Helgarpósturinn - 15.12.1983, Blaðsíða 5

Helgarpósturinn - 15.12.1983, Blaðsíða 5
Glögg í gestina "& Glögg-glögg-glögg fór allt í einu aö heyrast I íslending- um I desember fyrir nokkrum árum. Skyndilega var þessi skandinavismi oröinn órjúf- anlegur þáttur I jólahaldi okk- ar og hefur verið þaö síðan. Nú er glögg drukkið i heima- húsum, á vinnustöðum...og á skemmtistöðum. Veitingahúsið Hollywood tók upp á því í fyrra að bjóða gestum hússins ókeypis glögg við innganginn á fimmtudags- og sunnudags- kvöldum. Sami háttur er hafð- ur á I ár — fólk fær heitt glögg f rauðvínsglasi þegar það kemur inn þessi kvöld. Karnabær og Steinar standa að þessum glöggkvöldum með húsinu, glögglega til að kynna plötur og þ.h. Iðunn Gunnlaugsdóttir, yf- irvert I Hollywood, sagði HP að í glögginu væri amerískt Burgundy rauðvln, blandað til helminga með vatni („annars verður það of bragðsterkt"), negulnaglar, kardimommu- duft í grisjum, kanelstangir, púðursykur og salt. Þetta er seytt í fjóra tfma en má ekki sjóða.>f Rásin eina ☆ Svona kort fengu menn einu sinni I útlöndum eftir að hafa numið sendingar Rlkis- útvarpsins og látið RUV vita af því. Þetta var í þá daga þegar sendingar Ríkisút- varpsins á langbylgju náðust víða um hinn vestræna heim. Þetta var áður en Ijósvakinn truflaðist af sendingum ótal útvarpsstöðva, sem annað hvort halda uppi látlausum pólitlskum áróðri eða stans- lausu bftlagargi. Þáhljómaði rödd íslands tærog ómeng- uð f stássstofum Lundúna jafnt sem f kjallarakytrum Kænugarðs. Það voru kvöldvökur, mess- ur, jarðarfarir, upplestur og kórsöngur. í stuttu máli sagt: Hreimur Islenskrar alþýðu. Þetta var útflutningur. Nú er meira um innflutning. Langbylgjusendirinn áVatns- enda man tfmana tvenna, en hann er að falli kominn. Kannski dettur hann með dynk f næsta fárviðri. Og Rás 2 nær ekki einu sinni um allt ísland. Það er af sem áður var.ýir Afurðasala Vísnavina hefur tekið til starfa. Svo- hljóðandi tilkynning barst nýveriö hingað á Helgar- póstinn ásamt síma- númeri. Við hringdum í númerið — 21745 — og fyrir svörum varð Aðal- steinn Ásberg Sigurðsson, meðlimur sönghópsins Hálft f hvoru. Hann tjáði okkur að Afurðasalan væri hvort tveggja skrifstofa Vísnavina og forlagsbúð þeirra, eins og kallað er. Þar verða á boðstólum all- ar afurðir Vlsnavina, tólf plötur og nokkrar bækur, allt á forlagsverði auðvit- að. Auk þess verður fólki veitt þarna aðstoð við að panta sér erlendar vfsna- plötur. Afurðasalan er vestast á Hringbrautinni, útvið haf og fjall f því húsi er stund- um nefnist Gullströndin, og er opin fyrst um sinn frá 1—7 daglega, einnig á laugardögum.^. * Lesendur Alþýðublaðsins ráku upp stór augu einn þriðjudag fyrir skömmu þeg- ar þeir lásu tvldálka frétt um framsóknarkonur undir fyrir- sögninni „Skvettu úr skúr- ingafötum á forystu flokks- ins.“ Undirfyrirsögnin hljóð- aði svo: Framsóknarvist breyttist f sellufund. Frú Dolly Decker krafðist þess að útflutningsþaetur yrðu aflagð- ar.“ Slðan segir m.a. f fréttinni að framsóknarkonur hafi fengið nóg af þvf að fá ekki nóg og haldið sklðlogandi byltingarfund, fylkt slðan liði á Lækjartorgi þar sem frú Dolly Decker sté á kassa og hélt magnaða tölu þar sem hún sagði m.a.: „Við viljum ekki lengur vera undir. Við krefjumst þess að fá að vera ofaná stundum." Framsókn- arkonur örkuðu sfðan niöur i Hljómskálagarð þar sem þær voru handteknar af lögregl- unni.... Ritstjóri Alþýðublaðsins átti ekki náðugan vinnudag þennan þriöjudag. Fram- sóknarkonur hringdu án afláts og spurðu hvað þessi frétt ætti eiginlega að þýða. Ritstjóranum varð heldur svarafátt, endafregnin þess eðlis að erfitt var að færa heimildir fyrir henni. Hið sanna I málinu var hins vegar að blaðamenn Alþýðublaðs- ins (tveir) höfðu I aðgerða- leysi á ritstjórn tekið upp á þvf að búa til innanhúss-grfn- blað. Þeir skrifuðu fréttir og gengu frá þeim með myndum -eins og um venjulegar fréttir væri að ræða og hlógu mikiö að skrifum slnum. Á mánudagsmorgni vant- aði hins vegar efni f þriðju- dagsblaðið og var þá ein af grlnfréttunurh tekin inn ( mis- gripum. Á þriðjudagsmorgni fraus hinsvegar hláturinn á vörum ritstjórnarmeðlimanna þegar þeir lásu fréttina um Dolly Deckerog framsóknar- konurnar sem vildu vera ofaná. Það vildi Alþýðublaðinu til happs að það er hvorki út- breitt né viðlesiö. Blaðamenn Timans ráku hins vegar aug- un i fréttina og gerðu konum I Framsóknarflokknum viö- vart. Hins vegar sögðu þeir ekkert frá þessu I Tlmanum.. * Umsjón: Hallgrímur Thorsteinsson og Jim Smart JOLA- TILBOÐIN HUOMAVEL -en hvernig hljóma „græjurnar"? NAD - hljómtækin sem hin tækin eru dæmd eftir! NAD5120 Plötuspilari ?\ PERFORMANCE TABLE 125456789 Build quality Armquality Feedback isoiatioo Ease of use Appearance& fimsh PERFORMANCE TOTAL SOUND QUALITY VALUE FOR MONEY 94% 94% NAD7120 Magnari PERFORMANCE TABLE 123456789 Build quality Power output FM sensitivity Ease of use Appearance & f inish PERFORMANCb TOTAL SouNdquality " VALUE FÖR MÖNEY Popular Hi-Fi Magnarar ársins í Danmörku s.l. 3 ár. Hi-FI /ORAND PRIX) AWARD AuckcMcWo b 33 Ö Ö Baas|p=l5 aa & Grand Prix sigurvegarar s.i. 4 ár. I srs^rr \ J « U r • T- ] ■fibáoo: Hvers vegna mæla allir með Boston Acoustic? „Boston Acoustic A40 eru litlir hátalarar sem veita mikið fyrir lágt verð". Audio „Boston Acoustic A40 standast fyllilega samanburð við margfaldlega stærri hátalara í mikið hærri verðflokkum". New York Times „Boston Acoustic A40 eru tvímælalaust einhverjir allra hagkvæmustu hátalarar sem við höfum kynnst í lengri tíma“. stereo Review Lj, Sound Quality Value for £ Boston Acoustics A40 90% 93% Popular Hi-Fi Þeir sem gera kröfur til tónlistar versla við okkur HELGARPÖSTURINN 5

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.