Helgarpósturinn - 14.07.1983, Page 4
4
Atlagan gegn ríkiskerfinu:
1. grein
Fimmtudagur 14. júlí 1983 -íjSsturinn
Hnífnum beitt
• Getur ríkiskerfið tekið sjálft sig í gegn?
• Helgarpósturinn hefur í dag greinarflokk um væntan-
legar aðgerðir ríkisstjórnarinnar í uppstokkun ríkiskerf-
isins.
• Á a.m.k. fjórum vígstöðvum er hafin markviss athug-
un á ýmsum þáttum: Fyrirhuguð sala ríkisfyrirtækja, út-
boð á rekstrarþáttum ríkisspítala og skipulagsbreyting-
ar á Tryggingastofnun, endurskoðun bankakerfisins og
síðast en ekki síst; nýskipuð nefnd Steingríms Her-
mannssonar sem ætlað er að semja frumvarp að nýrri
löggjöf um stjórnarráð íslands. Við höfum kallað nefnd-
ina „dauðasveit Steingríms“ því hún verður aðalvopn
ríkisstjórnarinnar í atlögunni gegn ríkiskerfinu.
• Markmið þessara aðgerða ríkisstjórnarinnar eru:
Hagræðing, sparnaður, aukin virkni, einföldun og
minni ríkisumsvif.
Af hverju framleiðir ríkið brenni-
vín en ekki einhver annar?
Hvers vegna standa ríkisfyrir-
tæki í því að leggja síld niður í dósir,
reka sumarhótel, framleiða gras-
köggla og fóður fyrir búfénað,
flytja inn vélar og varahluti, og
hvað er ríkið að vasast í prjóna-
skap?
Spurningar um eðli ríkisrekstrar
og skiptingu atvinnustarfseminnar
í landinu milli ríkisins og einkaaðila
hafa sótt á hugi manna innan og ut-
an „kerfisins" síðan Albert Guð-
mundsson, fjármálaráðherra lét
hefja athugun á sölu ríkisfyrir-
tækja og hluti ríkisins í ýmsum fyr-
irtækjum, nú í sumar.
Reyndar þurfti ekki Albert til að
segja Matthíasi Bjarnasyni, heil-
brigðis- og tryggingaráðherra, að
fara að kanna þessi mál í fjárfrek-
ustu ráðuneytum ríkisins. Bréf
Matthíasar til stjórnarnefndar rík-
isspítalanna og forstjóra þeirra um
að kanna hugsanlegt útboð á ýms-
um rekstrarþáttum sjúkrahúsa
ríkisins og bréf ráðherrans til for-
ráðamanna Tryggingastofnunar-
innar um skipulagsbreytingar þar
hafa að sama skapi vakið athygli.
En fleira hangir á spýtunni en
það sem kann að felast í yfirlýsing-
um Sjálfstæðisráðherranna. Fram-
sóknarmenn ætla líka að taka þátt
í gegnumlýsingu kerfisins. Og
þeirra maður er Steingrímur Her-
mannsson, forsætisráðherra.
Endurskoðun
bankakerfisins
Auk „dauðasveitarinnar" nefnd-
arinnar sem Steingrímur Her-
mannsson forsætisráðherra mun
skipa til að stokka stjórnkerfið upp
(sjá rammagrein) hefur bankamála-
ráðherra Matthías Á. Mathíesen
framlengt umboð nefndarinnar um
endurskoðun bankakerfisins, sem
Tómas Árnason fyrrum viðskipt-
aráðherra skipaði á sínum tíma.
Þorsteinn Pálsson, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins tók við for-
ystu í nefndinni af Halldóri Ás-
grímssyni, sjávarútvegsráðherra.
Þessi nefnd hefur það hlutverk að
gera tillögur um nýja löggjöf um
bankakerfið, sem á að miða að því
að gera það einfaldara og virkara.
Núverandi löggjöf um stjórnar-
ráð íslands er frá 1969. Höfundar
hennar voru Bjarni Benediktsson
og Jónatan Hallvarðsson, hæsta-
réttardómari. Á þeim 14 árum sem
liðin eru síðan þessi lög tóku gildi,
hafa orðið umtalsverðar breytingar
í þjóðfélaginu. Ríkisumsvif hafa
aukist talsvert með auknum kröf-
um um samneyslu af ýmsu tagi.
Vinstri stjórnir síðustu ára svöruðu
þessum auknu kröfum. Hægri
stjórnin vill annars vegar leitast við
að minnka ríkisumsvifin á þeim
sviðum þar sem hún telur þau óeðli-
lega mikil og hins vegar gera kerfið
hagkvæmara og virkara, þannig að
það svari sömu kröfum um sam-
neyslu og þjónustu og það gerir
núna, en með minni tilkostnaði.
Á sama hátt og bílar hafa verið
gerðir bæði minni og sparneytnari
undanfarin ár án þess að fórna
þægindum farþeganna, segist ríkis-
stjórnin nú ætla að færa ríkisbákn-
ið í nútimalegra og virkara form án
þess að draga úr þjónustu þess við
almenning.
Nefnd Matthíasar
Frá 1969 fer litlum sögum af end-
urskipulagningu í ríkiskerfinu. Fyr-
ir þrýsting frá ungum sjálfstæðis-
mönnum, lagði þó hægri stjórn
Geirs Hallgrímssonar út á svipaðar
brautir og Albert Guðmundsson
hefur lagt út á nú.
Ungliðarnir í flokknum vildu
báknið burt með markvissum nið-
urskurði ríkisútgjalda og lögðu
hart að ráðamönnum flokksins að
vinna að þessu í anda frjálshyggj-
unnar. Niðurstaðan varð sú, að
Matthías Á. Mathiesen, þáverandi
fjármálaráðherra skipaði nefnd
vorið 1977 til að meta m.a. hvort
ýmiss framleiðslu- og þjónustu-
starfsemi hins opinbera væri betur
komið hjá einstaklingum eða sam-
tökum þeirra.
Nefndin skilaði skýrslum um
fimm fyrirtæki í eigu ríkisins sem
hún taldi koma til greina að ríkið
losaði sig við að einhverju eða öllu
leyti. Þessi fyrirtæki voru Lands-
smiðjan, Siglósild, Ferðaskrifstofa
ríkisins, Bifreiðaeftirlit ríkisins og
Slippstöðin á Akureyri, sem ríkið á
54% í. Ríkisstjórn Geirs Hallgríms-
sonar entust ekki lífdagar til að
klæða tillögur nefndarinnar í at-
hafnir og síðustu tvær ríkisstjórnir
hafa ekki haft þessi mál á oddinum.
Hagræðingu hefur þó verið reynt
að koma á hér og þar í kerfinu á
undanförnum árum. Henni hefur
verið komið á samkvæmt tillögum
Fjárlaga- og Hagsýslustofnunar.
Engin heildarúttekt hefur þó farið
fram.
Segja má að sú vinna sem Albert
Guðmundsson, fjármálaráðherra
hefur nú sett í gang, sé beint fram-
hald að því sem hafið var í tíð ríkis-
Geir H. Haarde: Einkarekstur er hag-
kvæmari en ríkisrekstur
Guðmundur G. Þórarinsson: Við
kjósum ekki menn til að reka stál-
smiðju eöa ferðaskrifstofu
Magnús Pétursson hagsýslustjóri:
Ef leiðarljósið er minnkun ríkisum-
svifa af prinsippástæðum fjúka fleiri
rfkisfyrirtæki
Halldór Ásgrfmsson sjávarútvegs-
ráðherra: Engin stofnun er svo heil-
ög að ekki megi leggja hana niður.
Svavar Gestsson: Þetta verða i
mesta lagi einhverjar flugeldasýn-
ingar