Helgarpósturinn - 15.12.1983, Blaðsíða 15

Helgarpósturinn - 15.12.1983, Blaðsíða 15
' vo virðist sem alger leikleysa sé ríkjandi í stjórn Handknatt- leikssambands Islands um þessar mundir, bæði í sókn og vörn. Á stjórnarfundi um síðustu helgi lá við stjórnarslitum vegna ágreinings um hvernig tekið hefur verið á vanda- málum sambandsins, sem eru ærin, einkum fjárhagsvandræðin. í haust skuldaði HSI hátt á aðra milljón króna. Þá brá hinn nýi formaður E. Þ Björnsson þjóðháttafræðing til að vera fulltrúi flokksins í útvarps- ráði, sem var skipað fyrr í vetur. Tryggvi Þór Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri Menningar- og fræðslusambands alþýðu, var val- inn varamaður Árna. Tryggvi Þór hefur nú afþakkað þennan flokks- bitling í bréfi til þingflokks Alþýðu- bandalagsins. Tryggvi Þór var vara- maður Olafs R. Einarssonar í síðasta útvarpsráði og síðar de facto aðal- maður eftir að Ólafs naut ekki leng- ur við. Tryggvi Þór mun vera að mótmæla því fyrst og fremst að flokkurinn hafi ekki haft samráð við hann um varamannsstöðuna, held- ur skipað hann í hana að honum forspurðum. Val Árna Björnssonar hefur sætt nokkurri gagnrýni innan flokksins, einkum fyrir það að hann er ekki lengur í Álþýðubandalag- inu. Hann sagði sig úr flokknum fyr- ir nokkrum árum. Ýmsum þykir hafa verið gengið framhjá ýmsum hæfum Alþýðubandalagsmönnum, og verkalýðsleiðtogum innan flokksins finnst að freklega hafi ver- ið gengið framhjá Tryggva Þór. haft er fyrir satt að flokkurinn hafi verið að launa Árna Björnssyni fram- göngu hans í álmálinu, en hann var einn helsti forvígismaður Nýrra sjónarmiða, samtakanna sem beittu sér fyrir almennri fjársöfnun handa Isal á sínum tíma... þess, Friðrik Guðmundsson, á það ráð að fá Ámunda Ámunda- son til að afla fjár. Ámundi er búinn að gefa út tvö auglýsingablöð en lít- ið mun hafa sést af peningum enn- þá. Annað blaðið hefur valdið hneysklun og reiði á Akranesi. Það heitir Skagamenn. Iþróttabanda- lag Akraness og knattspyrnuráð þeirra Skagamanna sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu í gær þar sem þau tóku fram ,,að gefnu til- efni“ að auglýsingablaðið Skaga- menn, sem dreift hafi verið um allt Vesturland, væri þeim „algjörlega óviðkomandi og ekki á okkar veg- um né ábyrgð". í yfirlýsingunni segir að ýmsir hafi auglýst í blaðinu í þeirri góðu trú að þeir væru að styrkja hina einu og sönnu Skaga- menn, enda hafi sá sem beri ábyrgð á blaðinu jafnvel gefið það í skyn þegar hann fór fram á auglýsingar. Knattspyrnuráð Skagamanna og ÍA segjast harma að merki þeirra og nafn skuli hafa verið notað í blaðið án þeirra vitundar og segja jafn- framt að viðtöl við forystumenn og leikmenn ÍA hafi verið veitt á röng- um forsendum. I efndin sem heilbrigðisráð- herra skipaði til að móta opinbera stefnu í áfengis- og fíkniefnamálum hefur skilað svokölluðum fyrstu til- lögum um hraðar aðgerðir. Meðal tillagnanna er ein um afnám um- boðsmannakerfisins í víninnflutn- ingi. Markmiðið með þessari tillögu er að ríkið fái að njóta umboðslaun- anna sem umboðsmennirnir fá nú fyrir litla fyrirhöfn. Ekki virðist liggja sérstaklega á afgreiðslu þess- ara fyrstu tillagna um hraðar að- gerðir, því að þær hafa legið hjá Matthíasi Bjarnasyni heilbrigðis- ráðherra síðan 1. nóvember. Hann hefur ekki lagt þær fram í ríkis- stjórninni. En þar situr líka Albert Guðmundsson, umboðsmaður fyrir m.a. White Horse viskí og Cinzano vermouth... A I n það er' fleira sem bjátar á hjá HSÍ. Mótabók íslandsmótsins í handknattleik kom ekki út fyrr en nú nýlega. Leikir hafa því oft verið illa eða ekki auglýstir, sem aftur hefur leitt til þess að leikirnir hafa verið fádæma illa sóttir: þetta 20-30 manns hafa horft á 1. deildar leiki i þjóðaríþróttinni. Ýmsir eru farnir að efast um stjórnunarhæfileika formanns HSI, sem áður hafði þann starfa í handboltanum að taka videomyndir af landsliðinu. Svo langt nær þessi óánægja að á stjórn- arfundinum um síðustu helgi voru uppi raddir um að boða til sérstaks aukaþings HSÍ til að ræða hvort víkja ætti formanninum frá... taks, Magnúsi Hreggviðssyni, mun hafa tekist að rífa fyrirtækið að mestu upp úr þeim fjárhagsörðug- leikum sem það átti við að etja og nú er sagt að hann vilji leggja áherslu á að bæta verulega efnis- gæði blaðanna og auka útbreiðslu þeirra. Annars vakti það athygli að Frjálst framtak skrifaði ekki undir samning þann um upplagseftirlit sem gerður var á dögunum, enda mun kalt stríð ríkja milli fyrirtækis- ins og auglýsingastofa sem telja að Frjálst framtak geri of mikið af því að hanna auglýsingar í blöð sín og taki þannig veruleg viðskipti frá auglýsingastofunum.... A tllir þekkja AA-samtökin, félagsskap hinna nafnlausu áfengis- sjúklinga, en þeir eru ábyggilega miklu miklu færri sem þekkja NA- samtökin, enda eru þau mjög ný- lega tilorðin og fara leynt. NA mun vera skammstöfun fyrir „Nar- cotics Anonymus“, sem útleggst — hinir nafnlausu eiturlyfjaneyt- endur. Þessi samtök, sem enn munu vera mjög lauslega skipulögð og nánast stjórnlaus, eru sett á laggirn- ar af hópi ungs fólks sem telur sig- eiga ýmsum eiturlyfjum, allt frá hassi til hinna sterkari efna, grátt að gjalda. Enn sem komið er felst starf- sernin eingöngu í því að félagar eru hver öðrum til hughreystingar og aðhalds og samhæfa reynslu sina, en þegar félagsskapnum vex fiskur um hrygg mun jafnvel ætlunin að koma fram í dagsljósið og hefja kynningar- og útbreiðslustarf meðal þeirra sem enn sitja í súpu fíkniefnanna. Svipaðar hreyfingar munu hafa verið í burðarliðnum í ýmsum nágrannalöndum — eink- um eftir að Ijóst varð að goðsögnin um skaðleysi kannabis-efna stæðist engan veginn tímans tönn og reynslu þeirra sem neytt hafa þeirra lengi. NÁ-félagar í Reykjavík hittast vikulega og má að sögn sjá ýmis kunnugleg andlit í þeim selskap... Á ingflokkur Alþýðubanda- lagsins valdi sem kunnugt er Árna liklar breytingar munu fyrirhugaðar á ritstjórn blaða þeirra sem Frjálst framtak gefur út nú um áramótin. Sagt er að fyrirtækið sé búið að ráða tvo n.ýja ritstjóra en mjög leynt fer hverjir þeir eru og hvaða blöðum þeir taka við, en talið að það séu Frjáls verslun og Sjávar- fréttir. Nýjum eiganda Frjáls fram- ómsrannsóknin sem ríkis- saksóknari hefur ákveðið að skuli fara fram í Skaftamálinu er ekki aðeins „framhaldsrannsókn" til að treysta niðurstöður hinnar um- deildu rannsóknar Rannsóknarlög- reglu ríkisins á málinu, heldur er hér um nýja rannsókn að ræða. Yfirlýsing ríkissaksóknara um að ákvörðun um dómsrannsókn þýði ekki að verið sé að kasta rýrð á rannsókn RLR er skilin sem líknar- aðgerð samtryggingarinnar, verið sé að bera smyrsl á flakandi sár rannsóknarlögreglustjóra. Þær upplýsingar sem ógiltu rannsókn RLR í raun komu fram í grein Helgarpóstsins í síðustu viku, „Hvað er að í lögreglunni?" Þar var skýrt frá því, að rannskóknarlög- reglumaðurinn sem stjórnaði yfir- heyrslum í Skaftamálinu og lög- reglumaðurinn sem Skafti kærði fyrir helstu misþyrmingarnar, hefðu verið samstarfsmenn í lög- reglunni í Reykjavík fyrir nokkrum árum, og unnið náið saman á vökt- um. Þetta atriði, öðrum fremur, leiddi til kvörtunar lögmanns Skafta þess efnis, að þeir sem að rannsókn- inni stóðu hjá RLR hafi verið van- hæfir vegna kunningsskapar við ákærða.... Þ I I llkvitni manna getur verið með ólíkindum eins og ungur Kópavogs- piltur fékk að reyna í vikunni. Glæ- nýr spariskór sem hann setti út í glugga fyrir svefninn, svo sem barna er siður í aðventunni, var skorinn og tættur af förumanni sem átti leið hjá. Hvort sami ódæðismaðurinn lagði leið sína á barnaheimilið Múla- borg nýverið vitum við ekki, en heyrum að þar hafi verið brotist inn á sérdeild heimilisins fyrir fötluð börn og allt jólaföndur þeiria, sem þau höfðu vandað sig við að gera siðustu vikur, eyðilagt svo og sem litir og annað efni til föndursins var brotið og bramlað. Ótugtarskapur manna á sér greinilega ekki takmörk... Innað hefur vakið athygli varðandi samninginn um upplags- eftirlit blaðanna, sem lengi hefur verið kappsmál Sambands auglýs- ingastofa. Þeir sem fylgst hafa með löngum undirbúningstíma þessa samnings segja að það blað sem hvað mestan áhuga sýndi á málinu hafi verið DV. Þegar svo kom að undirritun samningsins mætti full- trúi DV ekki, en hann var Ólafur Eyjólfsson skrifstofustjóri. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir tókst ekki að fá neinn annan DV-mann til að koma og rita undir samninginn um upplagseftirlit. Vakti þetta athygli og fylgir sögunni að samtök auglýs- ingastofa líti þessa framkomu DV alvarlegum augum og túlki á þann eina hátt að þegar til kom hafi blað- ið ekki treyst sér til að gefa upp óhlutdrægar upplýsingar um upp- lag sitt. Það er opinbert leyndarmál að DV falsar þær upplagsstölur sem daglega eru gefnar upp í blaðhausn- um. Þær munu vera allt að 20% hærri en í reyndinni... kramótin nálgast óðfluga. Utvarpsmenn á Rás 1 hyggjast slá upp miklu partíi ásamt Stuðmönn- um og verður gleðin haldin í út- varpshúsinu við Skúlagötu. Skemmtunin hefst uppúr miðnætti en óljóst er enn hve lengi hún mun standa. Hins vegar er unnið að því af fullum krafti að fá heimíld yfir- manna hljóðvarps (og væntanlega útvarpsráðs) að útvarpa veislunni milli 2 og 3 að næturlagi, því þarna munu líta inn margir gestir og hljóð- færin þanin eins og vandi Stuð- - manna er... F. eir Islendingar eru fáir sem sjá sér fært að búa erlendis og lifa þar af ritstörfum fyrir ís- lenska lesendur. Við heyrðum um ánægjulega og óvenjulega undantekningu í þessu efni.— Hjörtur Gunnarsson, einn af okk- ar snjöllustu krossgátusmiðum,hef- ur lengi smíðað þær í hjáverkum með kennslustörfum. Núna býr Hjörtur hins vegar á sólarströnd Spánar og vinnur fyrir sér og sínum með því að iðka þá erfiðu kúnst sem krossgátusmíð er. Hann semur bæði fyrir blöð, og svo er nýkomin út fyrir jólin krossgátubók eftir Hjört sem heitir Krossgátubók árs- ins. Svona getur krossgátusýki Is- lendinga byggt upp atvinnugrein- S. Leykvískir jassgeggjarar sem komnir eru á og yfir miðjan aldur ganga um í nokkurri sæluvímu þessa dagana. Þeir eru nefnilega búnir að eignast sinn eigin jass- klúbb, sem mun ætlað að reisa á ný það merki sem bauð af sér hvað mesta tign hér á árum áður í Breið- firðingabúð og Mjólkurstöðinni. Það er merki frjálsrar tónsköpunar, jassspilamennsku af fingrum fram eða svokallaðra jam-sessiona. Klúbburinn sem stofnaður var á Loftleiðahótelinu um síðustu helgi mun ætla að beita sér fyrir slíkum djamm-kvöldum á um það bil mán- aðarfresti, en hið fyrsta verður háð í Kvosinni 22. janúar. Þessum ágæta klúbbi hefur þegar verið valið nafn- ið Jassklúbbur Reykjavíkur, en það hét hann einnig sá gamli góði klúbb- ur, eða J.R. í höfuðið á frægum óþokka, eða hvað? Formaður klúbbsins er Hrafn Pálsson, félags- fræðingur og sjónvarpsþáttastjórn- andi, varaformaður er Þórhallur Halldórsson hjá Heilbrigðiseftirlit- inu, en hitt vekur kannski meiri eft- irtekt að í stjórninni situr sem ritari "vokallaður péerr-bransi fer æ vaxandi, en það er þjónusta sem annast almenningstengsl, fyrir- tækjakynningar, gerð hugmynda og texta fyrir auglýsingar, bæklinga og þess háttar. Þrír kunnir fjölmiðla- menn eru núna að stofna fyrirtæki á þessu sviði, — þeir Magnús Bjarnfreðsson, Helgi H. Jóns- son, fréttamaður hljóðvarps, og Vilhelm G. Kristinsson, sem lengi var fréttamaður en er nú fram- kvæmdastjóri Sambands íslenskra bankamanna. Þeir Magnús og Vil- helm munu ætla að verða í nánast fullu starfi við þetta nýja fyrirtæki... Ú rslit kapphlaupsins um bankastjórastöðuna í Búnaðar- bankanum þar sem Stefán Pálsson varð hlutskarpastur, kunna að valda nokkrum jarðskjálftum innan Framsóknarflokksins, þar eð Magnús Torfi Ólafsson, blaðafull- trúi ríkisstjórnarinnar og mikill jass- áhugamaður um langt árabil... járfestingafélag Islands hefur nú lagt niður fasteignasölu sína, en félagið hugðist innleiða nýja leið í fasteignasölu sem ekki virtist hafa mikinn hljómgrunn, þ.e. verðtrygg- ingu þeirra lána sem seljandi veitir kaupanda. Þótt Fjárfestingafélagið hverfi af fasteignamarkaðinum þá minnka í engu umsvif félagsins og er nú sagt að það hafi keypt meiri- hluta hlutabréfa í Trésmiðjunni Víði og hyggist efla rekstur fyrirtækisins verulega. Segir sagan að nýr fram- kvæmdastjóri taki við hjá Víði snemma á næsta ári og mun það vera Haukur Björnsson, fyrrver- andi framkvæmdastjóri Félags ís- lenskra iðnrekenda og síðar Karna- bæjar.sem sest í stólinn... Stefán Valgeirsson, alþingis- maður flokksins og formaður bankaráðs,er afar reiður yfir því að hafa ekki hlotið stuðning flokks- forystunnar í þessa stöðu. Stefán Valgeirsson mun hafa talið sig eiga stuðning hennar vísan, og það sem meira er, — stuðning fráfarandi bankastjóra, Þórhalls Tryggva- sonar. Hvort sem þetta var ósk- hyggja ein hjá Stefáni þá var stuðn- ingurinn breytingum undirorpinn. Það voru bankastjórarnir, Þór- hallur, Magnús Jónsson frá Mel og Stefán Hilmarsson sem bak við tjöldin beittu sér hvað mest fyrir því að Stefán Pálsson hlyti stöðuna enda vel metinn og reyndur banka- maður. Þegar Stefán Valgeirsson komst að raun um að hann nyti ekki einu sinni stuðnings sinnar eigin flokksforystu flutti hann, sam- kvæmt áreiðanlegum heimildum HP, harðorða ræðu á þingfiokks- fundi, ekki síst í garð Steingríms Hermannssonar, formanns og for- sætisráðherra. Var þar m.a. minnst á Blazer. Síðan hefur Stefán ekki rnætt á þingflokksfundum og heyr- um við núna að hann sé jafnvel skil- inn að skiptum við flokkinn, hversu lengi sem það stendur... læsti pólitíski bankastjóra- slagurinn kann að vera í nánd. Sagt er að kratar hafi nú mikinn áhuga á að koma Björgvin Guðmunds- syni, sem um áramót missir fram- kvæmdastjórastöðuna hjá BÚR, í stöðu bankastjóra. Heyrist Útvegs- bankinn nefndur í því sambandi... HELGARPÓSTURINN 15

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.