Helgarpósturinn - 15.12.1983, Síða 30

Helgarpósturinn - 15.12.1983, Síða 30
HELGARDAGSKRAIN 'i Föstudagur 16. desember 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.45 Á döfinni. Umsjónarmaöur Karl Sigtryggsson. Kynnir Birna Hrólfsdóttir. 21.00 Skonrokk. Umsjónarmaður Edda Andrésdóttir.' 21.40 Kastijós. Þáttur um inniend og erlend máiefni. Umsjónarmenn * Ingvi Hrafn Jónsson ogögmund- urJónasson. 22.50 Segir fátt af einum (Odd Man Out). Bresk blómynd frá 1947. Leikstjóri Caroi Reed. Aóalhlut- verk: James Mason, Robert New- ton og Kathleen Ryan. Irskur þjóðernissinni og strokufangi særist við ránstilraun og er slöan hundeltur svo að tvlsýnt er um undankomu. Afar áhrifamikil mynd, spenn- andi og vel leikin. Takið eftir Gunnari Eyjólfssyni speglast I bjórfroðu I könnu. Þrjár stjörnur af fjórum. Þýðandi Jón O. Ed- wald. 00.45 Dagskrárlok. Laugardagur 17. desember 16.15 Fólk á förnum vegi. 7. ferðaiag. Enskunámskeið I 26 þáttum. 16.30 íþróttir. Umsjónarmaður Bjarni Felixson. 18.30 Engin hetja. (Nobody’s Hero). Nýr flokkur. Breskur framhalds- myndaflokkur I sex þáttum fyrir börn og unglinga. Aðalhlutverk: Oliver Bradbury. Söguhetjan er ellefu ára drengur sem kemst I kast við lögin, sakaður um i- kveikju ásamt bekkjarbræðrum slnum. Þýðandi Guðrún Jörunds- dóttir. 18.55 Enska knattspyrnan. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Ættarsetrið. Lokaþáttur. Breskur gamanmyndaflokkur. Þýðandi Guðni Kolbeinsson. 21.20 Fram, fram fylking. (Foilow that Camel) Bresk gamanmynd frá 1967 um ævintýri Áfram-flokksins I Utlendingahersveitinni. Leik- stjóri Geraid Thomas. Aðalhlut- verk: Phil Silvers, Kenneth Will- iams, Jim Dale, Charles Hawtraey og Angela Douglas. Enn heldur Áfram-hátlðl Sjóni varpsins áfram. Hér leikur banda- rlski grlnleikarinn Phil Silvers yfir- mann I útlendingahersveitinni sem lendir i miklum ævintýrum þegar hann réttir vini sfnum hjálp- arhönd. Áfram Fram! Tvær störn- ur af fjórum. Þýðandi Ellert Sigur- björnsson. 23.00 Þvílíkt kvennaval. (För att inte tala um alla dessa kvinnor) Sænsk biómynd frá 1964. Leik- stjóri Ingmar Bergman. Aðaihlut- verk: Jarl Kulle, Bibi Andersson, Eva Dahlbeck og Harriet Anders- son. Gagnrýnandi nokkur hyggst ritaævisögu sellósnillings og fer til fundar við hann á sumarsetri hans. Þar kemur margt á óvart, ekki slst þær sjö konur sem búa með tónsnillingnum. Ein af hinum svokölluðu erótisku komedlum meistara Bergmans, þar sem Jarl Kulle fór einatt með aðalhlutverk. Þrjár stjörnur af fjórum. Þýðandi Jóhanna Þráins- dóttir. 00.25 Dagskrárlok. Sunnudagur 18. desember 16.00 Sunnudagshugvekja. Séra Árel- (us Nlelsson flytur. 16.10 Húsið á sléttunni. 6. Ættartréð. Bandarlskur framhaldsmynda- flokkur. Þýðandi Óskar Ingimars- son. 17.00 Rafael. Annar hluti. Bresk heim- ildarmynd í þremur hlutum um ævi, verk og áhrif Italska málar-' ans Rafaels. Þýðandi og þulur Þorsteinn Helgason. 18.00 Stundln okkar. Umsjónarmenn Ása H. Ragnarsdóttir og Þor- i gfii steinn Marelsson. Stjórn upp- töku: Elln Þóra Friöfinnsdóttir. 18.50 Áskorendaeinvigin. Gunnar Gunnarsson flytur skákskýring- ar. 19.05 Hlé. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttlr og veður. ‘0.25 Auglýsingar og dagskrá. '20.40 Sjónvarp næstu viku. Umsjónar- maður Guðmundur Ingi Kristj- ánsson. 21.10 Glugginn. Þáttur um listir, menn- ingarmál og fleira. Umsjónar- maðurÁslaug Ragnars. 22.05 John F. Kennedy. Bandarisk heimildarmynd sem rekur stjórn- málaferil Kennedys Bandarikja- forseta frá kosningabaráttunni 1960 til dauðahans22. nóvember 1963. Þýðandi Jón O. Edwald. 23.50 Dagskrárlok. © Föstudagur 16. desember 11.25 „Méreru fornu minninkær" Einar Kristjánsson frá Hermundarfelli | sér um þáttinn (RÚVAK). 112.00 Dagskrá. Tilkynningar. Tónleikar. p 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til- kynningar. 14.40 Á bókamarkaðinum. 15.05 Nýtt undir nálinni. Hildur Eirlks- dóttir kynnir nýútkomnar hljóm- plötur. 15.30 Tilkynningar. 16.00 Fréttir. 17.00 Siðdegisvakan. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. Val Guömundar á Mokka „Mín útvarpshlustun er nú yfirleitt með minnsta rnóti," segir Guð- mundur Baldvinsson stórvert og söngmaður á Mokka-kaffi. ,,0g um helgina verður jólaösin í hámarki hjá okkur og allar horfur á að ég hlusti ennþá minna en endranær. Samt reyni ég alltaf að hlusta á fréttir og alls konar fróðleiksþættir eru líka hátt skrifaðir hjá mér. Nú, á föstudaginn gæti ég vel hugsað mér að enda kvöldið með því að hlusta á Kvöldgesti Jónasar og á laugardaginn á Listalíf Sigmars B. A sunnudaginn er ekki fráleitt að ég hlusti á Svavar Gests; tónlistin er kannski ekki alltaf mjög merkileg, en hún rifjar upp ýmislegt frá því ég var ungur. Það er nú oft að sjónvarpið hefur forgang fram yfir útvarpið, auð- vitað fréttirnar fyrst og fremst. Ættarsetrið á laugardögum finnst mér skemmtilegir þættir og bíómyndin þar á eftir gæti verið hressi- leg. Á sunnudagskvöldið sé ég ekki betur en ég gæti hugsað mér að horfa á alla kvölddagskrána, hún virðist með allra besta móti.“ t 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 20.15 Lög unga fóiksins. Þóra Björg Thoroddsen kynnir. 21.10 Hljómskálamúsík. Guðmundur Gilsson kynnir. 21.40 Við aldahvörf. Þáttaröð um braut- ryðjendur I grasafræði og garð- yrkju á íslandi um aldamótin. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orö kvöldsins. 2.35 Traðir. Umsjón: Gunnlaugur Yngvi Sigfússon. 23.15 Kvöldgestir — þáttur Jónasar Jónassonar. 00.50 Fréttir. Dagskrárlok. Næturút- varp frá RÁS 2 hefst með veður- fregnum kl. 01.00. Árni Björnsson. 21.15 Á sveitalinunni. Þáttur Hildu Torfadóttur, Laugum f Reykjadal (RÚVAK). 22.00 Lesið úr nýjum barna- og ung- lingabókum, frh. Umsjón: Gunn- vör Braga. Kynnir: Ragnheiður Gyða Jónsdóttir. 22.15 Veöurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. É22.35 Harmonikuþáttur. Umsjón: Sig- urður Alfonsson. * 23.05 Listaiíf. Umsjón: Sigmar B. Hauksson. 23.50 Fréttir. Dagskrárlok. 24.00 Næturútvarp frá RÁS 2 til kl. 03.00. Laugardagur 17. desember 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til- kynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veöur- fregnir. 16.20 Islenskt mál. Guðrún Kvaran sér um þáttinn. 16.30 Mýjustu fréttir af Njálu. Umsjón: Einar Karl Haraldsson. 17.00 Siðdegistónleikar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.35 Enn á tali. Umsjón: Edda Björg- vinsdóttir og Helga Thorberg. 20.00 Lesið úr nýjum barna- og ung- lingabókum. (Framhald á lestrin- um kl. 22.00). Umsjón: Gunnvör Braga. Kynnir: Ragnheiður Gyða Jónsdóttir. 20.40 Fyrir minnihlutann. Umsjón: 4 Sunnudagur 18. desember 8.00 Morgunandakt. Séra Lárus Guð- mundsson þrófastur I Holti flytur ritningarorð og bæn. 10.25 Út og suður. Þáttur Friöriks Páls Jónssonar. 11.00 Messa i Langholtskirkju. Prestur er Pétur Maack. Organleikari: Jón Stefánsson. 13.30 Vikan sem var. Umsjón: Rafn J_ónsson. 14.15 Á bókamarkaðinum. 15.15 ídægurlandi. SvavarGests kynnir tónlist fyrri ára. I þessum þætti: Jólahreingerning I þlötuskápn- um. 16.00 Fréttlr. Dagskrá. 16.15 Veður- fregnir. 16.20 Um vísindi og fræði. Málfræði og isl. mál. Einar Sigurbjörnsson prófessor flytur sunnudagserindi. 17.00 Kammertónleikar. Upptaka frá tónleikum sinfónluhlj. i Gamla biói 26. nóv. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.35 Á bökkum Laxár. Jóhanna Stein- grimsdóttir i Árnesi segir frá (RÚVAK). 19.50 Lítill og einn. Jólasaga Jennu Jensdóttur. Höfundur les. 20.00 Útvarp unga fólksins. Stjórnandi Margrét Blöndal. 21.00 Háskólakórinn og Kór Langholts- kirkju syngja ísl. kórlög. 21.40 Útvarpssagan: „Laundóttir hrepp- stjórans” eftir Þórunni Elfu Magn- úsdóttur. Höf. les (4). 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Kotra. Stjórnándi: Signý Pálsd. (RÚVAK). 23.05 Djass: Be-bop — 2. þáttur — jón Múli Árnason. SJÓNVARP eftir Magnús Torfa Ólafsson Skemmtikraftar „Skerrtmtiatvinna er einstök atvinnaV sagði irving Berlin í bragnum, sem síðan hefur verið hersöngur skemmtikrafta, á sigurgöngu fjárfreks skemmtanaiðnaðar með innbyggða tilhneigingu til stöðlunar og flatneskju. Hneigð sjónvarps til inni- haldsleysis má marka af því, hvílíkt númer samtök sjónvarpsstöðva gera úr árlegri dægurlagakeppni og svipuðum sápubólum. Verðlaunalög frá Eurovision eru einatt svo andvana fædd, að þau gufa upp um leið og myndin dofnar á skjánum. Blikk- dósahlátur og segulbandsklapp hrökkva skemmtiatriðum skammt til langlífis. Þrótturinn, næmið og leiknin, sem gera skemmtikraftinn færan um að ná til fólks.lærist ekki nema augliti til auglitis við áheyrendur, í misjöfnum húsakynn- um og við margbreytileg skilyrði. Verk- efni þess sem leiðir fram skemmtikrafta í sjónvarpi er að búa svo um hnútana í upptökusalnum, að tæknin hjálpi þeim sem fram kemur að njóta sín, en skyggi ekki á eiginleikana sem gert hafa hana eða hann að nafni sem fengur þykir að í sjónvarpsþætti. í skammdeginu, söngvaraþáttur þeirra Ásu Finnsdóttur og Tage Ammendrup, rétt slapp fyrir horn að þessu leyti. Þau gerðu sér líka erfiðara fyrir en þurfti, með því að troða of mörgum í einn þátt, hvert atriði varð óþægilega snubbótt og sumar sviðs- myndir báru flytjendur ofurliði. Dans- atriðunum var spillt með því að beina tökunni hvað eftir annað að pari einmitt um leið og skugga bar á. Glædur, fjórir þættir Hrafns Pálssonar af söngvurum og hljóðfæraleikurum, sem búnir eru að tolla á sviðinu ára- tugum saman, voru nánast ágrip af sögu reykvískra dansstaða og skemmtana- ferðalaga um landið frá stríðslokum. Þessir þaulvönu menn nutu sín á skján- um, en nú brá svo við að vangert var í því sem Tage og Ása ofgerðu. Sviðið sem myndaði rammann um viðtöl Hrafns við Hauk, Árna, Braga, Gretti og Björn R. var óbreytt út í gegn, og svo fátæklegt sem verða mátti. Leiðrétting. Fyrirsögn á síðasta þætti mínum átti að vera „Lifi sauðarlitirnir" en prentvillupúkinn hirti fyrsta r-ið úr síðara orðinu. IITVARP Systurnar Þegar dagskrá útvarpsins er athuguð um þessar mundir virðist hún naesta ein- hæf: Á jólaföstu, Ég man þá tíð, í dægur- iandi, Á bókamarkaðinum, Vikan sem var, Útvarp unga fólksins o.s.frv. Það liggur við að maður viti að hverju maður gengur þegar kveikt er á þessu eina sam- bandi, sem sumir hafa við mannlífið utan við f jóra veggi íbúðar sinnar eða einangr- að umhverfi þeirrar bújarðar, sem þeir sitja. Nýbreytni er varla nokkur enda býr nú útvarpið sig undir að koma fólki í hið svokallaða jólaskap, sem veldur þeim, sem slitið hafa sig úr tengslum við fortíð- ina, ómældum leiðindum. Það var því með hálfum huga að ég ákvað að láta eft- ir mér að vaka lengur en góðu hófi gegndi föstudagskvöldið 9. des. og hlusta á Jónas og kvöldgesti hans. En brátt kom í ljós að Jónas bauð upp á skemmtilega tilbreytingu: Hann fór í heimsókn til tveggja aldurhniginna systra, sem búa á jörðinni Hringveri norður á Tjörnesi. Hvernig sem á því stendur hneigjast margir til að setjast við tækin og doka við þegar Jónas tekur sig til og fer út af þjóð- götunni lítt troðnar heimtraðir af- skekktra býla og mælir húsráðendur málum, og þeir sem létu sig hafa það að eyða kvöldstund með þeim Jónasi og Kristinu og Fanneyju Geirsdætrum á Hringveri, urðu margs vísari. Samtalið hóf Jónas við Fanneyju, sem lýsti erfiðum veikindum æsku sinnar á viðkvæman og einlægan hátt og reyndi Jónas — einkar eðlilegt og óþvingað samtal. að gera sér grein fyrir hver áhrif þessara veikinda hefðu orðið á lífshlaup hennar. Síðan tók Kristín til að ræða við Jónas um hagi sína og heimsmálin almennt. Tókst Jónasi að laða fram einkar eðlilegt og ó- þvingað samtal við þær systur og leið hlustandanum vel að sitja inni í stofunni á Hringveri, heyra tifið í klukkunni og umgang um húsið. Samtalið og umhverf- ishljóðin hjálpuðu til að skapa þau hug- hrif sem fylgja heimsóknum í ókunnug húsakynni og var andrúmsloftið að þessu sinni ólíkt óþvingaðra en þegar Jónas fær kvöldgesti sína í heimsókn í tækni- væddar miðstöðvar útvarpsins á Akur- eyri eða í Reykjavík. Eins og sumra útvarpsmanna er siður var Jónas nokkuð aðgangsharður í spurningum við þær systur og vildi gjarn- an vita hvers vegna þær væru eiginlega að þessu búskaparbasli, vita heilsulausar manneskjurnar. Ekki fengust greið svör sem von var en sjálfsagt hafa þær systur farið að hugsa margt meðan á viðræðun- um stóð og eins eftir þær. Þáttinn endaði siðan Jónas með sýnis- horni af Ijúfri sönglist þeirra systra. Kvæði Davíðs Stefánssonar um konuna, sem kyndir ofninn, söng önnur systranna með sinni þýðu röddu. Lagið var ljúflegt moll-lag, enda lætur viðkvæm náttúran sjaldan gleði sína í ljós með ólátum og ærslum dúrsins heldur með seiðandi ang- urværð mollsins. Þær systur eru náttúru- börn og hljóta því að semja lög sín í moll. Ef til vill hefur einhver hlustandi spurt sig hvað Kristín Geirsdóttir hefði orðið, hefði hún flust til Reykjavíkur. Hefði hún orðið einn af forystumönnum íslenskra sósíalista? Hefði hún orðið ljóðskáld eða rithöfundur, tónskáld eða fræðimaður? Þessum spurningum getur enginn svar- að. Ef til vill blundar svarið í huga Kristín- ar sjálfrar, en það er draumur, sem eng- inn á nema hún sjálf. Kærar þakkir fyrir ljúfa kvöldstund, systur. •* 30 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.