Helgarpósturinn - 15.12.1983, Blaðsíða 28

Helgarpósturinn - 15.12.1983, Blaðsíða 28
Kvikmyndin „Skilaboð til Söndru“ verður frumsýnd í Háskólabíó, n.k. laugardag, 17. desember. Myndin er gerð eftir samnefndri skáldsögu Jökuls Jakobssonar sem út kom 1980 og var hans hinsta. Kvikmyndahandritið er skrifað af Guðnýju Halldórsdóttur i samvinnu við Kristínu Páls- dóttur, leikstjóra myndarinnar og Árna Þórarinsson. Fram- leiðandi kvikmyndarinnar er Umbi s.f. Skiiaboð tii Söndru fjallar um rithöfundinn dónas (Bessi Bjarnason) sem fær stóra Skilaboð til Söndm Brot úr handriti tækifærið svonefnda, þegar honum býðst að skrifa kvik- myndahandrit um sjálfan Snorra Sturluson fyrir ítalskt kvikmyndafélag. Jónas dregur sig út úr skarkala borgarinnar og sest við skriftir í sumar- bústað uppi í sveit. Jónas iendir engu að síður í erfiðri glímu við sjálfan sig, verkefnið og ýmis aðskotadýr sem að honum steðja eftirað ráðskon- an Sandra (Asdís Thoroddsen) flyst inn til hans. í öðrum aðalhlutverkum eru Bryndís Schram, Benedikt Árnason, Jón Laxdal, Birna Þórðardóttir, Rósa Ingólfs- dóttir, Þorlákur Kristinsson, Bubbi Morthens, Elías Mar og Andrés Sigurvinsson. Kvik- myndataka er í höndum Einars Bjarnasonar, tónlist eftir Gunnar Reyni Sveinsson og Bubba Morthens og leikmynd gerði Hákon Oddsson. Förðun og búningar eru verk Ragn- heiðar Harvey. HP hefur fengið leyfi til að birta tvö atriði úr kvikmynda- handritinu. Hið fyrra segir frá heimsókn kunningja Söndru, Kobba (Andrés Sigurvinssor) sem er nýkominn frá Kaupmannahöfn með hass og sælgæti í fórum sínum. Siðara atriðið greinir frá kunn- ingjum Söndru og lögreglunn- ar, þeim kumpánum Þorláki (Þorlákur Kristinsson), Nonna (Bubbi Morthens) og Brúsa (Björn Br. Björnsson) og næt- urheimsókn þeirra hjá Jónasi. (Jónas kemur út með te og krúsir á bakka, Kobbi er að blanda í pípu) Sandra: Kobbi er að koma frá Kaup- mannahöfn og er með í eina. Jónas: Eina hvað? Sandra: Pípu. Sandra: Viltu ekki í eina með okkur? Jónas: Jú jú. Sandra: ...og taka allt oní þig, ekki láta neitt fara til spillis. (Jónas tekur stóran smók og fer að ráðum Söndru, réttir pípuna til þeirra, Kobbi tekur smók.) Jónas: Hvað er í fréttum úr Kaupmanna- höfn? Kobbi: Hvað meinarðu með fréttum? (Kobbi tekur upp fríhafnargott úr töskunni sinni og brýtur það nið- ur) Jónas: Ekki neitt. Ég bara spurði sisona. Eins og maður spyr. Kobbi: Ég veit ekki betur en drottningin hafi það gott og löggan líka. Jónas: En þú sjálfur? 28 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.