Helgarpósturinn - 13.05.1983, Side 9
9
/J(5sturinn Föstuda9ur 13- maí 1983
Revíuleikhúsið sýnir íslensku revíuna — verulegur hlátur-
vaki en hláturinn var orðinn helst til holur í lokin, segir Sig-
urður m.a. í umsögn sinni.
Græskulaust gaman
Revíuleikhúsið sýnir í Gamla bíói Is-
lensku revíuna. Höfundar: Geirharður
markgreifi og Gisli Rúnar Jónsson á-
samt leikhópnum. Leikstjóri: Gísli
Rúnar Jónsson. Leikmynd: Steinþór
Sigurðssön. Tónlist: Magnús Kjartans-
son. Lýsing: Ingvar Björnsson. Leik-
endur: Guðrún Alfreðsdóttir, Guðrún
Þórðardóttir, Kjartan Bjargmundsson,
Pálmi A. Gestsson, Saga Jónsdóttir,
Þórhallur Sigurðsson og Orn Arnason.
Aðstandendur Revíuleikhúss-
ins eiga sér þá hugsjón að auka
oss íslendingum hlátur. Einn lið-
urinn í þessu hugsjónastarfi er að
endurvekja íslenska revíu. Revíur
voru hér á árum áður spegill sam-
tiðarinnar og birtu oft á tíðum
glannalegt skop og háð um menn
og málefni á liðandi stund.
Satýran var á tíðum slík að mála-
ferli spunnust og reynt var að
banna sýningar. Fyrir 70 árum var
sýnd hér revían Allt í grænum sjó
og hún varð mjög umdeild. Einn
höfundanna Andrés Björnsson
hafði þá eftirfarandi að segja um
eðli draumaskopleika þeirra fé-
laga:
„Skopleika sem ekki gleymi
nokkrum þverbresti í þessu þjóð-
fjelagi, heldur glenni hann vægð-
arlaust framan í fólkið, þangað til
það má til að sjá hann og gjöra við
honum. Skopleika, sem hitti
hvern einasta bókmenntalegan,
siðferðislegan og pólitískan nagla
á þessu landi svo öruggt og þjett á
höfuðið, að hann verði rekinn
niður þar sem hann er kominn og
komi aldrei upp aptur að eilífu
—amen“. Ég hygg það hafi verið
revía í þessum anda sem ég von-
aðist til að sjá í Revíuleikhúsinu
en fékk ekki.
Við lifum vitaskuld á breyttum
tímum og það er staðreynd að
sjónvarpið og kjaftasagnadálkar
blaðanna (þ.á m. Helgarpóstsins)
hafa að hluta til tekið við hlut-
verki revíanna. Því er þó fráleitt
svo farið að ekki sé lengur rúm
fyrir napra ádeilu og hrollvekj-
andi háð. Á slíku örlaði þó sára-
sjaldan í íslensku revíunni. Þar er
á ferðinni græskulaust gaman í
revíu sem mjög er blönduð trúð-
leik í anda þöglu myndanna. Því
verður ekki neitað að athafnir
leikenda voru oft á tíðum veruleg-
ur hláturvaki en hláturinn var
orðinn helst til holur í lokin.
Hugmynd Geirharðar mark-
greifa er að sönnu nokkuð snjöll,
að búa gríni af menningarlífinu
stað að tjaldabaki i leikhúsinu.
Leikhópurinn sem þar starfar
undir stjórn Ladda á greinilega
andstreymt eins og menningar-
lífið yfirleitt. Leikararnir eiga til-
, vistsínaundirþvíaðhafaeitthvað
að starfa og þess vegna hefur hóp-
urinn ákveðið að reyna við ýmis-
legt það sem menningarlegast
og/eða vinsælast telst, s.s. vanda-
málaleikrit, GuIIna hliðið, óperu,
útvarpsleikrit og síðast en ekki
síst sjónvarpsþætti um lífið á hin-
um íslenska Dala-ási. Þessi brot
eru síðan tengd með ekta revíu-
söngvum, sem ýmist eru fluttir af
barber-shop kvartetti eða kvenna-
tríói í anda þeirra Andrewsdætra.
Atriðin eru sannarlega dálítið
misfyndin en oft er hægt að skella
rækilega uppúr. Ég nefni t.d. út-
varpsleikritið og effektana þar, ó-
peruna og söngvana marga. Önn-
ur atriði misstu marks mörg hver.
í því sambandi vil ég einkum
minnast á atriðið úr Gullna hlið-
inu. Þar virtist mér gæta tilhneig-
ingar til ádeilu á aðbúnað listalífs-
ins sem birtist í því að leikendur
báru auglýsingar á búningum sín-
um líkt og keppnislið í íþróttum.
Þetta atriði hefur eflaust átt að
sýna lakan fjárhagslegan aðbún-
að leikstarfseminnar en broddinn
vantaði algerlega og skotið fór því
framhjá. I slíkum tilfellum virðist
mér frekar við leikstjórann að
sakast en markgreifann.
Gísli Rúnar jónsson hefur
marga góða skopleikara að sýsla
með í Islensku revíunni en mér
finnst hann ekki ná út úr þeim
sem skyldi. Aðdáun hans á chap-
línskum brellum leiðir t.a.m. sýn-
inguna oft afvega. Það var bros-
legt að sjá leikara falla fram af
sviðinu og oní gryfjuna einu sinni
en það var orðið þreytandi í
fimmta og sjötta skipti.
Af leikurunum stóðu þeir sig
best Örn Árnason og Pálmi Á.
Gestsson sem báðir útskrifuðust
úr ieiklistarskólanum í fyrra. Þeir
virðast báðir fæddirgamanleikar-
ar, næmir á aðstæðurnar og búa
yfir góðri tækni. Líkamlegt ásig-
komulag þeirra tveggja og Ladda
nýttist oft vel. Laddi er fyrir löngu
annálaður spaugfugl og hann
stóð fyllilega fyrir sínu en virtist
þó ekki kunna sér hóf á stundum.
Kjartan átti góða spretti en var
bundnari af karakter sínum en
hinir og átti þess vegna örðugara
uppdráttar. Þær Guðrúnarnar og
Saga komu langbest út í söngat-
riðunum enda virtust mér það
vera einu atriðin þar sem þær
fengu virkilega að sýna hvað í
þeim bjó.
Ég veit ekki alveg hvort ég á að
hvetja fólk til að skella sér í
revíuna að sjá „révíuna“, en mér
finnst þó tiltækið heillandi og
jafnvel virðingarvert. Afstaða
min til verksins markast ef til vill
dálítið af óraunsæjum vænting-
um og fordómum. Á frumsýn-
ingu hlógu margir dátt og Iengi og
fimm ára snáði sem ég hitti í hléi
var miður sín af hræðslu yfir að
sýningin væri búin! Ef þið skellið
ykkur í Gamla bíó, takið þá börn-
in með fyrir alla muni.
SS
Skítverk
Auslurbœjarbíó: Nana. Líklega
bresk-frönsk. Handrit: Marc Behm,
mjög lauslega (!) byggt á skáldsögu
Emile Zola. Leikendur: Katya Berger
o.fl. Tónlist Ennio Morrecone. Leik-
stjóri: Dan Wolman.
Öll vinna hefur sín skítverk. Á
sunnudagskvöldið sá ég Nönu...
„...byggð á þekktustu sögu
Emile Zola.“ stóð í kynningunni í
blöðunum. Á filmunni stóð:
„Loosely based on..“ og er það
nær lagi, því mjög var það laus-
lega.
Sagan er einhverskonar afsök-
un fyrir að gera „vandaða" djarfa
mynd, þar sem hver átylla er not-
uð til að sýna bert og frygðarsvipi.
Skemmst er frá því að segja að
mér fannst allt ómerkilegt við
þessa mynd, meira að segja fram-
lag Ennio Morrecone, sem gerði
tónlistina við dollarámyndirnar;
hann semur þarna óttalega slappa
músik. En af því maður hefur
þessa sanngirnisáráttu, er mögu-
legt að segja að nokkru virðist til
kostað í leiktjöld og kvikmynda-
tökumaðurinn sýnist verkvanur.
Persóna i myndinni er Georges
Méliés.einn fyrsti kvikmyndalista-
maður allra tíma. En hér er hann
látinn vera frumkvöðull i gerð
klámmynda. Aðalpersónan Nana
Ieikur niá honum berbrjósta og
einhver segir um hana í mynd.nni:
Hún er ansi slæm leikkona greyið,
en það er eitthvað við hana. Fyrri
hluti setningarinnar á við aðal-
leikkonuna Katya Berger en ekki
sá síðari. Ég skildi aldrei hvað allir
þessir menn sáu við Nönu, en ég
verð reyndar að viðurkenna að ég
sá ekki hvað gerðist eftir hlé: mað-
ur verður að fá að halda sjálfs-
virðingunni, þó maður fjalli um
útlendar kvikmyndir í blöðum.
Að lokum smá saga úr bernsku
kvikmyndanna: Bræðurnir
Lumiére fundu upp kvikmynda-
tökuvélina (ásamt með Edison) og
höfðu einkaleyfi á fyrirbrigðinu.
Georges Méliés var 35 ára gamall
töframaður og hann vantaði nýtt
gott atriði í sjóið sitt. Hann fór til
Antoine Lumiére og bað um að fá
að kaupa eina vél. Gamli maður-
inn neitaði því og bætti við: Ungi
maður, þér ættuð að vera mér
þakklátur. Þessi uppfinning er
ekki til sölu og ef hún væri það,
mundi hún setja þig á hausinn.
Það er bara hægt að þéna smá-
vegis á henni í skamman tima,
sem hverju öðru vísindalegu fá-
gæti; þar fyrir utan verður aldrei
neitt á henni að græða.
Méliés lét ekki segjast og af-
sannaði orð gamla mannsins. Það
munu aðstandendur Nönu líka
þegar hafa gert — ekki væri ég
hissa á því.
— LÝÓ
bíóiii ★ ★ ★ ★ framúrskarandi'
★ ★ ★ ágæt
★ ★ góð
★ þolanleg
0 léleg
Háskólabíó:
Strok milli stranda (Coast to Coast).
Bandarisk kvikmynd, árgerö 1980.
Leikendur: Dyan Cannon, Robert
Blake.
Leikstjóri: Joseph Sargent.
Maöur nokkur á vesturströnd
Ameríku kemur konu sinni fyrir á geö-
veikrahæli á austurströndinni og
hyggst þannig losa sig viö hana. Kon-
an strýkur hins vegar úr vistinni og
heldur vestur. Gamansöm mynd.
Bíóhöllin:
Ungu læknanemarnir (Young
Doctors in Love). Bandarísk kvik-
mynd, árgerð 1982. Leikendur:
Michael McKean, Sean Young,
Hector Lizondo. Lelkstjóri: Gary
Marshall.
Þessi mynd er hættuleg heilsunni:
áhorfendur fá óstöövandi hláturskast.
Læknanemar bralla margt á Borgó.
Þrumur og eldingar (Creepshow).
Bandarisk, árgerö 1982. Leikendur:
Hal Holbrook, Adrienne Barbeau,
Fritz Weaver, Viveca Lindfors.
Handrit: Stephen King. Leikstjóri:
George A. Romero. ¥
Fimm stuttar myndir I einni. Grinhroll-
vekjur i gamla stllnum. En þvi miður
er lítið um grínið og hrollir eru fáir. Þó
eru tvær sögurnar nokkuð sæmilegar.
Lífvöröurinn (My Bodyguard).
Bandarísk kvikmynd. Leikendur:
Chris Makepeace, Adam Baldwin,
Matt Dillon. Leikstjóri: Tony Bill.
Ungur piltur er áreittur í skóla og hann
ræöur sér þess vegna lífvörö. Gaman-
mynd um alvarlega hluti.
Atlantíc Clty. Bandarísk kvikmynd,
árgerð 1981. Leikendur: Burt
Lancaster, Susan Sarandon. Leik-
stjóri: Louis Malle. ***
Stórgóð mynd, sem gerist í strandbæ
í N.Y. Lancaster er fantalegur leikari.
Litli lávarðurinn (Little Lord Fonten-
roy). Bresk kvikmynd. Leikendur:
Ricky Schroeder, Alec Guinness.
Hugljúf mynd um lítinn lávarö, sem
hittir annan stærri.
Porky’s. Bandarisk kvikmynd. Leik-
endur: Don Monahan, Mark Herrier,
Wyatt Knight. Gaggómynd um ástir
og strandlif unglinga. Gamansöm
gamanmynd.
Allt á hvolfi (Zapped). Bandarisk
kvikmynd. Leikendur: Scott Baio,
Willie Ames, Robert Mandan, Felice
Schachter. Leisktjóri: Robert J.
Rosenthal.
Regnboginn: **
í greipum dauðans (First Blood).
Bandarísk, árgerð 1982. Handrit:
Stallone, o.fl. Leikendur: Sylvester
Stallone, Brian Dennehy, Richard
Crenna, Jack Starrett. Leikstjóri:
Ted Kotcheff.
Trúboöarnir (Two Missionaries).
ítölsk-amerisk kvikmynd.
Leikendur: Bud Spencer, Terence
Hill. Leikstjóri: Franco Rossi.
Félagarnir eru komnir aftur á stjá.
Nú eru þeir í prestabúningi í Vestur-
Indíum. En ef maður þekkir þá rétt,
eru þeir nú ekki par heilagir.
Til móts við gullskipið (The Golden
Rendez-vous). Bresk kvikmynd.
Leikendur: Richard Harris, Gordon
Jackson, John Vernon, David Jan-
sen, John Carradine. Leikstjóri:
Ashley Lazarus.
Spennumynd, gerð eftir sam-
nefndri skáldsögu Alistair MacLean
um sjórán og fleira skemmtilegt.
Á hjara veraldar. íslensk kvikmynd,
árgerð 1983. Leikendur: Arnar
Jónsson, Helga Jónsdóttlr, Þóra
Friörlksdóttir.
Handrit og stjórn: Kristin
Jóhannesdóttir.
Á hjara veraldar er ótrúlega þaul-
hugsaö verk, — í smáu og stóru.
Kristín leikur sér I tíma og rúmi og
dregur fram fjórar megin viddir kvik-
myndalistarinnar meö sérkennilegri
hætti en ég minnist aö hafa séö áöur
á hinu hvíta tjaldi — mynd, texta,
hljóö og leik.. Hreinn galdur i lit og
cinemaskóp. ***
Stjörnubíó:
Tootsie. Bandarisk kvikmynd, ár-
gerö 1983. Leikendur: Dustin Hoff-
man, Jessica Lange, Terry Garr,
Charles Durning. Leikstjóri: Sidney
Pollack. Dustin Hoffman fer á kostum
i aöalhlutverkinu og sýnir afburða-
takta sem gamanleikari. Tootsie er ó-
svikin skemmtimynd. Maöur hlær oft
og hefur litiö gleðitár i auga þegar
upp er staðið. * * *
— LÝÓ
Saga heimsins 1. hluti (World
History Part 1). Bandarísk kvik-
mynd, árgerö 1981. Leikstjóri: Mel
Brooks.
Víst misfyndin mynd, þar sem háö-
fuglinn sér heiminn í nýju Ijósi. *
Þrælasalan (Ashantl). Bandarísk
kvikmynd. Leikendur: Michael
Caine, William Holden, Peter Usti-
nov, Omar Sharif.
Caine og gífurlega falleg kona eru
læknar í Afriku. Henni er rænt og hún
seld arabiskum olíugreifa. Fallegt
landslag, en annaö ekki. Úlfaldarnir
skilja islensku. *
Nýja bíó: * *
Heimsóknartími (Visiting Hours).
Bandarisk kvikmynd um hrollvekj-
andi atburði á sjúkrahúsi. kl. 5 og 7.
Eldvagninn (Chariotsof Fire). Bersk
verölaunamynd um hlaupara á Ólym-
píuleikum. kl.9. * * *
Pink Floyd The Wall. Bresk kvik-
mynd. Handrit: Roger Waters. Leik-
endur: Bob Geldoff. Leikstjóri: Alan
Parker. Hressileg ádeilutónlistar-
mynd meö músík eftir þessa frægu
sveit. * *
Laugarásbíó: * *
Næturhaukar(Nighthawks). Banda-
risk kvikmynd, árgerð 1981. Leik-
endur: Sylvester Stallone, Billy Dee
Williams, Rutger Hauser. Leikstjóri:
BrUce Malmuth.
Þýskur hryöjuverkamaöur kemur til
Usa, þar sem Stallone löggan ætlar
aö sjá til þess, aö hann geri ekki flugu
mein. Spenna I upphafi, spenna i
endi. Spenna í miðju.
Austurbæjarbíó: * * *
Excalibur. Bandarisk kvikmynd,
árgerð 1981. Leikendur: Nigel Terry,
Helen Mirren, Nicholas Clay. Hand-
rit og leikstjórn: John Boorman.
Boorman á margar góöar myndir aö
baki og hér kemur enn ein góð, viö-
fræg og vinsæl um allan heim. Hér
segir frá riddurum hringborösins og
öörum köppum á þeim tíma er galdrar
voru jafn algengir móöurmjólkinni.
Bíóbær:
Ljúfar sæluminningar (High School
Memories). Bandarísk kvikmynd,
árgerð 1980. Leikendur: Aneta
Haven, Jamie Gillis, John Lesley.
Rugbyliö er á keppnisferðalagi, en
spilararnir komast víst lítiö út fyrir
rúmstokkinn. Spennandi verkefni.
Hrakfallabálkurinn. Bandarisk kvik-
mynd meö og eftir hinn frábæra Jerry
Lewis. Gamanmynd í sérflokki. Sýnd
á laugardag og sunnudag kl. 14 og
16.
Undradrengurinn Remi. Bráö-
skemmtileg og hugljúf teiknimynd fyr-
ir barniö í okkuröllum. Sýndkl. 14 og
15 á laugardag og sunnudag.
Tónabíó: *
Bardaginn um Johnson-hérað
(Heaven’s Gate). Bandarisk kvik-
mynd, árgerð 1981. Leikendur: Kris
Kristofferson, Christopher Walken,
John Hurt, Isabelle Huppert. Hand-
rit og leikstjórn: Michael Cimino.
Aö mörgu leyti misheppnuö mynd eft-
ir einn ungu strákanna i Hollywood
Segir frá uppreisn fátækra innflytj-
enda i Wyoming gegn rikum landeig-
endum og belju. Kryddaö meö blóöi,
brennivíni og brjóstum.
MÍR-salurinn:
Þegar haustar. Sovésk kvikmynd,
árgerð 1975. Leikendur: Armen
Dsjigarkhanjan, Vladimir Ivashov,
Lára Gevorkjan. Leikstjóri: Edmond
Keosajan.
Aldraöur sveitamaöur frá Armeniu fer
til Moskvu þar sem barnabarn hans
ætlar aö hefja skólagöngu. Karlinn er
alltaf á þönum I kringum aöra og hug-
ar ekki aö sjálfum sér.
Sýndásunnudagkl. 16. Öllum heimill
ókeypis aögangur.
télllist
Menningarmiöstööin viö
Gerðuberg:
Sænska visnasöngkonan Thérese
Juel og nokkrir félagar úr Visnavinum
syngja og leika í kvöld, uppstigníngar-
dag, kl. 21.
Þjóðleikhúskjallarinn:
Visnakvöld Vfsnavina á mánudag.
Sænska visnakonan Thérese Juel
kemur fram ásamt islenskum kol-
legum hennar.
Nýi
tónlistarskólinn:
Á föstudagskvöld kl. 20.30 verða ein-
leikaratónleikar, þar sem nemendur
skólans láta leikni sina i Ijós. I tilefni
fimm ára afmælis skólans.
Kjarvalsstaðir:
Nemendur Tónskóla Sigursveins
halda tónleika i kvöld, uppstigningar-
dag, kl. 20.30. i vestursal.
vi^linnVir
Norræna húsið:
Færeyingavaka á laugardag kl. 20.30.
Fyrirlestur, upplestur á færeyskum
Ijóöum, færeyskur dans og væntan-
lega föroyskur bumbustrengjaslagur.
Broadway:
l’slandsmeistaramót í hárgreiðslu og
hárskurðiásunnudag. Keppnin hefst
kl. 10 og lýkur kl. 17. Galadinner um
kvöldiö.