Helgarpósturinn - 30.06.1983, Blaðsíða 21
21
irínn Fimmtudagur 30. júní 1983
nokkurntíma ná nokkrum aldri“ segir Vé-
steinn Lúðvíksson í ágætri grein í Tímariti
Máls og menningar frá því í vor.
Þessi vitneskja, þetta vonleysi um framtíð-
ina og sambandsleysi við fortíðina leiðir af sér
sjálfsdýrkun. Ástinni og samkenndinni sem
fyrir rúmum áratug var svo áberandi, er nú
beint inn á við, að sjálfum sér, í örvæntingar-
fullri tilraun til að gleyma framtíðarleysinu.
Merki þessa hugarfars má hvarvetna sjá,
bæði hér á landi sem annars staðar í hinum
iðn- og tölvuvædda heimi. Tökum fatatísk-
una. Pönkararnir gera sitt ítrasta til að of:
bjóða öllum kröfum um smekk og fegurð. í
upphafi var það liður í andófi, en það er löngu
hætt að hafa slíkan tilgang, ekki síst eftir að
tískukóngarnir tóku pönktískuna upp á arma
sína. Nei, nú vill pönkarinn segja samborgur-
um sínum: „Sjáiði mig, ég er sjálfum mér
nógur. Þið komið mér ekki við“
Larfatískan hefur fyrir löngu rutt sér til
rúms. Samhliða henni fer áhuginn fyrir leðri,
sem löngum hefur verið tengdur ofbeldi í hug-
um fólks — bæði kynferðislegu og öðru. Það
er til að vega upp á móti tilgangsleysinu í til-
verunni, skapa spennu í tölvustýrðu velferðar-
þjóðfélagi þar sem lífsbaráttan er orðin úrelt
og hetjudáðir hlægilegar.
Hugmynda-
fræðin dauð
Þetta sama velferðarþjóðfélag hefur fyrir
alllöngu útrýmt þörf fólks fyrir trú, hún hvarf
með lífsbaráttunni. Og það er á góðri leið með
að útrýma þörfinni fyrir pólitíska flokka og
hugmyndafræði. „Hin pólitísku hugmynda-
kerfi hafa afturámóti hvorki ímyndunarafl né
innlifunartækni, og eftilvill ekki löngun
heldur, til að grafast fyrir um merkingu þess
verknaðar að svipta mannkyr.ið lífinu... Við
getum því ekki gert okkur vonir um að þau
bjargi okkurý segir Vésteinn í áðurnefndri
grein.
Allir eru uppteknir af að „finna sjálfan
sig“, ekki síst 68-kynslóðin. Kvennahreyfingin
hefur varpað jafnréttinu fyrir róða, nú reyna
konurnar að finna sjálfar sig „sem konur“.
Hommarnir halda uppi andófi og krefjast
þess að fá að vera „þeir sjálfir", og mega þola
það að barátta þeirra sé gerð að tískuvöru.
Hollywood hefur verið að drukkna í
„hommamyndum“ undanfarin misseri og
tískukóngarnir gera „homo-look“ að sölu-
vöru.
Út um allan hinn vestræna heim eru langar
biðraðir hjá allra handa sálkönnuðum, aust-
urlenskum gúrúum og samhygðum, sem
bjóða upp á „innri ró“ og sjálfskönnun. Þessu
hafa ýmsir viljað blanda saman við trúarþörf,
en Christopher Lasch er andvígur því. Hann
segir að þessi vakning horfi hvorki fram á við
né aftur á bak, hvað þá að hún reyni að finna
einhverja samhangandi heild beggja megin
við gröf og dauða. Munurinn á þessari vakn-
ingu og hefðbundinni trúarþörf er eins og
munurinn á hring og punkti, segir hann.
Heilsurækt
ocj dauði
En kannski birtist þessi sjálfsdýrkun hvergi
betur en í líkamsræktaræðinu sem flætt hefur
yfir Vesturlönd. Fólk skokkar og trimmar út
Pönkið: Fjarri upprunalegri uppreisn fátækrahverfanna. Einkennisbúningur velmegunarpönkaranna er alþjóðlegur og „menn-
ing“ þeirra sömuleiðis. Ponkararnir eru tákn tímanna; sviptir þjóðlegum og sögulegum böndum og framtíðin atvinnuleysi
og kjarnorkutortíming. Það gildir því að lifa í dag og vera sjálfum sér nógur...
Umslag nýjustu plötu Bubba Morthens: Stæltur, nakinn i
hnipri umlykjandi sjálfan sig. Og eigin fingraför yfir alla ið 1965 — þegar æskulýðsuppreisnin var í að-
_vn|jjna sigi. Og það sem er enn athyglisverðara: þátt-
* " takan er hlutfallslega meiri meðal þeirra sem
um allar þorpagrundir eins og það eigi lífið að
leysa. Og það má til sanns vegar færa, því á-
huginn á líkamsræktinni fengist ekki síst ótt-
anum við að verða gamali og óttanum við að
deyja.Fólk er á harðahlaupumundandauðan-
um og ellinni.
Jane Fonda er helsti leiðtogi miðaldra
hippa, Scarsdale er komið i staðinn fyrir
Woodstock og kvöldvorrósarolían leyst LSD
af hólmi.
Ekki eru til neinar kannanir á því hér á
landi hve margir stunda íþróttir að staðaldri.
En í Danmörku leiddi slík könnun í ljós að í
fyrra tóku 40 af hundraði Dana þátt í skipu-
lagðri íþróttaiðkun, á móti 15 af hundraði ár-
eru á fertugsaldrinum heldur en fólks á þrí-
tugsaldri.
Eftir að klám og annað sem áður vakti
hneykslan fólks er orðið daglegt brauð á síð-
um blaðanna er dauðinn það eina sem kemur
fóJki úr jafnvægi.
Þessi nýja bylgja sjálfsdýrkunar og egó-
isma er eins og áður sagði sprottin af því að
„eining tírnans" er rofin, eins og Vésteinn orð-
ar það. Framtíðarsýnin hverfur í geislavirkan
svepp á himni og tækniþróunin afnemur lífs-
baráttuna og þurrkar út öll menningarleg
landamæri. Hugtökin þjóðareinkenni og
þjóðmenning mega sín lítils gagnvart tölvun-
um. Og þá er ekkert eftir nema sjálfið, sam-
staða með öðrum er orðin merkingarlaus og
tilgangslaus.
Þetta birtist með einkar skýrum hætti í
starfsemi listamanna, bæði hér á landi sem
annars staðar. Tökum dæmi af skærustu
stjörnu íslenska poppsins, Bubba Morthens.
í eigin
Bubbi nær í síðustu dauðateygjur hippa-
menningarinnar og samhygðarinnar. Hann
byrjar sem trúbadúr og baráttusöngvari
þeirra smáðu og hrjáðu, farandverkafólksins,
unglinganna. Og hann reynir hvað hann getur
að halda í þessa samkennd. En má sín lítils
gagnvart lögmálum markaðarins og tiðarand-
anum. Hann veit að hann tilheyrir ekki hippa-
kynslóðinni heldur næstu kynslóð á eftir sem
oft er kölluð „dauða kynslóðin“. Hann skynj-
ar ef til vill tíðarandann betur en margir aðrir
og markaðsöflin ýta honum út í að fylgja hon-
um.
Hann leggur gítarinn á hilluna (nema svona
spari) og fer upp á stóra sviðið þar sem hann
er einn í sterku skini ljóskastaranna. Hann er
ber að ofan og í leðurbuxum og hljómsveitin
hans heitir Egó. Á umslagi síðustu plötunnar
er mynd sem segir margt. Þar er mynd af
Bubba allsnöktum í hnipri úti í horni og
fingrafarið hans þrykkt yfir myndina. í þess-
ari mynd og á plötunni sjálfri birtist bæði
andóf og uppgjöf fyrir tíðarandanum.
Og hvað segja myndlistarmennirnir, þessir
sem halda uppi merki „nýja málverksins“?
„Við stöndum á tímamótum þar sem öll gildi
eru tekin til endurmats. Manneskjan hefur
snúið baki við trúnni á sjálfa sig og „jákvæð-
ar“ framfarirsínar... Morgundagurinn kemur
okkur í raun ekkert við,“ sagði Árni Ingólfs-
son, einn helsti boðberi nýlistarinnar, í viðtali
sem haft var við hann í vetur. Og Vésteinn
vitnar í ónafngreindan nýlistamann í grein
sinni: „Fílingurinn að skapa er númer eitt, en
hvernig sköpunin fer fram og hvert hún leiðir
skiptir aftur á móti engu máli“ Sköpunin
sköpunarinnar vegna og af því að ÉG þarf að
tjá mig.
Það sama er uppi á teningnum þegar horft
er til bókmenntanna. Þegar líða tók á áttunda
áratuginn urðu athyglisverðar breytingar á
„vandamálabókmenntunum". í stað þess að
höfundar reyndu að kryfja vandamál heilu
stéttanna og þjóðfélagshópanna til mergjar
fóru þeir að kryfja sjálfa sig. Þetta á bæði við
hinn þýsk-skandinavíska bókmenntaheim
sem hinn franska og engilsaxneska. Marilyn
French („Kvennaklósettið"), Erica Jong
(„Fear of Flying,,), Suzanne Brögger og Bente
Clod eru dæmigerðir fulltrúar fyrir þennan
straum sem enn fer fram með miklum þunga.
Hér á landi hefur fámennið kannski haft
hamlandi áhrif á uppvöxt þessarar stefnu; þó
má nefna bók Auðar Haralds „Hvunndags-
hetjan" sem dæmi um játningabókmenntir
kvenna. En skyld þeirri grein er nú árátta
ungra karlhöfunda að hella sér á kaf í
bernskuminningarnar, „að grafast fyrir um
ræturnar". Pétur Gunnarsson, Guðlaugur
Arason, Einar Már Guðmundsson, Ólafur
Gunnarsson, Einar Kárason — allir hafa þeir
sótt yrkisefni sín í eigin „reynsluheim“.
Niðurstaðan af þessum bollaleggingum
verður sú að ef negla á tíðarandann niður í ör-
fá orð hljóða þau á þessa leið:
SJÁIÐI MIG! HÉR ER ÉG UM MIG FRÁ
MÉR TIL MÍN!
Og það er enginn stikkfrí....
HIN FH1ÁL5A FERP
AMSTER
DAM
OGINTER RAILWm
LESTARKORT Wj\G
PARIS
OGINTER RAIL
LESTARKORT
11.875 I<R
BROTTFARIR: þriðjudaga og fimmtudaga
10.975 KR
BROTTFÖR: 17. júlí
AMSTER
DAM
ÁEIGIN ÆM
vegum wm
BROTTFARIR: þriðjudaga og fimmtudaga
FERÐA
SKRIFSTOFA
STÚDENTA
Hringbraut, síml 16850