Helgarpósturinn - 30.06.1983, Blaðsíða 24

Helgarpósturinn - 30.06.1983, Blaðsíða 24
24 Fimmtudagur 30. júní 1983 jjfísturinn stórlaxar í banka- málum hafa fundað stíft síðustu daga. Jóhannes Nordal seðlabankastjóri bauð 30 manns með sér í lax í Þverá í Borg- arfirði á fimmtudag eftir fund nor- rænna seðlabankastjóra í Borgar- nesi miðvikudag. Heppnin er með bankastjórunum. Veiðin í Þverá byrjaði miklu betur í sumar en und- anfarin ár. Þar voru 500 laxar komnir á land á fimmtudag, miðað við 100—200 í júní síðustu ár. Jón Sigurðsson, forstjóri Þjóðhags- stofnunar, var svo með stjórn Nor- ræna fjárfestingabankans á Húsa- vík í vikunni. Þeirra lax er í eldi hjá ISNO, laxeldisstöðinni í Lóni. Gengið var frá láni fjárfestinga- bankans til eldisstöðvarinnar að upphæð 2 milljónir norskra króna. Stöðin hefur áður fengið svipaða upphæð að láni frá bankanum... Það fara fleiri í lax í Þverá í J sumar en norrænir Seðla- y bankastjórar. George Bush, varaforseti Bandaríkjanna, kemur til með að renna í ána á meðan heimsókn hans og eiginkonu hans stendur 5r7. júlí n.k. Verið er að leggja síðustu hönd á dagskrá heim- sóknarinnar. Ráðgert er að varafor- setinn fari til Þingvalla og fljúgi þaðan með þyrlu (eins og forsetum og Ewingum er svo lagið) í laxinn. Bush mun eiga viðræður hér við Steingrím Hermannsson forsætis- ráðherra og Geir Hallgrímsson ut- anríkisráðherra. Á þeim fundi verða meðal annarra í liði varafor- setans Marshall Brennan, sendi- herra Bandaríkjanna hér, Richard Burt, aðstoðarutanríkisráðherra fyrir Evrópumálefni, Donald Gregg öryggisráðgjafi og Peter Sommer, sem starfar hjá National Security Council. Liðskipan vara-. forsetans þykir benda til að fjallað verði um varnar- og öryggismál á fundinum... VI Nú eru víða miklar svipt- J ingar í viðskiptalífinu. Ekki V síst hjá þeim sem tekið hafa mikla áhættu í sólarlandaviðskipt- um með því að leigja mikið af ibúð- um til allt að sjö mánaða, en geta svo ekki notað gistinguna nema kannski í einn fjórða af leigutíman- um. Umsaminni flugvélaleigu hafa þessir aðilar yfirleitt getað losað sig úr með því að slá sér saman margir aðilar um notkun sömu flugvélar. En húsnæðið, sem búið var að leigja dýrum dómum, stendur eftir sem áður autt, þegar fólkið hættir almennt að ferðast eins og nú er. Þannig hefur eigandi einnar stærstu og elstu ferðaskrifstofu - landsins að undanförnu gert sér tíð- förult í lánastofnanir, og gengið á milli þeirra veifandi 11 fasteignum - sem veði fyrir lánafyrirgreiðslu, og sést af því að um er að ræða láns- fjárþörf og lánaupphæð af þeirri stærðargráðu, sem bankar eiga varla að venjast nema ríkissjóður eigi í hlut. Varla undir 8-10 milljón- um króna, — sem ætlast er til að- viðkomandi bankar láni tafarlaust í rekstur þessa eina aðila. Verður fróðlegt að fylgjast með því hvaða lánastofnanir hefir slíkar fjárfúlgur á lausu núna til ráðstöfunar í svona útgerð, meðan búið er að skrúfa fyrir svo til allar lánveitingar til ein- staklinga, og fjölskyldna, sem eru í kröggum við að halda íbúðum sín- um og draga fram lífið í dýrtíðinni. Vitað er að sá sem leitar eftir stóra láninu, hefir aðeins á einum sólar- stað af mörgum tekið á leigu í sjö mánuði um 50 íbúðir og á að greiða fyrir þær um 8 milljónir króna. - Hins vegar er þegar borin von að þær verði notaðar nema í mesta lagi að einum fjórða og tapið á íbúðun- um á þessum eina áfangastað því fyrirsjáanlegt 6 milljónir, fyrir utan ýmsan annan glataðan tilkostnað. Á almenningur í þessu hrjáða landi kannske von á því að nýtt „Iscargo” ævintýri sé hér í uppsiglingu?... Mörg eru dags augu, heim- Y J ildarkvikmynd Óla Arnar y Andreasonar um lífríki Vest- ureyja á Breiðafirði hefur vakið at- hygli erlendra sjónvarpsstöðva og mun töluvert á döfinni í því sam- bandi. Ekki aðeins hefur danska, sænska og hollenska sjónvarpið fal- að myndina heldur mun nú á leið til landsins enski sjónvarpsmaðurinn David Attenborough, sá er gerði m.a. framhaldsmyndaflokkinn um þróun lífsins á jörðunni, til að skoða mynd Óla Arnar, með það fyrir augum að koma henni á ensk- an skjá... 'í l Talandi um frægðarorð Óla Y J Arnar og kvikmyndarinnar J hans, þá er það dálítið kald- hæðnislegt að stjórn íslensku óper- unnar hafnaði nýlega myndinni Mörg eru dags augu sem dagskrár- lið á sumarvökunni fyrir erlenda ferðamenn, sem óperan er að fara í gang með núna. Framkvæmda- stjóri sumarvökunnar sýndi stjórn- inni myndina og þóttist víst viss um að hún yrði metin að verðleikum. En sem sagt, stjórnin sagði nei takk... íslenskar sjávarafurðir eru í hœsta gœðaf lokki íslendingar keppa við aðrar fiskveiðiþjóðir á hörðustu samkeppnismörkuðum heims. Vel skipulögð markaðsstarfsemi og úrvalsgæði sjávarafurða okkar tryggir hátt verð sem er hagsmunamál allrar þjóðarinnar. Meö því að hugsa sífellt um gæði íslenskra sjávarafurða leggja sjómenn og starfsfólk i fiskvinnslu grundvöll að bættum lífskjörum íslendinga. Gott hráefni gerir fiskvinnslunni kleift að fram- leiða úrvals fiskafurðir, sem verða seldar á hæsta fáanlega verði víðsvegar um heim. Sjávarútvegsráðuneytið Kynningarstörf fyrir bættum fiskgæðum 7^1 David Attenborough kemur Y J þó ekki til íslands aðeins S- til að skoða lífið í Breiða- fiiði heldur fyrst og fremst til að leiðsegja enskum skólakrökkum í náttúruferð um landið. David er náttúrufræðingur að mennt og er frægur fyrir heimildarkvikmyndir sínar um líf og þjóðhætti og ku ensku krakkarnir hafa slegist um að komast til íslands undir hans leið- sögn... Þess má geta svona í leiðinni að David er bróðir Richards þess, sem gerði kvikmyndina um Ghandi... Eftir að Albert Guðmunds-1 f' l son komst í stól fjármála- jr'* ráðherra hefur hann verið önnum kafinn að efla friðinn í Sjálfstæðisflokknum. M.a. sam- þykkti hann Geir Haarde sem að- stoðarmann sinn, þótt Geir sem sat í efnahagsnefnd flokksins, sé einn af gagnrýnendum Alberts í röðum Sjálfstæðismanna. Albert hefur lagt sig það mikið fram í sáttartil- raunum innan flokksins að Morg- unblaðið, sem ávallt hefur verið bakhjallur Geirs Hallgrímssonar, er nú tekið að hrósa verkum Al- berts. Hitt er annað mál, að þessi nýja hegðan Alberts skilur eftir sig gamla stuðningsmenn hans sem vita ekki hvaðan á þá stendur veðrið og eru mjög gramir út í hina nýju stefnu Alberts... Adistar 80 með hæl og án Nr. 38-48, kr. 2.178 Hástökksskór Nr. 38-47, kr. 1.350 Universal Nr. 36-49, kr. 1.129 World Cup 82 grasskór. Nr. 38-46,kr. 1.895. ‘AVUS. iNr. 36-46, kr. 1.088. Kevin Keegan Nr. 39-44, kr. 1.454. Adidas æfingagallar, Henson æfingagallar, Regngallar, trimmgallar, fótboltar. Speedo sundfatnaður. OPIÐ LAUGARDAGA. Póstsendum. Kreditkortaþjónusta. SPORTVÖRUVERSLUNIN mnm WOÓLFSSTRMTI 8 - SÍMI: 12024 V

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.