Helgarpósturinn - 30.06.1983, Blaðsíða 19

Helgarpósturinn - 30.06.1983, Blaðsíða 19
Helgai--------- ÓOsturínn Fimmtudagur 30. júní 1983 19 Það. er eins gott að ákveða sig í tíma ef fólk ætlar að fara út að borða á laugardegi í henni Reykjavík. Þrátt fyrir öra tímgun þeirra staða,sem bjóða upp á mat og vín.virðist þörfin hafa aukist enn meir. I það minnsta varþað þannig þegar við hófum leit að laus- um borðum á matsölustöðum bæjarins upp úrhádegi á laugardaginn var. Eftir að hafa hringt í fjölmarga staði fengum við fyrir náð og miskunn inni á Hótel Holti klukkan rúmlega sex. Reyndar var okkur sagt að við þyrftum að koma okkur út um áttaleytið en við þá hótun var ekki staðið. Við sátum í rólegheitum til hálftíu og enginn reyndi að stugga okkur burt. Hótel Holt er virðulegt og „diskret" hótel á besta stað í bænum. Ég veit það því ég bjó einu sinni rétt hjá við sömu götu. En eitt hef ég alltaf átt erfitt með að fyrirgefa eigend- um þess. Samkvæmt skipulagsreglum þarf hótelið að skaffa ákveðinn fjölda af bílastæðum og það var gert með því að kaupa gömul hús í nágrenninu, rífa þau og malbika lóðirn- ar. Fyrir bragðið er næsta nágrenni ansi „skörðótt“ og ljótt. En hvað um það. Þegar inn kemur hanga á veggjum mál- verk eftir helstu meistara þjóðarinnar — Kjarval, Engil- berts, Gunnlaugur Schecing, Jón Stefánsson og fleiri eiga verk upp um alla veggi. Auðséð að eigandinn, Þorvaldur kenndur við Síld og fisk, er fagurkeri og kann að ráðstafa sínu fé. Okkur var vísað til sætis við lítið borð í miðjum sal, beint undir stóru málverki eftir Jón Stefánsson sem sýndi hóp af stúlkum að matast úti í guðsgrænni náttúrunni. Eg er ekki kunnugur innviðum Hótels Holts og þetta var í fyrsta sinn sem ég borðaði þar. Öðru máli gegndi um borð- naut minn, hún hafði ma. unnið á hótelinu fyrir allmörgum árum. Gat hún frætt mig um það að hótelið væri allt fullt af málverkum eftir íslenska málara, þeir elstu og frægustu væru niðri í lobbíinu og matsalnum en eftir því sem ofar drægi yngdust málverkin. Ekki voru margir gestir í matsalnum. Fyrir utan okkur voru aðeins þrjár konur sem sátu úti við gluggann og töluðu saman á ensku, tvær þeirra með greinilegum íslenskum hreim. Eftir því sem á leið fjölgaði gestum en ekki voru þeir samt ýkja margir. Skaut það skökku við þær upplýsingar sem við höfðum fengið um að allt væri upppantað um kvöld ið. Nú jæja, ætli það sé ekki best að snúa sér að matnum. Ungur og myndarlegur þjónn, sem við fréttum að héti Jak- ob, færði okkur matseðilinn og við fórum að stúdera. Á for- réttaseðlinum bar langmest á réttum úr ríki sjávarins. Rækjukokteill og graflax eru fastir liðir á forréttaseðli flestra matsölustaða en okkur langaði í eitthvað nýtt og ó- þekkt. Á endanum kom ég mér niður á Sjávarsalat en borð- nauturinn valdi sér Djúpsteiktar rækjur Orly. Á meðan við biðum sötruðum við hungurvakann Dubonnet. Forréttirnir reyndust báðir hið mesta Iostæti. Sjávarsalat- ið samanstóð af rækjum, kræklingum, hörpudiski og fleiri smádýrum sjávarins í alveg dýrlegu marinaði. Og yfir borð- ið bárust mörg hrósyrði um djúpsteiktu rækjurnar sem voru vafðar inn í beikon. Allt rann þetta ljúflega niður og Jakob gleymdi ekki að koma og spyrja hverning okkur Iíkaði. Þá var það aðalrétturinn og var nú úr ýmsu að moða. Þessa helgi: Hótel Holt Mest bar á margvíslegum réttum úr svínakjöti og skyldi engan undra því ein af undirstöðum fjármálaveldis Tolla í Síld og fisk er svínabú. Eftir nokkrar bollaleggingar og ráð- færingar við Jakob sem mælti með Grísalundum Nancy á- kvað borðnauturinn að fara að ráðum hans. Ég hef hins vegar alltaf verið veikur fyrir nautinu og valdi mér Nauta- kjöt steikt i sinnepi Dijon. Þegar við höfðum fengið matinn uppgötvaðist að við höfðum steingleymt að panta vín með honum. Jakob var farinn inn í eldhús en við gómuðum annan ungan þjón sem færði okkur vínlistann. Ég hef alltaf verið mesti rati I því að velja rauðvín og oftast tekið þann kost að panta það ódýr- asta. Hef það reyndar eftir ágætum vinum mínum, for- frömuðum í Frans, að þetta sé allt sama sullið. Ég var því guðsfeginn þegar borðnauturinn tók af skarið og pantaði - Chateauneuf de Pape, næstdýrasta rauðvínið á seðlinum. Ég varð að viðurkenna það að vinum mínum hafði skjátl- ast, vínið var hörkugott, vel kryddað og bragðstei kt en milt. Sama var raunar að segja um matinn, þetta var veisla fyr- ir bragðlaukana. Ég hafði pantað kjötið meðalsteikt og það mátti heldur ekki vera hrárra fyrir minn smekk, alveg mátu- legt. Borðnauturinn var líka hin ánægðasta, einkum var það sósan sem fékk hrós. Á meðan við vorum að borða kom Jakob öðru hvoru, spurði hvernig okkur líkaði og heliti rauðvíni í glösin um leið og á þau kom borð. Og vitaskuld varð að ljúka þessari velheppnuðu máltíð með kaffi og koníaki. Það er punkturinn yfir i-ið, alveg ó- missandi. Hvað þetta kostaði? Ja, ekki var það beinlínis gefið. For- réttirnir voru flestir í kringum 200 krónur og aðalréttirnir á bilinu 400-600 krónur. Rauðvínið var í dýrari kantinum eins og áður sagði, kostaði 436 krónur. Allt í allt kostaði þessi málsverður fyrir tvo 2.254 krónur. Nú skiljiði ef til vill af hverju ég fer sjaldan út að borða. Blaðamannslaunin leyfa ekki slíkan munað oft á ári. En stöku sinnum er hægt að leyfa sér það og aldrei hef ég séð efti því. Þarna situr maður í góðum félagsskap og notalegu umhverfi, gælir við bragðlaukana við undirleik ljúfrar tón- listar. Að málsverði Ioknum rúllar maður út í sumarnóttina sætkenndur og strýkur kviðinn. Og er alveg sama þótt hann rigni... Gerill Sama þótt hann rigni Tveir heiðursmenn og matargestir á Hótel Holti lyfta glösum fyrir velheppnaðri máltíð. Japanskir siðir Það er siður í Japan í viðræðum manna á milli að brosa á sinn hátt. Þegar þeir tala við Evrópubúa, vill þetta bros gjarnan valda misskiln- ingi; þannig að Evrópubúinn tekur brosið fyrir hæðandi glott og veld- ur honum óþægindum gagnvart hinum japanska viðmælanda. Sem dæmi um þetta vil ég segja frá at- viki er henti mig 1980 er ég var staddur á Alþjóðaþingi Esperantista i Stokkhólmi, Eg var að tala við belgískan kennara, þegar hann reiddist snögglega og spurði mig umsvifalaust hvort ég hæddist að honum. Þarna var riæmigerður misskiln- ingur á ferð, bros Japana í þessum kringumstæðum á aðeins að tákna góðvilja og hefir ekki aðra þýðingu, en það vita Evrópubúar ekki. Énn vil ég nefna dæmi frá jap- önskum siðvenjum, sem Evrópubú- ar skilja ekki, ég á hér við þann mun, sem fram kemur hjá Japön- um annars vegar og Evrópubúum hins vegar þegar þeir kynna fjöl- skyldur sínar fyrir gestum. Evrópu- búinn segir á þessa leið: Þetta er konan mín, hún býr til góðan mat, hún er flínk að sauma o.fl. þ.h. sem sagt, Evrópubúinn lætur koma fram að hann dái konu sína. Aftur á móti kynnir Japaninn sína fjöl- skyldu á þessa leið: Þetta er konan mín hún stígur lítt í vit og hefur litla reglu á hlutunum. Matur konunnar smakkast illa. Nú, og þetta er sonur minn, hann er í skóla en gengur lít- ið, enda illa gefinn. Og sjálfan sig kynnir húsbóndinn oft á þessa lund: Ég er óskýr og lítilsmegnugur. í þessu tilfelli gera Japanir lítið úr sér og fjölskyldu sinni og nefna: „Kenjo“, sem merkir virðingu og lotningu fyrir gestunum. Evrópubúar þurfa að læra að þekkja að þessi siður Japana þ.e. „Kenjo“ er hæverska. Að þekkja þetta leysir ókunnuga frá vand- ræðakennd í fyrstu viðkynningu og að þessi framkoma Japana bendir í alvöru,ekki til þess að hann sé lítils megnugur. Þegar Evrópubúar taka á móti gestum er það gjarnan siður að hús- bóndinn deilir ekki einn geði við þá, heldur tekur eiginkona og fullan þátt í samræðum o.ö.þ.h. í Japan er þessu öðruvísi farið, þar talar húsmóðirin ekki við gesti, heldur hverfur til eldhúss og undir- býr góðgerðir. Þess vegna er hætta á að evrópsk- ur gestur taki þetta sem svo, að hús- móðirin sé á móti komu hans, en það er misskilningur, í Japan verð- ur húsmóðirin að láta gestgjafa- skyldur í mat og drykk sitja fyrir öllu. Hvað snertir gjafir er einnig nokkur mismunur á háttum Jap- ana og Evrópubúa, sem þeint síðar- nefndu kemur nokkuð framandi fyrir sjónir. T.d. þegar Evrópubúi fær gjöf frá vini sínum, tekur hann umbúðirnar þegar af og þakkar fyrir. En Japani í sömu sporum seg- ir við vin sinn eitthvað á þessa leið: Ég get ekki þegið þetta, ég þarfnast ekki gjafar þinnar. Evrópskum gef- anda þykja slík svör mjög miður og jafnvel reiðast. Hér verður enn mis- skilningur mjög af sömu rót og í framangreindum dæmum. Með þessu er Japaninn aðeins á vana- bundinn hátt að sýna gefandanum virðingu sína um leið og hann vill sýna sig óverðugan gjafarinnar, en að lokum þiggur hann gjöfina ei að síður. í Japan er sums staðar siður að karlar og konur fari „saman" í bað á stórum baðstöðum s.s. á stórum hótelum og víðar. Skiljanlega er fólk þá nakið með- an þvottur stendur yfir. Á finni baðstöðum s.s. lúxushót- ela er meiri þjónusta veitt en ella, t.d. eru starfsstúlkur látnar baða menn og á það að vera þeim til þæg- inda og hægðarauka. Evrópubúar gætu skilið þessa venju sem svo að þarna væri kyn- ferðissamband falboðið, en svo er ekki. Algeng afstaða meðal Japana er sú að líkaminn sé af foreldri þeg- inn og þess vegna sé nektin bæði heilög og fögur og í baði beri að hylja hana ekki. Það skín í gegnum þennaij sið að Japanir hafi sína heimspeki óg hún er ólík því sem gerist í Évrópu. Þ.e. Japanir hylja ekki endilega nekt sína, en opna ekki að sama skapi hjarta sitt. í Evrópu segir t.d. elsk- hugi við stúlkuna sína: „Ég elska þig“ en í Japan fara menn ekki svo að og ekki hversu mikil sem ástin væri. En japanska stúlkan myndi ei að síður vita um ástina og skilja bónorðið. Evrópubúar þekkja því ekki hjarta Japana af því það er ávallt falið. Þess vegna treystu aldrei Jap- ana, jafnvel ekki þó hann sé hlið- hollur vinur þinn. Eftir Yoichi Arai, Japan Bergsteinn Jónsson þýddi og endursagði úr ESPERANTO. Bros Japanans hefur oft og iðulega merkingu sem Evrópubúinn skilur ekki.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.