Helgarpósturinn - 15.12.1983, Blaðsíða 19

Helgarpósturinn - 15.12.1983, Blaðsíða 19
LISTAPOSTURINN Léttdjössuð segir Gunnar Reynir Sveinsson um tónlistina í kvikmyndinni „Skilaboö til Söndru“ Gunnar Reynir Sveinsson, djassgeggjari og kompóser. „Okkur fannst ekki viðeigandi að.vera með flókna músík í mynd- inni, enda ekki við hæfi atburða- rásarinnar. Þetta er því tiltölulega létt tónlist og auðmelt. Svo er hún líka djasskennd", segir Gunnar Reynir Sveinsson tónskáld um tónlistina sem hann samdi fyrir kvikmyndina „Skilaboð til Söndru" er frumsýnd verður um helgina. Tónlistin við „Söndru" er frá- leitt ekki fyrsta músíkin sem Gunnar semur fyrir myndmál. Hann á að baki verk fyrir tvær ís- lenskar kvikmyndir, „Land og syni“ og „Sóley" og fjölmargar sjónvarpsmyndir, aukinheldur sem hann hefur verið drjúgur við skriftir leiksviðstónlistar á undan- liðnum árum: „Blessaður vertu, ég hef ekki hugmynd um hvað mörg verk liggja eftir mig á þess- um vettvangi. Það er helst að maður muni eftir einhverjum óvenju skemmtilegum verkum eða afar leiðinlegum. Hin hafa horfið og gleymst", segir Gunnar. Hann er spurður að því hvernig sé að fást við kvikmyndatónlist. „Spennandi", svarar hann og bætir við: „Það er svo margt hægt að gera þegar landslag, leikur og músík blandast saman í einni har- móníu. Tónskáldið er þá bæði frjálst og heft, sem er því hollt." Gunnar Reynir hefur aldrei lært að semja kvikmyndatónlist sér- staklega, en hefur hinsvegar setið námskeið í gerð Ieikhljóða. Hann á litríkan tónlistarferil að baki, níu ár í Sinfóníunni og gott betur uppi á sviði í djassbransanum: „Þaðan hef ég þær hugmyndir mínar hvernig best og mest má vekja hughrif hjá fólki með músík. Það hefur nýst mér vel við samningu bíótónlistar", segir Gunnar. En hvernig finnst honum þessi teg- und tónlistar eigi að vera? „Hún á að vera þannig að manni finnist hún ekta, enginn ansans rembingur. Annað hvort á hún að falla mjög eðlilega að efn- inu eða mjög skringilega að því. Ekkert þarna á milli.“ Gunnar fer svo að minnast á sín uppáhalds kvikmyndatónskáld, sem hann segir vera artista á borð við Nino Rota sem samdi fyrir Fellini, Henry Marcini, John Willi- ams, Quincy Jones og Nelson Riddle, en allir eru þessir strákar komnir úr djassinum og „þræl- góðir" að mati Gunnars. Hlutverk tónsmiðs í kvikmynd? Gunnar svarar því til að það fari mjög eftir samvinnu leikstjóra og kompónista: „Ef þeir skynja báðir það sama og ef þeir nálgast efnið eftir sömu leiðum, þá verður út- koman mjög happí fílingur..." Var svo í „Söndru"? „Já, það var sérstaklega gott að vinna með Kristínu Páls. Það var mjög hamingjusamt samstarf og gaf mér drift sem kompóser. Ég vil líka nefna Bubba sem kemur fyrir í myndinni. Það var mér sérstak- lega ljúft að starfa með honum, enda drengur með mikla músík í sér.“ Gunnar Reynir segist muna glöggt eftir því hvernig hann hafi fyrst byrjað að semja tónlist. Það var á árunum ’55 til ’58 þegar hann víbraði með KK-sextettnum. Honum segist svo frá: „Kristján bað mig eitt sinn að útsetja fyrir bandið voðalega vinsælt lag með Frank Sinatra, en þetta var lagið „From here to Eternity” í sam- nefndri söngvamynd sem verið var að sýna um þetta leyti í Gamla bíói. Ég lét til leiðast og skrapp á myndina um kvöldið, skrifaði melódíuna að laginu upp á klósett- inu í hálfleik til að gleyma henni ekki. Útsetti svo um nóttina og mætti galvaskur á æfingu næsta kvöld, en samt, ekki nógu ánægð- ur með hvernig mér hafði tekist til við verkefnið, fannst reyndar út- setningin mín óttalega léleg og Ieiðinleg. Þetta lag var samt spiiað á hverju kvöldi næstu mánuði og oftar en einu sinni á hverjum dansleik. Ég reyndi að fá Kristján til að minnka flutninginn á laginu, eða helst bara gleyma því alveg, en hann tók það aldrei í mál. Svo þegar hann var orðinn leiður á þessu nuði í mér, þeytti hann í mig nýju lagi til að útsetja, sennilega til að fá mig til að gleyma Sinatra- laginu. Með þessu var snjóboltinn kominn af stað. Og hann er ekki hættur að rúlla enn. Reyndar er ég bara rétt að byrja.” Þú hefur fengist við margskonar músík um ævina, Gunnar. Þar má nefna rokk, djass, klassík og vísna- tónlist. Hver þessara tónlistar- stefna stendur þér næst? „Djassinn var náttúrlega æsku- ástin mín, sú tónlist sem snart mig fyrst allra. Síðar meir fóru Barokk- meistararnir að kitla mig lika og það má segja að þessar tvær stefn- ur hafi skipað veglegasta sessinn í minni áheyrn allt upp frá því. Ég veit ekki hversvegna. Það er þó Smartmynd. kannski þetta með hólfin í sálinni, en sum þeirra getur engin önnur tónlist en djassinn fyllt út. Og sömuleiðis er með þessa gullaldar- tónlist, Bachs, Vivaldis og þeirra jélaga allra. Hin síðari ár hef ég svo sótt mjög í austurlenska tónlist, frá Indlandi, Balí og Tíbet. Allskonar afríkanska músík líka. Sömuleiðis hefur það verið að renna upp fyrir mér hve gaman er hægt að hafa af stemmum og kveðskap. Og fær- eyskri þjóðlagatónlist sem ég elska. Elektrónísk músík og gregórískur söngur heiila mig aukinheldur. Þetta er sem sagt ansi fjölbreytt. Og sameinast sennilega allt í kollinum á mér þegar ég er að semja.” — SER. BOKMENNTIR Sögur af kompásleysi Steinunn Sigurðardóttir: Skáldsögur. (Smásögur). 147 bls. Iðunn, Rvík 1983. Með smásagnasafninu Sögur til nœsta bœj- ar (1981) sýndi ljóðskáldið Steinunn Sigurð- ardóttir að hún hafði mergjuð tök á smá- sagnaforminu ekki síður en knöppum stíl ljóðsins. Nú heldur hún áfram á sömu braut — þótt formerki sýnist vera að breytast tals- vert (stundum til hins betra). Skáldsögur flytja okkur að vísu aðeins fimm venjulegar smásögur, en að auki 16 laustengda þætti eða frásagnir sem skipa sér saman í eina efnisheild og verða einskonar „skáldsaga” innan um smásögurnar (Bls. 41- 120). Sumpart verður af þessu skemmtilegur leikur að formi og kveikir ýmsar spurningar og ráðgátur fyrir lesandann — sem oftlega finnur sig knúinn til þess að fletta til baka og búa sér þannig til efnisþráð sem höfundur- inn hefur komið snyrtilega fyrir í felum á bakvið þættina. Ef fyrst er litið á smásögurnar hinar eigin- legu, sem mynda einskonar ramma utan um tengdu þættina, þá sýnist mér þar býsna listi- lega fléttuð saman hefðbundin raunsæis- saga og tempraður fáránleiki tilverunnar. Eða með öðrum orðum:undir raunsæislegri frásögninni felst stöðugt vitundin um að ekki er allt sem sýnist. „Best” þessara sagna finnst mér vera hin fyrsta, Hvítar rósir, saga um miðaldra lækni sem „grái fiðringurinn” hefur leikið dálítið grátt, þó svo takist að lyktum að halda öllu leyndu undir lygnu yfir- borði hversdagsleikans. ísmeygilegt grín að veruleikaflótta mannanna er bæði að finna þar og í hinum sögunum fjórum: Einn flýr í nýtekna gröf, annar á vit álfa á Hellisheiði, hinn þriðji á sér „álfaslot” uppi í Hengli og austur á Þingvöllum (jafnvel vegna árstíða í sólarlöndum), sá fjórði er á hraðri leið inn í tilbrigði við ameríska drauminn — og hinn fimmti neitar raunar alfarið að horfast í augu við veruleikann, enda erfitt þegar andlitið er aðeins hálft. Og öllu gríni fylgir nokkur alvara, stund- um verulega beisk. Lesandann grunar frem- ur en honum sé sagt berum orðum frá lífs- háska þessa fólks. Eina leið þess frá háskan- um er á vit borgaralegs hlutveruleika, ekk- ert má viðurkenna, og að því leyti er frábært tilsvar Ólafs (ekki Liljurósar) eftir unaðs- stundina með álfameyjunni Vöndu, þegar kemur til veruleikans aftur og hann segir björgunarmanni sínum að sér líði „vel, alveg ótrúlega vel” en bætir svo við: „En hugsaðu þér helvítis óheppnina að vera kompás- laus.” Þetta er lokasetningin áður en tengdu þættirnir hefjast undir samheitinu „Fjöl- skyldusögur fyrir alla fjölskylduna". Komp- ásleysið er enginn vandi að taka sem tákn- rænt fyrir allar þær persónur sem þar segir frá. Þær eru áttavilltar í tilverunni, skáldið býr þeim hálf-luktan heim, fullan grimmdar, fordóma og „sjúklegrar hegðunar” af ýmsu tagi. Tengingin milli þáttanna er að gömlum og gegnum íslenskum sið ættfræðileg. Þarna segir frá fjölskyldum tveggja bræðra, Ey- vindar og Gríms Egilssona og annað fólk sem við sögu kemur tengist þeim með kunn- ingsskap eða annars konar venslum. Sú merka kona Geirþrúður Þrastardóttir er þar mikilvægur tengiliður, þar sem hún hefur átt „vingott” við ýmsa. Á yfirborðinu eru þetta meiri og minni grínsögur og atburðirnir stundum farsa- kenndir (t.d. lýsingin á fordómum og slúður- sögum í þættinum „Samsæri gegn siðgæð- inu (eða nýjar kenningar um orsakir verð- bólgu á Islandi)”). En undir skopinu má greina alvarlega tilraun til að lýsa þeim til- vistarvanda sem blasir við okkur í nútíð. Það er oft skemmtilegt dund ritskýrenda að leita fyrirmynda að skáldverkum og skoða hvaðan áhrif kunni að hafa komið á hvern einn höfund. Ég skal ekkert leyna því að býsna oft datt mér í hug Guðbergur Bergsson þegar ég var að lesa Skáldsögur Steinunnar. Þar er vissulega ekki leiðum að líkjast og eiginlega mál til komið að ný kyn- slóð rithöfunda reyni að læra dálítið af Guð- bergi. Það sem hér leiðir hugann að honum er einkum tvennt. I fyrsta lagi minnir sá smáheimur sem Steinunn lætur sögupersónur sínar byggja um sumt á Suðurnesjaveröld Guðbergs. Einkum kemur þetta fram í kaldranalegri af- stöðu persónanna hverrar til annarrar. Með hálf-vísindalegum skýringum (t.d. Geirþrúð- ur og Arnviður Sen) reyna þær að losna við þær kröfur sem manneskjuleg samskipti gera til okkar, leitast við að „skýra burt” (því miður kann ég ekkert brúklegt orð yfir „bortförklara”) og losna þannig við að sýna manneskjulega hluttekningu eða tilfinning- ar. „Á yfirborðinu eru þetta meiri og minni grínsögur og atburðirnir stund- um farsakenndir. En undir skopinu má greina alvarlega tilraun til að lýsa þeim tilvistarvanda sem blasir við okk- ur I nútfð,“ segir Heimir Pálsson m.a. í umsögn sinni I öðru lagi er hálfkæringslegur stíllinn stundum talsvert líkur Guðbergi, en dæmi þar um eftirlæt ég lesendum að finna, svo sem eins og í þessari lýsingu Geirþrúðar Þrastardóttur á sálfræðingsvinnu sinni á Ak- ureyri: Sorg mín þyngist fremur en hitt fyrir það að sálarfiækjur hér nyrðra eru afskaplega leiðinlegar og ég nenni vart að hlusta. Kon- formisminn er svo mikill að fólk þorir ekki að vera frumlega brenglað. Af einhverjum á- stæðum er líka fastmælt fólk ósannfærandi klíentar. (bls. 87). Þessar líkingar (sem ég veit náttúrlega ekki hvort aðrir eru mér sammála um) finnst mér heldur skemmtilegar. Þær eru langt frá því að orka sem stælingar heldur miklu fremur sem vitnisburður um að þarna sé á ferðinni rithöfundur sem þorir að læra. Yfirleitt sýnist mér Steinunn hafa gott vald á þeim stíl sem hún skrifar hér. Ég get að vísu ekki stillt mig um að reka hornin í und- arlegt orðaval eins og þegar talað er um „snjóstorm” sem ég hef haldið (eins og orða- bækur) að héti stórhríð á íslensku þótt skandínavar kalli hann svona. Og á sama hátt finnst mér leiðinlegt að tala um að „þekkja margt utanað” eins og gert er í sög- unni um „Sjórekin ljóð”. Þarna hlýtur sögnin kunna að eiga betur við, og einhvern tíma var mér kennt að það væri skelfing miklu betri íslenska að kunna eitthvað utan bókar en „utan að“ eins og Danir. Allur frágangur bókarinnar er vandaður og failegur eins og hún á skilið og fyrir þá sem ekki vilja að bókaskápar þeirra séu „eins og skörðóttir hundskjaftar” er ánægju- efni að sama brot skuli vera á þessu safni og fyrra smásagnasafni höfundar. HP HELGARPÓSTURINN 19

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.