Helgarpósturinn - 30.06.1983, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 30.06.1983, Blaðsíða 2
I .... , . . , ' LJ i---— FirhiVitudagur áO. jun'í 1983 irínn M MALNIIMGAR tilboð NU geta allir farið að mála — Hér kemur tilboð sem erfitt er að hafna 7Ef þú kaupir málningu fyrir 1.500 kr. eOa meir færðu 5% afslátt. Ef þú kaupir málningu fyrir 2.200 kr. eða meir færðu 10% afslátt. Ef þú kaupir málningu fyrir 3.600 kr. eða meir færðu 15% afslátt. A Ef Þú kaupir málningu i heilum tunnum, þ. e. 100-litra, * færðu 20% afslátt og i kaupbæti frían heimakstur hvar sem er á Stór-Reykjavíkursvæðinu. HVER RÝÐUR BETUR? Auk þess ótrúlega hagstæðir greiðsluskilmálar. Ath.: Sama verð er i versluninni og málningarverksmiðjum. OPIÐ: mánud,— fimmtud. kl. 8—18. Föstuaaga kl. 8-19. Lokað laugardaga. C BYGGINGAVÖRpRl HRINGBRAUT 120: Byggingavörur.... Gólfteppadeild...:.. Simar: Timburdeild..................28-604 .28-600 Málningarvörur og verkfæri....28-605 .28-603 Flisar og hreinlætistæki.....28-430 HRINGBRAUT 120 (Aðkeyrsla frá Sólvallaqötu) Góðar fréttir fyrir þig Ný akstursleið aðEden Nú liggur pangað beinn og breiður vegur frá pjóðveginum EDEN HVERAGERÐI sími 99-4199 Ritstjórar Samúels Þórarinn J. Magnússon og Ólafur Hauks- son meö lesanda blaðsins á milli sín Samúel og Penthouse slá saman í ævintýralega fegurðarsamkeppni: Milljón dollarar í verðlaun! Tímaritið Samúel ieitar nú að þátttakanda íslands í stórbrotn- ustu fegurðarsamkeppni sem haldin hefur verið. í fyrstu verð- laun eru ein milljón dollara eða sem svarar 28 milljónum ís- lenskra króna. Keppnin fer fram i Róm í nóvember n.k. á vegum bandaríska tímaritsins Pent- house. — Penthouse? spyrjum við Ólaf Hauksson, ritstjóra Samúels — það þýðir væntanlega að stúlkurnar eiga að striplast? — Nei, alls ekki, undirstrikar rit- stjórinn, þótt Penthouse birti myndir af fáklæddum stúlkum, þá hefur það ekki áhrif á það hvernig stúlkurnar koma fram í keppninni í Róm. Þær munu koma fram á hinn hefðbundna hátt í fegurðarsam- keppnum, í sundbolum og kvöld- kjólum. — Hvernig stendur á því að ís- landi var boðin þátttaka? — Fulltrúi Penthouse hafði sam- band við okkur á Samúel og sagðist hafa frétt að hérlendis væri mikið af fallegum stúlkum og við tókum auðvitað undir það. Keppnin heitir „One million dollar Pet of the year“ en á íslensku köllum við hana „Stúlku ársins“. — Það verður náttúrlega mikið húllumhæ kringum keppnina? — Jú, jú; henni verður sjónvarp- að um allan heim og gert ráð fyrir að 500 milljónir manna fylgist með henni. Aðstandendur sýningarinn- ar hyggjast bjóða íslenska sjón- varpinu sýningarrétt hér. Keppnin tekur tvo tíma og koma þar fram heimsfrægir skemmtikraftar á milli þess sem stúlkurnar verða kynntar. — Hvað taka fulltrúar margra landa þátt í þessari keppni? — Stúlkurnar verða frá 30 þjóð- löndum og þótt aðeins ein stúlka hljóti stóru verðlaunin þá munu hinar stúlkurnar fá þarna gott tæki- færi til að komast í sambönd við heimsfræg umboð fyrir tiskusýn- ingarstúlkur. — Hvernig verður svo íslenska stúlkan valin? — Ritstjórn Samúels tekur við á- bendingum og ræðir við þær stúlk- ur. Eins hvetjum við stúlkur að gefa sig sjálfar fram við blaðið. Rit- stjórnin tekur svo endanlega á- kvörðun um fulltrúa íslands og kynnir hana i blaðinu. — Og hverjir eru ritstjórn blaðs- ins? — Þórarinn J. Magnússon og ég. En ég vil taka það fram að við höf- um ljósmyndara okkur til trausts og halds í valinu. Og þá stúlkur góðar; það er bara að hafa samband við Tóta og Óla ef þið hafið hug á að næla ykkur í milljón dollara. I ráði er að halda heljar- f' l innar friðarhátíð i Laugar- ✓ dalshöll 10. september í haust Inntak hátíðarinnar verður rokk- tónlist og ávörp. Útgáfufyrirtækið Gramm, Þorlákur Kristinsson og Ólafur Ragnar Grímsson eru helst aðstandendur hátíðarinnar. Meðal rokkhljómsveita sem reynt verður að fá er breska hljómsveitin Crass. Ólafur Ragnar Grímsson sér um að bjóða útlendu friðarhreyfingar- fólki til að halda ávörp á hátíð- íslenska óperan heldur J ótrauð starfi sínu áfram. Nú eru hafnar æfingar á óper- unni La Traviata og er það Bríet Héðinsdóttir sem sér um leikstjórn ina... Listatrimm Stúdentaleik- J hússins skokkar óþreytt í júlímánuði. Plateró og ég verður sýnt um helgina, næstu helgi verður blandað efni um höfuðborg- ina okkar og nefnist sýningin Reykjavíkurblús. Þar mun m.a. An- ton Helgi Jónsson lesa áður óbirt efni en dagskráin er samantekt þeirra Magneu Matthíasdóttur og Benónýs Ægissonar. Leikstjöri er Pétur Einarsson. Helgina 15—17. júlí verður dagskrá úr verkum spán- verjans Fredrico Garcia Lorca og hefur Þórunn Sigurðardóttir tekið saman efnið og leikstýrir því. Sýnd- ir verða þættir úr Blóðbrullaupi og Yerma, en það verk hefur ekki verið flutt áður hérlendis. Einnig verða spönsk gítarlög flutt af gítarleikaran- um Arnaldi Arnaldssyni, og önnur tónlist úr borgarastríðinu leikin. Dagana 22—23. júlí verður söng- og tónlistardagskrá um klassíska og nútímamúsík sem Guðni Franzon sér um ásamt Ingveldi Ólafsdóttur og Jóhönnu G. Linnet. Og um mánaðarmótin júlí/ágúst verður sýnt verk eftir Frakkann Jean Far- diu sem nefnist Elskendurnir í Met- ró. Þýðandi er Böðvar Guðmunds- son og hefur verkið ekki verið sýnt áður hérlendis. Andrés Sigurvins- son leikstýrir...

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.