Helgarpósturinn - 13.05.1983, Side 20
20
Föstudagur 1Í3. maí 1983 jjpffsturinn
eftir Guðjón Arngrímsson og Guðlaug Bergmundsson
6. Mismunandi námsefni.
7. Ef til vill er hefðbundið skólastarf og
námsmat meira í anda vissra viðhorfa og
lífsskoðana en annarra, t.d. er hugsanlegt
að meira tillit sé ómeðvitað tekið til þeirra
viðhorfa sem einkenna þéttbýli, fremur en
dreifbýli.
8. Sama námsefni höfðar mismunandi til
nemenda og /eða kennara.
9. Sumir skólar hafa um árabii haft sama
skólastig og hafa þannig meiri möguleika
til að laga sig að þeim kröfurn sem gerðar
eru við útskrift úr grunnskóium (burtséð
frá því hvort þær kröfur eru réttlætanlegar
eða ekki) en aðrir eru e.t.v. að glíma við
kennslu á efsta stigi grunnskólans í fyrsta
sinn.
Þetta segir Ólafur Proppé I skýrslu sinni og
í samtali við Helgarpóstinn bætti hann við að
við íslendingar byggjum ekki í jafn einhliða
samfélagi og við kannski virtumst gera. „Við-
horf unglinga úti á landi virðast að mörgu
leyti vera afskaplega ólík viðhorfum unglinga
hér“, sagði hann. „Þau eru t.d. langtum nær
framleiðslutækjunum og vinnan er þeim
miklu nærtækari en unglingum í Reykjavík.
Við það bætist að það er lífsspursmál fyrir
ýmis byggðarlög úti á landi að halda krökkun-
um þar. Þessi niðurstaða er því ekki óeðlileg,
á meðan hún er ekki túlkuð þannig að úti á
landsbyggðinni séu lakari nemendur", sagði
Ólafur Proppé.
Sigurður K. G. Sigurðsson fræðslustjóri
Vestfjarða segir, að það sé margt sem valdi
þessum mun á árangri nemenda í samræmdu
prófum grunnskólans og í rauninni sé ekki
hægt að bera þetta saman. Hann nefnir
styttra skólahald úti á landi. í Vestfjarðaum-
dæmi sé t.d. aðeins einn níu mánaða skóli á
meðan allir skólar í Reykjavík starfi þann
tíma.
Utkoma dreifbýlisunglinga á
samræmda prófinu mun
lakari en reykvískra
en varla eru þeir treggáfaöri?
Það er ansi kaldranaleg staðreynd t því þjóðtelagi jafnréttis sem ísland er talið vera,
að barn á Vestfjörðum hefur um 30% minni möguleika til framhaldsnáms en barn
sem gengur í skóla hér i Reykjavík. Þetta kemur fram í skýrslu um samræmdu prófin
í grunnskólum, sem gerð var á vegum menntamálaráðuneytisins. Eins og sést á töflu
hér á síðunni hlutu rúm 77 prósent nemenda í Reykjavík réttindi til framhaldsnáms
eftir grunnskóla, en aðeins tæp 58 prósent á Vestfjörðum. Allir tóku unglingarnir ná-
kvæmlega sama prófið. Enginn heldur því fram í alvöru að vestfirsku unglingarnir
séu verr gefnir en þeir reykvísku. Hér hlýtur því að vera um ansi alvarlega mismunun
að ræða, hvort sem hún er tilkomin vegna lakari kennsiu úti á landi, erfiðari aðstæð-
na, eða prófs sem er gallað.
Skýrsla sú sem hér um ræðir er frá því í
fyrra og er í aðalatriðum samhljóða svipuð-
um skýrslum sem unnar hata verið frá því
samræmdu prófin voru fyrst lögð fyrir nem-
endur, árið 1977. í skýrslunni sést að veruleg-
ur munur er á milli dreifbýlis og þéttbýlis í ár-
angri á samræmda prófinu, og verulegur
munur er á milli einstakra fræðsluumdæma.
Þá er einnig merkjanlegur munur á milli lítilla
skóla og stórra skóla.
Á samræmdu prófunum er prófað í 4 grein-
um,- ensku,stærðfræði, íslensku og dönsku.
Munurinn milli Iandshluta, milli þéttbýlis og
dreifbýlis, var mun meiri í erlendu tungumál-
unum en í íslensku, sérstaklega í ensku, þar
sem meðaleinkunn í Reykjavík var um það bil
25% hærri en í Norðurlandi vestra, eins og
sést á töflu.
Það vekur einnig athygli að nemendur í
skólum Reykjavíkur fá bestu útkomuna, tals-
vert betri útkomu en nemendur í skólum ná-
grannabyggðanna; Kópavogs, Hafnarfjarðar,
Seltjarnarness.Garðabæjar og Mosfellssveitar
sem hljóta þó að teljast á svipuðu „menning-
arstigi“.
Höfundur skýrslunnar er Ólafur Proppé,
formaður prófanefndar menntamálaráðu-
neytisins. I henni leggur hann fram hugmynd-
ir til skýringar þessum mismun:
1. Mismunandi viðhorf kennara, nemenda og
foreldra.
2. Mismunandi ytri hvatning í nánasta um-
hverfi nemenda, kennara.
3. Menntun eða menntunarskortur kennara.
4. Tíð kennaraskipti.
5. Mismunandi ytri aðstæður, svo sem hús-
næði, gerð skóla og svo framvegis.
„Allir kennarar í Reykjavík eru með rétt-
indi“, segir Sigurður enn fremur. „Úti á landi
eru réttindalausir kennarar, sem koma og fara
eins og farfuglarnir og það hefur áhrif á
kennsluna, þó að námsskráin sé hin sama“.
Þá bendir Sigurður á aðstöðumuninn, sem
er á milli skóla á höfuðborgarsvæðinu annars
vegar og skóla úti á landi hins vegar hvað
varðar skólabókasöfn og fleira.
„Ég treysti mér þó ekki til að gerast dómari
í þessu máli og þetta eru ekki endanlegar nið-
urstöður um þennan mismun“, segir Sigurður.
Guðmundur Sigurðsson skólastjóri grunn-
skólans í Borgarnesi telur, að þarna séu marg-
ir samverkandi þættir á ferðinni.
„Ég held, að stór þáttur sé tíð kennara-
skipti“, segir hann. „Úti á landi er mikið um
byrjendur í starfi og það munar miklu hvort
maður er með vana kennara eða óvana“.
Guðmund'ur nefnir annað, sem eru sér-
TAFAL Ifl
Þessi tafla sýnír einkunnir í
ensku. Súian vinstra megin er
einkunnastiginn og reitirnir sýna
hvar meðaleinkunn liggur hjá viö-
komandi svæði eða skóla. Lárétta
línan stendur fyrir landsmeðaltal.
Á þessum töflum kemur enn I Ijós
sami munur og á hinum töflunum,
og einnig að heimavistarskólar
standa í þessu fagi verr að vígi en
aðrir skólar.
80 -
70 -
60
40 -
30
>
fd
•rt
>i
0)
K
□
0)
c
f0
T-t
>1
V
a
(d
rH
u
C
0>
>
*o
Ll
O
z
□
u
c
*o
u
o
50 - 4J W
u □ Ves mrlar u
TJ
c ra
(d c
•H fö
H rH
3 U
3
•O
ftí
>
W
u
fd
>4
o
X)
•O
3
35
□
*o
ftí
>
tn
u
o
XI
:0
xx
TJ
C
(d
r—I
•o
w
u
•H
*0
w
u
'O
tn
c
3
U
'O
■P
—m— -«o"' -...—
3o XI -H
< CO I I XI
□ □ D □
■B
□
>4
(d
rH
*o
w
u
fd
4-1
w
•H
>
fd
B
H
fd
•H
*o
W
3
tn
C
:0
tn
C
fd
s
0)
X
■ð
□