Helgarpósturinn - 14.07.1983, Síða 21

Helgarpósturinn - 14.07.1983, Síða 21
j/~ IpSsturínrL Fimmtudagur 14. júlí 1983 21 Fjármagnið Verslunarráð íslands fjármagnar starf- semi sína eingöngu á árgjöldum aðildarfé- laganna, auk þess sem það hefur einhverjar tekjur af telexþjónustu fyrir smærri fyrir- tæki. Árgjöldin eru reiknuð sem prómill af veltu fyrirtækjanna og fer sú taia stiglækk- andi, frá 1.5 prómill niður í 0.2 prómill. Hæsta árgjald er nú 37800 krónur og í þeim gjaldaflokki eru stórfyrirtæki á borð við ís- lenska álfélagið, Flugleiðir, Eimskip, Haf- skip, stærri tryggingarfélögin, stærri heild- verslanir og stærri iðnfyrirtæki. Heildar- tekjur Verslunarráðsins fyrir 1982 voru 4.2. milljónir króna. Starfsmenn þess eru tíu og það hefur aðsetur sitt á sjöundu hæð húss verslunarinnar í Kringlubæ. 65 ára barátta Helstu baráttumál Verslunarráðsins á 65 ára starfsferli þess hafa verið margbreytileg og þar má nefna baráttu gegn ríkiseinokun, inn- flutningshöftum, skömmtunum, opinberum afskiptum af verðmyndun, gjaldeyrishöftum og fleiru. En hvar hefur ráðinu orðið ágengt í þessari baráttu sinni? Árni Árnason: „Sextíu og fimm ár eru löng saga og ég þekki hana ekki alla. En við getum nefnt dæmi eins og viðtækjaverslun ríkisins. Þegar skipt var um stefnu í efnahagsmálum í kring- um 1960 voru þær stefnubreytingar á margan hátt í anda þess, sem Verslunarráðið hafði ver- ið talsmaður fyrir, og Verslunarráðið var tals- maður þess að við tengdumst viðskiptasamn- ingum eins og EFTA“. Árni nefnir fleiri atriði eins og meira frjáls- ræði í sölu símtækja en nefnd um gjaldskrá og þjónustu Pósts og síma starfaði á vegum ráðs- ins um nokkurra mánaða skeið 1979—1980. „Nú á að endurskoða gjaldeyris- og við- skiptalögin í átt til meira frjálsræðis“, heldur Árni áfram. „Þar höfum við verið að benda á leiðir og kosti. Verðmyndun hefur lengi verið baráttumál okkar og við höfum sett hana töluvert á oddinn á síðustu árum. Við höfum lagt spilin á borðið og fyrir bragðið sýnist manni almennur skilningur vera á því, að það verðmyndunarkerfi, sem við höfum notast við er orðið alveg gagnslaust". Verslunarráðið hefur haft það að leiðarljósi í starfi sínu, að viðskiptalífinu sé best borgið með frjálsri samkeppni, þannig að kostir einkarekstrar og einkaframtaks fái að njóta sín. Og að sögn Árna er ráðið því mótfallið að opinberir aðilar, ríki eða sveitarfélög, taki að sér að reka atvinnufyrirtæki og þjónustu sem væri hægt að láta einkaaðila annast. „Við höfum þess vegna verið talsmenn þess, að vissir þættir í starfsemi ríkis og sveitarfé- laga verði boðnir út“, segir Árni og tekur sem dæmi sorphreinsun, rekstur skóla, sjúkrahúsa og brunaliðs og vegalagningu. „Hins vegar erum við á því, eins og almennt er, að við höfum látið búa okkur til fyrir- komulag í gegnum hið opinbera til þess að fjármagna ýmsa samfélagslega þjónustu, þannig að það sé ekki háð tekjum manna í hve miklum mæli þeir geti notið hennar", segir Árni ennfremur, en skýtur þó inn þeim fyrir- vara, að þó að þjónusta sé fjármögnuð af op- inberum aðilum, þurfi þeir ekki endilega að reka hana líka. Á framfæri Verslunarráðið hefur verið töluvert í frétt- um á undanförnum misserum og kannski meira en oft áður. Hver er ástæðan fyrir því? Árni Árnason segir, að félagar í ráðinu hafi áttað sig á því, að ef þeir hefðu ekki opinber- lega afskipti af efnahagslífinu og hvernig því væri stjórnað, myndu aðrir aðilar hafa áhrif og taka ákvarðanir fyrir þá, og segja þeim fyr- ir verkum. „Menn hafa líka gert sér grein fyrir því að fjölmiðlunin hefur breyst", segir Árni. „Við- horf hafa líka breyst í þá átt, að almenningur eigi rétt á að vltá hvíð er að gerast. Við höfum þess vegna viljað opna starfsemi okkar. Við höfum ekkert að fela og teljum okkur til hags- bóta að segja frá því, sem við erum að gera og reyna að rökstyðja það. Okkur hefur sýnst, að ef við getum sæmilega rökstutt það sem við erum að gera, sé það málstaðnum til fram- dráttar". — Er Verslunarráðið þá að verða einhver valdastofnun með óbein pólitísk völd? „Við höfum verið að setja fram hugmyndir og ef hugmyndir hafa áhrif, þá höfum við haft áhrif, en við höfum ekki aðstöðu til að Verslunarskóli íslands: Verslunarráðið ber ábyrgðina en ríkið rekur Verslunarráð íslands ber ábyrgð á rekstri Verslunarskóla íslands, en daglegur rekstur skólans, svo og launagreiðslur til kennara er að öðru leyti fjármagnaður úr ríkissjóði. 'Verslunarráðið mun hafa boðið yfirvöldum að reka skólann fyrir minni pening en þekk- ist hjá sambærilegum skólum í skólakerf- inu, en því tilboði var hafnað. Verslunar- skólinn hefur fengið lóð undir nýtt skóla- húsnæði í nýja miðbænum í Kringlumýri og mun sú bygging verða fjármögnuð af skól- anum sjálfum, en ekki af ríkinu. þvinga fram baráttumál okkar. Við eigum ekki aðild að kjarasamningum, við förum ekki í verkbann og við förum ekki í verkfall. Við höfum ekki beitt okkur fyrir því, að fé- lagsmenn okkar hætti að greiða söluskatt og setji hann inn á reikning til þess að knýja fram eitthvað, eða beita slíkum baráttuaðferðum, sem væri í sjálfu sér mjög einfalt. Við höfum viljað nota leikreglur lýðræðisins, koma skoð- myndir: Jim Smart unum okkar á framfæri og ná þannig fram breytingum. Til þess hafa allir sama rétt og við“. Ragnar Arnalds fyrrum fjármálaráðherra segist ekki hafa orðið var við sérstakan þrýst- ing frá Verslunarráðinu t.d. við gerð fjárlaga. „Ég geri ráð fyrir að Verslunarráðið hafi sent inn erindi eins og fjöldamargir aðilar aðr- ir, en ég man þó ekki eftir sérstökum erindum útaf fyrir sig“. „Ég hef ekki orðið var við þrýsting frá Verslunarráðinu, ekki hjá okkur. Hann kem- ur þá í gegnum aðra kanala. Það koma margir með ábendingar og hugmyndir, en Verslunar- ráðið hefur þar enga sérstöðu", segir Magnús Pétursson hagsýslustjóri. Allir flokkar Árni Árnason segir að það fari eftir málefn- um að hvaða stjórnmálaflokki hugmyndir Verslunarráðsins eigi greiðastan aðgang. „Ef við tölum um frjálsan afgreiðslutíma verslana, þá eigum við kannski greiðastan að- gang að Alþýðubandalaginu", segir hann. „En ef við tökum eitthvert annað mál, eins og sölu ríkisfyrirtækja, sem nú er mikið talað um, þá eigum við þar greiðari aðgang að Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Alþýðuflokknum“. Þegar listinn yfir stjórnarmenn Verslunar- ráðsins er skoðaður, virðast þeir vera mjög margir, sem á einhvern hátt eru tengdir Sjálf- stæðisflokknum og er Albert Guðmundsson fjármálaráðherra skýrasta dæmið þar um. Arni Árnason segir hins vegar að þar á milli séu engin formleg tengsl, né heldur við neinn annan stjórnmálaflokk, önnur en þau að menn tali saman. „Við höfum samið frumvörp fyrir og ráð- lagt þingmönnum úr öllum stjórnmálaflokk- um“, segir hann. „Við höfum viljað leggja á- herslu á að við værum ekki háðir neinum stjórnmálaflokki, ekki háðir opinberum fjár- stuðningi þannig að við gætum gagnrýnt hvaða ríkisstjórn og hvaða stjórnmálaflokk sem væri. Við gagnrýnum alla flokka jafnt og kannski harðast þá flokka sem ættu að vera sammála okkur á hverjum tíma, en gera ekki það sem þeir hafa sagst ætla að gera, þegar þeir hafa aðstöðu til þess“. Eftir helgi kemur út ný VERA í henni er mikið og gott lesefni m.a. Nauðgun og vændi — vanmáttur hverra? Klám og fjölmiðlar Sá eini rétti Að afneita eigin líkama Eg hugsa — þessvegna er ég kona Taktu VERU með þér í fríið V’ W ±s>

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.