Helgarpósturinn - 14.07.1983, Side 10
10
Fimmtudagur 14. júií 1983
Helgai-----
JDústurinn
£
Ý\
Þegar leið að kosning-
um greip Olla og Malla ó-
róleiki. Malli minntist oft
á auðvaldið og Olli sagði
að stöðugt væri verið að
klípa af kaupinu. Báðir
voru sammála um að bæta
ætti kjör láglaunafólksins,
en þegar leið á umræðurn-
ar við matarborðið varð
ljóst að þeir vildu fremur
að kaupið þeirra væri bætt
en annarra. Og oft sögðu
bræðurnir:
Til hvers fór maður í
iðnnám ef kaupið er ekki
hærra en hjá ófaglærðum
verkamannj ?
Olli var sammála Malla
og Malli tók undir orð
Olla. Faðir þeirra og móð-
ir samsinntu með því að
kinka kolli og líta ýmist til
Olla eða Malla. En gamla
konan og gamli maðurinn
létu enga skoðun í ljós. Það
fór einkennilega mikið i
taugarnar á Olla og Mall:..
Viku fyrir kosningar f jr
æsingurinn í þeim v; x-
andi. Olli hafði oft yfir! óð
um verkalýðinn og sa; ði:
Það mátti ekki sjá á
mönnunum þeim að á
mölinni oft hafði blætt, að
þeir voru kúgaðir komnir í
heim og kaghýddir langt
fram í ætt.
A eftir leit Malli á gamla
manninn og gömlu kon-
una. En Olli hafði ekki
augun af þeim meðan
hann þuldi ljóðið sem
hann vissi ekki hvort hann
fór með rétt.
Gamli maðurinn reisti
sig á stólnum og þagði en
gaf í skyn að honum hefði
aldrei blætt á mölinni
vegna þess að hann hafði
verið bóndi; kannski hafði
honum blætt í mold, en
það var göfugt og gjörólíkt
því að hafa látið blóð sitt
renna á grjót eða möl.
Tveim dögum fyrir
kosningar ákváðu Olli og
Malli að tryggja það að
gamli maðurinn og gamla
konan kysu rétt. Þeir
klipptu atkvæðaseðla og
skrifuðu á þá nöfn flokk-
anna og listabókstafma.
Síðan kölluðu þeir á gömlu
konuna og gamla mann-
inn og kváðust ætla æfa
þau í að kjósa.
Kannski þú kjósir rétt í
þetta sinn, sagði Olli við
gömlu konuna.
Malli leiddi gömlu kon-
una inn í eldhúsið og Olli
listabókstaf bændaflokks-
ins.
Nei, þetta nær engri átt,
sagði Malli og lét gömlu
konuna fara á ný bak við
teppið, eftir að hann hafði
útskýrt vandlega fyrir
henni að þau væru farin úr
bændaflokknum og komin
í verkamannaflokkinn.
okkar samt.
Jæja, sagði Olli. Það
kom sér líka vel fyrir kúg-
unarvaldið.
Væri nokkuð betm þótt
við hefðum verið ætíð með
hýðingarsvip? spurði sú
gamla. Oft er flengdur
maður frjáls en sá óhýddi
ekki.
Olli og Malli
afhenti henni kjörseðilinn
og sagði henni að fara á
bak við teppi í horninu.
Þar höfðu þeir útbúið kjör-
klefa. Og gamla konan
kom undan teppinu og
Olli sagði:
Má ég sjá seðilinn.
bn Malli sagði:
Nei, Olli, þú mátt ekki
vera eins og auðvaldið og
athuga seðilinn áður en
hann fer í kjörkassann. Is-
land er engin banananý-
lenda.
Jæja-jæja, sagði Olli og
lét gömlu konuna stinga
atkvæðaseðlinum gegnum
rifu á skókassa. En Malli
var fljótur að fara í kass-
ann og athuga hvernig
gamla konan hafði kross-
að. Hún krossaði eins og
ævinlega fyrir framan
Gamli maðurinn þurfti
aðeins að fara í eina æf-
ingu og krossaði rétt. En
hvernig sem Olli og Malli
reyndu að ,,kristna“ þá
gömlu gátu þeir aldrei ver-
ið vissir um hvern hún kysi
í raun og veru á kjördegi.
Þegar hinar raunveru-
legu kosningar voru
haldnar óku þeir henni á
kjörstað eftir hádegi, eftir
að birt hafði örlítið í höfð-
inu á henni. Olli sat undir
stýri og til vonar og vara
fór hann með ljóðið um
mennina sem ekki var
hægt að sjá á að þeir voru
kaghýddir langt fram í ætt
og kusu því auðvaldið. En
þá sagði sú gamla:
Við minnkuðum ekkert
við það að vera hýdd, við
héldum sjálfsvirðingu
Að svo sögðu ákvað Olli
að aka henni hring um
kaupstaðinn í von um að
hún sefaðist, en þegar það
var vonlaust ákvað hann, í
samráði við Malla, að
fórna atkvæðinu og láta
hana ekki kjósa, því hún
kysi eflaust kúgunarvald-
ið.
Olli horfði á Malla. Þeir
og foreldrarnir og sá gamli
höfðu kosið fyrir hádegi,
og þeir strax við opnun
kjörstaðarins því flokkur-
inn hafði auglýst og beðið
stuðningsfólk sitt að kjósa
snemma. Nú ákváðu þeir
að aka gömlu hjónunum
niður að sjó. Olli sagði að
þau skyldu draga rúðuna
niður svo þau fyndu lykt af
hafinu, og þau gerðu það
og ilmurinn streymdi inn.
Bfllinn rann dálítið til í
fjörusandinum og slettist
til að aftan með sporða-
köstum.
Þau stigu út úr bflnum.
Gamla konan greip hönd
mannsins síns. Hún sá
fugla sveima yfir hafmu í
leit að æti sem ekkert var
en athugulir fuglarnir
steyptu sér niður og létu
sig svo líða í sveig upp frá
hafinu. Gamla konan fann
hvernig hafið streymdi
móti henni, ekki kalt og
vott heldur eins og eitthvað
sem var inni í henni sjálfri,
heitt og endalaust á alla
vegu. Yfir víðfeðminu var
ekki himinn, hafið var
himinn í senn, og um-
hverfis voru engar strend-
ur og niðri í hafinu voru
ekki djúp heldur endalaust
haf.
Gamla konan fann víð-
áttuna og hélt hún myndi
deyja, meðan hún hélt í
hönd gamla mannsins, en
þá fór að rigna og þau
hrökkluðust inn í bílinn.
Mér er alveg sama,
sagði gamla konan og
strauk upphandlegginn
meðan regnið dundi á bíl-
þakinu.
Olli og Malli vissu ekki
hvað orð hennar merktu,
en Olli var þeirrar skoðun-
ar að gamla konan hefði
kosið utan kjörstaðar og af
því væri henni sama þótt
þeir ækju henni ekki á
kjörstað. Olli hafði þetta á
tilfmningunni og skoðun
hans staðfestist um kvöldið
þegar þeir ætíuðu að láta
hana fara í kosningaleik, '
því þá agði hún:
Eg er búin að kjósa.
Hvenær?
Spurðu Malla, svaraði
sú gamla og Malli gekk á
hana og hún svaraði:
Spurðu Olla, svo hvor
grunaði hinn um græsku
og hélt að hann hefði bilast
í trúnni og veitt atkvæði
þeirrar gömlu fyrir auð-
valdsflokkinn í laun fyrir
yfirborgun undir borðið
og þeir nöguðu sig í hand-
arbökin fyrir að hafa ekki
farið með hana á kjörstað,
svo úr því hefði fengist
skorið hvor var sekur.
Ofbeldi á ofbeldi ofan
Bióhöllin: Class of 1984. Bandarísk.
Árgeri 1982. Aðalhlutverk: PerryKing,
Merrie Lynn Ross, Timothy Van Patt-
en, Stefan Arngrim, Roddy McDowall.
Hanrit: Mark Lester, John Saxton og
Tom Holland, byggt á sögu eftir Tom
Holland. Leikstjórn: Mark Lester.
Fyrir fimmtán árum eða svo var
myndin To Sir With Love sýnd í
bíóhúsum um víða veröld og gerði
mikla lukku hjá unglingum. Hún
fjallaði um ungan svartan kenn-
ara (Sidney Poiter) sem tók við ó-
stýrlátasta bekknum í skólanum
og raunir hans við að vinna
krakkana á sitt band.
Þetta var ansi hugljúf mynd og
fólk féll umvörpum í faðma undir
lokin. í mynd Bíóhallarinnar,
Class of 1984, er verið að fjalla
um sama efni — en með öðrum á-
herslum, jafnvel þó kennarinn og
unnusta hans falli í faðma í lok-
in. Dæmi: Þegar kennarinn í
Class of 1984 skammar nemendur
fyrir óþekkt sprengja þeir bil hans
í loft upp og nauðga konu hans.
Og kennarinn svarar fyrir sig með
því að saga krakkana í sundur í
vélsög, kveikja í þeim, lemja þau
með kúbeini og hengja þau.
Hún er því allt annað en fögur
framtíðarmyndin sem Mark Lest-
er reynir að draga upp. Og hann
segist vita um hvað hann er að
fjalla. Á síðasta ári segir hann
tæplega þrjú hundruð árásir hafa
verið gerðar í bandarískum gagn-
fræðaskólum. í Boston segir
hann að nemendur gangi í gegn-
um vopnaleit við útidyr skólans
og í Florida hafa yfirvöld komið
upp sjónvarpsvélum í öllum her-
bergjum svo hægt sé að fylgjast
með hverju fótmáli hættulegra
nema. Grimmilegt ofbeldi í skól-
um er því efniviður í kvikmynd,
eins og hvað annað, og ekki endi-
lega nauðsynlegt að láta hana ger-
ast i framtíðinni.
En heldur þykir mér farið yfir
(eða til hliðar við) strikið. Myndin
er alls ekki hrollvekjandi framtíð-
arsýn, heldur bara enn ein ógeðs-
leg ofbeldismynd.
Hún lýtur öllum hefðbundnum
lögmálum slíkra mynda, með
smáskærum í fyrstu, og miklu
uppgjöri í lokin. En þegar reynt er
að færa ofbeldið í víðara sam-
hengi verður allt með ólíkinda-
brag, sérstaklega þegar leiðtogi
unglinganna fer undir lokin
skyndilega að hrópa: „Ég er fram-
tíðin, ég er framtíðin!“ Það vant-
aði bara að kennari segðist vera
nútíðin og skólastjórinn fortíðin.
Þá væri enginn í vafa.
Það eru grófar einfaldanir af
þessari tegund og slök persónu-
sköpun sem verða þessari mynd
að falli. Leikurinn er einnig frem-
ur dapurlegur og er þar Vestur-ís-
lendingurinn, og ef til vill fjar-
skyldur ættingi, Stefan Arngrim,
bróðir Alison Arngrim, ekki und-
antekning, því miður.
dívi/cmundii
eftir .Guöjón Arngrímsson