Helgarpósturinn - 30.06.1983, Blaðsíða 23
^pBsturinri. Fimmtudagur 30.
. j'únlí 1983
23
r' 1 Spegilsmálið hefur ekki farið
f A fram hjá neinum sem fylgist
með fréttum. Allra síst fer
slíkt mál framhjá fjölmiðlamönn-
um sem láta sér tjáningar- og prent-
frelsi varða. Því hefur þögn Jonasar
Kristjánssonar vakið nokkra at-
hygli manna innan blaðamanna-
stéttarinnar ekki síst vegna þess að
Jónas er kunnur fyrir baráttu sína
fyrir fyrrnefndum mannréttindum
og stjórnar sjálfur útgáfu frjáls og
óháðs dagblaðs. Einkum þótti það
ósmekklegt þegar hann gaf blaða-
manni sínum Herberti Guðmunds-
syni grænt ljós á að skrifa frétt um
það þegar Spegill var gerður upp-
tækur og fékk blaðamaðurinn að
leggja huglægt mat á málið og birti
„frétt“ á baksíðu þar sem innihaldi
Spegilsins voru gefnar neikvæðar
einkunnir, sem minntu einna helst á
útsíðuleiðara. Helgarpósturinn
hefur hins vegar hlerað að hið for-
boðna tölublað Spegilsins hafi birt
mynd af Jónasi ritstjóra í ræðustól
á kappræðufundi stjórnmála-
manna í Háskólabíói þar sem hluti
af kynningarborða sást í bakgrunni
yfir höfði Jónasar og hafði stöfum
hans verið hagrætt þannig af útlits-
teiknara, að þau mynduðu orðið
„Asni“,og er myndinni snúið upp í
kokteilasamkeppni þar sem Jónas
sinnir dómarastörfum...
Kristján Siggeirsson h/f mun
f'J innan tíðar opna nýja hús-
✓ gagnaverslun sem selur hin
þekktu HABITAT-búsáhöld og
húsgögn. Margir hafa velt því fyrir
sér hvernig forstjórinn, Hjalti G.
Kristjánsson fór að því að hremma
umboðið því margir voru á höttun-
um eftir þessu alkunna merki.
Skýringin er nú fundin. Sonur
Hjalta hefur verið í viðskiptanámi í
London og fékk starfsþjálfun hjá
HABITAT-fyrirtækinu þar í borg...
Prófaðu
BILALEIGA
Mesta úrvalið.
Besta þjónustan.
Skeifan 9, 108 Reykjavik s. 91-86915
Tryggvabraut 14, 600 Akureyri
s. 96-23515
Útvarpsmennirnir góð-
f i kunnu, Stefán Jón Hafstein
og Ævar Kjartansson, hafa
lagt höfuðin í bleyti undanfarna
daga við að leggja drög að vetrar-
dagskrá hljóðvarps. Meðal nýjunga
sem til greina koma í vetrardag-
skránni er „magasínþáttur“ síð-
degis þar sem blandað efni yrði
framreitt á svipaðan máta og í
morgunútvarpi Stefáns Jóns og
félaga í vetur. Útvarpsmenn bíða nú
spenntir eftir niðurstöðum hlust-
endakönnunarinnar, sem þeir hafa
staðið að. Niðurstöðurnar eru
væntanlegar í júlí....
Ð
Afram með útvarpið.
Aðstöðuleysi hefur háð
Þorgeiri Ástvaldssyni, ný-
ráðnum forstöðumanni Rásar 2.
Hann hefur ekki getað hafið undir-
búning útsendinga að neinu marki
ennþá vegna þess að hann vantar
skrifstofu, borð, stól, síma... allt.
Þetta stendur þó til bóta. Við heyr-
um að bráðabirgðaaðsetur rásar-
stjórans verði í húsi Félags íslenskra
leikara við Lindargötu, nálægt
Þjóðleikhúsinu. Þar hefur útvarpið
tekið herbergi á leigu fyrir Þorgeir,
og þar verður líka aðsetur leiklistar-
stjóra útvarpsins, Jóns Viðars Jóns-
sonar....
Eins og fram kom í Helgar-
! J póstinum í fyrri viku þá er
y framlag Islendinga til þróun-
araðstoðar ekki beysið. Allveruleg
hækkun varð þó á framlaginu árið
1982 en í ár lækkar það aftur. Ekki
var það þó einskær áhugi á þróun-
araðstoð sem blossaði upp í fyrra.
Helsta ástæðan fyrir auknu fram-
lagi var sú, að ríkið keypti R/S
Bjart til að nota hann við Græn-
höfðaeyjar. Skip þetta er tæplega
tuttugu ára gamalt og var í eigu
Framkvæmdasjóðs ríkisins. Sjóð-
urinn var í vandræðum með skipið
sem var verkefnalítið og safnaði
skuldum. Það var því ákveðið að
vinstri höndin keypti skipið af
hægri hendinni — auk þess sem sú
tók einnig erlent lán til kaupanna —
og ekki skaði hve vel þetta kom út í
bókhaldinu...
Föstudagurinn fyrsti júlí er
f i merkisdagur í sögu íslenskrar
fjölmiðlunar. Þetta er sem-
sagt fyrsti 1. júli sem íslenska sjón-
varpið sendir út. Sáralítið verður
um innlenda dagskrárgerð í þessu
fyrsta júlísjónvarpi. Frétta- og
fræðsludeild sjónvarps vinnur nú
þó að tveimur myndum, um Skaft-
árelda og um Viðey...
Líneik
100%
bómuilarfatnaður
frá
71 Ekki er að efa að hin gríðar-
Y J lega aðsókn að tívolíinu
.✓ á Miklatúni kemur blóðinu
á hreyfingu í þeim fjölmörgu at-
hafnamönnum íslenskum sem
dreymt hefur um að setja hér á fót
skemmtigarð af þessu tagi. En stað-
reyndin mun þó vera að fjárhags-
legt stórgróðafyrirtæki er tívolí
ekki, vegna þess hve dýr leiktækin
eru, og skiptir því miklu að ná inn
sem flestum áhorfendum á sem
stystum tíma. Það hefur aðstand-
endum Miklatúnstívolísins tekist,
ekki síst vegna atriðis loftfimleika-
flokksins sem kennir sig við Bauer,
en ýmsir hafa fengið hroll við að
horfa á hann leika listir sínar í suð-
austan áttinni illræmdu...
Lausn á spilaþraut
S 6-3
H 6-5-4
T Á-8-4
L Á-D-G-6-2
S G-10-9
H D-10-7-3
T G-10-6-5
L 9-3
S D-8-7-4
H G-8
T D-7-2
L K-10-8-7
S A-K-5-2
H Á-K-9-2
T K-9-3
L 5-4
Nú, þegar þú sérð leguna ertu
sjálfsagt langt kominn að leysa
þrautina. Austur, sem er með
K-10-8-7 í laufi, gefur örugglega
þegar þú svínar laufa gosanum,
svo að þú færð aðeins tvo laufa-
slagi. Öryggisspilamennskan er sú
að gefa fyrsta laufaslaginn. Aust-
ur fær slaginn og lætur hjarta sem
þú gefur. Þú tekur næsta slag og
nú svínarðu gosanum sem austur
tekur á kóng. En nú áttu þrjá frí-
slagi í laufi og spilið er unnið.
HARMONI: Stærð 150x200 cm, með útvarpi.
ROMANS: Stærð 180 x 200 cm, með náttborðum.
Jón Loftsson hf.
Munið okkar hagstæðu greiðsluskilmála. HRINGBRAUT121 - SÍM110600
LAUGAVEGUR
28
°X
Opið mánud.—föstud. kl. 9—6.
£7-
Bolir,
Pils,
buxur,
jakkar,
o.fl.
Ný rakara- og
hársnyrtistofa
^ ,v:i,
m: ■:
VfyiíM1 JUM
'yi -
í-'tN
Gallerí
Snyrtivöruverslunin
Simi
26105
Við kynnum v-|
snyrtivörur é sél
verði:
Naglalökk
á kr. 67.
Varaliti
ó kr. 145.
,ar Lady Rose
lega góðu
Pöntunarsími
26850
Permanent — strípur —
litanir — herra-,
dömu- og barna-
klippingar.
Ólafur Ægisson
og Elín Björk.
3 augnskugga
i boxi
á kr. 140.
Ath. Kynnum nýja tegund af
indíánamold, TERRA AFRICA,
sem inniheldur rakabindandi
efni og leyfir húðinni að anda,
kr. 175.