Helgarpósturinn - 15.12.1983, Blaðsíða 6

Helgarpósturinn - 15.12.1983, Blaðsíða 6
INNLEND YFIRSYN 300 - 600 krónur upp úr vasa sjúklings á dag. Það vill Matthlas aö minnsta kosti. i'l Tak sæng þína og borgaðu! Fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar um 300 milljón króna lækkun á útgjöldum lífeyris- og sjúkratrygginga, meðal annars með þeim hætti að láta sjúklinga taka þátt í sjúkrahús- kostnaði sínum, voru kynntar af formanni fjárveitinganefndar á þriðjudag. Snarpar umræður spunnust á alþingi um þessar til- lögur, enda ganga þær í berhögg við ára- tugalanga hefð sem skapast hefur með því að sjúkrahúskostnaður fólks hefur hingað til verið borgaður að öllu leyti úr sameigin- legum sjóðum landsmanna. Frumvarp um þessa prinsippbreytingu í sjúkrahúskerfinu verður að öllum líkindum lagt fram á alþingi í lok janúar á næsta ári, en það hefur verið í smíðum í heilbrigðis- ráðuneytinu um alllangt skeið. Tillögur ráðuneytisins fela það í sér að sjúklingar sem leggjast inn á sjúkrahús, greiði allt að 600 króna gjald í tíu daga að há- marki á hverju ári, auk þess sem einstakling- ar greiði ákveðið hlutfall af kostnaðarverði iyfja og sérfræðiþjónustu. Elli- og örorkulíf- eyrisþegar svo og börn yrðu þó undanþegin sjúkrahúsgjaldinu, og óbreyttar reglur giltu um sjúklinga sem nota Iyf til langframa hvað lyfjakostnaðinum viðkæmi. Þessar tillögur hafa verið feðraðar Matthíasi Bjarnasyni heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðherra. Hann segir við HP að þær séu vænsti kosturinn til að mæta þeirri „gríðarlegu útþenslu" sem hann telur hafa verið á heilbrigðiskerfinu á síðustu árum. Matthías segir: ,,Með minnkandi þjóðar- framleiðslu verður að reyna að minnka út- gjöld ríkisins. A ríkisspítölunum verður þetta annaðhvort gert með því að draga úr allri þjónustu við sjúklinga, eða að lækka útgjöld með ítarlegum sparnaði sem gengur þó hvergi á umfang starfseminnar. Við höfum valið síðari kostinn, en þar sem hann sparar einn og sér ekki nóg að okkar mati, var eina Ieiðin að finna nýja tekjustofna. Úr varð að við gerðum tillögur um vægt gjald sem sjúklingar þurfa að greiða fyrir sjúkra- húsvist sína. Þetta gjald er að mínu mati ekki ógn- vekjandi fyrir þá sem þurfa að leggjast inn á spítala. Þetta er ósköp svipað gjald og al- menningur þarf að borga í tryggingar á bil sínum svo það á ekki að þurfa að koma við einn né neinn. Gjaldið er aðeins örlítið brot af þeim kostnaði sem felst í því að vista einn mann á sjúkrahúsi, sem sést best á því að eftir sem áður verða 90% af kostnaðinum í höndum þjóðfélagsins." Þetta segir Matthías, en sá sem sat næstur á undan honum á ráðherrastóli heilbrigðis- mála er á allt öðru máli. Svavar Gestsson telur þennan sjúklingaskatt fráleitan, sið- ferðilega rangan, og muni flokkur hans berj- ast af alefli gegn lögfestingu hans. Svavar telur að þó svo þessar tillögur feli í sér 300 milljón króna lækkun útgjalda í heilbrigðiskerfinu, þá megi ekki kalla þær neinar sparnaðarleiðir: „Með þeim er aðeins verið að finna nýjan skattstofn, sjálfan sjúkl- inginn. Það eru ýmsar leiðir færari og sýnu eðlilegri í tekjuöflun ríkissjóðs en sú að ráð- ast á veikt fólk. í þeim efnum á auðvitað að taka af þeim sem eru aflögufærir, bæði af heilsu og fjármunum. Ég get nefnt skatta af verslunarhúsnæði, álag á ferðamannagjald- eyri og veltuskatt af fyrirtækjum. Allt er þetta betra en spítalaskatturinn. Svavar heldur áfram: „Það sem er þó kannski alvarlegast í þessum tillögum, er að það „eru aðeins þeir ríku sem eiga að borga gjaldið" eins og Albert Guðmundsson hefur orðað það. Af þessu stafar náttúrlega gríðar- leg niðurlæging fyrir þá sem minnst hafa efnin. Maður sér fyrir sér framtíðina þar sem sjúklingar verða flokkaðir eftir efnahag." Ef þessar tillögur heilbrigðisráðherra ná fram að ganga á alþingi og verða að lögum, þykir næsta öruggt að tryggingafélögin í landinu taki að bjóða sérstaka veikinda- tryggingu fyrir þá sem einhverra hluta vegna þurfa að leggjast inn á spítala. HP leit- aðitil nokkurra tryggingaf élaga og kom f ram að flest þeirra eru þegar farin að huga að þessari tryggingu. Fyrirkomulagið á þessu yrði' sennilega það að einstaklingur greiddi ákveðið iðgjald á ári sem tryggði hann fyrir tekjumissi og sjúkrahúskostnaði af völdum slysa eða veikinda. Verð iðgjaldsins færi alveg eftir því á hvaða aldri tryggjandinn væri og hversu hætt honum væri við vfeik- indum samkvæmt læknisvottorði. Að áliti manna hjá tryggingafélögunum myndi ið- gjald fyrir ungan og hraustan mann kosta á ári einhversstaðar í kringum 6000 krónur, en fyrir eldri og veikbyggðari mann gæti það hinsvegar farið upp í 14000 krónur á ári. Þetta fyrirkomulag líkist að nokkru því sem tíðkast í Bandaríkjunum, en þar þurfa sjúkl- ingar eins og kunnugt er að borga allan sinn eftirSigmund Erni Rúnarsson sjúkrahúskostnað sjálfir, nema þeir tryggi sig fyrir honum. Við afgreiðslu fjárveitinganefndar alþingis á tillögum heilbrigðisráðuneytisins um lækkun lífeyris- og sjúkratrygginga með títt- nefndum hætti, var leitað álits stjórnar- nefndar ríkisspítalanna. f þeirri nefnd sitja fimm menn og sam- kvæmt því sem formaður hennar, Páll Sigurðsson ráðuneytisstjóri í heilbrigðis- ráðuneytinu, segir,voru þeir allir á móti því af prinsippástæðum að komið yrði á fót gjöldum sem sjúklingum yrði gert að greiða við innlögn á spítala. „En þegar okkur var gert ljóst að aðeins væri um tvo valkostið að ræða; að draga annaðhvort úr þjónustu við sjúklinga eða finna nýja tekjustofna, þá völd- um við síðari kostinn af tvennu illu“, segir Páll, „Það er samt aumt að þurfa að fara þessa leið, enda er sá höfuðgalli á þessu kerfi að innheimta gjaldanna verður ákaflega fiókin. Sennilega má búast við þvi að upp komi vafaatriði um það hverjir þurfi að borga og hverjir ekki, og líka má gera ráð fyrir að koma þurfi til afborgunarskilmálar því ekki er víst að allir geti borgað gjaldið í einu kasti. Þetta gerir skrifstofuhald ríkisspítalanna mun erfiðara en nú er, og hlutfallslega mjög dýrt miðað við það sem mun innheimtast." Það er einmitt þessi flókna innheimta sem hefur tafið gerð frumvarpsins um sjúklinga- skattinn: „Við höfum verið að reyna að finna eins einfalda leið í þessu efni og hægt er“, segir Matthías Bjarnason. „En hún er ekki auðfundin. Frumvarpið verður vissulega ekki lagt fram fyrr en hún finnst.“ Þess má í lokin geta að nýverið voru uppi samskonar hugmyndir í Bretlandi um lækkun útgjalda í heilbrigðiskerfinu, en þar strandaði hún vegna þeirra erfiðleika sem menn sáu fram á að yrðu samfara innheimtu gjaldanna og efnasemda sem upp kæmu um það hverjir ættu í rauninni að vera undan- skildir þessum gjöldum. Ekki er óeðlilegt að menn spyrji sig þeirrar spurningar uppi á Islandi hvort tillögur Matthiasar um þetta efni strandi á hinu sama. ERLEND YFIRSÝN Schmidt les yfir hausamótum ráðamanna í Washington Mesti háskinn, sem nú steðjar að samstöðu og þar með öryggi vestrænna þjóða, stafar frá ríkjandi stjórn í Washington. Þessi er dómur Helmut Schmidts, sem fram á þetta ár var kanslari Vestur—Þýskalands. í erindi yfir þýskum og bandarískum framámönnum í Vestur—Berlín um mánaðamótin, kvað hann upp áfellisdóm yfir þröngsýnni, kreddubundinni og sjálfbirgingslegri afstöðu ríkisstjórnar Ronalds Reagans til alþjóða- stjórnmála og efnahagsvandans sem hrjáir heimsbyggðina. Schmidt flutti tölu sína við deild Aspen stofnunarinnar í Vestur—Berlín, en hún er kennd við samnefnda borg í Colorado. Þar brýndi hann fyrir áheyrendum, sér í lagi Bandaríkjamönnunum, að einhliða áhersla Reagan-stjórnarinnar á hernaðarmátt myndi leiða í ógöngur, nema hún yrði tengd raunverulegri viðleitni til spennuslökunar gagnvart Sovétríkjunum, til að komast að samningum sem treysta frið til frambúðar og til að koma á gróskuvænlegri skipan efna- hagsmála í heiminum. „Bandaríkin hafa ekki Iengur neina heild- arstefnu“,sagði Schmidt, „þótt heimsástand- ið breytist ört. þau hafa einvörðungu hernaðarstefnu, og það er hörmuleg villa hjá mönnum eins og Caspar Weinberger (land- varnaráðherra), að halda að hún geti komið í stað heildarviðhorfs". „Við horfum upp á að hernaðarsjónarmið eru látin ganga fyrir öllu öðru. Það er að mínum dómi firra. Það hefur ekki skeð síðan í Rómaveldi á dögum Krists, að heimurinn sé svo efnahags- lega háður éinu veldi, en þetta skilur ekki stjórn Reagans, og sér því ekki, að hún hefur sérstökum skyidum að gegna. Bandaríkjastjórn sér ekki að risavaxinn greiðsluhalli í Bandaríkjunum er að kyrkja fjárfestingu í endurnýjun framleiðslutækja um allan hnöttinn, og að atvinnuleysi hrjáir allan hina iðnvædda heim. Efnahagslegur háski sem vestrænum heimi er búinn fervaxandi. Efnahagsþreng- ingarnar standa fyrirsjáanlega fram á næsta áratug, og fylgifiskur þeirra er pólitískt og félagslegt umrót". í viðtali við Henry Tanner frá Interna- tio.nal Herald Tribune bætti Schmidt ýmsu við það sem hann hafði að segja í erindi sínu. Eftir þriggja áratuga þingmennsku og sextán ára ráðherradóm, þar af nær fullan áratug í embætti kanslara, hefur Schmidt ákveðið að láta af stjórnmála.baráttu í flokki sósíaldemókrata. Schmidt er dáður langt umframaðra vestur þýska stjónmálamenn, og skoðanabræðrum jafnt og andstæðigum ber saman um að snjallasta ræða á ferli hans hafi verið svanasöngurinn á flokksþingi sósíaldemókrata, þegar hann varði í síðasta mánuði þá afstöðu sína, að ganga í berhögg við yfirgnæfandi meirihluta flokksins og greiða ekki atkvæði gegn komu meðal- drægra, bandarískra kjarnorkuvopna til Vestur—Þýskalands. En hann gat ekki heldur greitt atkvæði með tillögu Kohls kanslara um samþykki við komu eldflauganna, af því þar var sagt, ranglega að hans dómi, að Bandaríkin hefðu lagt sig í framkróka að ná samkomulagi í við- ræðunum við Sovétmenn í Genf. Schmidt segist nú sjá þrjá vankanta á ákvörðun NATÓ frá 1979, um að koma fyrir meðaldrægum kjarnorkuvopnum til að svara SS—20 eldflaugum Sovétmanna. Ekki hefði átt að biða svona lengi með fram- kvæmdina, ihuga hefði átt betur hvort komast mætti hjá að koma fyrir Pershing—2 eldflaugunum og alls ekki koma þeim ein- ungis fyrir í Vestur—Þýskalandi. Þar með sé ýtt undir þá skoðun hjá Þjóðverjum, að litið sé á þá sem fallbyssufóður.Ótti Þjóðverja dafn ar„á blaðri í Washingl. um vinnanlegog tak mörkuð kjarnorkustríð, sem Evrópumenn skilja svo, að þau eigi að takmarka við eftir Magnús Torfa Ólafsson Evrópu. Hr. Reagan stjórnar með sjónvarp- inu, en það sést líka til hans í Evrópu“. Ekki vill Schmidt áfellast þýsku friðar- hreyfinguna, þótt hann sé henni ekki sam- mála. Þar telur hann á ferðinni ungt fólk, sem eigi margt ólært, en hafi lært þá lexíu, að afar þess og feður hafi látið undir höfuð leggjast að hindra keisarann og Hitler í að ana út í tvær heimsstyrjaldir, og líti nú á það sem sitt hlutverk að iáta einskis ófreistað til að afstýra hinni þriðju. En efst er Schmidt í huga einstrengings- háttur og skilningsskortur valdhafa í Was- hington. Hróplegt finnst honum, hvernig tækifærið sem gafst í Póllandi var látið ganga Vesturlöndum úr greipum. „Þið (Bandaríkjamenn) hafið hrakið Jaruzelski, mann sem leikur harmrænt hiutverk í at- burðarásinni, yfir í sovésku herbúðirnar. Jaruzelski tók við völdum til að afstýra sovéskri innrás. Pólska kirkjan og páfinn skildu þetta, en Bandaríkin skildu ekki neitt, heldur heimta að allir séu annað hvort vinir eða óvinir“. Frá hreinu hernaðarsjónarmiði er her- væðingarstefna Bandaríkjastjórnar röng, segir Schmidt, og tekur undir með Robert McNamara, að Vesturveldin eigi að efla svo hefðbundinn hernaðarstyrk, að þau geti neitað sér um rétt til að beita kjarnorku- vopnum að fyrra bragði, ef í odda skerst. Þá lendir ábyrgðin af fullum þunga á Sovét- mönnum. Sú stefna Bandarikjastjórnar, að afnema herskyldu en ausa fé í kjarnorkuvopnakapp- hlaup, er fásinna að dómi Helmuts Schmidts. „Bandaríkin búa við varnarkerfi auðhyggj- unnar. Hugmyndin er sú að þeim mun fleiri dollurum sem eytt er, þeim mun meiri vörn fáist í staðinn. Það er vitleysa að halda að hergögn þýði varnir. Til þeirra þarf mann- afla, baráttuvilja, þjálfun og búnað, í þessari röð. Himinháar fjárveitingar vaxa Rússum ekki í augum og halda ekki hið minnsta aftur af þeim. 6 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.