Helgarpósturinn - 13.05.1983, Page 23

Helgarpósturinn - 13.05.1983, Page 23
östudagur 13. maí 1983 23 Æ fleiri svið þjóðlífsins taka f'J nú svip af vídeóbyltingunni svokölluðu. Nú hefur ráð gjafafyrirtæki Jóhanns Briem gert ítarlega könnun á möguleikum myndbandanotkunar fyrir sjó- menn á hafi úti, en notkun mynd- banda um borð í skipum hefur farið gífurlega í vöxt undanfarið. Er nú i undirbúningi samstarf við Sjó- mannasamband íslands um miðlun myndefnis á kasettum til sjómanna á vegum fyrirtækis Jóhanns og yrði þar væntanlega um að ræða stærsta lokaða sjónvarpskerfið á landinu, — eða í landhelginni. Þess má geta að hvað auglýsingamarkað tengd- an sjávarsíðunni varðar er áætlað að hann nemi allt að 18 milljónum króna og mætti þannig vafalaust standa straum af þessari nýju miðl- un upplýsinga- og skemmtiefnis... Frétt um að undirskriftasöfn /"] un væri hafin meðal Sjálf *S stæðismanna þar sem skorað væri á stjórn flokksins að halda landsfund hið fyrsta og fela ein- hverjum öðrum en Geir Hallgríms- syni forystu í stjórnarmyndunar- viðræðum olli miklum óróa í innsta hring flokksins. Munu menn þar í fyrstu hafa haldið að Albert Guð- mundsson og Sveinn Björnsson (forseti ÍSÍ) stæðu fyrir undir- skriftasöfnuninni, en þeim mun þó fljótt hafa tekist að sanna sakleysi sitt. Þarna mun hafa verið um einkaframtak nokkurra manna sem til þessa hafa verið lítt áberandi í starfi flokksins. Ekki fer sögum af undirtektum við söfnunina, en hins vegar vitað að strax og fréttist um hana munu Sjálfstæðismenn á a.m.k. tveimur stöðum úti á landi hafa undirbúið hliðstæða undir- skriftasöfnun í kjördæmum sínum. Af framkvæmdum hefur hins vegar ekki orðið enn, enda hafa viðbrögð flokksforystunnar orðið slík að menn eru sagðir hugsa sig um tvis- var áður en þeir leggja út í fram- kvæmdir... Stuðmenn/Þursaflokkurinn og Grýlurnar fljúga I til Færeyja í lok mánaðarins og halda tvenna tónleika í Þórs- höfn. Það er fyrirtækið Líkams- ræktin h/f sem býður tónlistarfólk- inu í reisuna og hefur leigt heila flugvél fyrir förina enda ekki van- þörf á þar eð hljóðfærin vega sam- tals tvö tonn... Ný stjórn hefur tekið Irekstri Félagsstofnunar fln ^yienta í kjölfar þess að vinsi menn og umbótasinnar í Háskó íslands hafa náð saman um meii hluta. Vaka og umbótasinnar ha stjórnað á þessum bæ undanfar misseri. Rekstur félagsstofnun mun núna skila talsverðum hagna í fyrsta skipti í langan tíma. Við fc mennsku stjórnar tekur nú af Péi J. Eiríkssyni, Kristín Ástgeirsdótt kvennalistakona... Tölvuborð . Prentaraborð Ritvélaborð TIL AFGREIÐSLU STRAX Konráð Axelsson Ármúla 36 — SÍMI 82420 Bókav. Sigfúsar Eymundssonar Reykjavík Bókaval Akureyri Bókav. jónasar Tómassonar ísafírði MODEL „HJARTA í borðstofuna eða eldhúskrókinn. Model Hjarta ar íslensk gæðavara, hönnuð í gömlum bændastíl, aðeins í nýrri og betri út- STAÐGREIÐSLU- AFSLÁTTUR færslu. EÐA Framleitt úr valinni, massífri furu. Fæst í Ijósum viðarlit eða brúnbæsað og lakkað með sýruhertu lakki. Model Hjarta nýtur verðskuldaðra vinsælda, enda ákaflega hlýlegt sett, hvort sem er í borðstofunni eða eldhúskróknum — og jafnt í nýjum húsum sem gömlum. Áklæði að eigin vali. FRAMLEIÐANDI FURUHÚSGAGNA í HÆSTA GÆÐA- FLOKKI 20% ÚTBORGUN QG EFTIRSTÖÐVAR Á 6-8 MÁN. FUftUHÚSÍÐ HF. Sendum gegn póstkröfu hvert á land sem er. Suóurlandsbraut 30 105 Reykjavík • Sími 86605. Hver er þinn uppáhalds- matur? Ólafur Jóhannesson skag- firskur sælkeri: Píta með buffi og frönsk- um. Láttu mig líka fá kokkteilsósu með. Ragnhildur Helgadóttir, sjómaöur: Eg get bara ekki, hvernig sem ég reyni, gert upp á milli pítu með fiski og pítu með kjúklingi. Aibert Guðmundsson, dagpabbi: Mín fjölskylda vill ekki annað en pítu. Og það er allt í lagi, því hún er svo ódýr, þ.e. pítan ekki fjöl- , skyldan, og svo saðsöm að 2—3 krakkaormar geta rifið í sig einu og sömu pítuna og orðið saddir af. Kolfinnur Andrésson, . þingmannsefni: Ég er ógurlega gráðugur í allt austurlenskt. Sér- staklega er ég gráðugur í pítu! Ég gæti þess vegna slafrað haría í mig með bréfi og öllu saman. Jóhanna Sigurðardóttir, verkstjóri hjá Bifreiðaverkstæðinu: Þe'ssa stundina borða ég ekkert nema pítu. Auðvit- að borða ég líka franskar og svoleiðis. En ég næ því ekki hvað pítan er góð hjá strákunum í Pítunni á Bergþórugötu. Guðrún Helgadóttir, 1 vörubílstjóri: Píta er góð að bíta í. rímar, er það ekki? Þetta Spurningin

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.