Helgarpósturinn - 30.06.1983, Blaðsíða 20
„Fátæktar-look": Verksmiðjuhönnuö föt krepputískunnar.
Enn ein tilraunin í firrtum heimi til að draga að sér athygli
annarra.
Fimmtudagur 30. júní 1983 irinn
Vaxtar- og heilsurækt: Oft líkamanum til góðs en upphefur
sjálfsvitund og ást á sjálfum sér samfara skeytingarleysi
um náungann.
Meðan stjörnur sjöunda áratugarins komu fram igrúppum
hefur heildin vikið fyrir einstökum sviðsstjörnum. David Bo-
wie, einn frægasti popplistamaður, áttunda og nlunda ára-
tugarins: Sjáið, hér kem ég og kiæði mig úr: Narcissismi
og exíbísjónismi.
• Samhygð og
samstaða hippa-
kynslóðarínnar
og sósíalismi
stúdentabylting-
arinnar hefur
vikið fyrir hinu
ný]a tímafoili
sjálfsdýrkunar-
innar og nafla-
skoðunarinnar.
• Örvænting nú-
tímamannsins
andspænis
kreppu og kjarn-
orkustríði fæðir
af sér frum-
stæða sjálfs-
björcj: , ,Sjáið
mig, ég er sjálf-
um mér nógur.
Þ»ið fiin komið
mér ekki við.!“
• í kjölfar sjálfs-
dýrkunarinnar
siglir tískuiönað-
urinn; silkipönk-
ið og larfatískan.
• Óttinn við ellina
og bráðan
dauða fæðir af
sér heiisuræktar
æði og náttúru-
lyf.
UM MIG
FRÁ MÉR
TIL MÍN
Texti: Ingólfur Margeirsson Þröstur Haraldsson
Hvað er orðið um allar mótmælaaðgerðirn-
ar og kröfugöngurnar sem einkenndu blóma-
tíma hippahreyfingarinnar i kringum 1970?
Hvar er ástin á náunganum, samhygðin og
samstaðan með hinum kúguðu og smáðu,
jafnt hér á landi sem í Víetnam og Suður-Am-
eríku? Hvar er æskan uppreisnargjarna og
byltingarsinnaða?
Svar: Hún er úti að trimma eða á legubekk
sálfræðingsins. Ef hún er þá ekki að skrifa
játningabók eða mála nýbylgjumálverk þar
sem sköpunin er allt en tilgangurinn liggur
milli hluta. Allt í nafni sjálfskönnunarinnar,
eða eigum við að kalla það sjálfsdýrkunina?
Ekki er kynslóðin sem kennd er við árið
1968 að slást við lögguna. Um það lætur hún
pönkæskuna. Unglingarnir á Hlemmi og
Planinu eru þeir einu sem nenna að halda
uppi andófi gegn yfirvaldinu. Og þetta andóf
er heldur máttlaust og dulítið vonlaust. Af því
að það er svo lítið andóf í því fólgið að vera
pönkari árið 1983. Pönkið er löngu slitið úr
tengslum við uppruna sinn í fátækrahverfum
enskra stórborga, meðal ungra atvinnuleys-
ingja sem höfðu engu að tapa. Velmegunar-
unglingar úr raðhúsum breiðholtanna eiga
ekki við nein slík vandamál að glíma. Þeirra
vandamál eru önnur — en þau eru kannski al-
veg jafnmikil ástæða til örvæntingar, kannski
meiri.
sjálfs-
dýrkun
Ameríski prófessorinn Christopher Lasch
gaf fyrir fjórum árum út bók þar sem hann
hélt því fram að tíðarandinn einkenndist um
þessar mundir fyrst og fremst af sjálfsdýrkun
— Narcissisma eins og það heit'ir á fagmáli.
Fólk hefur tapað öllu sögulegu samhengi, það
hefur glatað fortíðinni — skilur hana ekki eða
getur ekki tengt hana við líf sitt — og yfir
framtíðinni vofir bomban sem á hvaða augna-
bliki sem er getur gert hana að engu. „Sú kyn-
slóð sem nú vex úr grasi um allan heim verður
snemma að venja sig við þá tilhugsun, að efíil-
vill nái hún ekki háum aldri, og það sem meira
er, að eftilvill muni engar aðrar kynslóðir