
í kveðjuskyni við Maríu Markan á hressingar-
hælinu í Hveragerði:
„Dagarnir ókomnu vinir þér veri,
veiti þér fortíðin unað og skjó).
Hjartkærar þakkir nú blómin þér beri
birtu og gleöi með hækkandi sól“.
— Það er gaman að fá svona kveðjur,
María.
„Já, enda þótti mér svo vænt um þetta að ég
fór bara að gráta. Og þá þótti mér ennþá
vænna um að hafa getað glatt þetta fólk af og
til með því að syngja fyrir það og með því.
Það er skylda mín, finnst mér að nota röddina
öðrum til gleði“.
— Þú syngur alltaf talsvert, er það ekki?
„Ég skal syngja fyrir þig“. Hún snaraðist að
píanóinu og þá var ekki að sjá að það væri
bein í bein í hnjánum á henni. „Ég skal nefni-
lega segja þér alveg eins og er“, sagði hún
þegar hún var sest, „að röddin er ennþá furðu
góð. Ég kemst til að mynda hærra núna en ég
gerði fyrir nokkrum árum. Og röddin klingir
ennþá — kjarninn er þarna á sínum stað!“
Svo byrjaði hún að spila og syngja „Syngdu
meðan sólin skín“. Og víst er röddin „furðu-
góð“ og klingir eins og litlar silfurbjöllur á
sumardegi. Satt að segja man þessi blaðamað-
ur ekki eftir öllu indælli stund á sínum starfs-
ferli en að sitja einn með Maríu Markan,
ókrýndri drottningu íslenskrar sönglistar og
hlusta á hana. Eða horfa á hana því hún og
tónlistin runnu saman í eitt, augun í henni
sindruðu eins og í barni á jólum og það var
eins og stjörnurnar lýstu upp stofuna.
/
Ohollt fyrir sálina
„Jæja“, sagði María þegar hún var sest aft-
ur í hægindastól. „Um hvað viltu svo tala? Við
skulum ekki vera að tala mikið um gamla
daga og hvað ég gerði þarna eða þarna. Það
er óttalega tilgangslaust — fólk getur lesið
ævisöguna mína, sem kom að vísu allt of
snemma út, eða flett upp í Who’s Who. Það er
óhollt fyrir sálina að hugsa of mikið til baka“.
— Mig langar nú samt að vita hvort það er
ekki rétt að þú sért úr mikilli músíkfjöl-
skyldu? Hvað voruð þið systkinin mörg?
„Já, já, við vorum mörg. Við vorum sjö al-
systkin og að auki einn hálfbróðir og einn
uppeldisbróðir. Sá er reyndar jafnframt
systursobur minn, Hörður Markan, en ég hef
alltaf litið á hann sem bróður minn“.
— Öll söngfólk?
„Flest höfðum við meira og minna góðar
raddir. Nú eru þau öll dáin nema við tvær
systurnar, Elísabet og ég. Elísabet söng mjög
ve! og var vel þekkt hér heima. Hún var líka
miklu betri en ég að bródera. Ég held bara að
hún hafi bróderað á milli fjörutíu og fimmtíu
samfellur auk margs annars. Ég var reyndar
sem unglingur í saumaklúbb sem hét „Saum-
sprettan" og býst við að ég hafi átt met í að
spretta upp! En áfram með systkinin: það
muna allflestir vel eftir Einari bróður mínum,
söngvara og tónskáldi, og líka Sigurði. er
einnig söng vel. Elsta systir mín, Helga, hafði
sömuleiðis fagra söngrödd“.
Prjóna ekki
— En hvað ertu svo að gera þessa dagana?
„Ég er bara að lifa! Og ég hef svo mikið að
gera, að stundum kemst ég ekki yfir nema
helminginn af því, sem mér finnst að ég eigi að
gera. Einu sinni í viku, eða þar um bil, tek ég
þátt í „opnu húsi“ með jafnöldrum mínum og
fleira fólki í Hallgrímskirkju, Laugarnes-
kirkju og á Droplaugarstöðum. Fólkinu
finnst gaman og mér finnst gaman líka. Þess
vegna segi ég: Því skyldi ég ekki gera þetta úr
því að mér finnst ég geta það? Maður verður
að miðla af því, sem maður hefur. Það er ekki
nóg að vera alltaf þiggjandi. Og þetta er stór-
merkilegt starf hjá þeim, safnaðarsystrunum
í kirkjunum. Hún bað mig um þetta fyrst hún
Dómhildur safnaðarsystir, konan hans séra
Péturs Ingjaldssonar — en ekki veit ég hvernig
henni datt í hug að vera að biðja mig um að
koma. Svo hef ég líka upp á síðkastið verið í
Laugarneskirkju — safnaðarsystirin þar ein,
Margrét Hróbjartsdóttir, hringdi til mín og
bað mig um að vera með.
Og svo dunda ég mér við músíkina. Ég
hlusta mikið á tónlist, fer á tónleika eftir því
sem ég get og er í sambandi við kunningja
mína og vini. Heyrnin er sæmileg en ég set á
mig heyrnartæki ef ég fer í leikhús og kirkju.
Og það set ég á mig hvar sem er, ég er alveg
ófeimin við það. Ég hef aldrei skilið að það
þurfi að vera eitthvert pukur— ekki pukrast
fólk þegar það setur á sig gleraugun! Mér
finnst bara gaman að sýna að ég kann að nota
heyrnartækið. Nú, nú, Ólafur Vignir, píanó-
leikari, hann kemur til mín tvisvar og þrisvar
í mánuði og þá spilum við nokkur Iög inn á
kassettutækið mitt. það heldur manni gang-
andi og getur orðið gainan að því einhvern-
tíma.
En ég prjóna ekki — eins og venjulegar sið-
samar gamlar konur. Hinsvegar hefi ég
bróderað talsvert ef ég kemst ekki út. Þessar
myndir hér á veggjunum — þær bróderaði ég
eitt árið þegar ég átti sérlega erfitt um gang“.
Er ég nokkub eins
og Billy Graham?
— Er erfitt að draga sig í hlé frá skarkala
heimsins eftir að hafa verið toppnúmer úti í
hinum stóra heimi?
Föstudagur 22. arpíl 1983
_J~feloai-
-Pösturinn
Hún hikaði andartak og leit snöggt til mín.
„Já“. sagði hún svo. „Það getur verið það.
Fyrst í stað. En það er um að gera að vinna á
móti því — maður verður að forðast að verða
bitur. Þegar maður hefur orðið betri tíma fyr-
ir sjálfan sig og þarf ekki stöðugt að vera að
æfa fyrir næsta konsert eða sýningu, þá getur
ýmislegt gamalt og leiðinlegt rifjast upp. Allt
slíkt verður maður að yfirvinna og þá líður
manni auðvitað miklu betur. Sjáðu til, aðal-
..atriðið er að taka sjálfan sig ekki of hátíðlega.
Mér dettur í hug visubrot, sem góð vinkona
mín hafði eftir einhverjum kunningja sínum,
er hafði ort erfiljóð:
Dáið er Ijós, slokknað er Ijós á kerti.
Merkilegu kerti — merkikerti.
Ég man ekki meira af þessu en mér þykir
þetta stórsniðugt, haha. Það er þetta sem ég á
við“.
— Hefurðu óttast það að þú gleymist?
María varð aftur alvarleg. „Víst hefur það
komið fyrir mig. Sérstaklega ef ég hef ekki
komist út lengi. En allir sem eldast og búa ein-
ir ganga í gegnum þetta. Og jafnvel fólk, sem
á börn, það hefur stundum á tilfinningunni,
að það sé að gleymast. Ég er líklega bara
heppin, þótt ég eigi aðeins einn son og þótt
hann búi langt í burtu. Ég hugsa að ég hafi
jafnvel meira samband við hann en margir
aðrir sem eiga fleiri börn í næsta nágrenni. Iss,
það þýðir ekkert að vera að berja höfðinu við
steininn. Ég tek því, sem ég verð að gegnum-
ganga. Heyrðu“, bætti hún svo við, „Er ég
nokkuð farin að hljóma eins og Billy Graham
predikari?".
Varstu
eitthvab ab röfla?
— Alls ekki. En segðu mér: Hvernig
kanntu við þig í hlutverki Grand Dame
íslensks óperulífs, íslenskrar óperusögu?
Hún skellihló: „Hamingjan góða! Ég
hugsa aldrei um sjálfa mig á þann hátt. Mig
langar bara að vera þægileg manneskja. Og
mér sýnist bara vera full time job að gera það!
Ég hef alveg nóg fyrir stafni — ég reyni að vera
vinur vina minna, taka eitthvað og gefa á
móti, reyna að segja eitthvað glaðlegt þótt það
sé ekki alltaf hágáfulegt.
Það er alltaf eitthvað, sem ég get glaðst yfir.
Það kemur til dæmis margt skemmtilegt fyrir
mig á leiðinni í sundlaugarnar. Ég skal segja
þér... ég á nefnilega til að tala hástöfum við
sjálfa mig, hvort sem ég er úti eða inni. Einu
sinni var ég á leið heim úr laugunum og var að
tala við sjálfa mig. Nú heyrir maður engin
skóhljóð orðið Iengur því allir eru á gúmmí-
sólum en það gerðist þennan dag, að allt í einu
gekk fram úr mér maður —líklega einhvers-
konar útigangsmaður, mér fannst hann vera
þannig — í þann mund sem ég er að segja eitt-
hvað. Þá snýr hann sér við og segir við mig: —
Varstu eitthvað að röfla? — Nei, nei, sagði ég.
— Ég var bara að tala við sjálfa mig. Af hverju
ertu að því, spurði hann. - Mér þykir gott að
fá almennileg svör stöku sinnum!“.
Eins og skothvellur
Ljósmyndarinn hafði lokið sér af og María
fylgdi honum til dyra. í stigaganginum eru
nokkrar myndir af henni í frægum óperuhlut-
verkum — annað vísar ekki á að þarna búi
söngvari með svo glæstan feril að baki, ef frá
er talið píanóið, sem skipar heiðurssess í
stofunni.
„Það er orðið langt síðan ég hef verið til I
að láta eiga við mig viðtal", sagði María þegar
hún var sest aftur. „Ég er líka miklu opnari
núna en ég var áður. Ég var óskaplega lengi að
losa mig við allar hömlur — hvað ég leið fyrir
að þurfa að standa frammi fyrir fólki og
syngja, drottinn minn. Því trúir áreiðanlega
enginn. Hjartað fór upp i háls, ég missti and-
ann og röddin titraði margfalt meira en eðli-
legt var. Þetta var einna verst í skólanum í þá
daga — kennarinn minn, hún var orðin alveg
örvingluð. — Þú verður að syngja sem mest,
sagði hún við mig. — Það er frumskilyrði fyr-
ir því að þú getir þjálfað sjálfa þig og röddina.
Nú nú, ég var búin að koma fram einu sinni
í Hornemann-salnum með úrvali úr skólan-
um. Svo ætlaði hún að halda annað söng-
kvöld með öðrum nemendum, sem ekki
komust í úrvalið og hún vildi endilega hafa
mig með svo ég gæti æft mig. Jæja, það var
ákveðið að ég myndi byrja á laginu En dröm
eftir Grieg, sem reyndar varð seinna eitt af
mínum glansnúmerum. Þarna um kvöldið
átti ég að syngja á eftir konu, frú Zimmer-
mann, sem var nú aldrei sérstaklega góð, enda
var hún gift og að þessu meira að gamni sínu.
Á meðan hún var að syngja beið ég í stiganum
og hugsaði með mér: Jæja, þú getur þó
huggað þig við að þú kemur á eftir henni frú
Zimmermann. Þú verður aldrei verri en hún!
En þegar ég var komin fram á sviðið og undir-
leikarinn hafði lokið forspilinu, þá kom ég
bara ekki upp nokkru hljóði. Ó, þetta var
skelfing vandræðalegt. Og ég skellti hendinni
upp á vangann — og þá fórú áheyrendur í
salnum að hlæja. Ég fór að hlæja með þeim,
svona smávegis, og hugsaði um leið: Nú hlýtur
þetta að koma. En dröm byrjar mjög mjúk-
lega og blítt — en þegar ég gat byrjað kom
fyrsta nótan eins og skothvellur! Svo gekk allt
vel eftir það. En svona var ég í þá daga!“
Súrt og sœtt
— Óperur fjalla flestar — ef ekki allar —
um ást og hatur, heitar ástríður og tilfinninga-
leg tilþrif. Er hægt að tala á sama hátt um
einkalíf óperusöngvara?
„Nei, það er auðvitað engin regla til um það
frekar en hjá öðru fólki. Einkalíf söngvara er
eins og allt annað — mjög persónubundið".
— Hvað með þitt einkalíf? Var t.d. hjóna-
band ykkar Georgs heitins Östlund storma-
samt og átakamikið?
María hikaði og horfði til skiptis á mig og
út um gluggann. „Við Georg vorum mjög
staðföst“, svaraði hún loks. „Okkur gekk best
fyrstu árin, enda vorum við þá í góðum efn-
um. Síðan komu nokkur óheppnisár... ég
deildi þó bæði súru og sætu með honum og
aldrei datt mér í hug að fara frá honum þótt
sitthvað blési í móti. Hann dó 1960 og ég hef
alla tíð verið ánægð með að hafa breytt eins og
ég gerði. Það þýðir ekki að ganga í hjónaband
og búast við eintómri sælu. Þannig er það
hvergi. Það fá allir sitt — og þá, eins og alltaf,
skiptir ekki meginmáli hvað maður reynir
heldur hvernig maður tekur því“.
— Segðu mér meira frá þessu...
„Æ, ég veit það ekki. Það er þó kannski
best að segja hverja sögu eins og hún gerðist.
Auðvitað var okkar hjónaband stormasamt.
Við gengum í gegnum mikla erfiðleika. Hann
glaptist á það, blessaður maðurinn, að leggja
allt sem við áttum í tunnuverksmiðju í
Kanada og þá fluttum við til Quebec. Það var
líklega versti tími, sem ég hef lifað... ég vil
helst hugsa sem minnst um það. Nema hvað,
þessi verksmiðja var sett upp í Three Rivers og
átti að vera mjög arðbært fyrirtæki enda
mikið skóglendi þarna í kring. En þegar
verksmiðjan var komin í gang hentaði viður-
inn ekki í tunnustafina betur en svo, að það
var ekki nema á að giska tíundi hver stafur
sem dugði. Svo þetta fór allt á höfuðið. Ég
vildi ekki ganga í gegnum þetta aftur... Við
seldum svo allt okkar og fórum heim til
íslands“.
Alltaf ab fela
— Var ekki Georg Svíi?
„Jú — og þó taldi hann sig alltaf vera
íslending. Hann átti sænskan föður, séra
Davíð Östlund, og norska móður. Faðir hans
var trúboði á Seyðisfirði og þar fæddist Georg
og bjó til sextán ára aldurs. En hann var
bandarískur þegn þegar við kynntumst í New
York og það hjálpaði mikið til þegar við
fluttumst heim frá Kanada, þá fékk hann
ágætt starf á Keflavíkurflugvelli, enda talaði
hann alltaf góða íslensku, sem og ensku“.
Hún hikaði aftur. Brosið var horfið úr aug-
um hennar.
„Aðalvandinn varð sá, að hann gerðist háð-
ur drykkju“, sagði hún svo. „Það hefur
kannski haft áhrif í Kanada, ráðið einhverju
um hvernig allt fór. En hann fór alltaf vel með
sína drykkju — hann var alltaf sami séntil-
maðurinn. Og auðvitað reiknaði ég aldrei með
þessu þegar ég giftist honum. Þess vegna er ég
mikið á móti þessari svokölluðu hófdrykkju
— hún er alltaf upphafið. Þegar við
kynntumst var Georg fyrsti sölustjóri hjá
Consolidated Edison orkufyrirtækinu í New
York. Þar vann hann sig vel upp. Því fylgdu
náttúrlega margir „lönsar" og kokkteilar með
forstjórum og viðskiptavinum og það hefur
vafalaust ráðið miklu um hvernig fór. En hann
vissi of seint hvernig komið var og ég líka. Á
þeim tíma var ekki mikla hjálp að fá fyrir
áfengissjúklinga. Viðhorfið var allt annað en
það er í dag — hann blygðaðist sín fyrir hvern-
ig komið var fyrir honum. Og alltaf var ég að
reyna að fela drykkjuna með honum...
Ég veit ekki hvort það er rétt af mér að vera
að tala um þetta. Þetta var svo skelfilegt
leyndarmál í þá daga — en það er líklega rétt,
að nú eru viðhorfin allt önnur. Við skulum
láta koma vel fram, að hann var góður maður,