Helgarpósturinn - 22.04.1983, Page 23
Helgai-----
-Pösturinn
23
•STJORNU
BC0NDUNARXÆKI
frá Noregi
Bnina A-línan
T
Sterk og endingargóð tæfei,
sem setja nýtiskulegan
svip á umhverfíð
UTSOLUSTAÐIR
Byggingavöruverslun Tryggva Hannessonar, Sidumúla 37, 105 Reykjavik
Byggingavöruverslun Jón Loftsson hf., Hnngbraut 119, 107 Reykjavik
Axel Sveinbjörnsson hf., Hafnarbraut, 300 Akranes
Byggingavöruverslun Sigurjóns og Þorbergs, 300 Akranes
Verslunin Vík sf., 625 Ólafsfjörður
Kaupfélag Hvammsfjarðar, 370 Búðardal
Jón Fr. Einarsson, Hafnarg./Aðalstr., 415 B.olungarvik
Hiti sf., 600 Akureyri
Kaupfélag Langnesinga, 680 Þórshöfn
Kaupfélag Rangæinga, Rauðalæk
Miðstöðin sf.. Faxastig 9, 900 Vestmannaeyjar
Kaupfélag Suðurnesja, járn og skip, 230 Keflavík
Stapafell hf., Hafnargötu 29, 230 Keflavík
Lækjarkot, Lækjargötu 32, 220 Hafnarfjörður
heiidversiun MarinóPétursson
SUNDABORG 7. 124 REYKJAVÍK. SÍMI: 81044
STILLANLEGIR
abriel
höggdeyfar
í flestar gerðir
75 ÁR
Sendum í póstkröfu
í fararbroddi —
trygging fyrir gæöum
Civarahlutir
W Hamarshöfði 1 Reykiavík. Sími 3651C
LOFTDEMPARAR
Hlemmur 17
heimilið í Kópavogi, Unglinga-
athvarfið, Sambýlið við Sólheima,
Borgarsambýlið“.
— Eru þau skemmd, þessi börn
og unglingar? Er hægt að hjálpa
þeim til að Iifa eðlilegu fjölskyldu-
lífi þegar þau fara frá ykkur?
„Því miður held ég að í mörgum
tilfellum sé staðan sú, að þau geti
ekki lifað eðlilegu lífi innan hefð-
bundinnar fjölskyldu. Ástæðan er
einföld: Þau hafa ekki öll kynnst
þannig lífi og það gæti reynst þeim
erfitt að miðla af reynslu, sem þau
hafa ekki upplifað sjálf“.
í meðferð
En hvað er þá til ráða? Það hefur
komið fram hér á undan að í raun-
inni er ekki verið að tala um stóran
hóp unglinga, kannski tuttugu af
tuttugu þúsund. Trúlega þó nokkuð
fleiri. Erlendur S. Baldursson, af-
brotafræðingur hjá Skilorðseftirliti
ríkisins, benti á í samtali við blaðið
að í rauninni væri enginn staður til
fyrir unglinga á þeim villigötum,
sem hér hafa verið til umræðu.
„Það er til dæmis engin geðdeild
fyrir unglinga starfrækt“, sagði
Erlendur, „þótt nú sé verið að ræða
hvort og hvernig þannig deild ætti
að vera“.
Gísli Björnsson hjá fíkniefna-
deild Iögreglunnar sér ljósglætu í
myrkrinu: „Ég held að það sé eitt-
hvað að aukast að ungt fólk sé að
fara í meðferð til að leita sér hjálp-
ar. Seint á síðasta ári fóru a.m.k.
þrír, sem ég veit um, i meðferð á
stofnanir vegna fíkniefnanotkunar
annarrar en áfengis. Ég held að það
sé eitthvað að aukast að fólk átti sig
á því, að það getur þurft á hjálp að
halda í þessum efnum. Það heyrist
minna orðið af slagorðum eins og
. „gróður jarðar" þegar talað er um
hass. Fólk er ekki eins mikið að
halda því fram að hass sé hættum-
inna en áfengi. En jafnframt hefur
annað gerst og það veldur ekki
minni áhyggjum: neyslan færist
stöðugt neðar í aldursstiganum. Ég
held samt ekki að það hafi orðið
nein stökkbreyting á neyslunni
undanfarin ár - að minnsta kosti
ekki síðan ég kom í þessa deild fyrir
um tveimur árum“.
Varasamar „pakka-
lausnir“
Ýmsir af viðmælendum Helgar-
póstsins létu í ljós efasemdir um
ágæti og árangur af „pakkalausn-
um“ og „ skyndiuppákomum" á
borð við þær, sem nokkuð hafa ver-
ið tíðkaðar á undanförnum misser-
um og árum, m.a. af fyrrverandi
alkóhólistum. Gísli Björnsson seg
ist vera „skeptiskur á uppákomu-
kennslu - þetta ætti vitaskuld að
vera sjálfsagður hlutur af almennri
kennslu í skólum“, sagði hann.
Erlendur S. Baldursson tók undir
þetta: „Pakkalausnirnar duga
skammt. Fræðsla um fíkniefni og
notkun þeirra ætti tvímælalaust að
verða hluti af almennu námsefni. í
Noregi, þar sem ég þekki nokkuð
til, hafa verið gerðar athuganir á
árangri skyndiupphlaupa af þessu
tagi, þar sem þvegnir og stroknir
fyrrverandi drykkjumenn og aðrir
fíkniefnaneytendur koma skyndi-
lega inn í skólana og segja hr^l-
ingssögur. Niðurstaða þeirra í
Noregi er sú, að í skólum þar sem
þessir sérfræðingar hafa komið
inn, hefur orðið aukning á notkun
fíkniefna".
Annar starfsmaður í félagsmála-
apparati Reykjavíkurborgar, sem
óskaði að láta nafns síns ekki getið,
sagði í þessu sambandi: „Upp-
ákomur SÁÁ hafa vakið hugsun-
ina: Allt er gott sem endar vel.
Krakkarnir sjá þessa menn birtast
þvegna og strokna, menn í góðum
stöðum og jafnvel í áhrifastöðum,
og hugsa með sér: Jæja, þetta hlýt-
ur að vera allt í lagi. Sama hvað
maður sekkur djúpt, það er hægt
að rífa sig upp. Og það sama má
segja um kvikmyndir eins og
Dýragarðsbörnin og bækur eins og
lífsreynslusögur Samhjálpar um
Nicky Cruz og Carinu".
Ekkert mál?
í vandaðri og yfirgripsmikilli
skýrslu, sem tveir námsstjórar í
menntamálaráðuneytinu skrifuðu
um kynnisferð sína til Bretlands á
fyrra ári, er mjög tekið í sama
streng. Allir viðmælendur náms-
stjóranna Sigurðar Pálssonar og
Ingvars Sigurgeirssonar vöruðu við
árlegum uppákomum og sjokker-
andi myndasýningum. Þeir taka
m.a. upp í skýrslu sinni leiðbeining-
ar úr nýsjálenskri skýrslu um þessi
mál, þar sem segir m.a.:
„Fyrrverandi fíkniefnaneytendur,
sem þó hafa afmörkuðu hlutverki
að gegna í fíkniefnafræðslu, ættu
ekki að tala við ungt fólk
um þessi mál. Með veru sinni gefa
þeir óbeint í skyn, að ekki sé erfitt
að fá bót meina sinna. Fyrrverandi
fíkniefnaneytendur er oft fólk gætt
ríkum persónutöfrum, sem gæti
haft þau áhrif á einstaklinga að þeir
greindu tengsl milli þessara per-
sónueiginleika og fyrri fíkniefna-
neyslu“.
Þeir Sigurður og Ingvar hafa sem
einskonar einkunnarorð skýrslu
sinnar þetta: „Það er til lausn á sér-
hverjum vanda: skjótvirk, einföld
og röng“.
í niðurlagi skýrslunnar setja
námsstjórarnir fram nokkrar tillög-
ur en segja áður:
„Ofneysla ávana- og fíkniefna er
flókinn vandi. Viðbrögð við þeim
vanda hljóta því að vera margvísleg
og snerta ólík svið þjóðlífsins.
Fræðsla, hvort sem hún fer fram
innan skóla eða utan, nær skammt
ein sér. Heilbrigðisþjónusta, lög-
gæsla, tómstunda- og æskulýðs-
starf, skipulag íbúðahverfa og
skólastærð eru aðeins nokkrir af
fjölmörgum þáttum, sem huga þarf
að. Sem dæmi um atriði, sem í
fljótu bragði virðist ekki koma
þessu máli við sérstaklega, en gerir
það þegar betur er að gáð, má nefna
niðurstöður úr könnun sem gerð
var í Bandaríkjunum og grein er
gerð fyrir í riti Helen Nowlis, Drugs
Demystified (UNESCO 2975). Þar
segir m.a.: „Fylgni milli skólastærð-
ar og fíkniefnaneyslu var eitt af því
sem skýrast kom fram: því stærri
skóli, þeim mun meiri fíkniefna-
neysla, og skipti þá engu hvort skól-
inn var í stórri borg eða lítilli".
Það er því ljóst, að eigi árangur
að nást þurfa fjölmargir aðilar að
vinna saman og efla þarf vitund
allra, sem hlut eiga að máli um að
þessi vandi verður ekki leystur með
einföldum aðgerðum. Af þessum
sökum leyfum við okkur að leggja
áherslu á að unníð verði að heild-
stæðri stefnumörkun að frum-
kvæði opinberra aðila. Nú þegar er
margt gert í þessum málum af ýms-
um aðilum og til þessa starfs er að
líkindum varið ærnu fé og mikilli
vinnu. Æskilegt væri að samræma
og samhæfa þessar aðgerðir þannig
að fjármunir og mannafli nýtist
sem best.
Ákveðnar tillögur
Að því er varðar skólastarf sér
staklega leggjum við til eftirfar-
andi:
1. Bæklingurinn „Drugs Demysti-
fied“ eftir Helen Nowlis verði
þýddur og gefinn út. Hann
myndi koma að miklum notum í
menntun og endurmenntun
kennara, auk þess sem hann er
upplýsandi fyrir alla þá, sem að
þessum málum vinna og á enda
erindi til alls almennings.
2. Lögð verði áhersla á að þætta
fræðslu um ávana- og fíkniefni
inn í sem flesta þætti skólastarfs,
bæði á grunnskóla- og ekki síður
á framhaldsskólastigi. Lögð
verði áhersla á að fræðslan verði
sniðin að þeim hópum, sem
henni er beint að hverju sinni.
3. Gert verði átak í menntun og
endurmenntun kennara á þessu
sviði.
4. Unnið verði að því í samvinnu
við Námsgagnastofnun að koma
á fót hugmynda- og gagnasafni
um fíkniefnafræðslu.
5. Ráðinn verði tímabundið að
skólarannsóknadeild mennta-
málaráðuneytisins starfsmaður
til að sinna þessum málum innan
skólakerfisins. Hér er átt við
ráðningu í fullt starf“.
Og hver hafa svo viðbrögð hins
pólitíska valds gagnvart þessum til-
lögum orðið - tillögum, sem allif
viðmælendur Helgarpóstsins við
vinnslu þessarar greinar tóku undir
og töldu merkar?
Starfsmaður hefur verið ráðinn i
hálft starf til að sinna fíkniefna-
fræðslu og undirbúningi fræðsl-
unnar í skólakerfinu. Að sögn
Sigurðar Pálssonar er verksvið
starfsmannsins aðallega bundið við
3. grein tillagna þeirra Ingvars, þ.e.
átak í menntunarmálum kennara á
þessu sviði, en einnig skal hann
vinna að því að koma á fót hug-
mynda- og gagnasafni um fíkni-
efnafræðslu.
En skyldi það duga til að koma
honum Sigga, sem rætt er við og um
á bls. 4-5, til einhverrar aðstoðar?