Helgarpósturinn - 13.05.1983, Side 3

Helgarpósturinn - 13.05.1983, Side 3
3 -ffefr irinn Föstudagur 13. maí 1983 Jafnan rétt til framhaldsnáms hlelgai---------------------- pósturínn Blaö um þjóömál, listir og menningarmál. Ritstjórar: Árni Þórarinsson og Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórnarfulltrúi: Guöjón Arngrímsson. Blaðamenn: Guölaugur Bergmundsson, Ómar Valdimarsson, Ingólfur Margeirsson Útlit: Kristinn G. Harðarson. Ljósmyndir: Jim Smart. Dálkahöfundar: Hringborð: Auöur Haralds, Birgir Sigurös- son, Heimir Pálsson, Hrafn Gunnlaugsson, Jón Baldvin Hannibalsson, Jónas Jónas- son, Magnea J. Matthíasdóttir, Pétur Gunnarsson, Sigríður Halldórsdóttir, Siguröur A. Magnússon. Listapóstur: Heimir Pálsson, Gunnlaugur Ástgeirsson, Sigurður Svav- arsson (bókmenntir & leiklist), Siguröur Pálsson (leiklist), Árni Björnsson (tónlist), Sólrún B. Jensdóttir (bókmenntir & sagn- fræöi), Guöbergur Bergsson (myndlist), Gunnlaugur Sigfús- son (popptónlist), Vernharöur Linnet (jazz), Árni Þórarinsson, Björn Vignir Sigurpálsson, Guöjón Arngrímsson, Guö- laugur Bergmundsson, Jón Axel Egilsson (kvikmyndir). Utanlandspóstar: ErlaSiguröardóttir, Danmörku, Adolf H. Emilsson, Svíþjóö, Inga Dóra Björnsdóttir, Banda- ríkjunum, Helgi Skúli Kjartans- son, Bretlandi, Ólafur Engil- bertsson, Spáni. Erlend málefni: Magnús Torfi Ólafsson. Skák: Guðmundur Arnlaugsson. Spil: Friörik Dungal. Matargerðarlist: Jóhanna Sveinsdóttir. Stuðarinn: Helga Haraldsdóttir og Páll Pálsson. Útgefandi: Vitaðsgjafi hf. Framkvæmdastjóri: Guömundur H. Jóhannesson Auglýsingar:Áslaug G. Niel- sen Innheimta: Helma B. Jóhannesdóttir Dreifing: Sigurður Steinarsson Gjaldkeri: Halldóra Jónsdóttir. Lausasöluverð kr. 20 Ritstjórn og auglýsingar eru aö Ármúla 38, Reykjavík. Slmi: 81866. Afgreiösla og skrifstofa eru aö Ármúla 38. Símar 81866 og 81741. Setning og umbrot Alprent hf. Prentun: Blaðaprent hf. Oft stærum við íslendingar okk- ur af því að vera ein þjóð í einu landi. Að landið sé ein menningar- leg heild, enda séu hér allir af sama kynstofni, engar mállýskur sé hér að finna, og jafnrétti sé hér meira en víðast annarsstaðar. En við erum sennilega ekki eins lík og við höldum að við séum. í Helgarpóstinum í dag er fjallað um skólamál, einkum um samræmdu prófin svoköliuðu - próf í fjórum greinum sem allir unglingar í loka- bekk grunnskóla landsins ganga undir. Þessi próf tóku við af lands- prófinu árið 1977, og hafa síðan verið nokkuð stöðugt deiluefni skólamanna. Þau eru nefnilega engan veginn gallalaus. Ef árangur unglinga á þessum prófum er athugaöur koma ansi sláandi upplýsingar í Ijós - sérstak- lega að nemendum úti á landi geng- ur mun verr á þessum prófum en nemendum í Reykjavík og nágr- annasveitarfélögum. Þessi munur er svo mikill að hann telst mark- tækur, og hefur verið svipaður í þau sex ár sem grunnskólaprófin hafa verið tekin. Þannig náðu hlutfalls- lega yfir 30Vo fleiri unglingar fram- haldseinkunn í Reykjavík en á Vest- fjörðum á síðasta ári. í Reykjavík náðu 77 prósent unglinganna fram- haldseinkunn, en aðeins 57 prósent unglinganna á Vestfjörðum, svo tekin séu þau fræðsluumdæmi sem voru með hæsta og lægsta hlutfall- ið. Þessi munur er mismikill eftir námsgreinum, en einna mestur i er- lendum tungumálum, þar sem munur á meðaleinkunn milli hæsta og lægsta umdæmis er yfir 25%. Þessar upplýsingar þýða að möguleikar unglinga úti á landi til framhaldsmenntunar eru talsvert minni en unglinga hér í Reykjavík, þó allir taki sama prófið. Engum dettur nefnilega í hug að halda því fram að börn úti á landi séu al- mennt verr gefin en börn á höfuð- borgarsvæðinu. Munurinn hlýtur að felast í aðstöðumun, og ef til vill ekki síður því sem drepið var á i upphafi - menningarlegum mun. Samræmdu prófin eru samin af hámenntuðum skólamönnum, og miðast óhjákvæmilega við and- rúmsloft menntunar og skóla, vís- inda og lista - þau mióast meira við þau viðhorf sem ríkja í höfuðborg- inni, þar sem allar helstu skóla- stofnanir landsins eru, og lista- stofnanir og þar scm bróðurpartur allra háskólamanna er saman kom- inn, - miklu fremur en þau viðhorf framleiðslunnar sem ríkja e.t.v. úti á landi. Unglingur í sveit, eða i litlu sjávarþorpi, þekkir miklu betur til undirstööuat vinnu veganna en jafn- aldri hans í Reykjavík, en slíkt er ekki prófað á samræmda prófinu. Skýringin á þessum mismun híýt- ur að felast að einhverju leyti í próf- inu sjálfu, ekki nemendunum. Að nemendur landsbyggðarinnar skuli fá lakari einkunnir en nemendur Reykjavíkur er óréttlæti, sem verð- ur að leiðrétta með einhverju móti. Þá mismunun sem nú á sér stað hvað varöar möguleika til fram- haldsnáms verður að stöðva. Orlofið er komið í berin mamma! Það er ekkert sambæri- legt hvað allt var skemmti- legra í gamla daga. Til- dæmis fyrir tuttugu árum. Þá fóru konur í orlof á sumrin, orlof þýddi orlof. Þegar konurnar brugðu sér í orlofið var það kallað Sæluvika hjá körlunum. Svona samræður voru ekk- ert dulmál þá: Svanur: „Jæja, þá byrjar sæluvik- an hjá manni á morguní* Magni: „Það er ekkert annað, hvert stímir hún í orlofið?" rjúkandi hádegisverðurinn kominn á borðið, urrandi af fjörefnum, makkarónu- grautur með kanil og kókó- súpa með tvíbökum. Svo var komið að hápunkti dagsins, að fara í ber. Allar skelltu sér í Berjafötin og svo hélt hersingin af stað með berjatínurnar og brúsa því ber voru tínd i lítrum. Og klukkutímum saman sáust orlofsrassar uppíloft að tína sévítamín í saft og sultu. Oft kom til átaka í berja- huga kartöflugarðinn þýddi að fá sér einn „fly me to the moon“ með brunn- klukku útí. Verst hvað moldarbörðin voru mörg og hvert öðru lík. í orlofsbúðum hús- mæðra er mikið fjör. Þær eru að rúlla hver aðra. Brandararnir fjúka á milli þeirra, hvernig sæluvikan gangi hjá körlunum. að getur verið assgoti erfitt í sæluvikunni. Þvi um leið og konan hverfur sposk inná BSÍ flýtir karl- inn sér heim að rusla til og vera frjáls maður, og í gleði sinni ruslar hann alltof mikið til fyrstu dagana til þess að geta notið sælu- vikunnar útí æsar. Hann er búinn að reykja í rúminu, fleygja fullt af handklæð- um oní baðkerið, dagblöð bollar og diskar útum allt, ekki einn krepsokkur hreinn og næringarskort- urinn gríðarlegur. Skjala- taskan týnd, bananahýði klesst í hattinum. Hann ætlar ekki að hleypa henni í orlof næsta ár, reyna heldur að kaupa bústað, þá getur hann farið með ó- hreinatauið þangað um helgar og fengið heita mál- tið. En svo gerðist eitthvað í samskiptum karla og kvenna. Orlofsferðir hús- mæðra lögðust af, neglt fyrir gluggana á bústpðun- um. Það er liðin tíð þegar konur sátu saman að rúlla og pedikjúra hver aðra og berjablá börn horfðu með aðdáun á þessar kátu mæður sínar að skafa alls- konar ófögnuð undan ilj- unum hver á annarri, krullupinnar útum allt. Og feðurnir með hattinn sem komu rambandi um helgar með fulla skjala- tösku af óhreinum nælon- skyrtum að athuga kart- öflugarðinn eru orðnir fornminjar. hrinqboröiö í dag skrifar Sigríöur Halldórsdóttir ”á áttu ekki allir bíla með tvisti á gólfinu og ilmandi mynd á baksýnisspegfinum og gátu skutlað þeim í or- lofið, heldur'fóru þær með rútunni frá BSÍ. Svo stigu þær úr rútunni við afleggjarann að orlofs- búðunum með pappakassa fulla af orlofsfatnaði. Það voru ekki bíkíní og sólgler- augu heldur Berjafötin, sem voru sérstakur kven- fatnaður þá. Það voru gamlar stretsbuxur og þæfð sparikápa með fóð- urkyrkingi. Á fótum höbbðu þær niðurrúllaða nælonsokka og treikvart- bomsur, eina kvarterma- peysu Iíka, ef það skyldi kólna með kvöldinu. Af orlofsamboðum voru þær mest með berjatínur og krullupinna. Venjulegur orlofsdagur gat verið framúrskarandi viðburðaríkur. Hann hófst með indælum dögurði, kaffi og kökum. Þá var gengið út, uppí hlíð, stokk- ið yfir nokkra skurði, klof- að yfir tvær þrjár girðingar með óhreina tauið og það þvegið í ánni. Þá héldu or- lofskonurnar aftur til búða sinna að hengja á snúrurn- ar. Og það stóðst á endum, heiðinni, þegar annar for- gangshópur kvenna, Bústaðakonurnar, komu skeiðandi að reka orlofið úr berjunum og þóttust eiga allan afréttinn. Bústaðakonur voru tekn- ar með valdi og fluttar uppí bústað snemma á vorin með krakkana og látnar bjarga sér á „instínktinu" vatns og Ijóslausar til haustsins. Kallarnir komu með rútunni um helgar í svörtu jakkafötunum með hatt og skjalatöskur og klöngruðust yfir holt og hæðir, skurði og fen og héldu í hattbrotið, stopp- uðu einusinni á leiðinni og tóku eitthvað uppúr skjala- töskunni og stungu því inní moldarbarð. Svo kom fjöl- skyldan að fagna, hljóp berfætt og skítug í bústaðafötunum einsog sígaunar og fögnuðu föð- urnum svo við lá að hann missti takið á hattbrotinu. Bústaðakonan hrærði hrærð í kjötsúpunni á kolaeldavélinni. Þegar kvöldaði stóðu karlarnir upp og sögðust ætla að athuga kartötlu- garðinn, og langt fram á nótt sást móta fyrir nokkr- um áttavilltum að leita að vissu moldarbarði. Að at-p

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.