Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 13.05.1983, Qupperneq 24

Helgarpósturinn - 13.05.1983, Qupperneq 24
Til almannaheflla i fjorutiu ar Á 40 ára afmælinu sendum viö öllum viðskiptavinum okkar árnaöaróskir. Jafnframt leyfum viö okkuraö vona að félagið hafi náö því markmiði sínu aö auka öryggi þeirra, og milda þau áföll sem sumir hafa oröiö fyrir. Viö vitum aö vöxtur og viögangur tryggingafélags er m.a. háöur góöri afspurn - viðhorfum og umsögnum þeirra sem hafa orðið fyrir tjóni og sækja síðan bætur í hendur tryggingarélags síns. Starfsemiokkarhefuraukistjafntog þéttáundanförnum40árum.Núerustarfsmenninrnir55 og sjálfstæðar skrifstofur á Akureyri, Akranesi, Selfossi og í Hafnafiröi. Aöalskrifstofán er í hinum nýju og rúmgóöu húsakynnum í Síðumúla 39. Umboðsmenn eru um allt land. Starfsemi okkar spannar öll sviö trygginga - smá og stór. Á seinni árum höfum viö annast stærri verkefni en nokkru sinni fyrr - tryggingar fyrir íslenska verktaka í orku- og stóriöjuframkvæmdum. Um leið og viö þökkum viðskiptin á liönum árum viljum við nota tækifærið til aö minna enn á nauðsyn fyrirhyggju ... ... þaö tryggir enginn eftír á. Við sögðum frá því í siðasta f'J Helgarpósti að vegir styrk veitinga byggðasjóðs Fram- kvæmdastofnunar eru nokkuð ó- rannsakanlegir eins og sumra ann- arra máttarvalda. Þar var tekið dæmi af tvöhundruðþúsund króna styrk til kvikmyndagerðar á vegum Indriða G. Þorsteinssonar. Olöggir menn tóku svo eftir því í síðustu vjku að Indriði þakkaði fyrir sig í Svarthöfðapistli í DV. Þar var lagt til í dýrlegri lofgjörð að forystu- hlutverkið í Sjálfstæðisflokknum verði falið Sverri Hermannssyni, forstjóra Framkvæmdastofnunar. Kaup kaups... Og það eru fleiri sem kunna > 1 pólitíska mannasiði í samfé lagi íslenskra hrossakaupa. Annar maður er nú sagður beita sér fyrir því að taumarnir verði teknir úr höndum Geirs Hallgrímssonar - og settir í hendur Sverris Her- mannssonar. Það er Eggert Hauk- dal, sem verið hefur stjórnarfor- maður Framkvæmdastofnunar.... Breytingar verða á hinu vin 1 sæla morgunútvarpi, Gull í / mund,í sumar. 1. júlí hættir Stefán Jón Hafstein með þáttinn, en ekki er vitað hvað tekur við. Stefán Jón ntun stefna á framhalds- nám í Bandaríkjunum í haust.. Undirbúningur fyrir kvik J myndun Atómstöðvarinnar í / sumar er í fullum gangi. Við sögðum frá því um daginn að Uglu muni leika Tinna Gunnlaugsdóttir. Nú heyrum við að önnur stór hlut- verk verði í höndum Gunnars Eyjólfssonar (Búi Árland), Guð- rúnar Ásmundsdóttur (frú Árland) og Herdísar Þorvaldsdóttur (móðir Uglu). Þá mun breski búninga- hönnuðurinn Una Collins, sem starfað hefur fyrir Þjóðleik'húsið áður, annast búningagerð, en henni til aðstoðar verður Dóra Einars- dóttir.... r* 1 Þegar það spurðist að Atli f~ l Hilmarsson handknattleiks maður myndi snúa heim eftir nokkurra ára dvöl í Vestur-Þýska- landi varð uppi fótur og fit hjá fé- lögum sem lið eiga í 1. deildinni. Munu sex af átta liðum hafa freist- að að fá kappann tii sín og boðið honurn ýmsa fyrirgreiðslu. Lengi vel leit út fyrir að Víkingar yrðu hlutskarpastir í kapphlaupinu, en svo fór þó að FH hafði betur og mun Atli leika með þeim næsta vet- ur. Eins og endranær fer það ekki hátt hvað hann fær fyrir sinn snúð hjá Hafnfirðingunum, en sagt er að honunt hafi verið boðin vinna við að þjálfa einn af yngri flokkum FH og fái fyrir það laun sem eru marg- föld á við það sem venjulegir unglingaþjálfarar fá, auk þess sem FH-ingar munu hafa boðið honum einhverja aðra fyrirgreiðslu í sam- bandi við húsnæði og fl....

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.