Helgarpósturinn - 13.05.1983, Qupperneq 21
21
Helgai----:—;— ,
flne^ti Irínn Fostudagur 13. mai
deildirnar í Reykjavík, þar sem teknir eru
nemendur, sem fyrirséð er að muni ekki ráða
við nám í hefðbundnum deildum.
„Ég veit ekki hversu margir þessara nem-
enda ganga undir þetta próf, og það getur
valdið skekkju", segir hann.
Guðmundur Magnússon fræðslustjóri á
Austurlandi tekur undir orð þeirra Sigurðar
og Guðmundar Sigurðssonar, en nefnir jafn-
framt þriðja atriðið, sem er þátttaka í at-
vinnulífinu. Nemendur úti á landi vinni meira
utan skólans en jafnaldrar þeirra í Reykjavík,
þótt ekki þori hann að nefna neinar tölur í
þessu sambandi.
Gunnar Rafn Sigurbjörnsson fyrrverandi
skólastjóri á Siglufirði telur ástæðuna fyrir
þessum mikla mun vera m.a. þá að prófin séu
samin hér syðra af mönnum, sem starfa fyrst
og fremst í því skólakerfi, sem er í þéttbýlinu.
„Ég held, að þessar niðurstöður endur-
spegli íslenskt þjóðfélag eins og það er í dag.
Við búum í stéttskiptu þjóðfélagi og kannanir
hafa sýnt fram á að börn þess fólks sem hefur
notið langskólagöngu eru líklegri til að ganga
inn á sömu brautir en hin“, segir Gunnar, og
á þar við, að atvinnulífið úti á landi sé öðru
vísi upp byggt en í Reykjavík, þar sem tiltölu-
lega fleiri hafa stundað langskólanám.
„Félagslegur uppruni nemenda úti á landi
er allt annar og það hefur sín áhrif, Islenska
skólakerfið undirstrikar stéttamuninn“.
En nægja ofangreindar skýringar til að rétt-
læta þennan mikla mun, sem er á niðurstöð-
um prófanna eftir landshlutum? Er hann eðli-
legur þrátt fyrir þennan augljósa aðstöðu-
mun? Eru nemendur úti á landi kannski eins
vel fallnir til náms og nemendur í Reykjavík?
„Ég fellst ekki á, að nemendur hér séu Iakar
gefnir“, segir Guðmundur Magnússon. „Ég er
fæddur og uppalinn hér fyrir austan, en ég hef
stundað kennslu og skólastjórn í Reykjavík í
tuttugu ár og þekki því nemendur á báðum
svæðunum".
Gunnar Rafn Sigurbjörnsson telur lágt
hlutfall nemenda landsbyggðarinnar eðlilega
afleiðingu þess, að Reykjavíkursvæðið sópar
að sér miklum hluta langskólagengins fólks á
landinu.
1983
Hvaða leiðir eru þá til úrbóta til að rétta af
þennan mikla halla, ef svo má að orði kom-
ast?
Guðmundur Sigurðsson segist ekki sjá
neinar patentlausnir á þessu, en nefnir þó að
stöðugra kennaralið við skóla úti á landi yrði
til bóta.
Sigurður K. G. Sigurðsson bendir á Iangan
vinnutíma kennara og mikinn fjölda réttinda-
lausra kennara.
„Gylfi Þ. GísIason,þáverandi menntamála-
ráðherra,sagði í kringum 1970, að í ráðuneyt-
inu hefðu menn engar áhyggjur, því að árið
1974 myndu réttindalausir kennarar heyra
fortíðinni til. Ég var í Skotlandi í fyrra og þar
eru réttindalausir kennarar ekki til og þar
þekkist það ekki að menn kenni meira en
skylduna“, segir Sigurður.
Guðmundur Magnússon nefnir m.a. að það
ætti að leggja meira upp úr könnunarprófum
innan skólanna, en hann sé ekki reiðubúinn
að svara því hvað ætti að koma í staðinn fyrir
samræmda prófið.
„Framhaldsskólarnir verða líka að laga sig
að þeim nemendum, sem hafa ekki náð próf-
inu en vilja halda áfram“, segir hann.
Við þetta má síðan bæta að alltaf heyrast
annað slagið raddir sem segja að samræmda
prófið eigi ekki rétt á sér í núverandi mynd, og
vilja gera verulega uppstokkun á öllu skóla-
kerfinu, meðal annars til að koma í veg fyrir
þessa yfirburði, sem reykvískir unglingar
hafa óneitanlega í menntunarmöguleikum.
Ekki það að allt sé í lukkunnar velstandi í
skólum Reykjavíkur, og að þar fylki nemend-
ur sér prúðir og frjálslegir í fasi og taki
stjörnupróf. Skólar Reykjavíkur eiga vissu-
lega við vandamál að etja; peningaleg, félags-
lega og annarskonar.
Vorið 1975 var gerð könnun í 15 skólum
höfuðborgarinnar á því hve mörg börn þyrftu
séraðstoð í námi. Könnunin sýndi að 4-23%
barna þörfnuðust aðstoðar umfram almenna
kennslu. Hlutfallið var hæst í stærsta grunn-
skóla landsins, Fellaskóla í Breiðholti, þar
sem talið var að 229 af 1000 nemendum
þörfnuðust aðstoðar umfram almenna
kennslu.
Skólayfirvöld í Fellaskóla brugðust við með
því að sækja um viðbótarkennslumagn til sér-
kennslu, og með því að reyna að nýta kennslu-
magn úr greinum sem ekki var hægt að halda
uppi kennslu í. Skólaárið 1979 til 1980 voru
16% af heildarstundafjölda nýtt til sér-
kennslu, sem er auðvitað afar há prósentu-
tala.
Eftir aðra ýtarlegri könnun meðal kennara
skólans vorið 1980 var talið að 168 nemendur,
eða liðlega 13% nemenda skólans, þyrftu á
sérstakri hjálp að halda. Það þóttueinnig ansi
ískyggilegar tölur, og eftir nokkrar umræður
innan skólans ákvað kennarafélag hans að
boða til fundar með embættismönnum og
stjórnmálamönnum. Sá fundur var haldinn
sumarið 1980, og á honum kom fram að til-
finningaleg og félagsleg vandamál, sem virt-
ust stafa af slæmum fjölskylduaðstæðum,
væru mjög tíð og virtust mun algengari orsök
námserfiðleika en vitsmunalegt getuleysi.
Einnig kom fram að hvorki skólinn né aðrar
stofnanir hefðu bolmagn til að Ieysa vand-
kvæðin. Ox mörgum í augum að svo mörg
börn mættu líða fyrir slæmar félagslegar og
námslegar aðstæður án möguleika á aðgerð-
um.
1 framhaldi af þessum fundi var enn gerð
könnun á högum nemenda Fellaskóla, og í
mars í fyrra voru niðurstöður kynntar borgar-
stjóra og fleirum. Sú skýrsla fjallar um ein-
staka nemendur og hagi þeirra, og er auðvitað
trúnaðarmál, en meðal þess sem í henni kem-
ur fram, er að rúmlega helmingur þeirra 144
nemenda sem taldir eru þurfa séraðstoð fékk
undir lágmarkseinkunn í lestri. Þá var skóla-
sókn þessara barna mun lakari en hjá öðrum
nemendum skólans. Þau voru 3 til 4 sinnum
meira frá námi en aðrir nemendur. Einnig
kom fram að aðeins 42% þessara barna fengu
þá sérhjálp sem kennarar skólans töldu æski-
legasta.
Þá var talið að þessi vandi væri ekki tíma-
bundinn, heldur mætti búast við óbreyttu ást-
andi í náinni framtið, enda hafði reynsla
undanfarinna ára ekki bent til þess að þörf
fyrir sérkennslu færi minnkandi.
Eins og fram kom hér að framan var tala
þeirra sem þurftu aðstoð hæst í Fellaskóla í
könnuninni 1975. Síðan hafa ekki verið gerð-
ar kannanir í öðrum skólum, og því afar hæp-
ið að bera saman ástandið í Fellaskóla og ást-
andið annarsstaðar, og hættulegt að stimpla
skólann eða hverfið vegna þessara talna.
„Ég tel ekki hægt að benda á neitt ákveðið
sem ástæðu fyrir þessu“, sagði Arnfinnur
Jónsson skólastjóri Fellaskóla í samtali við
Helgarpóstinn. Þarna kemur svo margt til.
Lítil auraráð eru ekki eina ástæðan. Erfiðar
félagslegar aðstæður margra barnanna eru
líklegri skýring en þá oft í tengslum við lítil
auraráð. Það er kannski barn einstæðs for-
eldris sem vinnur mikið.fyrir lágum launum,
það eru veikindi á heimili þess, sem einnig
þýðir lágar tekjur, eða þá óregla sem sömu-
leiðis veldur oftast litlum auraráðum. En það
kemur sjálfsagt fleira til“, sagði Arnfinnur.
Bergþóra Gísladóttir annast sérkennslupiál
á Fræðsluskrifstofu Reykjavíkurborgar. Hún
var spurð hvort hún teldi ástandið í Fellaskóla
vera sérstaklega slæmt, miðað við það sem
gerist annarsstaðar. „Ég efast um það“, sagði
hún. „En vandamálin þar eru öðruvísi en
víðast hvar annarsstaðar vegna þess að þetta
er afar stór skóli í nýju og að mörgu leyti sér-
stæðu hverfi. Austurbæjarskóli, annar skóli
sem ég þekki vel, lítill skóli í grónu hverfi, á
einnig við vandamál að stríða, en þau eru
öðruvísi. Mér finnst svolítið einkenna um-
ræðuna um þessi mál hve það er djúpt í fólki
að vilja ekki tengja sarnan fjárhagslega stöðu
fólks og því hvernig því vegnar í lífinu.
Allar kannanir, bæði hér og erlendis,sýna
að það er heilmikil fylgni þar á milli. Erfiðar
heimilisástæður koma oftast fram í því hvern-
ig fólki vegnar, t.d. í námi“, sagði Bergþóra.
Hún tók hinsvegar fram að mjög vel væri
unnið að þessum málunt í Fellaskóla og að þar
væri vel brugðist við þeim vanda sem við væri
að etja i hverfinu. Og Arnfinnur sagði: „Ég
lield að þessi könnun segi ekkert um að ást-
andið hér sé langverst, heldur miklu frekar að
hér hafi verið gerð tilraun í alvöru til að veita
þeim börnum sem í erfiðleikum eiga þann
stuðning sem þau þurfa“.
TAFLA 1
TAFLA 1
Fjöldi nemenda Hundraóshl, af fjölda nem. á landinu öllu Fjöldi nem. sem hlutu réttindi til fram- haldsnáms Fjöldi nem. sem hlutu réttindi til fram- haldsnáms sem % af heildar- fjölda nem. á hverju svæði
Reykjavik 1322 31,87 1026 77,03
Reykjanes 949 22,70 687 72,39
Vesturland 306 7,32 191 62,42
Vestfirðir 188 4,50 109 57,98
Norðurland vestra 248 5,93 164 66,13
Norðurland evstra 499 11,94 355 71,14
Austurland 230 5,50 151 65,65
Suóurland 428 10,24 278 64,95
Allt landió 4180 100,0 2961 70,84
1 Á þessari töflu kemur glögglega í Ijós sá munur sem er á landshlutum þegar athugað er hverjir náðu framhaldseinkunn og hverjir ekki. Aftasti dálkurinn sýnir prósentutöiu þeirra sem náðu framhaldseinkunn og þar sést að hlutfallið er langhæst á höfuðborgarsvæðinu. Þar næst kemur Norðurland eystra (Akureyri, Húsavík og fleiri nokkuð stór þéttbýlis- svæði). Að öðru leyti tala tölurnar fyrir sig sjálfar.
TAFLA II
Fjöldi nemenda Hundraóshl af fjölda nem. á landinu öllu Fjöldi nem. sem hlutu réttindi til fram- haldsnáms Fjöldi nem. sem hlutu ! réttindi til fram- haldsnáms sem % af heildar- fjölda nem. i hverjum flokki
TAFLA II
Litlir skólar (23 nai’. eða færri i 9. b 679 16,24 447 65,83
Miðlungsstórir skólar (29-99 nem. i 9. bekk) 2258 54,02 1593 70,55
Stórir skólar (100 nem. eóa fl. i 9. b. 1243 29,74 921 74,09
Allt landið 4180 100,00 2961 70,84
Höfuóborgarsvæðiö 2082 49,81 1593 76,51
Landió utan höfuób.sv 2098 50,19 136 8 65,20
Allt landið 4180 100,00 2961 70,84
Þessi tafla er eins og tafla eitt, nema hvað hér er sýndur munurinn á litlum skólum og stórum, og munurinn á höfuðborgarsvæðinu og lands- byggðinni. Um nánast sama mun er að ræða á þessum tveimur töflum, enda eru stórir skólar mun algengari í þéttbýli að sjálfsögðu.
Er ekkí mál tíl komíð að smakka gamla pakkaskyríð á ný?
Þú þynnír það með vatní eða mjólk - alveg eíns og áður.
Veístu,
• að skyr er eínstaklega próteinrlk en fítusnauð og _______
holl fæða? o
• að próteíníð er aðal byggíngarefní líkamans? /'
• að konur á meðgöngutíma og böm og unglíngar / /yjr __ _
á vaxtarskeiðí þurfa meira próteín en ella?
• að skyr er afar hentugt megrunarfæðí? I ■ H^^
• að oft má nota skyr í stað majoness í salöt, sósur H H HJ§
og ídýfur? H H