Helgarpósturinn - 22.04.1983, Side 20

Helgarpósturinn - 22.04.1983, Side 20
20 Sagan um umslagið” Föstudagur 22, arpíl 1983’ jplSsfuríhrí. „Biblíu- uppspuni — Helgarpósturinn rekur hina sönnu sögu um verðmœtasta umslag íslenskrar frímerkjasögu □ Biblíu-umslagið. Gömul og guðhrædd kona austur í sveitum með snjáða Biblíu undir koddanum. í henni verðmætasta frímerki islenskrar frímerkjasögu. Gamla konan deyr og ókunnur maður gefur sig fram við tvo frímerkjasala í Reykjavík. Hann hefur umslagið í fórum sínum og biður sérfræðingana að meta það. Tuttugu og þrjú skildingafrímerki á einu bretti. Aldrei sést áður — stórkostiegt! Maðurinn neitar að segja til nafns og skömmu síðar er umslagið selt úr landi með grunsamlegum hætti. Dómsrannsókn fyrirskipuð en niðurstöður hennar eru óljósar. Umslagið fer fyrir of fjár á uppboði í Vestur—Þýskalandi. Bæði kaupandi og seljandi óska nafnleyndar. I tíu ár veit enginn hvar umslagið er niðurkomið. Það gleymist að mestu. Fyrr á þessu herrans ári dúkkar það svo upp að nýju og nú á uppboði í Sviss. Dularfullur ítali býður grimmt í það. Fær það á endanum fyrir á fjórðu milljón íslenskra króna. Umslagið hverfur aftur. □Þannig hljóðar í stuttu máli algengasta gerð þjóðsögunnar um „Biblíu-umslagið" margumtalaða. Það komst í fréttir er það var slegið ónafngreindum kaupanda á fyrr- nefndu uppboði í Sviss fyrir fjórum sinnum hærri upphæð en áður hefur fengist fyrir íslenskan grip af þessu tagi. Vissulega er þetta bæði skemmtileg saga og litrik, en því miður er hún ekki sönn nema að mjög takmörkuðu leyti. Umslagið fannst, svo að dæmi sé tekið, alls ekki innan i Biblíu og ekki er vitað til þess að það hafi nokkru sinni verið í eigu gamallar, guðhræddrar konu. Hin sanna saga umslagsins er þó varla siður athyglisverð og verður hún rakin hér samkvæmt mjög öruggum heimildum sem Helgarpósturinn hefur aflað sér úr ýmsum áttum. Þar skal hefja söguna að minna á að árið 1874 var gerð myntbreyting á íslandi. Lagðir voru af ríkisdalir og skildingar, en í staðinn teknar upp krónur sem skiptust í aura, .og var þessi breyting vitanlega í tengslum við sams konar aðfarir í herraríkinu Danmörku. Ekki er vitað annað en allt hafi gengið tiltölulega greiðlega fyrir sig í máli þessu, en sá sem mun hafa haft yfirumsjón með breytingunni var landshöfðinginn, æðsti yfirmaður Dana í landinu. Undirmenn hans voru sýslumenn úti um landið, og sá landshöfðingi um að koma hinum nýja gjaldmiðli í hendur þeirra. Á meðal sýslumanna var, eins og gefur að skilja, sýslumaðurinn í Árnessýslu. Hann fékk eitt sinn sendan böggul frá landshöfðingja og voru í bögglinum heilar 75 splúnkunýjar krónur, í „10, 5, 2 og 1 eyris peningum", eins og segir á umslagi sem fylgdi bögglinum. 75 krónur gerðu í þá daga 37 rikisdali og 48 skild- inga, og var mikil upphæð. Það kostaði því ekk'ert smáræði að senda þennan peninga- böggul þó ekki lengri vegalengd en austur fyr- ir fjall: heila 180 skildinga og voru frímerki sem því svaraði límd á áðurnefnt umslag. Það er einmitt sama umslagið og kennt hefur verið við Biblíuna. Víkjum að frímerkjasögu landsins. Hin svokölluðu skildingafrímerki höfðu verið tek- in upp hér á landi árið 1873 en við myntbreyt- inguna árið eftir urðu þau að sjálfsögðu úrelt. Þau voru þó notuð enn um sinn meðan önnur frímerki voru ekki til, eða fram á árið 1877 þegar þau voru leyst af hólmi með frímerkjum kenndum við krónur og aura. Sökum þess hversu fá ár skildingafrímerkin voru við lýði hérlendis var lítið prentað af þeim; þau eru því sjaldgæf og að sama skapi dýr á íslenskan mælikvarða. Það sem er merkilegt við ums- lagið sem hér er fjallað um er einkum tvennt. í fyrsta lagi er það fjöldi frimerkjanna. Áður en þetta umslag fannst voru engin dæmi um umslög með fleiri en þremur skildingafrí- merkjum. í öðru lagi voru alls ekki til heil umslög með átta skildinga merkjum, en á „Biblíu-umslaginu“ eru, sem sjá má á með- fylgjandi mynd, hvorki fleiri né færri en 22 merki þeirrar gerðar. Þetta er þess vegna ein- stæður fundur. Umslaginu skýtur upp í fornbókabúð En sem sé. Sýslumaðurinn í Árnessýslu fékk hina nýju mynt i hendur, og hann hefur áreiðanlega ekki leitt hugann lengi að umslag- inu, sem þó er nú orðið langtum verðmeira en þær 75 krónur sem hann fékk frá landshöfð- ingja. Engum sögum fer af umslaginu næstu áratugina og sjálfsagt hefur það þvælst víða. Svo skaut það upp kollinum rétt fyrir síðari heimsstyrjöld, árið 1937 eða 1938. Þá varð maður nokkur í Reykjavík gripinn lestrarfýsn. Hann fór því sem leið lá í forn- bókaverslun og gluggaði í hillurnar; var ekki lengi að koma auga á bók sem hann langaði til að lesa og eiga. Maðurinn — við getum ekki sagt hver hann var — festi því kaup á þessari bók en sem hann var að yfirgefa búð- ina datt út úr henni eitthvert bréfsnifsi; ums- lag. Maðurinn beygði sig niður, tók umslagið upp og skoðaði það í krók og kring. Það var með tuttugu og þremur skildingafrímerkjum og áritað til sýslumannsins í Árnessýslu. Manninum þótti þetta býsna óvenjulegt ums- lag sem von var og vakti athygli fornbókasal- ans á því. Bóksalinn kannaði umslagið, leist vel á það en áttaði sig ekki á þvi að það gæti verið verðmætt. Hann sagði því manninum sem hafði keypt bókina að hann skyldi bara fá umslagið í kaupbæti og við svo búið kvöddust þeir. Maðurinn hélt heim á Ieið, ánægður með bókina sína en hafði ekki hugmynd um verð- mæti umslagsins, fremur en fornbókasalinn. Hann geymdi það þó vandlega og aftur liðu margir áratugir án þess að margumrætt um- slag ylli tíðindum. Umslagið selt úr landi Svo gerist það, meira fyrir tilviljun en nokk- uð annað, að upp rennur ljós fyrir manninum sem farið hafði í fornbókabúð. Hann gerir sér skyndilega grein fyrir því að umslagið geti ver- ið merkilegt og fer því á fund tveggja virtra frímerkjasala í Reykjavík og biður þá að meta það fyrir sig. Þetta var árið 1972. TVímenningarnir i frímerkjabransanum voru þeir Magni R. Magnússon í Frímerkja- og myntversluninni á Laugaveg og Haraldur Sæmundsson í Frímerkjamiðstöðinni á Skólavörðustíg. Þeir félagar voru auðvitað ekki lengi að sjá að hér var um stórmerkilegan fund að ræða og það sögðu þeir eigandanum. Hann mun aftur á móti hafa verið var um sig því þeir Magni og Haraldur hafa skýrt svo frá í blöðum að hann hafi ekki sagt þeim til nafns, og það ítrekaði Haraldur þegar Helgar- pósturinn ræddi við hann fyrir skömmu. Hann kvaðst raunar láta sér það í léttu rúmi liggja; aðalatriðið væri að umslag þetta hefði komið fram í dagsljósið og það yrði ekki aftur tekið, þótt umslagið væri ef til vill ekki til sýn- is fyrir almenning svona dags daglega. Vist má nokkuð vera til í því, en altént hafði

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.