Helgarpósturinn - 14.07.1983, Blaðsíða 24

Helgarpósturinn - 14.07.1983, Blaðsíða 24
/ 24 Fimmtudagur 14. júlí 1983 nösturinn 'elgar SK/PADEILD A SAMBANDS/NS SAMBANDSHÚSINU REYKJAVÍK SÍMI 28200 annast flutninga fyrir Þig r* 1 Fjárlaga- og hagsýsludeild f' J fjármálaráðuneytisins hefur y m.a. með höndum endur- skoðun á reikningum Þjóðleikhúss- ins. Embættismönnum ráðuneytis- ins hefur blöskrað fjármál leikhúss- ins sem munu vera í hrikalegu á- standi eftir síðustu vertíð Sveins Einarssonar sem fór langt fram úr fjárframlögum ríkisins til stofnun- arinnar. Það mun þviekkivera til- hlökkunarefni fyrir Gísla Alfreðs- son að setjast í stól Sveins í haust og hefja starfsemina í mínus... "1 Eitt af fjármálahneykslum f' \ Þjóðleikhússins var „boðs- y ferðin" til Venezuela þegar Silkitromman var sýnd þar í landi. Þjóðleikhúsið og íslenska ríkið greiddi nefnilega allan ferðakostn- aðinn og laun allra starfsmanna en Venezuelabúar borguðu hins vegar uppihald, mat og fyrir sýningar sem er smákostnaður miðað við útgjöld islenska ríkisins. Á sama tíma treysti Þjóðleikhúsið sér ekki til að senda eina leiksýningu út á land.... Meiri fjármálaóreiða: Full- Y 1 trúaráðsfundur Listahátiðar V verður haldinn 28. þessa mánaðar. Aðskilnaður fyrri for- manns og framkvæmdastjóra Listahátíðar, þeirra Njarðar P. Njarðvík og Örnólfs Árnasonar - mun ekki vera fagur: Talað er um - mínus eina milljón. Stór hluti af skuldasúpunni eru vanskil sem þýð- ir vaxtakostnaður. Hefur verið lok- að á Listahátíð af þessum sökum. M.a. neitaði Morgunblaðið að birta auglýsingar frá hátíðinni nema greiðslutrygging lægi fyrir... Hvaða útvarpsþáttur finnst / J þér bestur? Við höfum heyrt, að laugardagssyrpa Páls Þorsteinssonar og Þorgeirs Ást- valdssonar hafi fengið hæsta eink- unn útvarps- og sjónvarpsþátta í nýlegri hlustendakönnun Ríkisút- varpsins. Hér er ekki átt við hvað margir hlusta, heldur gæðamat, sem byggt var inn í könnunina. Þátttakendur í henni voru beðnir um að gefa hverjum þætti einkunn frá 1 uppí 5. Laugardagssyrpan fékk 4.62. Kvöldgestir Jónasar Jón- assonar lentu í öðru sæti með 4.49. Baráttan var hörð um næstu sæti. Þáttur Friðriks Páls Jónssonar á sunnudagsmorgnum Út og suður náði þriðja sæti með 4.47. I fjórða til fimmta sæti urðu Á tali Eddu Björgvinsdóttur og Helgu Thor- berg og þáttur Einars Kristjánsson- ar frá Hermundarfelli, Mér eru fornu minnin kær. Þessir þættir voru með 4.46. Gull í mund Stefáns Jóns Hafsteins hlaut 4.45 eða þar um bil. Syrpurnar eftir hádegið voru með frá 4.30 upp í 4.45, Kvöld- fréttir rokkuðu á svipuðu róli 4.30—4.40 misjafnt eftir dögum, og hádegisfréttir voru með 4.20 upp í 4.30. Tommi og Jenni fengu hæstu gæðaeinkun í sjónvarpi: 4.60. Og þetta með Dallas er alveg satt. Næstum allir horfa á það. Það er vinsælasti þátturinn í útvarpi og sjónvarpi með 75% glápi. En er Dallas ekki lélegur þáttur? Jú, lík- lega finnst fólki það: Dallas fær ekki nema 4.07 í einkun. Sjónvarps- fréttir fá 4.30 til 4.40... Mál og menning mun m.a. Y 1 gefa út þrjár nýjar íslenskar skáldsögur í haust, sem eiga eftir að vekja töluverða athygli. - Jakobsglíma heitir þriðja bindi uppvaxtarsögu Sigurðar A. Magn- ússonar og fjallar um viðkvæmt tímabil, nefnilega KFUM-tíma hans. Ólafur Haukur Símonarson - sendir frá sér Vík milli vina og fjall- ar um hóp af fólki sem fer utan til náms, um æskudrauma sem fara til fjandans. Loks er svo skáldsaga eft- ir Ólaf Jóhann Sigurðsson, sem er framhald bókanna Gangvirkið, og - Seiður og hélog. Munu aðdáendur Ólafs bíða þeirrar bókar með mik- illi eftirvæntingu... 3 Albert Guðmundsson, fjár málaráðherra, lækkaði tolla á bílum um daginn. Skömmu siðar lækkaði hann líka tolla á til- teknum búsáhöldum, grænmeti, ávöxtum, kornmat, og barnavögn- um. Spaghetti, kornflex, þurrkaðar döðlur, frystir, sykraðir ávextir, gráfíkjur, asparagus, maís, stálull, hnífapör, kaffivélar, handsnúnar hakkavélar og fleira lækkaði í verði í kjölfarið. Albert skoraði öll mörk- in. Eða hvað? Við heyrum að Albert hafi aðeins viljað lækka toll á bíl- unum en framsóknarmenn hins vegar strækað á þá lækkun nema aðrar „nauðsynjavörur“ fylgdu með. Albert lét víst undan þrýst- ingnum. Samkvæmt stefnuyfirlýs- ingu ríkisstjórnarinnar áttu tolla- lækkanirnar einkum að „gagnast þeim sem lægstar tekjur og þyngsta framfærslubyrði hafa..!‘ '• "1 Sólarlandaferðir ferðaskrif- YJ stofanna hafa verið þeim S mikill sólstingúr eins og fram kom í síðasta Helgarpósti. Nú munu ferðaskrifstofurnar hafa tek- ið upp hátt starfsbræðra sinna á hinum Norðurlöndunum og selja sæti til sólarlanda fyrir 10-15% af venjulegu miðaverði ef ferðin er keypt degi fyrir brottför. Skilyrði er að sæti séu laus og óbókuð eftir í vélunum. Og það eru víst engin vandkvæði með það... Ferðaskrifstofufólk veltir nú fyrir sér hvort Hagkaup sé að fara út í ferðabransann. Fyr- irtækið hefur sett upp umboðs- skrifstofu fyrir Ferðaskrifstofu Austurlands í verslun þess í Lækj- argötu. Þar eru seldir flugmiðar í tvær ferðir til Parísar í sumar á Hagkaupsverði með frönsku flug- félagi. Skrifstofan í Lækjargötu annast venjulega ferðskrifstofu- þjónustu s.s. pantanir á hótelum og bílaleigubílum. Flugleiðir hafa hætt við þrjár ferðir til Parísar í sumar, m.a. vegna þessarar sam- keppni. C’est la vie...! ’F'l Fram hefur komið í fréttum Y J að Vikan/Úrval séu að semja y við Skeljung h/f varðandi sölu á tímaritunum á bensínstöðv- um fyrirtækisins. í því sambandi minnast menn þess að fyrir nokkr- um árum hófu Shell-stöðvarnar - sölu á verjum í því skyni að auka fjölda viðskiptavina og þá bensín- söluna um leið. Raunin varð þó sú að bensínsalan stóð nokkurn veg- inn í stað en verjusalan fór upp úr öllu valdi. Aukin verjuumsvif fé- lagsins voru framkvæmdastjórun- um mikið feimnismál og fór svo að þeir neyddust til að draga úr sölunni en hitt... 'STÖFAí Iðnaðarhúsinu lönar 28388 og 28580 Atlantik býður upp á þriggja vikna ferð til sólskinseyjarinnar Mallorka með sérkjörum. Verðið er í sérflokki og auk þess er barnaafslátturinn meiri en gengur og gerist. Ath. Hagstætt verð Ath. Hagstæð kjör Ath. 50% barnaafsláttur (alltuppíl6ára) Það er ekki tilviljun að Mallorka skuli njóta þeirra vinsælda, sem raun ber vitni. Eyja- skeggjar kappkosta við að gera dvöl ferða- manna, sem eyjuna heimsækja, sem ánægju- legasta. Atlantik býður sem fyrr upp á ákjósanlega að- stöðu fyrir fólk á öllum aldri. Ekki síst fyrir fjölskyldur með börn. Takmarkað sætaframboð. íslensk framtíö áiónaðibyggó FELAG ISLENSKfW O'JREKENDA 50 /VW Plastpoka og prentun færðu hjá N«1SÍ.1MS ll1*82655

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.