Helgarpósturinn - 15.12.1983, Page 22

Helgarpósturinn - 15.12.1983, Page 22
BOKMENNTIR Kafka á íslensku Franz Kafka: Réttarhöldin Astrádur Eysteinsson og Eysteinn Þorvaldsson þýddu Bókaútgáfa Menningarsjóds 1983 293 bls. Hamskiptin Hannes Pétursson þýddi Idunn 1983 111 bls. í ár hefur þess verið minnst víða um lönd að öld er liðin frá fæðingu Franz Kafka. Slík minningarár eiga vissulega til að hafa í för með sér ieiðinda tilstand, einkum þegar Iistamennirnir sem verið er að halda upp á eru öllum gleymdir nema litlum hópi há- skólamanna og áhugamanna um menning- arsögu. Undan slíku þarf þó ekki að kvarta í þessu tilviki. Franz Kafka er einn af áhrifa- mestu snillingum aldarinnar og má segja að svipað eigi við um hann og Shakespeare: verk hans hafa markað óafmáanleg spor i bókmenntasöguna og þó er vonlaust að stæla hann, svo einstakur er hann á allan hátt. Óræðir furðuheimar sagna hans laða sífellt til sín nýjar kynslóðir lesenda sem skynja þar magnaðri tjáningu á svartnætti nútímans en hjá nokkrum öðrum höfundi. Allt sem snertir Kafka er á einhvern hátt þverstæðukennt: líf hans, list og tengslin þar á milli. Hann ól aldur sinn nánast allan í fæðingarborg sinni Prag sem er ugglaust fyrirmyndin að hinu nafnlausa og ópersónu- lega stórborgarskrímsli í sumum sögum hans, þ.á m. Hamskiptunum og Réttarhöld- unum. Hann bjó lengst af í föðurhúsum, en átti þó harla fátt sameiginlegt með fjölskyldu sinni, einkum þó föðurnum sem var efnaður kaupmaður og stýrði heimili sinu með harðri hendi. Ritstörfin voru Kafka óvið- ráðanleg ástríða en samt gekk hann að borg- aralegu starfi allt þar til skömmu fyrir dauða sinn, en hann lést úr tæringu árið 1924. Þá voru langflest verk hans óútgefin og í erfða- skrá lagði hann svo fyrir að öll handrit sin, skáldverk, bréf og dagbækur skyldu brennd að sér látnum. Vinur hans Max Brod sem átti að vinna verkið óhlýðnaðist hins vegar fyrir- mælunum og lét prenta allan arfinn. Á ytra borðinu var líf Kafka viðburðasnautt og hversdagslegt, en verk hans opinbera ein- hverja undarlegustu ímyndunargáfu sem dæmi eru um í bókmenntum. Þau eru þrung- in angist og ber þeim sem Kafka þekktu þó saman um að sjálfur hafi hann ekki borið neitt slíkt utan á sér. Einkennilegustu þverstæðuna er þó að finna í list Kafka, persónulegum stílsmáta hans og ópersónulegri framsetningu. Kafka er afskaplega hlutlægur og jafnvel smá- smyglislegur í frásögn sinni og lýsingum, þurr og nákvæmur skrásetjari sem forðast alla tilfinningasemi eins og heitan eld og læt- ur aldrei uppi persónulega afstöðu til þess sem hann er að greina frá. Engu að síður eru sögur hans svo huglægar að þær orka á les- andann eins og martraðarkenndar draum- sýnir eins manns, nánast eins og allt sem ber fyrir augu, aðrar persónur og þau ósköp sem yfir söguhetjuna dynja, sé orðið til í hennar eigin sjúka sjálfi. Sögur Kafka eru þannig draumleikir, svo notað sé hugtak úr leikbók- menntunum, og í eðli sínu náskyldir draum- leikjum Stringbergs sem voru samdir örfá- um árum áður (Hamskiptin voru t.d. rituð ár- ið 1912, sama ár og Strindberg deyr, og Rétt- arhöldin tveimur árum síðar), hvort sem finna má bein tengsl þarna á milli eða ekki. Vísbendingu um þetta eðli verkanna má raunar finna í því að bæði Hamskiptin og Réttarhöidin hefjast þannigað aðalpersónan vaknar í rúmi sínu við það að líf hennar hef- ur tekið nýja stefnu: Gregor Samsa er orðinn að bjöllu og Jósef K. er handtekinn og dreg- inn fyrir dómstól án þess að hafa gert nokk- uð af sér. Það má því vel lita svo á, að þeir séu fangar í eigin draumi, fórnarlömb lög- mála sem trúlega ríkja hvergi nema hið innra með þeim sjálfum en þeir fá þó enga rönd við reist. Það væri fávíslegt af undirrituðum að freista þess að skrifa hefðbundinn ritdóm í tilefni þess að komnar eru út á íslensku tvær af merkustu sögum Kafka, Hamskiptin í endurskoðaðri þýðingu Hannesar Péturs- sonar og Réttarhöldin í þýðingu Ástráðs Eysteinssonar og Eysteins Þorvaldssonar. Hinir vísustu menn hafa brotið heilann um merkingu þessara verka og reynt að túlka þau eftir sínum kreddum, sálfræðilegum, heimspekilegum, trúarlegum og þjóðfélags- legum, en enginn skyldi af þeim ástæðum halda að hann geti ekki átt erindi á fund Kafka; lærdómur er ekki það sem þarf til að finna til samkenndar með þessum höfundi og því sem hann er að skrifa um. Satt best að segja hefur mér löngum boðið í grun að Kafka sé einn þeirra skálda sem menn fá annað hvort beint í æð eða hleypa alls ekki inn á sig, og skal engum getum að því leitt hér hvað veldur. En óneitanlega segir það sína sögu um íslenskt bómenntalíf að til skamms tíma skuli. aðeins ein af sögum Kafka hafa verið þýdd á íslensku. Vonandi er útgáfa Hamskiptanna og Réttarhaldanna nú eins og tákn þess að bókmenntir okkar séu á leið upp úr því fari einfalds raunsæis, félagshyggju og siðaboðskapar, sem þær hafa of lengi verið í. Um þýðingar þær sem hér liggja fyrir er það að segja að þær eru með harla ólíkum brag. í lærðri ritgerð sem þýðendur Réttar- haldanna birta aftan við söguna gera þeir allítarlega grein fyrir viðhorfum sínum til þýðingarstarfsins og kemur þar glöggt fram að þeir setja trúnað við bókstafsmerkingu frumtextans ofar viðleitni til lífrænnar ehd- ursköpunar hans á eigin tungu. „Glíman við Kafka minnti þýðendur oft á að ekki má fylgja um of hefðbundinni notkun þess máls sem þýtt er á; hlutverk þýðinga er ekki síst fólgið í að sveigja það mál undir sig, sýna fram á að það sé Iifandi og geti aðlagað sig nýjum og framandi hugsunum" segir í þess- um eftirmála og síðar: „hann (þ.e. þýðand- inn ) verður sem frekast hann má að halda túlkunarmöguleikum frumtextans opnum í þýðingunni. Nauðugur viljugur verður hann að vera „plúralisti," reyna að eygja sem flestar hugsanlegar túlkanir textans... jafn- framt má hann ekki láta þá túlkun sem hon- um sjálfum líst best hafa of mikil áhrif á þá endurframsetningu textans sem þýðingin felur í sér.“ Þessu viðhorfi fylgja þýðendurn- ir mjög dyggilega að því er best verður séð eftir Jón Viðar Jónsson og verk þeirra sýnir ljóslega hvert þáð hlýt- ur að leiða. Þýðing Réttarhaldanna er stíl- laus og flöt og dæmi um óeðlilegt og jafnvel óíslenskulegt orðalag er þar víða að finna. Með þessu er alls ekki sagt að einstakar lausnir séu ekki góðar og gildar og sumir kaflar njóti sín ekki allvel; það er heildar- blærinn sem er framandlegur og fráhrind- andi. Einna gleggst kemur þetta e.t.v. fram í þeim hluta textans sem persónum er lagður í munn, en þar verður orðræðan oft tilfinn- anlega bókleg og þvinguð; skortir alveg þann ferskleik sem talað mál býr yfir og er forsenda þess að unnt sé að trúa á persón- urnar. Því skal síst af öllu haldið fram að þýðanda sé ekki skylt að sýna þeirri merkingu, sem hann fær lesið úr frumtextanum, fullan trún- að. Fyrir mitt leyti er ég þó ákafjega vantrú- aður á þann „plúralisma" sem þýðendur Réttarhaldanna boða, efast um að hann sé æskilegur og held jafnvel að hann sé ófram- kvæmanlegur. Skylda þýðanda við frum- texta er nefnilega ekki bara fólgin í því að halda til haga öllum merkingum og merk- ingarmöguleikum frumtexta — sem er hvort eð er ógerlegt — , hún er líka fólgin í því að skapa verk sem getur höfðað til þeirra sem mæla það mál sem þýtt er á. Og það er ein- mitt þetta sem Hannes Pétursson hefur gert með þýðingu sinni á Hamskiptunum. Hann þýddi verkið upphaflega fyrir tuttugu árum, en hefur breytt þeirri þýðingu mjög mikið svo að heita má að út hafi komið ný þýðing. Með því að bera þessar tvær útgáfur saman fá menn afar fróðlega innsýn í smiðju af- burðaþýðanda, en ljóst er að öll endurskoð- un Hannesar miðast að því að gera textann þjálli og orðfærið íslenskara. Það er dem- ónskur kraftur í máli þessarar þýðingar og verður ekki annað fundið en hann geri hið mikla drama sögunnar bæði áleitið og áhrifamikið. Vonandi koma sem flest af verkum Kafka út á íslensku á næstu árum og þá í þýðingum sem gera þeim kleift að öðlast raunverulegan þegnrétt í íslenskum bók- menntum. BÓKMENNTIR „...líbblegur litur í túni...“ Halldór Laxness: Gerska ævintýrid. Minn- isblöð. Önnur útgáfa (1. útg. 1938). Helgafell 1983 218 sídur. „Það hendir ýmsan mann á margri tíð/ að mæla orð sem hann má síðar trega." Svo kvað Steinn Steinarr, og svo mjög virðist Halldór Laxness hafa um síðir tregað orð sín í Gerska œvintýrinu að það hefur beðið næstum hálfa öld eftir endurprentun. Það er lika ein af ástæðunum fyrir því að sá sem hér skrifar verður að játa að hann hafði ekki lesið þessa bók fyrr en nú. Því fer fjarri að Gerska œvintýrið sé að öllu leyti í tölu bestu verka Halldórs Laxness. Það er t.a.m. rétt sem höfundur segir bæði í formála þessarar útgáfu og raunar einnig í texta bókarinnar: þetta er óskrifuð bók. Hún er miklu meira í líkingu við uppkast að verki en nokkur önnur bók sama höfundar. Það er vitanlega líka rétt að tíminn hefur verið þessari bók óhallkvæmur. Spásagnir hennar rættust ekki nema fáar einar og tíðin hefur leitt í ljós að sumt sem þarna má lesa verður ekki lagt á vogina sannleikans megin. En hins vegar er þetta að öðru leyti stórmerki- legt rit. Þar er fyrst til að taka að þarna heldur á penna hagasti þrætubókarmaður okkar, stíl- isti sem getur gert svart hvítt og hvítt svart á kunnáttusamlegri hátt en aðrir höfundar. Þannig tekst honum að vera hvort tveggja í senn andstæðingur dauðarefsinga og stuðn- ingsmaður líflátsdómanna yfir Búkarín og félögum. Galdurinn að vera bæði með og á móti er víða galinn í Gerska cevintýrinu, og má verða lesanda talsverð nautn og skemmtun. I öðru lagi er Gerska œvintýrið lærdómsrik bók í þá veru að hún sýnir hvernig bestu menn geta orðið að einsýnum tröllum, hvernig krafan um að „finna til og líða“ með samtíð sinni getur orðið óbærileg og leitt til þess að menn gangi með leppa fyrir báðum augum, sjái aðeins það sem þeir vilja sjá, heyri aðeins það sem þeim hentar að heyra. I þriðja lagi er Gerska cevintýrið vitanlega nauðsynleg bók hverjum þeim sem vill fylgj- ast með Halldóri Laxness, langar að kynna sér merkilega þróun hans sem rithöfundar og deiluskálds. En guð hjálpi þeim sem les bókina með svipuðum augnskýlum og hafð- ar hafa verið við ritun hennar. „Skáldskapur er einna helst skiljanlegur útfrá þeim tíma þegar hann er kveðinn" seg- ir á einum stað í Gerska œvintýrinu (bls. 86). Breyttu breytanda á þetta mæta vel við þá bók sjálfa. Vissulega er hún ekki skáldskap- ur frá sjónarmiði hins skrifandi höfundar, en skilin verður hún ekki nema í sögulegu sam- hengi. Pólitísk barátta árið 1937 verður að standa manni eins lifandi fyrir hugskotssjón- um og nokkur kostur er eigi á annað borð að verða nokkur merking í þessu riti. Og menn verða að minnast þess að það er skrifað und- ir fána þeirrar sannfæringar sem segir: „að örugt ráð til að þekkja úr jafnaðarmenn, hvar í heiminum sem er, það er á því hvort hann er vinveittur Ráðstjórnarríkjunum eða ekki.“ (BIs.200). Eftir á hefur vitaskuld margt skipt um merkingu og kaflar sem núna orka eins og grótesk fyndni hafa áreiðanlega ekki lesist þannig árið 1938. Hvað segja menn t.d. um svona orðræðu núna: ...Það er stófengleg sjón, kanski hið feg- ursta á jörðinni, að sjá þjóðir kasta af sér fjötrum áþjánar og fáfræði, vaxa til æskulífs í örygðarljósi, glóð menníngarinnar byrja að lýsa af augnaráði og andliti. í andlitum sem eru að fá mannsmót í afskektum stöðum sér maður hina farsælu hönd Leníns að verki. Hve óhugsanlegt hefði ekki þetta alt saman verið ef byltíngin hefði ekki hlítt hans for- ustu, ef viðreisnarstarfið hefði ekki verið mótað af honum... (Bls. 122). Sá sem hér skrifar er svo illa innrættur að það setur að honum óstöðvandi hlátur við svona trúarjátningu fjörutíu og fimm árum seinna. Hias vegar fer um hann hrollur við að lesa hana úr penna Hannesar Hólmsteins nú á tímum (vissulega um einhverja aðra preláta). — Líkt er að segja um lofsönginn um sósíalrealísku málverkin sem Halldór skoðar: ...En þó fyrst og síðast einfalt heilbrigt líf einsog í aldingarði án snáks: glöð og vel nærð börn, yndislegt heimalíf, meiri jarðar- ávöxtur, meiri stúlkur, sýngjandi bolsastúlk- ur í rauðu, gáfaðasta skólastúlkan, mjalta- konur, æskuteitar og hökufeitar samyrkju- gyðjur í ljósrauðu, gulu og sólbrúnu, grísk andlitsfegurð, myndin heit af sólskini, vor og sumar yfir tilverunni. (Bls. 183). Ég býst við að stóreygum aðdáendum Halldórs Laxness falli verst að lesa hér lýs- ingarnar á réttarhöldunum yfir „blökk hægrimanna," þcU' sem enginn vafi leikur á afstöðu skáldsins. En þeim sem mikið hefur gefið okkur verður líka margt fyrirgefið, og það er svosem allt í lagi, bara ef menn læra líka af fordæmi Halldórs Laxness. Smávægilegar breytingar hafa verið gerð- ar á texta bókarinnar frá fyrstu útgáfu. Laus- leg athugun mín á þeim breytingum bendir ekki til þess að þar hafi verið gerð nein alvar- leg tilraun til að þvo hendur sínar af einu né neinu, og er það vel. Fyrst og fremst er um að ræða niðurfellingar þar sem augljósar endurtekningar voru á ferð og er ekkert um það að segja. Það skal þó játað að mér er ekki alveg ljóst hvers vegna eftirfarandi lín- ur hafa verið felldar brott þar sem rætt er um dauðarefsingar og andúð höfundar á þeim. Kannski ráða aðrir við gátuna: I sem stystu máli, þessi andstygð mín tak- markast ekki við dauðarefsíngu sem ein- ángrað fyrirbrigði, heldur er hún þáttur í andstygð minni á auðvaldinu sem er brunn- ur als siðleysis, allra ómannúðlegra hluta, þar á meðal hin beina orsök þeirra múg- morða sem vér heyrum um á hverjum degi, og réttlætt eru með heiti stríðsins. (Fyrsta útg. bls. 63, ætti heima bls. 64 í nýju útgáf- unni). í veröld þar sem stríðsváin er ógnlegri nú en nokkru sinni eru þetta þarfari línur en margt annað. 22 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.