Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 14.07.1983, Qupperneq 8

Helgarpósturinn - 14.07.1983, Qupperneq 8
8 sÝniiHfsirsalir Nýlistasafnið: Samsýning. Bjöm Roth, Daöi Guö- björnsson, Eggert Einarsson, og gestur þeirra Ómar Stefánsson. Rosalega villt og pönkuö sýning (Ég dixit) Lýkur á sunnudag. Hótel Stykkishólmur: Helgi Þorgils Friðjónsson og Kristinn Guöbrandur Harðarson sýna glæsi- legar litaðar glansmyndir og teikning- ar. Sýningin stendur út júlí. Listmunahúsið: Lokað út júlí. Kjarvalsstaðir: Kjarval á Þingvöllum. Frábær sýning í Kjarvalssal. Opin I sumar. Annars staðar i húsinu sýna: Listmálarafélag- ið í vestursal, fimm grafíklistamenn sem útskrifuðust úr MHl’ i vor sýna list á göngum og einnig Rikharöur Valtingojer, sem sýnir lifla grafíska bók með Ijóðum. Þrem síðastnefndu sýningum lýkur á sunnudag. Opið daglega kl. 14—22. Ásmundarsalur: Ásgeir Smári opnar myndlistarsýn- ingu á laugardag. Sýningin verður opin út þennan mánuð. Norræna húsið: Sumarsýningin á verkum Ásgríms Jónssonar heldur áfram í kjallara. í anddyri er sýning á íslenskum sjó- fuglum. Gallerí Lækjartorg: Þrir danskir myndlistarmenn á far- aldsfæti sýna Byen: 20.10: 82, en studie í gult 15. 16. og 17. júlí kl. 11—22. Video, litskyggnur, málverk. Allur salurinn er eitt verk. Gallerí Grjót Skólavörðustíg 4a: Nýtt gallerí. Grand sýning opnar á föstudag kl. 18—20. Þar sýna Hjördís Gissurardóttir, Jónína Guðnadóttir, Magnús Tómasson, Malín Örlygs- dóttir, Ófeigur Björnsson, Ragnheið- ur Jónsdóttir og Örn Þorsteinsson. Og verkin eru grafik, höggmyndir, fjölvi (multiple), skartgripir, hand- prjónaöur fatnaður og fleira. Málverk. Opið alla virka daga kl. 12—18. Árbæjarsafn: Opið kl. 13.30—18 i allt sumar. Kaffi- veitingar i Eimreiðarskemmunni. Á sunnudaginn kl. 14 er gönguferð um Elliðaárdal meö leiðsögumanni. Lagt verður af stað frá safninu. Safnahúsið, Selfossi: Hans Christiansen opnar málverka- sýningu á laugardaginn kl. 14. Þetta er fjórða einkasýning Hans og sýnir hann vatnslitamyndir. Sýningunni lýk- ur 17. júlí. Heilsuhæli Náttúrulækningafélags- ins í Hveragerði: ÓlafurTh. Ólafsson á Selfossi heldur málverkasýningu. Hann sýnir oliu- og vatnslitamyndir. Sýningunni, sem er sölusýning, lýkur 15. ágúst. Bogasalur: Myndir úr islandsleiööngrum og fleira nýtt. Opið alla daga kl. 13.30-16. Sýningin stendur út ágúst. Gallerí Langbrók: Langbrókarmunir til sýnis og sölu. Opiö virka daga kl. 12-18. Mokka: italski myndlistarmaðurinn Ricardo Licate sýnir verk sín. Listasafn Einars Jónssonar: Opiö miövikudaga og sunnudaga kl. 13.30— 16. Stórfenglegar höggmynd- ir. Ásmundarsafn: Ásmundarsafn við Sigtún er opið daglega nema mánudaga frá kl. 14—17. Ásgrímssafn: Búiö að opna. Opið daglega kl. 13.30— 18 nema mánudaga. Til ágústloka. Strætó 10 frá Hlemmi. leikliiís Ferðaleikhúsið, Tjarnarbíó: Light Nights. Sýningar hefjast í kvöld, fimmtudag, kl. 21. Næstu sýningar á sama tima á föstudag, laugardag og sunnudag. Tilvaliö fyrir erlenda ferðamenn svo þeir megi kynnast menningu vorri. Stúdentaleikhúsið í Félagsstofnun: Lorcakvöld. Flutt verða brot úr tveim verkum eftir þetta mikla skáld, sem fasistarnir á Spáni drápu siðsumars 1936. Verkin eru Blóðbrullaupið og Yerma. Einnig verða flutt Ijóð eftir Lorca, svo og spænsk alþýðutónlist. Á undan dagskránni verða leiknar gamlar upptökur frá timum borgara- styrjaldarinnar. Stjórnandi dagskrár- innar er Þórunn Sigurðardóttir og leikendur eru fjölmargir. Sýningar verða 17., 18., 21. og 22. júlí kl. 20.30. ...in short or hot pants! Helgarpósturinn rœÖir við Peter Green í Montmartre Síðan snemma árs 1979 þegar ég labbaði yfir götuna með Á.Þ. lcerimeistara mínum og besta vin til að setja á laggirnarþetta ágceta helgarblað sem þú ert að lesa akkúrat núna, — síðan þá hef ég átt fréttaritaraskírteini, Press Card. Síðan þá hefur það verið að velkj- ast í veskinu mínu, oft verið sýnt vinum og kunningjum til gamans, en aldrei notað... Þá vorum við líka ungir og ekki fullorðnir svo skírteinið mitt er í rauninni ekki Helgarpóstsskírteini heldur Al- þýðublaðsskírteini, því þá vorum við einskonar helgarútgáfa Al- þýðublaðsins... Og í fréttaritaraskírteininu mínu standa þessu fleygu orð: The bearer of this Press Card is a journalist correspond- entfortheDailyAlþýðublaðið, Reykjavík, Iceland, anditisexpect- ed that he be extended all the assistance that he may need on the execution of this assignment... (Vá, þetta fer að verða einsog grein eftir Graham Greene).. Nema stend ég svo ekki um daginn seint að kvöldi reyndar í kjall- ara djassklúbbsins fræga hér í K., Montmartre, og réttifréttaritara- skírteinið engum öðrum en Peter Green, — þið vitið: sem stofnaði Fleetwood Mac hér í den... og fer frammá viðtal við kappann. Mr. Green horfir lengi lengi á fréttaritaraskírteinið mitt alveg heillengi lítur svo hlœjandi upp, bendir á myndina af mér og segir: „Is this really you? My, what a sad picture!" Ég fer náttúrlega alveg í kerfi, en verð að viðurkenna að Mr. Green hafi á réttu að standa; þetta er alveg hrœðileg mynd af mér þarna ískírteininu... égskil ekki af hverju hún erþar, hún ersvo öm- urleg, og ég er orðinn hálfömurlegur líka þarna í kjallara Mont- martre... „Ifyou’re serious, come tomorrow at 3 o’clock.. and we’ll have a chat..." Og það gerði ég. Black Magic Woman Eg hef lengi verið að búa mig undir að tala við svona stórlax í bransanum, og lengi verið sann- færður um að besta taktíkin á svona gæja sé að vera vel að sér í smáatrið- um poppsögunnar og slá um sig með slíkum anekdótum í tíma og ó- tíma. — Þessvegna byrjar viðtal mitt við Peter Green og hljómsveit- ina Kolors á svona Iíka háfleygan hátt: — Mr. Green, Bob Dylan var einusinni spurður að því hvernig honum fyndist að vera höfundur laga einsog Blowing in the Wind, Times they are a changin’ og fleiri og Bob Dylan sagði að oft á tíðum tryði hann því ekki lengur að hann hefði samið lögin, heldur væru þetta ævagömul þjóðlög sem hefðu fylgt mannkyninu frá upphafi vega, — semsagt Mr. Green: Hvernig finnst þér að vera höfundur laga einsog Black Magic Woman, Alba- tros, Man of the World og Áeiri? P.G.: „Great! — Þangað til ein- hver fer að nota þau fyrir sjálfan sig, setja sinn stimpil á lögin. Málið er að lögin mín eru viðkvæm og brothætt strax í mínum flutningi þannig að þau eru fyrirfram dæmd til að leysast upp í flutningi ann- arra. Þetta hefur tekist í örfáum til- vikum einsog þegar Santana tóku Black Magic Woman, en það er undantekningin sem sannar regl- una..“ McClean percussionisti bandsins skýst inní samræðurnar: „A Peter Green song is like a bottle; it breaks but never rots“. — En mannstu eftir því þegar þú samdir lögin, — eru engar sögur í kringum þau einsog þegar Paul Mc- Cartney vaknaði einn morguninn fór frammí eldhús og þar var nátt- gagnið hans að hræra egg og þá kom... og nú haldið þið lesendur mínir að ég sé alveg að fríka út en ég syng semsagt: Scrambled eggs o my baby how I love your legs... og það varð Yesterday!!! Hahahahahahahahahahahaha Kolors velta um gólfið af hlátri og Peter Green glottir úti annað: „Yeah, I know what you mean!“ Elskast, hafa gaman, lifa Ég ætti kannski meðan Kolors jafna sig á hláturskastinu, að segja örlítið frá hljómleikum þeirra fé- laga hér í Montmartre. Þeir byrja þannig að Spartacus R. fyrrverandi Osibisameðlimur og núverandi bassaleikari Kolors treður einn upp með kassagítar og bjöllur á leggjun- um og flytur efni af sólóplötum sín- um. Spartacus er mjög skemmtileg- ur tónlistarmaður og ég sé enn eftir að hafa ekki farið og náð í plöturn- ar til hans einsog hann bauð mér... En gæsahúðirnar mæta í salinn þegar bandið skellir sér allt á sviðið og seiðandi blúsrokkið streymir fram og svo birtist ógurlega feitur Fimmtudagur 14. júlí 1983 jjfísturinn maður í hvítri mussu — hann er einsog Öræfajökull með gítar hang- andi framaná sér og skriðjöklalegir (var einhver að tala um Teódór Fr.) fingurnir líða um hálsinn og fram- kalla andstæðu sína ljúfa gítartóna: Peter Green el maestro... Black Magic Woman, Albatros (Ómar Á. þú hefðir sko átt að vera þá!J, Man of the World, Whatcha Gonna Do?, White Sky.... Ég spyr hvort þeir séu ekki til í að koma til íslands? Og McClean svarar: „Jú, ef fólkið er þar einsog ann- arsstaðar vill elskast, hafa gaman og lifa þá komum við þangaðí’ Og McClean heldur áfram: „Annars erum við orðnir leiðir á því að tala sífellt um fortíð Peters... við erum hljómsveitin Kolors og Peter er gítarleikari í þessari hljóm- sveit og hann einsog við vill stíla inná framtíðina, ekki fortíðina þó hún sé glæsileg í hans tilfelli.í' — Hver er saga hljómsveitarinn- ar? „Would you like it in short or hot pants!“ P.G. er orðinn fyndinn og Mc- Clean svarar: „Það var eftir plötuna White Sky að við flugum niður til Barbados til að ræða málin.“ „Það er æðislegt á Barbados", grípur P.G. frammí — „þegar við verðum ríkir ætlum við að kaupa okkur hús á Barbados.“ Og McClean fær að halda áfram: „Og niðurstaðan varð semsagt sú — in short pants — að setja saman band and here we are..“ — Og hvað hefur verið svona helst á döfinni hjá ykkur? McClean: „Við höfum verið í Þýskalandi, Júgóslavíu, Ítalíu, Hollandi, Noregi og hér og hver veit nema við eigum eftir að heimsækja ísland áður en langt um líður..!1 — Hver er boðskapur Kolors? „Tónlistin er eini miðillinn sem er hafinn yfir landamæri tungumáls og þjóðernis. Hvar sem þú kemur og spilar skilur fólkið þig.. Tónlist- in er þvi besti miðillinn tilað koma ástinni á framfæri og það er boð- skapur okkar..“ P.S. Ef einhver heima á íslandi vill halda hljómleika með Peter Green og Kolors getur hann haft samband við mig. Á meðan ætla ég að útvega mér nýja mynd í fréttarit- araskírteinið mitt.... S.IÓNVARI' Föstudagur 15. júlí 20.40 Á döfinni. Kalli Sigtryggs er enn trúr og tryggur áhorfendum. En er hún Birna farin aö svikja okkur? Mér sýndist ég sjá hana Rósu Ing- ólfs um daginn. Hún er ágæt. 20.50 Steini og Olli. Harmleikir frá upp- hafi tuttugustu aldar. Grátþurrkur nauösynlegar. 21.10 Varnir Islands. Já, við erum vel var- in hér fyrir noröan allt og alla. Kan- inn er góöur. Svo segir amk Goggi runni. Ólafur Sigurðsson frétta- maöur ætlar aö stjórna umræöum um viðkvæmt mál. Hvar er kjarn- orkan? Fátt um svör. Glasagjálfur og kokkteilberjabros. 22.05 Rómeó og Júlía. Hér er á ferðinni ballettútgáfa af þessari einni fræg- ustu ástarsögu vestursins, eftir sjálfan Shakespeare. Tónlistin er eftir Prokofieff. Dansarar eru Margot Fonteyn og Rudolf Nureyev, ásamt dönsurum úr kongunglega breska ballettflokknum. Tónlistin er amk góö. Um dansinn veit ég ekk- ert, hef enda á honum takmark- aöan áhuga. Laugardagur 16. júlí 17.00 íþróttir. Ég veit ég tala fyrir munn sjálfs mín: Meira golf. Kannski eru fleiri sama sinnis? Bjarni Felixson kynnir. Vonandi ekki heila hallæris- leiki úr islensku fyrstu deildinni. Ömurlegt. 20.35 í blíöu og strfðu. Lööur númer tvö, en alls ekki eins fyndið. Hér er sko passað upp á aö styggja ekki siöa- vendnipostulana. Niður meö þá, hvar i flokki sem þeir standa og í hvaða embætti sem þeir sitja. Hræsnarar. 21.00 Vegir réttvisinnar (Justice est faite). Frönsk bíómynd, árgerð 1950. Leikendur: Michel Auclair, Claude Nollier, Raymond Bussi- eres, Jacques Castelot. Leikstjóri: André Cayatte. Cayatte gerir mynd- ir meö mjög sterkum siörænum boöskap. Stundum eru þær ágæt- ar, stundum herfilegar. Hér er fjall- aö um kviödóm, sem á aö úrskuröa um konu sem hefur gerst sek um líknarmorð. Við sjáum hvaö setur. 22.45 Dafne (Daphne Laureola). Breskt sjónvarpsleikrit eftir James Bridie. Leikendur: Laurence Olivier, Joan Plowright, Arthur Lowe, Bryan fylarshall. Leikstjóri: WarisHussein. Ég kannast viö Hussein, en hvaö- an? Slöari heimsstyrjöldinni er lokiö, en þá tekur kynjastyrjöldin viö og lika kynslóöastyrjöldin. Gam- an, gaman, gaman. Sunnudagur 17. júlí 18.00 Sunnudagshugvekja. Séra Sig- uröur Arngrímsson flytur hugg- unarorö í tilefni dagsins. 18.10 Magga í Heiöarbæ. Hún er hættu- leg sprengjan, sú sem Magga finn- ur. 18.35 Börn í Sovétríkjunum. Eitt sinn dreymdi mig um aö vera barn í Sovét, að fá aö ákalla Stalin og Lenín og láta þá vaka yfir mér á nótt- unni. Finnskur flokkur. 20.35 Sjónvarp næstu viku. Nafnlaust gaman enn sem stendur, en vænt- anlega er þaö Guömundur Ingi. 20.50 Blómaskeið Jean Brodie. Bráö- skemmtilegur þessi skoski mynda- flokkur um þessa óvenjulegu kennslukonu. Margur nútímakenn- arinn mætti taka hana sér til fyrir- myndar. 21.45 Fyrsti djassleikarinn (Buddy Bolden Blues). Charles „Buddy" Bolden lék á trompett og hefur veriö kallaöur fyrsti djassleikarinn. Teiknimyndir notaðar til að segja margar skemmtilegar sögur af þessum ágæta manni. Ætli Jún Múli þekki hann? 7,15 Bæn. Ég held að mér sé óhætt aö byrja svona snemma. Þaö eru allir komnir á fætur. Góöan daginn. 8.30 Ungir pennar. Siggi-átti-kind-sög- lÍTVAKI* Föstudagur 15. júlí

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.