Helgarpósturinn - 30.06.1983, Blaðsíða 7
Jóhann G.: Rekur Gallerí Lækjartorg og hljómplötuverslun, hefur sett
á stofn útleigu og umboðssölu á listaverkum og opnar sjálfur sýningu um
helgina.
„Hissa á aö þetta
skuli ekki vera til“
Jóhann G. opnar sýningu og
hyggur á útleigu á myndlist
A laugardaginn 2. júlí opnar
Johann G. Jóhannsson sýningu
á myndverkum sínum í Gallerí
Lœkjartorgi. Sýninguna nefnir
hann Smáljóð í lit og eru verkin
öll af smcerri gerðinni eins og
nafnið gefur til kynna. Mynd-
irnar eru allar málaðar á undan-
förnum þremur árum.
Jóhann rekur Gallerí Lækjartorg
en þar er hann auk sýningarsalarins
með hljómplötuverslun sem leggur
höfuðáherslu á að hafa á boðstól-
um allar fáanlegar íslenskar hljóm-
plötur, ekki bara þær nýjustu.
Nú er Jóhann að stækka við sig;
við bætist húsnæði sem barnafata-
verslunin Fiðrildið hefur haft. Þá
opnast ýmsir möguleikar og einn
þeirra er að koma í verk gömlum
draumi sem Jóhann hefur haft, en
það er að setja á stofn útleigu og
umboðssölu á myndlistarverkum.
Hefur Jóhann þegar fengið 15 lista-
menn til samstarfs við sig um að
koma hugmyndinni í verk.
„Þetta er þannig hugsað að fólk
geti komið hingað og tekið listaverk
á leigu í 1—2 mánuði gegn vægu
gjaldi. Ef því líst vel á myndirnar
getur það keypt þær og rennur þá
leigugjaldið upp í kaupverðið. Með
þessu móti er hægt að kynna ís-
lenska myndlist betur en nú er gert
og auðvelda þeim sem áhuga hafa á
myndlist að nálgast hana“, sagði
Jóhann.
— Er grundvöllur fyrir
svona fyrirtæki?
„Já, ég er raunar hissa á að þetta
skuli ekki þegar vera til. Ég er sann-
færður um að margir, bæði ein-
staklingar og fyrirtæki, vildu hafa
meiri myndlist í kringum sig, en
hafa ekki tíma til að elta uppi sýn-
ingar til að kaupa myndlist eða telja
sig ekki hafa vit á að velja verk.
Ætlunin hjá mér er að láta Ijós-
mynda öll þau verk sem ég hef á
boðstólum, setja myndirnar í
möppu og bjóða fólki upp á að
velja myndverk með aðstoð ráð-
gjafa.
Ég hef tröllatrú á að þetta gangi.
Til þess að treysta grundvöll fyrir-
tækisins hef ég skrifað ýmsum aðil-
um og boðið þeim að kaupa svo-
Konungurinn kemur
Ray Charles:
tónlistina.“
,Ég átti um tvennt að velja; betlistafinn eða
Það er skammt á milli stórtón-
leikanna í henni Reykjavík um
þessar mundir. Vart hefur Lionel
Hampton kvatt með stórsveit sína
fyrr en Ray Charles er kominn
með enn stærri hljómsveit.
Sumum kann að þykja álitamál
hvort fjalla eigi um Ray Charles í
kannski engin tilviljun að báðir
fóru þeir meistarahöndum um lag
Charmichaels: Georgia on my
mind, en þar höfðu þeir líka efni
við hæfi.
Ray Charles er rúmlega fimmt-
ugur og hefur verið blindur frá sex
ára aldri. í blindraskóla lærði
djasspistli frekar en popppistli.
Svarið er, að á báðum stöðum á
hann heima. Hann er einn þeirra
sárafáu listamanna sem vafið hef-
ur djass, blús og sálmatónlist í eitt
undurfagurt vígindi sem aðeins er
hægt að skella einum merkimiða
á: fyrstaflokks rýþmísk tónlist.
Fyrst og fremst er hann sálarkon-
ungurinn: guðfaðir nútíma popp-
stirna eins og Stevie Wonder og
Earth Wind & Fire.
Eins og Louis Armstrong getur
hann tekið hvaða ómerking sem
er, og gert að snilldarlagi. Það er
hann að leika á píanó en þegar
hann var 15 ára gamall yfirgaf
hann skólann og tók að leika með
ýmsum hljómsveitum.
„Ég hafði um tvennt að velja“,
segir Ray Charles, „betlistafinn
eða tónlistina".
Árið 1949 stofnaði hann svo
fyrstu hljómsveit sína. Tríó a la
Nat King Cole. En það var ekki
fyrren hann hætti að stæla söngv-
ara eins og Nat Cole og Charlie
Brown og hafði stofnað eigin
rýþmablúshljómsveit að hjólin
tóku að snúast. Hann komst á
samning hjá Atlantic og 1959
keypti ABC hann og síðan hefur
frægðarferillinn verið óslitinn.
Það var fyrst þegar Ray Charles
tók að hræra saman djassi, blús
og sálmatónlist þeirri er nefnd er
„gospel“ að hann skóp hinn sér-
staka stíl sinn. Verk á borð við I
got a woman, Hallelujah I love
her so og What’d did I say, urðu
geipivinsæl. Hann hljóðritaði
skífur með djassleikurum á borð
við Milt Jackson og lék þá gjarn-
an á altósaxafón og trompet auk
píanós og orgels. Þessi ár frá
1954—60 eru hápunkturinn á ferli
Ray Charles sem skapandi snill-
ings og sumar Atlantic-skífur
hans marka tímamót í rýþmískri
tónlist.
Eftir 1960 fór Ray Charles að
syngja meira af vinsælum lögum,
sveitasöngvum og öllum sem nafn
hefur; hann kom á laggirnar stór-
sveit og sönghóp og vinsældir
hans urðu æ meiri. Tonlistin var
jafnframt poppaðri utan þegar
hann fékk djassgaura einsog
Quincy Jones til að skrifa útsetn-
ingarnar og stjórna hljómsveit-
inni. Fyrir nokkru var einn slíkur
konsert sýndur í íslenska sjón-
varpinu; stórsjóv með eligat^s en
mikið saknaði maður oft blúsins.
Nu er von á Ray Charles ásamt
25 manna hljómsveit og sönghóp
til íslands. Á fimmtudaginn kem-
ur verður hann með sveitina á
Broadway og eru fyrri tónleikarn-
ir klukkan átta og þeir síðari
klukkan ellefu. Forsala aðgöngu-
miða er i Fálkanum og trúlega
betra að tryggja sér miða í tíma.
Það verður marglitur söfnuður
Ray Charles aðdáenda saman-
kominn I diskótekinu: djass-
geggjarar og blúsgeggjarar, gaml-
ir popparar og ungir, fönkar og
diskarar og allir hinir. Við treyst-
um því bara að meistarinn kveiki
í okkur glóðina einsog fyrrum.
Hann hefur hingað til kunnað á
því lagið.
nefnd forgangsbréf sem hljóða upp
á 1.000 og 2.500 krónur. Gegn því fá
þeir ákveðinn forgang að þjónustu
og afslátt af kaupverði verkanna.
Viðtökurnar við þessum bréfum
hafa aukið mér bjartsýni".
— Ertu meö fleira á
prjónunum?
„Ég ætla að halda áfram að gefa
út myndverk, þ.e. eftirprentanir af
verkum. Ég hef reynslu af því, það
hafa komið út ein 30 verk á mínum
vegum, bæði mín eigin verk og ann-
arra, t.d. Tröllamyndir Hauks Hall-
dórssonar. Þetta eru vandaðar eft-
irprentanir sem gefnar eru út tölu-
settar í litlu upplagi.
Þegar ég stækka við mig aukast
möguleikarnir m.a. á því að nýta
salinn á kvöldin fyrir uppákomur
o.þ.h. Svo hefur mig dreymt um að
koma upp litlu horni fyrir ljóða-
bækur, einkum þeirra höfunda sem
gefa bækur sínar út sjálfir. Það er
oft erfitt að nálgast þær útgáfur“,
sagði Jóhann G. Jóhannsson.
— ÞH
Svona á
Beckett aö vera
Stúdentaleikhúsib:
Ostödvandi flaumur, Jjögur leikrit og
fjögur Ijóð eftir Samuel Beckett.
Þýðing og leikstjórn: Arni Ibsen
Leikendur: Hulda Gestsdóttir, Soffía
Karlsdóttir, Rosa Marta Guðmunds-
dóttir, Viðar Eggertsson og Hans
Gústafsson.
Samuel Beckett er einn sá höf-
undur sem með hvað ágengustum
hætti hefur í verkum sínum túlk-
að tilgangsleysi og fáránleika lífs
mannanna hér á þessari voldugu
jörð. Lífssýn hans er bölsýn, lífið
er marklaus endurtekning sjálfs
sín, vani sem verður að umlykja
blekkingu til að afbera leiðann og
lifa af, blekkingu sem reynir að
smyrja æðri tilgangi á tilgangs-
leysið og tómleikann.
cŒei/c/i&t
ettir Gunnlaug Astgeirsson
Beckett er einn af höfuðpostul-
um absurdleikhússins sem spratt
upp eftir seinni heimsstyrjöldina
og er frægasta verk hans vafalaust
Beðið eftir Godot sem hefur í tím-
ans rás orðið einskonar tákn og
samnefnari þessarar leikhús-
stefnu. Nú er absurdleikhúsið á-
kaflega margþætt fyrirbæri sem
erfitt er að skilgreina nema í mjög
löngu máli. En eitt af meginein-
kennum þess er að taka atvik úr
hversdagslífinu og slíta þau úr
venjubundnu samhengi og um
leið verður ljós fáránleiki hvers-
dagsins og lífsins yfirleitt. Stund-
um er þessum atriðum raðað
mörgum saman ýmist í uppstill-
ingu eða í textanum eða að þau
eru sett fram ein sér.
í þeim leikverkum sem Beckett
hefur fengist við að semja í seinni-
tíð hefur hann m.a. gengið mjög
langt í því að einangra einstök at-
vik frá eðlilegu samhengi og sett
þau upp sem sjálfstæð leikverk
sem eru þá fremur stutt eða allt
niður í fimmtíu sekúndur. í þeim
verkum sem boðið var uppá í Stú-
dentaleikhúsinu á dögunum geng-
ur þessi einangrun einna lengst í
verkinu Ekki ég þar sem aðalper-
sónan er aðeins munnur sem talar
og mælir fram undarlega frásögn
af mannveru einni, frásögn sem er
uppfull af endurtekningum og í
raun án upphafs og endis.
Annað dæmi um annarskonar
einangrunaraðferð er verkið
Komið og farið, þar sem á sviðinu
eru þrjár konur sem við vitum
engin frekari deili á, hvaðan þær
eru komnar eða hvert þær eru að
fara, það eina sem við vitum er að
einu sinni fyrir löngu hafa þær
verið saman, en hvað hefur síðan
á daga þeirra drifið vitum við ekk-
ert um. Þær segja í rauninni
næsta fátt, hittast og þykjast vera
þær sömu og áður þó hver um sig
og allar saman viti að svo er ekki.
Svipmynd, augnablik sem segir
býsna margt þó án alls frekara
samhengis sé.
Það er Árni Ibsen sem hefur
þýtt þessa leikþætti og jafnframt
er hann leikstjóri. Ég fæ ekki bet-
ur séð en að leikstjórnin sé unnin
af stakri vandvirkni. Leikstjórinn
notfærir sér ákaflega vel salinn í
Félagsstofnun stúdenta, sem er
svo leiðinlega ferkantaður að það
er í rauninni hægt að gera þar
hvað sem er. Leikararnir eru í
mikilli nánd við áhorfendur og al-
gerlega er leyst upp hin hefð-
bundna staða Ieikhússins með á-
horfendur hér og sviðið fast þar.-
Óvæntast og um leið snjallasta
hugmynd af þessu tagi var í síð-
asta atriðinu þegar leikarar voru
fluttir út á stétt fyrir utan glugga
Félagsstofnunar. í leikstjórn og
uppsetningu gætir frumleika og
hugmyndaflugs sem er Beckett
fyllilega samboðið.
Sá flutningur sem varð hvað
eftirminnilegastur á þessu kvöldi
var flutningur Viðars Eggertsson-
ar á þættinum Ekki ég þar sem
hann fer með hlutverk munnsins
sem að framan er getið. Flutning-
ur Viðars var mjög blæbrigðarík-
ur, nákvæmur og ótrúlega hraður
á köflum þegar það átti við. Ann-
ar eftirminnilegur flutningur er
meðferð Soffíu Karlsdóttur á
textanum í Svefnþulu sem fluttur
var af segulbandi meðan kona
ruggaði sér fram og aftur í ruggu-
stól. Var þetta atriði mjög áhrifa-
ríkt — textinn einfaldur og endur-
tekningasamur í takt við hreyfing-
ar ruggustólsins.
Ég hef ekki séð sérlega margar
sýningar á verkum Becketts, en
það er vonandi til marks um
hversu vel þessi sýning Stúdenta-
leikhússins hefur tekist að maður
gengur út af henni með þá tilfinn-
ingu að einmitt svona eigi Beckett
að vera. G.Ást.
Samuel Beckett