Helgarpósturinn - 15.12.1983, Blaðsíða 7

Helgarpósturinn - 15.12.1983, Blaðsíða 7
Einkamal „Ég veit að þet furðulega í eyruEjanrég var að kaupa happdrættismiða. Er þér sama þótt þú kyssir hann («1 • HOn.num heppni? HŒr5tn|!#-tipcr vio pni) stórsnjöllum Enc Weber eí hverium — blaoamaður Helgarpostsin§ stígur í Wiftwfiti' ^^-ynnrgiiTH iparsvemsins igum sem höfundur handbókar eftir Egil Helgason myndir Jim Smart „Enn er von“ — en nú, nú er nauðsyn... Samkvæmt manntali eru nú tvöþúsund íslenskir karl- menn (og sko alls engar gungur) dæmdir til einlífis, hvorki meira né minna. Það mátti að minnsta kosti lesa í skorinorðu og áhyggju- bólgnu lesendabréfi _ í Morgun- blaðinu á dögunum. Útlitið er því æði svart fyrir íslenska pipar- sveina og þá ungu menn sem eru í þann mund að pipra, ástvana og kvenmannslausir — svo ekki sé talað um alla þá vonsviknu og reynsluríku karlmenn sem eiga að baki sér splundruð hjónabönd og þurfa því, kannski meira af vilja en getu, að fara að þreifa fyrir sér á nýjan leik á markaðstorgi holds- ins. Nú kynnu ef til vill einhverjir giftir og ráðsettir karlmenn að halda að það sé hægur leikur og einfaldur að fara á fjörurnar við kvenþjóðina, kannski ekki síst nú á tímum frjálsræðis og hleypi- dómaleysis? Eða lifum við ekki á bjartri og frjálsri öld? Allir þeir sem hafa einhverja reynslu af hörðu einlífi piparsveinsins vita náttúrlega að ofanskráð er argvít- ugasti misskilningur. Það er list að krækja sér í kvenmann, heil íþróttagrein; og jafnvíst að þar lætur ólympíuárangurinn oftast á sér standa. Gildi þrotlausra æfinga verður auðvitað ekki ofmetið, þá fyrst lærist karlmanninum að segja rétta hluti á því eina rétta augnabliki, að flana ekki að neinu, en vera þó ákveðinn og fastur fyr- ir — sýna svo ekki verður um villst hvað á spýtunni hangir, hvert lokatakmarkið er. Jæja. Ég, undirritaður blaða- maður á Helgarpóstinum, er ekki nema rétt í. meðallagi pipraður og kvenmannsleysið kannski ekkert að drepa mig... Og þó — alltaf má betur ef duga skal. Enda þótt við íslenskir karlmenn séum upp til hópa hörkutól og karlmenni, þá erum við lika frægir fyrir það að vera dulítið dumbslegir í fram- komu, uppburðalitlir og kannski blátt áfram feimnir. Því var ekki laust við að mér, undirr. blm. HP, hnykkti við þar sem ég var að snudda í bókabúð um daginn og rak augun í bók sem auglýsir „auðveldustu aðferðina til að kynnast kvenfólki," bók sem er „alveg troðfull af fullkomnustu tækninni til að koma sér í mjúkinn hjá unaðslegustu stúlkunum!" Og ekki varð áhuginn minni þegar ég las að ég þyrfti ekki að vera „neitt framúrskarandi, fallegur eða rik- ur til að kynnast þeim allra bestu." „Enn er von“, heitir þetta hug- verk, reyndar þýdd og staðfærð útgáfa af amrískri bók, „How to Pick up Girls," og ef trúa má höf- undunum ómetanlegt hjálpar- gagn í hinum eilífa skollaleik karl- og kvenpeningsins. Jú, það mátti reyna. Það mátti skp aldeilis reyna... Ágætur kunningi minn, kven- hollur með afbrigðum, enda af út- lensku bergi brotinn, lýsti strax yf- ir megnustu vantrú á fyrirtækinu. Hann fussaði og sagði að engir nema Fransmenn og kannski al- múgalegustu Amríkanar gripu til þeirra úrræða sem kennd eru i bókinni. Auk þess væri hitastigið hér á íslandi, bæði í eiginlegri og óeiginlegri merkingu, svo lágt að liklega myndi ég eiga fótum mín- um fjör að launa ef ég færi að til- einka mér þá framkomu sem bók- in uppáleggur piparsveinum. En hin óslökkvandi forvitni, rannsak- araeðlið sem hefur gert mennina siðmenntaða og frjálsa, hlustar ekki á úrtölur og því lagði ég — undirr. blm. HP — af stað i birt- ingu einn skammdegismorgun- inn, með bókina blíðu, hlýja og handfjatlaða i vasanum, til að vinna mitt dagsverk... að stíga í vænginn við íslenskar konur, vita- skuld bláókunnugar. „Þú ert mikilvægur maður. Þú ert skemmtilegur, viðkvæmur, viðfeldinn, karlmannlegur, og þú elskar konur..." Þessum ofan- skráðum orðum úr bókinni Enn er von vildi ég, undirr. blm. HP, trúa þennan eina dag og reyna af fremsta megni að beita þeirri tækni sem kennd er í bókinni, ekki síst hinum snjöllu upphafs- setningum, sem nota má til að gefa sig á tal við konur. Fyrsta atrenna: Þessi litla og lít- ilfjörlega tilraun hefst er undirr. blm. HP ekur á lánsbifreið sinni, Mazda-bifreið, R 62332, austur Hringbrautina framhjá Háskóla- lóðinni. Ég sé reyndar ekki glöggt hvernig stúlkan sem þarna bíður, liklega eftir Breiðholtsvagninum, er af guði gerð, því henni er vand- lega pakkað inní vetrarflíkur — Álafossúlpu, lopatrefil, skíðahúfu. Nei, vinur minn útlendingurinn hefur sennilega á réttu að standa, hitastigið er ekki heppilegt til ásta. Samt renni ég bifreiðinni fimlega upp að gangstéttinni, skrúfa niður rúðuna farþegamegin og spyr mjúkri röddu: — Viltu ekki lofa mér ad aka þér í stad þess ad bída hérna í kuldan- um? (bls.98) — Nei! Strœtó er alveg ad koma... — Hvert ertu að fara? — A Kopasker. Þú ert kannski til í að keyra mig þangað... Önnur atrenna: í bókaverslun í miðborginni. Þarna er hún þessi rauðhærða, kannski sú sama og talað er um í bókinni, þessi eina rétta sem slapp. Hugurinn reikar frá bókakjölunum, stórvirkjum mannsandans í vasabroti, jú, sjáðu hvað hún er með undarlega boga- dregið nef. — Heyrðu héddna, ég er með al- veg frábœra bók handa þér...(bls. 91) Hún lítur ekki upp úr Leif Panduro-bókinni sem hún er að skoða. — Jœja... — Jú, þetta er alveg frábœr bók, Ijóð eftir kínversk skáld. Að vísu eru þau ekki á frummálinu, en ég held að þýðingin sé nokkuð góð. Kínversk skáld. Þar tókst mér vel upp. Henni hlýtur að finnast ég, undirr. blm. á HP, ógurlega dularfullur og gáfaður. — Ég les aldrei Ijóð... Mér finnst þau leiðinleg. Maður skilur svosem fyrr en skellur í tönnum. Þriðja atrenna: Lestrarsalur Landsbókasafnsins, skrjáf í göml- um og þurrum dagblöðum, lotnir og hæruskotnir ættfræðingar masa saman í hálfum hljóðum, á háborði situr Agnar Þórðarson rit- HELGARPÓSTURINN 7

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.