Helgarpósturinn - 13.05.1983, Page 19

Helgarpósturinn - 13.05.1983, Page 19
Jpfísturinn. Föstudagur 13. maí 1983 Að notfæra sér þær upp- lýsingar sem sagnir andstæðinganna gefa Hvort sem að vestur lætur lauf eða spaða, er það suður í hag. Láti hann hjarta, þá trompar suður. Nú kemur síðasti tígull suðurs. Vilji vestur fá slaginn, verður hann að trompa með kóng eða drottningu. Þess utan á hann að- eins svört spil á hendinni og neyð- ist til að spila suður í hág. Því trompar hann ekki en kastar laufaþristi. Þetta er þó aðeins gálgafrestur, því suður tekur slag- inn með spaðatíunni. Nú eru þrír möguleikar á að vinna spilið. Suður spilar fjóra spaða, sem vestur doblar. S 10-2 H K-D-4-3-2 T G-9-2 L D-10-2 s K-D-/7 S 4-3 H G-10-9-8 H Á-7-6-5 T Á-8-7 T 6-5-4 L K-G-3 L 9-7-6-5 S Á-G-9-8-6-5 H T - T K-D-10-3 L Á-8-4 Vestur lætur út hjartagosann, drottning, ásinn og suður tromp- ar. Nú getur suður losnað við eitt lauf í hjartakónginn en á enn einn tapslag í laufi. Vörnin fær á tígul ás og vegna þess að vestur doblar á hann sennilega hjónin í tromp- inu og ætlar sér að hnekkja sögn- inni með þeim ásamt tígulás og laufakóngi. Til þess að hindra þetta áform vesturs, verðum við að stytta okkur í trompinu um leið og við gætum þess að eiga nægar innkomur í borðið. Við byrjum því með því að láta lítinn tígul. Vestur lætur sjöið og við tökum með níunni. í hjarta- kóng hendum við laufafjarkanum og trompum meira hjarta. Þá er tígulkóngur látinn sem tálbeita, en vestur gefur til þess að láta gos- ann ekki verða að innkomu. Lítill tígull látinn og nú tekur vestur á ásinn. Hann getur tekið á spaðaás og lát- ið meiri spaða og þá verður vestur að spila upp í laufa gaffal suðurs. Suður getur einnig svínað spað- anum og sett vestur inn, en hann verður þá að spila upp í annan- hvorn gáffal suðurs. En sé það gert verður fyrst að spila laufaás og setja vestur inn á laufakóng. Suður tapar því aðeins þrem slögum. Vestur fæ'r einn á tromp, annan á laufakóng og þann þriðja á tígulás. Það var vestur sem hjálpaði okkur að vinna spilið með því að dobla. „Unnusti minn hefir lofað að kenna mér að spila á spil svo að ég geti spilað þegar við erum gift“. „En gaman. Er það bridge sem hann ætlar að kenna þér?“ „Nei, mig minnir að spilið heiti kapall". Skákþrautir VERÐLAUNAÞRAUT 'Á forsíðu mótskrár síðasta ís- landsþings var þetta skákdæmi prentað og heitið þrennum bóka- verðlaunum fyrir réttar lausnir. Dæmið er ekki sérlega árennilegt, en engu að síður bárust nokkrar réttar lausnir. Þeim lesendum þáttarins sem vilja glíma við dæmið má benda á, að svarta peð- ið á g2 kemur í veg fyrir einfalda lausn: 1. Be2+-Kxe2 2. De2 mát, og einnig það að svartur er næst- um patt, hann á einungis tvo peðs- leiki. Lausnin er svo á öðrum stað hér í blaðinu. helgarinnar Framh. á síðu 18 19 KAUPÆÐI OG HUGGUNARÁT Fyrrverandi flensuhálsar! f tílefni af gegndarlausu gotteríisáti sem maður verður vitni að hvarvetna, svo og yfirvofandi geng- isfellingu, lækkandi kaupmætti launa og ört hækkandi verðbólgustigi, verður þessi pistill helg- aður kaupæði og huggunaráti. Til þess að lesendur megi skilja áður en skellur í tönnum, og til að forð- ast illskiljanlegt vaníamálafræðingamál, snaraði ég tveimur Ijóðum um merg þessa máls eftir dönsku skáldkonuna Vitu Andersen. En hún hefur sem kunnugt er verið ansi ötul við að útmála hvers kyns „frústrasjónir". í framhaldi af huggunarátinu verður vikið að huggunarríkum en hitaeininga- snauðum gúrkum, þar sem þær eru einar um að lækka í verði um þessar mundir. Nú stefna íslendingar hraðbyri inn í 100% verð- bólgu, „á suðuramerískan mælikvarða“, eins og sumir stjórnmálaforkólfar segja í miklum fyrirlitn- ingartön. í hvert skipti sem maður fer út í búð hefur einhver vörutegund hækkað frá því maður keypti hana siðast og fimmhundruðkallarnir gufa upp i þvölum höndunum. Algengustu viðbrögð fólks eru sjálfsagt þau, að þeir sem hafa tíma tií að vera hagsýnir, fylgjast með álagningarkönnunum og reyna að gera hagstæð innkaup með tilheyrandi heimilisbókhaldi; hinir, og þeir eru sjálfsagt í mikl- um meirihluta, sem eru á stöðugum hlaupum versl- andi í hádeginu eða rétt fyrir sex, loka bara augun- um, sópa vörum ofan í körfurnar og reyna að vita sem minnst af verðinu. En svo rekast þeir kannski á einhverja vöru á „tilboðsverði" og þá grípur um sig löngun til að vera hagsýnn og menn ranka við sér þegar heim er komið með tíu uppþvottabursta og fimm danskar rúllutertur, í þeirri trú að slík inn- kaup borgi sig þegar til lengri tíma er litið. Svo virðist sem fullir skápar veiti fólki öryggis- kennd, sama hvort innihald þeirra er hagnýtt eða ekki. Vita Andersen lýsir svo innkaupum einnar Alatkrakan eftir Jóhönnu Sveinsdóttur 1 kynsystur sinnar í bókinni Næste kærlighed eller Laila og de andre (1978); Mona keypti tóif kaffipakka á tilboðsverði því kaffið hœkkar stöðugt og Móna hugsaði með áncegju tii þess að kaffið myndi fylla skápinn ásamt öllum sykrinum sem hún hafði keypt því sykurinn myndi líka hcekka fljótlega og í skápnum var enn eftir eitthvað af sápu kertum og þvottaefni auk nokkurra afgangs plastpoka síðan í olíukreppunni Móna gladdist í hvert sinn sem hún ieit á skápinn og henni gramdist ncestum . þegar hún þurfti að taka eitthvað úr honum Hrædd er ég um að íslensku Mónurnar séu margar og þær færast allar í aukana rétt fyrir geng- isfeliingu, sem vitað er. Væntanlega er stutt í þá næstu; varið ykkur því, haldið fast í pyngjuna, far- ið í naflaskoðun og reynið að flokka sundur gervi- þarfir og raunverulegar þarfir. Annað sálrænt fyrirbæri tengt kaupæðinu er hið svokallaða huggunarát (trðstespiseri). Það er löngu ljóst að margir reyna að borða sig frá vandamálum sínum, eða deyfa sársaukann um stund og gera sig um leið „stikkfrí": þunga og sljóa, ófæra um að takast á við hvað sem vera skyldi. Dönsku kvenna- blöðin eru t.a.m. stútfull af lesendabréfum þar sem konur skrifa: „Kæri vandamálasérfræðingur. Allt- af þegar ég hef rifist við manninn minn hleyp ég í ísskápinn og treð mig út. Ég ræð ekkert við þetta og nú er ég búin að þyngjast um 10 kíló á viku. Hvað á ég að gera?“ Svar vandamálasérfræðings- ins: „Reyndu að skilja manuinn þinn betur og stjana meira við hann. Þá hættið þið að rífast og þig að langa í mat“. Eða: „Ég er alltaf andvaka á kvöldin af því að ég er svo einmana, (hef ekki verið á föstu í 4 mánuði). Það endar alltaf með því að ég treð mig út af mat til að geta sofnað. Ég er orðin svo feit að ég er orðin úrkula vonar um að komast nokkurn tíma á sjens“. Svar Matkrákunnar er: „Hættu þessu mjálmi og fáðu þér kött. Hann mun bæta þér upp langvarandi blíðuskort, auk þess sem kettir eru mun betri í umgengni og trygglyndari en karlmenn". Einu sliku „huggunarátstilfelli" lýsir Vita Andersen svo í fyrmefndri bók: Sonja byrjaði á að segja hvers vegna kemurðu fyrst núna maturinn er orðinn kaldur og það var alls ekki það sem hún œtlaði að segja og hann leit á hana þessar eilífu ásakanir og reyndar hringdi ég það er ánœgjulegt að koma heim eða hitt þó heldur og því miðurfór Sonja að gráta án þess að cetla sér það hún var aldrei eins og hann cetlaðist til hún var ósanngjörn og það var reyndar hennar vegna að hann vann svona mikið hann leit á hana í uppgjöf þú ert klikkuð og hann fór og þegar hurðin skelltist brotnaði eitthvað innan í Sonju og hún hugsaði nú verð ég vitlaus og hún varð að komast yfir það og hún gat ekki hringt í neinn og Sonja œddi að ísskápnum tróð munninn fullan af pylsu mysuosti og tómati tróð öllu í munninn í einu og Sonja tuggði og lyppaðist niður en það hjálpaði ekki sem skyldi og hún beit á jaxlinn og rótaði yfirvegað í skápunum ogfann poka af frönskum kartöflum í fjölskylduumbúðum ými morgunmat barnanna hellti þykku sykurlagi yfir borðaði þetta fyrir framan sjónvarpið undir beinni útsendingu gott að þau gátu ekki séð hana svo náði hún í sósusjerríið það var ömurlegt á bragðið en það hjálpaði •þetta var að líða hjá henni leið betur svo náði hún í tuskudúkkuna og stóra bangsann og dálítið af sœlgœti barnanna og með munninn fullan af karamellum og bangsann og tuskudúkkuna i fanginu leið henni vel og hann hlyti að koma bráðum heim og þau yrðu að tala út ufn hlutina þau æstu sig bara alltaf o‘g fóru að rífast og ef hún œtti að segja allt sem henni lœgi á hjarta gæti hún talað linnulaust í viku Sem sagt, ef þið eigið bágt, eruð einmana, öryggislaus og/eða rugluð, fáið ykkur þá kött til að knúsa. Ef þið eruð haldin sjúklegri matarfíkn sem -ekki síst grípur um sig á kvöldin og næturnar, er best að eiga engin sætindi tiltæk að laumast í. Birg- ið ykkur heldur upp af hitaeiningasnauðu holl- meti, s.s. gúrkum og gulrótum. Af þeim getið þið borðað ótakmarkað án þess að fitna. Auk þess sem nota má gúrkur sem barefli án þess að stórskaða. Gúrkusalat meö myntu Ágætt salat eitt og sér ásamt brauði, handa tveimur, eða sem meðlæti t.a.m. með lambakjöri, fiski, kjötbollum og lifur.handa fjórum. 1 gúrka salt 2 msk Ijóst vínedik 1 paprika (gjarnan rauð) Vi laukur Sósa: 2 dl. hrein jógúrt 1-2 tsk Ijóst vinedik ' salt og pipar (gjarnan hvítur) u.þ.b. 1 msk þurrkuð mynta 1. Skerið gúrkuna í 5 cm langa bita. Skerið hvern bita í tvennt eftir endilöngu, skafið kjarnana úr og skerið bitana í mjóa strimla. Leggið þá í skál og dreypið edikinu yfir og saltið þá ögn. Látið standa í 15 mín.' 2. Fjarlægið kjarnana innan úr paprikunni og skerið hana í litla bita. Saxið laukinn mjög smátt. 3. Hellið gúrkubitunum í sigti og látið drjúpa af þeim. Búið til sósuna og hrærið henni saman við grænmetið. Berið salatið fram vel kalt. í gómsæti Ég vona að með hækkandi sól dragi úr krisum og huggunaráti, að þið berið gæfu til að borða gúrkurnar í stað þess að nota þær sein barefli, að þær verði ykkur á breiðum grundvelli huggun harmi gegn — og að sem flestir eigi eftir að taka undir eftirfarandi orð mín, skrifuð endur fyrir löngu að afloknu hitaeiningasnauðu huggunar- áti: Gúrkurnar voru góðar , gulrœturnar einnig en nú trónir þú - í gómsætinu

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.