Helgarpósturinn - 30.06.1983, Blaðsíða 6

Helgarpósturinn - 30.06.1983, Blaðsíða 6
6 Samkomulag heiðursmanna? Eins og við var að búast er komið annað hljóð í strokkinn í álviðræðunum en var í tíð síðustu ríkisstjórnar. Formaður íslensku samninganefndarinnar, dr. Jóhannes Nordal, seðlabankastjóri, sagði eftir viðræðufund nefndarinnar á föstudaginn í síðustu viku með fulltrúum Alusuisse og ÍSAL: „Þetta voru mjög gagnlegar og vinsamlegar viðræð- ur“. Hann lét lítið annað uppi um efni við- ræðnanna en að þetta hefðu verið könnunar- viðræður. í iðnaðarráðherratíð sinni sagði Hjörleifur Guttormsson gjarnan það sama eftir fundi með fulltrúum Alusuisse: „gagn- legar og vinsamlegar viðræður". En það sem er til marks um breyttan tón í viðræðunum nú er það sem haft var eftir dr. Paul Muller, aðal- samningamanni Alusuisse eftir fundinn á föstudaginn: „Við erum bjartsýnni — þetta eru aðrir heiðursmenn“. Pessir heiðursmenn í samninganefnd ís- lensku ríkisstjórnarinnar núna eru, auk Jó- hannesar Nordals, þeir Guðmundur G. Þórar- insson af hálfu Framsóknarflokksins, Gunn- ar G. Schram frá Sjálfstæðisflokknum, Páll Flygenring, ráðuneytisstjóri í iðnaðarráðu- neytinu og svo ritari nefndarinnar, Garðar Ingvarsson, sem starfar hjá Seðlabankanum. Brúnir Svisslendinganna Iyftust við það að mæta þessari nýju nefnd, en stjórnarand- stæðingar urðu þeim mun þungbrýnni: Stjórnarandstaðan á engan fulltrúa í nefnd- inni. Gagnrýni Alþýðubandalagsmanna, og þá skiljanlega einkum Hjörleifs Guttorms- sonar, fyrrverandi iðnaðarráðherra, á tilhög- un viðræðnanna, beinist einkum að skipun Jóhannesar Nordals í formannssæti nefndar- innar. í Þjóðviljanum í gær er Hjörleifur smeykur við að „gögn og vitneskja um þetta...mál safnist fyrir bak við luktar dyr Seðlabankans!’ Hjörleifur telur að ætlunin sé að halda málinu innan þess arms Sjálfstæðis- flokksins sem Geir Hallgrímsson og Birgir ís- leifur Gunnarsson séu fulltrúar fyrir. Ál- samningarnir hafi frá upphafi verið fóstur þessa arms flokksins og Jóhannesar Nordal. Fyrrverandi iðnaðarráðherra segir að þessir menn stjórnist af þráhyggju, þeir séu fangar fortíðarinnar og líti ekki á málið út frá nýjum forsendum. Hjörleifur setur líka spurningar- merki við það, á hvers vegum Jóhannes leiði nefndina. Ríkisstjórnin skipar hana að sjálf- sögðu en er Jóhannes fulltrúi Seðlabankans, eða Landsvirkjunar, þar sem hann er stjórn- arformaður? Gagnrýni Alþýðuflokksmanna beinist síður að væntanlegu hlutverki Jóhann- esar Nordals í komandi samningaviðræðum heldur en að samráðsleysinu við stjórnarand- stöðuna. Kratar hafa ekki gert athugasemdir við skipun Jóhannesar, hann var jú þeirra maður við upphaf ál-aldar á íslandi á við- reisnartímabilinu. Páll Flygenring, ráðuneytisstjóri í iðnaðar- ráðuneytinu, sem á sæti í samninganefndinni, sagði að vera Jóhannesar í nefndinni réðist af því að Landsvirkjun væri hinn formlegi samn- ingsaðili um hærra verð á raforku til Álversins í Straumsvík. Segja má að fyrsti fundur nýju nefndarinn- ar og fulltrúa Alusuisse í síðustu viku hafi mest farið í það að lofta út eftir þriggja ára átök Hjörleifs við auðhringinn, bardaga, sem Hjörleifi tóks ekki að ráða til lykta í ráðherra- tíð sinni. En hvert stefna viðræðurnar núna, þegar ljóst er að deiluaðilar eru farnir að tala líkara tungumál en áður? Um hvað er rætt? Næsti fundur nefndarinnar og fulltrúa Alu- suisse verður hér á landi 21. júlí, væntanlega. Sá fundur á að vera eiginlegur samningafund- Jasser Arafat fer nú land úr landi til að leita eftir pólitískum stuðningi við völd sín yfir PLO, Frelsishreyfingu Palestínumanna. Ýmist skýtur honum upp í Búkarest eða Prag, Túnis eða Alsír. Samtímis saxast jafnt og þétt á hernaðarstöðu liðsveita sem lúta forustu Ara- fats á því eina svæði, þar sem PLO hefur enn umtalsverðum hernaðarmætti á að skipa, í norður- og austurhluta Líbanons. PLO skiptist í átta sjálfstæð samtök. Flest hafa orðið til við hugmyndafræðilegan klofn- ing og valdastreitu metnaðargjarnra einstakl- inga í vinstri armi hreyfingarinnar. En allar eru þær fylkingar fámennar. Meginliðsafli PLO hefur frá upphafi tilheyrt el-Fatah, sam- tökunum sem Arafat stjórnar og ekki binda sig við fastmótaða stjórnmálakenningu en Jasser Arafat Klofningur í Fatah vatn á myllu Sýrlendinga vilja safna undir verndarvæng sinn Palestínu- mönnum í baráttuhug með mismunandi skoðanir. Það alvarlega fyrir Arafat og stöðu hans í PLO er, að uppreisn gegn honum hefur brotist út í Fatah, og uppreisnarmenn færa smátt og smátt út kvíarnar á kostnað liðsmanna hans. Njóta þeir stuðnings þeirra tveggja araba- ríkja, sem vanþóknun hafa á stefnu Arafats og leit hans að samningaleið til að setja niður deilu araba og ísraelsmanna. Þótt átökin í Fatah kæmu upp vegna ágreinings um stefnu samtakanna og stjórnarhætti Arafats, urðu stjórnir Sýrlands og Líbýu fljótar til að blanda sér í baráttuna í því skyni að nota hana stefnu sinni til framdráttar. Leiðtogi uppreisnarmanna í Fatah gegn Arafat er einn af æðstu foringjum í herliði PLO, Saed Musa. Hann hefur verið hæstráð- andi í herstjórnarstöðvum hreyfingarinnar. Gerðist Musa leiðtogi þeirra Fatah-manna sem gagnrýna Arafat, bæði fyrir ófarir PLO í bardögunum við ísraelsher í Líbanon í fyrra og reikula stefnu hans eftir að kjarni hersins og yfirstjórnin varð að yfirgefa Vestur-Beirut. Frammistaða PLO í umsátinni um Vestur- Beirut vakti aðdáun, en baráttan þar var von- laus, af því sveitir PLO sunnar í Líbanon höfðu enga rönd getað reist við framsókn ísraelshers. Ástæðan var fyrst og fremst, að foringjarnir sem Arafat hafði valið fyrir lið- inu á þeim slóðum brugðust gersamlega. Þeir flýðu til Beirut og skildu menn sína eftir for- ustulausa, með þeim afleiðingum að mót- spyrna gegn framsókn ísraelsmanna varð sundurlaus og máttvana. Uppúr sauð í Fatah í vor, þegar Arafat gerði sig Iíklegan til að skipa tvo stuðningsmenn sína, sem höfðu brugðist í Suður-Líbanon í fyrra, í herstjórnarstöður í Bekaa-dal í Aust- ur-Líbanon, svæði sem PLO og Sýrlendingar halda í sameiningu. Musa beitti sér fyrir að liðsveitir PLO neituðu að veita mönnunum Fimmtudagur 30. júní 1983 hlelgai----- ^Dösturinn ur. Guðmundur G. Þórarinsson átti einnig sæti í álviðræðunefnd síðustu ríkisstjórnar, en sagði sig úr henni. Hann segir að ástæðan hafi einmitt verið sú að álviðræðunefndin gamla hafi aldrei komist að fyrir Hjörleifi Guttormssyni. „Samningaviðræður komust aldrei á\' segir Guðmundur. Sverrir Her- mannsson iðnaðarráðherra sagði í samtali við Helgarpóstinn að fundurinn í síðustu viku hefði verið undirbúningsfundur fyrir þær beinu samningaviðræður sem hæfust á fund- inum sem byrjar 21. júlí. „Þetta er margþætt mál,” segir Sverrir, „og vissulega er vandsamið um ýmis atriði” Sem fyrr er hækkun orkuverðsins fyrsta at- riði á dagskrá af hálfu íslendinga. Heimildar- maður Helgarpóstsins, sem er kunnugur stöðu þessara mála núna segir að líklega verði reynt að ná fram tvöföldun orkuverðs upp í rúmlega 12 milljónir í fyrstu lotu. Þessi heim- ildarmaður telur að strax á næsta fundi komi í ljós hvað raforkuverðið getur hækkað mikið. Hann segir að menn séu sæmilega sammála um stækkun álversins í Straumsvík um helm- ing og framleiðsluaukningu úr 80 þúsund tonnum á ári upp í t.d. 140 þúsund tonn. Ef og þegar samið verður um stækkun verður lögð rík áhersla á enn frekari hækkun orkuverðs- ins. Heimildarmaður okkar taldi raunhæft að búast þá við hækkun upp í 18 til 20 mill. í Þjóðviljanum í gær segir Hjörleifur Gutt- ormsson að þegar þyrfti að þrefalda verðið til gömlu verksmiðjunnar og að raunhæft verð fyrir rafmagn til helmingi stærra álvers sé nær 25 mill en 20, miðað við kostnaðarverð frá nýjum virkjunum. Helmingsstækkun álversins er ekki mögu- leg nema með nýrri virkjun. Enn er ekki full- ljóst hvenær Blönduvirkjun verður fullgerð. Ragnar Halldórsson, forstjóri ísal, sagði í samtali við Helgarpóstinn, að stækkun ál- versins myndi að líkindum taka þrjú til fjögur ár. Hann sagði að Alusuisse-menn hefðu lítið látið uppi um hugsanlegan nýjan meðeiganda að verksmiðjunni en þau nöfn sem hafa verið nefnd eru bandarísk-japanska fyrirtækið Alumax og Norsk Hydro. Einn heimildarmanna Helgarpóstsins segir, að í hugsanlegum samningum um stækkun ál- versins sé talsverður vilji fyrir því að halda opnum möguleika á kaupum íslendinga á litl- um hluta hlutabréfa í fyrirtækinu. Á þann hátt gætu íslenskir aðilar öðlast oddaaðstóðu í stjórn þess. Þetta hefur þó lítið verið rætt enn sem komið er. IWMLEIMD VFIRSVN viðtöku, og þá tvo mánuði sem síðan eru liðn- ir hafa átökin harðnað jafnt og þétt. Fyrst skarst í odda um yfirráðin yfir birgða- stöðvum PLO í Damaskus, höfuðborg Sýr- Iands. Þegar menn Musa höfðu náð þeim á sitt vald, notuðu þeir aðstöðu sína og Sýr- landshers til að stöðva flutning hergagna og skotfæra til þeirra virkja PLO í Sýrlandi sem eru á valdi stuðningsmanna Arafats. Síðan hafa menn Musa og Sýrlandsher sest um þess- ar stöðvar hverja af annarri og tekið þær á sitt vald, einatt eftir mannskæða bardaga. Fyrst var gengið á röðina á stöðvum í Bekaa-dal, og undanfarna daga hafa menn Arafats verið sigraðir í hverri varðstöðinni af annarri við veginn milli Damaskus og Beirut. Eina svæð- ið í Líbanon, þar sem liðsafli PLO er eindreg- ið á bandi Arafats, er hafnarborgin Tripoli og umhverfi í norðanverðu landinu, en þar hefur Sýrlandsher aldrei náð fullum yfirráðum. Þegar Arafat áfelldist Sýrlandsstjórn fyrir að blanda sér í átökin innan Fatah, var honum vísað brott úr Sýrlandi fyrirvaralaust. Síðan hefur hann gert sér sérstakt far um að afla stuðnings sovétstjórnarinnar við stöðu sína innan PLO, en sovétmenn sjá Syrlandi fyrir vopnum og eru bakhjarl Assads forseta í valdastreitu hans í arabaheiminum. Ekki verður séð að liðsbón Arafats til sovétmanna hafi borið nokkurn árangur. Eins og nú er komið snýst deilan innan Fatah fyrst og fremst um forustu Arafats. Hann og stuðningsmenn hans hafa fallist á kröfu Musa og hans manna um ráðstafanir til að uppræta fjármálaspillingu og rannsókn á frammistöðu foringja sem sakaðir eru um ragmennsku og dáðleysi, en það sem á strand- ar er krafa Musa um að samvirk forusta manna úr báðum örmum taki við forustuhlut- verki Arafats fram að aukafundi Fatah, þar sem málum yrði ráðið til lykta. Klofningurinn í Fatah er Sýrlandsstjórn kærkomið tækifæri til að leitast við að gera alvöru úr áformi sínu um að svipta PLO sjálf- stæði og breyta fylkingunni í verkfæri í sinni Fyrr á þessu ári neytti Alusuisse þess réttar síns að vísa skattdeilum fyrirtækisins og ríkis- sjóðs til gerðardóms og ráðstafanir hafa þegar verið gerðar til að undirbúa dómtöku málsins. Gert hefur verið ráð fyrir að málið verði af- greitt á vegum ICSID, Alþjóða stofnunarinn- ar til lausnar fjárfestingadeilna. Þessi stofnun er í New York. Ýmsir telja þennan gerðardóm of seinvirka og dýra lausn á skattdeilunum. Sverrir Hermannsson, iðnaðarráðherra, sagði að ef gott samstarf tækist við Alusuisse um úrskurð í deilumálunum kæmi fljótvirkari lausn til greina. „Við leggjum mikla áherslu á að fá dóm, eða ígildi dóms, til að fá endanlega niðurstöðu, ” sagði Sverrir. Hvað stækkun ál- versins snerti yrði litið á áhuga Alusuisse á þeirri framkvæmd í Ijósi þess hvað raforku- verðið fengist hækkað mikið. Um háar fjár- hæðir er að tefla í skattamálinu. Álagning fjármálaráðuneytisins á ísal nemur um 10 milljónum dollara, sem er hærri upphæð en á ársreikningi fyrirtækisins fyrir raforkukaup af Landsvirkjun. Stækkun álversins í Straumsvík er af mörg- um talin hagkvæmasti stóriðjukosturinn sem völ er á. Þar er höfn fyrir, svo og öll aðstaða. Náist samkomulag um raforkuverðið og verði nægilegt rafmagn fyrir hendi þegar þar að kemur, verður tvöfalt stærra álver í Straums- vík að raunveruleika innan fárra ára. Stækkunin kæmi þá á undan Kísilmálm- verksmiðju á Reyðarfirði. Slík ráðstöfun þyk- ir heldur ekki óskynsamleg núna miðað við verðlag á áli og kísilmálmi. Álverð hefur verið á uppleið en það sama verður ekki sagt um kísilmálminn. Markaður fyrir hann er öllu ó- tryggari en fyrir ál. Stefna sjálfstæðismanna í eignaraðildar- málum í stóriðju er sú að semja um það sem hagkvæmast þykirá hverjum tíma. Einn sjálf- stæðismaður tjáði Helgarpóstinum að meiri- hlutaeign íslendinga á Kísilmálmverksmiðju miðað við núverandi aðstæður á markaðí, væri óðs manns æði. Slagorðið „Virkt íslenskt forræði” heyrist ekki lengur á ríkisstjórnarfundum. Álsér- fræðingar Hjörleifs Guttormssonar hafa hætt störfum fýrir iðnaðarráðuneytið og nýir menn eru á leið inn. Og nú er ekki aðeins unnið að álmálinu í ráðuneytinu: Undirbúningur samningafund- anna sem byrja 21. júlí er allt eins í höndum sérfræðinga Landsvirkjunar. hendi. Sú hætta vofir yfir PLO og Líbanon, að stjórn Assads í Sýrlandi og stjórn Begins í ísrael geri þegjandi samkomulag um að skipta Líbanon á milli sín, og væru þá liðsveitir PLO gersamlega upp á Sýrlendinga komnar. Stjórnir Sýrlands hafa aldrei viðurkennt sjálfstæði og fullveldi Líbanons, og nú er mestallt landið norðan- og austanvert á valdi sýrlenskra hersveita. ísraelsstjórn er á hinn bóginn undir miklum þrýstingi heimafyrir að draga úr mannfalli í liði sem er dreift um allan suðurhluta Líbanons og verður sífellt fyrir á- rásum skæruliða. Unnt væri að fækka í her- námsliðinu og forða manntjóni, með því að ísraelsher tæki sér stöðu á auðvarinni línu þvert yfir Líbanon sunnanvert. Svo er að sjá sem Bandaríkjastjórn hallist að þessum kosti, en stjórn Líbanons vill ekki heyra á hann minnst. Hún krefst þess að fast sé haldið við samninginn sem Bandaríkja- menn komu í kring, að ísraelsher verði með öllu á brott úr Líbanon, og í kjölfar hans komi samningar um samskonar brottför herja Sýr- Iands og PLO. Sýrlandsstjórn þverneitar hins vegar að gera svo mikið sem ræða brottför liðsafla síns frá Líbanon, og ber fyrir sig að í samningi Líbanonsstjórnar við ísrael er gert ráð fyrir, að ísraelsmenn fái aðstöðu til að fylgjast með að skæruhernaður sé ekki rekinn gegn þeim frá líbönsku landi, þó undir yfir- stjórn Líbanonshers. Palestínumenn eru dreifðir um arabalönd og víðar, og almenningur í þeirra röðum á þess harla Iítinn kost að hafa áhrif á baráttuna innan hersveita PLO. Þó virðist ljóst, að al- menningsálitið á hernumdu svæðunum í Palestínu er Jasser Arafat hliðhollt. Efnt hef- ur verið til aðgerða til að lýsa stuðningi við málstað hans. Sér í lagi er Palestínumönnum umhugað um, að Sýrlendingum takist ekki að svipta þá sjálfstæðum málsvara, þar sem PLO er.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.