Helgarpósturinn - 13.05.1983, Qupperneq 12
12
Pjetur Þ. Maack er vígður prestur SÁÁ.
Það er ekki þar með sagt að hamn fáist við
venjulegpreststörf. Síðurensvo. Pjetur Þ.
Maack ■ þeysist á svörtum Volkswagen
Golf GTIyfir Hellisheiðina margsinnis
á viku hverri, fœrandi vistmönnum á
Sogni boðskap sinn. Og sá boðskapur er
harla ólíkur hefðbundnu helgarvœli
pokapresta; að sögn þeirra sem notið hafa
fyrirlestra hans og leiðsagnar situr hress-
leikinn og húmorinn ífyrirrúmi.
—- Gleymdu ekki GTI fyrir aftan Volkswag-
en, minnir hann undirritaðan á þegar við
erum sestir í stofu. Húsgögnin eru glæsileg og
formfögur og sjónvarpið sérinnflutt frá
Bandaríkjunum.
— Ég lá í sjóvarpsbæklingum í tæpt ár
áður en ég ákvað merkið segir dellumaðurinn.
Bendir svo með vísifingri á blað mitt:
— Já, þetta er rétt, Volkswagen GTI. Ann-
ars hefðirðu átt að sjá jeppann sem ég ók á í
öllum veðrum austur að Sogni þegar ég hóf
leiðbeiningarstarfið fyrir nokkrum árum,
segir hann og brosir breitt. Það var Willys ár-
gerð 1947. Afi minn átti bílinn og ég fann
fararskjótann undir Eyjafjöllum. Gamli
maðurinn smíðaði reyndar yfir hann. Það var
eiginlega gegn öllum lögmálum að sá jeppi
gæti ekið. En hann fór allt.
Pjetur horfir dreymandi upp í loftið.
— Hann var sex volta, það urgaði í honum
þegar honum var startað, svona: Uuuuuuu,
síðan: Vrúuummmm! Alltaf í gang! Ég setti
hann á bifreiðaverkstæði eftir margra ára
notkun, þá kom í ljós að allar fjaðrir voru í
maski, bremsukerfið búið og hann hékk sam-
an á einhverju sem enginn veit hvað var. Það
hefur sennilega verið æðri máttur, segir Pjet-
ur og gýtur augunum upp á við.
— Annars gaf ég Þjóðminjasafninu jepp-
ann, þeir nota hann í styttri uppgreftrarferðir
á sumrin. Viltu vindil?
Fyrstu kynni af
brennivíni
Pjetur stingur upp í sig digrum vindli og
blæs reyknum frá sér meðan hann er spurður
um æsku sína.
— Ég er fæddur í Danmörku 1950, segir
hann og spennir greipar, pabbi var þá með
yfirumsjón við byggingu Gullfoss. Hann er
skipaverkfræðingur, bætir Pjetur við tíl'út-
skýringar. Nú, annars ólst ég upp í Sörla-
skjóli...
— Nú, þú ert Vesturbæingur, grípur blaða-
maður fram í.
— Nú ertu eins og Guðni kjaftur! hrópar
Pjetur, hann sagði líka að ég væri Vesturbæ-
ingur. En strangt tekið tilheyrir Sörlaskjólið
ekki Vesturbænum gamla. En hvað um það;
ég bjó einnig á Skúlagötunni og þegar ég var
sex ára fluttust foreldrar mínir inn í Laugarás.
Það var reyndar á Skúlagötunni sem ég komst
fyrst í kynni af brennivíni. Lager gömlu Ny-
borgarinnar var við hliðina á híbýlum okkar,
og ég man að birgðunum var rennt í renni-
brautum á vörubíla frá annarri hæð.
Pjetur átti eftir að kynnast brennivíni bet-
ur. Meira um það síðar. En sem strákur var
hann mikið í.sveit, náði bar í skottið á gamla
tímanum að eigin sögn, Itérði að slá með orfi
og ljá og nam listina að virða laugardaga og
sunnudaga að vettugi þegar vinnan var ann-
ars vegar. Hann gekk menntaveginn, tók
stúdentspróf úr MR 1970, fór síðan í guð-
fræði og náði í hóp þeirra síðustu sem voru í
akademísku námi áður en lánasjóður náms-
manna skipti öllu upp í annir og prófaskyldu.
— Þá fór kennslan mest fram í umræðu-
hópum, þetta voru kaffi og huggulegheit, seg-
ir Pjetur. Guðfræðinám er engin ítroðsla
heldur vísindaleg nálgun á guðfræði gegnum
marga þætti einsog sálarfræði, trúfræði og
siðfræði.
Pjetur vann hörðum höndum með námi;
kenndi í gagnfræðaskólajók leigubíl, vann í
Tónabæ og stundaði aðra sumarvinnu.
— Mér fannst gott að vera ekki í fíla-
beinsturni þessi háskólaár mín, heldur öðlast
eðlilega innsýn í þjóðfélagið, undirstrikar
hann.
„Fötluðu
prestarniru
Að loknu námi 1976 dembdi Pjetur sér út í
prestkosningar í Laugarnesprestakalli, fékk
rúmlega eitt þúsund atkvæði en tapaði kosn-
ingunum á 50 atkvæða mun.
— En það er mesta gæfa sem hefur komið
Föstudagur 13. maí 1983
Jnt
*sturinrL\
Þegar Pjetur áfrí, líður honum einna
best afvelta upþ í stofusóffanum í litla
steinhúsi þeirra hjóna að Bergstaðar-
strceti. Hann hlustar þá gjarnan á góðan
djass (plötusafnið telur tœplega 700 skíf-
ur), reykir úrvalsvindil og lœtur sér líða
vel. En hann er einnig einlœgur við-
skiptavinur kvikmyndahúsanna og djúpt
sokkinn í Ijósmyndadelluna (hefur synt á
fjórum sýningum og á græjur hátt í bíl-
verð nýs bíls). Eða eins og Pjetur segir
sjálfur: ,,Ég er dellumaður.“
fyrir mig, segir Pjetur og brosir. Ég var vissu-
lega ósáttur við niðurstöður kosninganna þá,
því mér fannst að ég tapaði fyrir lygi og rógi.
En síðar fékk ég viðurkenningu sem rak á
núnar fjörur þegar ég var orðinn stór. Og sá
allt í öðru Ijósi.
— Rógi?
— Já, ég var gerður að alkóhólista, kynvill-
ingi, manni sem var gerður brottrækur frá
Rauða krossinum fyrir fjárdrátt, ég hafði
nauðgað 14 ára stúlku í Tónabæ og fjölskylda
mín var sögð valdasjúk familía. Þannig var nú
það.
— Og viðurkenningin?
— Að fá að starfa fyrir SAÁ. Ég hóf lausa-
störf hjá samtökunum 1977 sem var mest-
megnis fræðsla í skólum. 1979 varð þetta fast
starf hjá mér. Ári síðar varð ég leiðbeinandi
að Sogni. í septembermánuði 1981 var ég
staddur í verslun og hitti þar kennara í Guð-
fræðideild sem spurði mig: „Af hverju nærðu
þér ekki í vígslu?“ Mig langaði nú ekki mikið
í óléttukjólinn og þeytta rjómann um hálsinn
— það er að segja hempuna og kragann — svo
ég bandaði þessum hugrenningum frá mér.
Hann nefndi þá prestembætti sem ekki höfðu
sóknir. Nú, það er ekki að orðlengja það;
sama haust vorum við tveir prestar vígðir utan
sóknar: stúlka sem heitir Míyakó — mande in
Japan — hún sem prestur heyrna.tlausra og ég
til SÁÁ. Þar með vorum við „fötluðu prest-
arnir“ orðnir þrír; skólaprestur er líka til,
launaður af KSS.
Einn á móti tíu
í gegnum starf sitt hefur Pjetur kynnst
áfengisvandanum. Sjálfur hefur hann aldrei
bragðað víndropa á ævinni, ef undanskilinn
er einn bjór sem hann dreypti á þegar hann
vann á Fjallfossi sem strákur.
— Mér fannst hann hreinlega vondur, segir
Pjetur. Nú, svo hef ég náttúrlega dreypt á
kaleiknum við altarisgöngur.
— Flestir leiðbeinendur og læknar SÁÁ
eru óvirkir alkóhólistar. Finnst þér þú ekki
vera sér á báti?
— Jú um tíma. Samstarfsmenn mínir
sögðu mér að ég væri með minnimáttarkennd
vegna þessa. Eg ræddi þetta mikið við vin
minn Dr. Pirro sem er mikill og góður fyrir-
lesari við Freeport-stofnunina í New York.
Hann notaði þá líkingu að flestir fæðinga-
læknar væru karlmenn. Við getum sagt að
númer eitt séum við manneskjur, og númer
tvö séu sum okkar alkóhólistar. Ég fell undir
lið eitt. Viltu kaffi eða kók?
Að örfáum mínútum liðnum leggur Pjetur
lítinn fínlegan kaffibolla fyrir blaðamann en
sjálfur kneyfar hann kók úr risastóru ölglasi
fullu klaka.
— Vín, þrumar Pjetur, er viðurkennd
flóttaleið út úr raunverunni. Mín raunvera er
þannig að ég vil ekki flýja hana. í lífinu skipt-
ast á andbyr og meðbyr. Ég vil mæta andbyrn-
um í þroskaskyni og meðbyrnum til að njóta
uppskerunnar. En hvers vegna drekk ég ekki?
Ég veit það ekki.
Pjetur veifar þreytulega höndinni.
— Einu sinni eyddi ég heilli helgi með for-
eldrum mínum í sumarbústaðnum fyrir aust-
an til að komast að því af hverju ég bragði
ekki áfengi. Sko; ég er fanatískur fyrir sjálfan
mig. Og ég hræðist stundum samkerindina
með alkóhólistum.Kannski hef ég þennan þátt
í mér er. ég hef engan hug á að sannreyna það.
Sjáðu til, ég á miða í happdrætti þar sem
líkurnar á vinning eru einn á móti tíuþúsund.
Vinningslíkurnar að verða alkóhólisti.ef ég
drekk á annað borð, eru einn á móti tíu. Ef
vinning skyldi kalla, bætir Pjetur við.
— Hefur þér aldrei dottið í hug að slappa
af með víni?
— Nei. Ég kann svo margar leiðir til að
slappa af, ef ég er þreyttur á annað borð. Til
dæmis að leggjast út af eða fara í gott bað.
— En í samkvæmum?
— Ég hitti ekki fólk til að slappa af, svarar
Pjetur stuttlega.
— Varð samband þitt og sjúklin'ganna
öðruvísi eftir að þú breyttist úr „venjulegum
leiðbeinanda“ í vígðan prest SÁÁ?