Helgarpósturinn - 30.06.1983, Blaðsíða 16
;..A
Ertu
feluleik?
Samtökin ’78 hafa nýverið
sent frá sér 3. tölublað ’83 tima-
ritsins Úr felum. Samtökin ’78
eru einu samtök homma og
lesbía hér á landi og berjast fyrir
rétti sinum, gegn fordómum og
misrétti sem alls staðar mætir
þeim.
— Eða er ekki einhver strax far-
in(n) að flissa? Hugsiði t.d. um það
að eina íslenska orðið sem til er yfir
hómósexualista er „kynvillingur".
Það segir e.t.v. best sína sögu um
það neikvæða viðhorf sem ríkir til
þeirra sem hafa kynhneigð til eigin
kyns.
í Úr felum er ágætisgrein um það
hve kynfræðslubækur ætlaðar ung-
lingum bregðast gjörsamlega þegar
fjallað er um hómósexualisma.
Dæmi:
• Flestir kynvillingar eru alltaf aö flýta
sér og vilja Ijúka sér af sem allra fyrst....
Lesbiur svikja og pretta hver aöra á
fjarskalega reglubundinn og leiöinlegan
hátt... Svo er aö sjá aö matur og allt matar-
kyns orki örvandi á flesta kynvillinga..
Matur kemur mjög viö sögu i kynlífi
þeirra... í endaþörmum kynvillinga finn-
ast alls konar hlutir, eins og t.d. pennar,
blýantar, varalitir, greiður, smáflöskur, raf-
magnsrakvélar. Væri þessu öllu safnað
saman, mundi það nægja til þess aö opna
búð meö ýmiss konar smávarningi.
(Allt sem þú hefur viljaö vita um kyn-
Iffiö)
• Þaö er ætlast til þess aö hómófilar eigi
aöharmaþetta ,,ólán" sitt. Ef einhver slik-
ur stæöi upp og segði: ,,Ég er mjög ham-
ingjusamur meö þaö aö vera hómófil, mér
kæmi ekki til hugar að óska þess að ég
væri þaö ekki", þá myndu mjög margir,
sem halda sjálfir að þeir geti umborið
hómófíla, rísa mjög öndverðir.
(Viö erum saman)
• Horfur á lækningu fara mjög eftir viö-
horfi og áhuga þess sem læknismeðferö-
ina hlýtur.. Meirihluti þeirra kynvillinga
sem eru alvarlega hugsandi yfir ástandi
Stuðarinn gat eiginlega ekki annað en bros-
að með sjálfum sér um daginn þegar tveir ung-
ir menn laumuðust inn á ritstjórnarskrifstofur
HP. Úskbp voru þeir feimnir! Ég stöðvaði
drengina og bauðst til að aðstoða. (Næs pía).
Jú, þeir voru með einhverja plötu undir hönd-
um og spurðu hvar þeir ættu að láta hana. Ég
fór svona að forvitnast um hvaða plata þetta
nú væri, svona eins og gengur. Og með ýtni
mikilli tókst mér a draga upp úr þeim að þetta
væri afrakstur þeirra og fleiri úr Stúdíó
Stemmu frá þvi í september '81. Þetta voru
sumsé þeir Ólafur Ragnarsson og Ríkharður H.
Friðriksson og platan; Blanda fyrir alla. Mér
þótti æði undarlegt að piltar væru með upptök-
ur frá árinu '81, en þeir tjáðu mér að þessar
tafir ættu sér skýringar. Ólafur sem er höfund-
ur flestra laga og texta hefði nefnilega i milli-
tíðinni fariö að búa og keypt sér húsnæði og
ekki haft efni á fleiru I þvi bilinu. En hvort efni
plötunnar væri þá ekki úrelt gáfu þeir litið útá.
Þetta væri nú kannski einna helst bara eitt-
hvað skallapopp. En hvað sem því liði, vildu
þeir þó ekki láta deigan síga heldur gefa plöt-
una út. Þeir stæðu nú einu sinni í þessu sjálfir.
Og það er nú ekkert grin. Og af þvi að Stuðar-
inn veit það þá þótti honum við hæfi að eyða
þessum fátæklegu línum i eilitla kynningu á
plötunni, Blanda fyrir alla. Á plötunni eru sex
lög í flutningi Ólafs og Ríkharðs auk Huldu
Ragnarsdóttur, Kristófers Mána, Ólafs Ægis-
og Finnboga Hallgrímssonar.
Plata?
Ný?
sínu og vilja vinna aö því aö bæta þaö...
öðlast eðlilegri viðhorf gagnvart hinu kyn-
inu.
(Uppeldishandbókin — foreldrar og
tánlngar).
• Engin nöfn, engar tilfinningar, engin
ástúö — ekki neitt. Er sambandiö milli
kynvillinga alltaf svona ópersónulegt?
Nei. Flest slik sambönd eru ennþá óper-
sónulegri... Vitanlega ertil fjöldi afbrigða
en þau eiga eitt sameiginlegt. Áherslan er
á limnum en ekki á manninum... Lauslæt-
ið er eitt höfuðeinkenni kynvillunnar...
Limur og vagína — önnur leiö er ekki til...
Sumir kynvillingar klæðast sokkabeltum
undir öörum fatnaöi og þeir sem eru vel i
holdum, notfæra sér þá magabeltin...
Nokkrir þeirta.ganga svo langt að klæöast
kvenmannsfötum innanundir venjulegum
jakkafötum.
(Allt sem þú hefur viljað vita um kyn-
Ifflö)
• Mjög algeng og næstum ómerkjanleg
aöferð viö aö setja hómófíla i sérflokk er
sú aö vorkenna þeim: „Vesalingarnir, þeir
geta víst ekki aö þessu gert," og „þetta er
svosem í lagi hvaö mig snertir, bara að
þeir sýni sig ekki í þessu opinskátt og séu
ekki alltaf aö tala um þessar tilhneigingar
sínar."
(Viö erum saman)
• En þeim sem er hómófil finnst þaö
bæöi eðlilegt og rétt aö verða ástfanginn
af einstaklingi sama kyns. Segjum aö þú
sért piltur og farinn aö hugsa um stúlkur.
Imyndaöu þér aö samfélagið vildi gifta þig
öðrum pilti! Hræðileg tilhugsun! En álíka
tilhugsun finnst þeim spm er hómófíl aö
vera neyddur í venjulegt hjónaband.
(Við erum saman)
• Þeir þurfa að fá jákvæða fræöslu, en
vitaekki hvarhanaeraðfinna... Hafaallir
kynvillingar i frammi kynmök? Nei. Sumir
hafa næga stjórn á sér... Sumar lesbiur,
sem fyrirlita karlmenn, hafa ánægju af aö
vekja kynlöngun hjá karlmanni og refsa,
honum svo meö því aö visa honum á
bug... Ringlaðir og fullir lifsleiöa vegna
galla, sem þeir eiga enga sök á, óska þeir
þess i örvæntingu aö veröa ,,eins og allir
aörir".
(Taningabókin)
• En ég held aö ég geti breytt hættulegri
fáfræöi i dálitla skilningsglætu... En þeirri
skoðun vex meira og meira fylgi aö kyn-
villa sé veigamikið einkenni um alvarlega
sálræna truflun... Hér koma fáeinar
sjúkrasögur kynvillinga — dæmi sem
styöja þá kenningu, aö kynvilla stafi af
geðrænum vandamálum í fyrstu
bernsku... Og hvaö er svo hægt að gera til
að koma kynvillingunum á eðlilegar
brautir?
(Táningabókin)
• Margir fremstu matreiöslumenn
heimsins hafa veriöog eru gynvilltir... Þeir
eru einnig i hópi sumra fremstu veitinga-
manna... Þá eru mjög feitir menn oft kyn-
villtlr... Þegar tveir menn ganga í sams
konar skyrtum er munurinn sá, aö skyrta
kynvillingsins er nærskornari og litirnir
skærari... Aöalástæðan fyrir þeirri á-
herzlu, sem kynvillingar leggja á nærföt-
in, er sú ástriöa þeirra aö sýna kynfærin...
Kynvillingar nota yfirleitt ekki sin réttu
nöfn. Þeir kjósa dulnefni, sem mörg hafa
einhvers konar kynlífskeim. Nöfn eins og
Harry, Dick, Peter og þar fram eftir götun-
um.
(Allt sem þú hefur viljaö vlta um kyn-
liflö.)
Margt annað efni er í blaðinu en
samtökin hafa bryddað upp á því
nýnæmi að inna af hendi fræðslu-
og kynningarstörf í skólum sem
verða vonandi til að opna augu
fólks fyrir þeim vandamálum sem
hómósexual fólk á við að stríða,
vinna gegn fordómum og auðvelda
hómósexual fólki við að horfast í
augu við staðreyndir svo það fái
tækifæri til að lifa hamingjusömu
lífi.
Samtökin ’78 hafa húsnæði að
Skólavörðustíg 12 og símanúmerið
er 28539, símatíminn er kl. 18-20 og
á laugardögum kl. 14-16.
b lcmKM b i alUKblÆSSm h l/i
Af Bara-flokksmönnum er það helst aö
frétta að í siðustu viku komu þeir til landsins
eftir þriggja vikna dvöl á vesturhluta Englands.
Þar unnu þeir baki brotnu við upptökur í Bray
stúdíóinu á LP plötu. Og það þarf víst ekki að
taka það fram að efni plötunnar er allt nýtt.
Útgáfudagur plötu þessarar er óákveðinn, en
vist er að aðdáendur Bara-flokksins bíða
spenntir...
rpóstur og sími
Það létti heldur yfir umsjónar-
manni Stuðarans þegar síminn
hringdi á mánudagsmorguninn.
Hljómþýð rödd á línunni sagði:
„Mér finnst vanta fleiri plötu-
fréttir í Stuðarann og einnig
mætti vera þáttur um unglinga-
vinnuna. Annars: Takk fyrir
Stuðarann sem er frábær og
undirskriftin er
Nýbylgjufrík.“
Og Stuðarinn þakkar Nýbyl-
gjufríki þessu kærlega fyrir á-
bendinguna og hvetur fleiri til að
hringja og segja sitt álit á efni,
koma með tillögur o.s.frv..