Helgarpósturinn - 29.03.1984, Blaðsíða 7

Helgarpósturinn - 29.03.1984, Blaðsíða 7
BÖRN NOTUÐ í HEFNDARSKYNI • Rétturforræðis- lausra feðra til að umgangast börn sín er hverfandi lítill • Nýju barnalögin hafa þar brugðist nær algjörlega • Enn má ættleiða barn án nokkurs samráðs við föður eftir Sigmund Erni Rúnarsson myndir Jim Smart Það hefur ekki verið í tísku að minnast á misrétti gagnvart karlmönnum. Jafnréttisbaráttan á síðustu árum hefur enda verið kvennabarátta. Þar hafa konur gengið fram fyrir skjöldu og heimtað rétt sinn til jafns við karla. Karlmenn hafa verið dæmdir forréttindahópur og það með réttu. En svo er þó ekki á öllum sviðum. Konur njóta enn þann dag í dag umtaisverðra forréttinda í hjónaskilnuðum. í níu tilvikum af hverjum tíu er þeim dæmd- ur forræðisréttur bama. í ofanálag hafa karlmenn svo verið næsta varnarlausir þegar þeir hafa viljað njóta samvista við börn sín. Sumir þeirra hafa þurft að heyja hcirðvítuga baráttu til þess eins að geta séð afkomendur sína. Þess eru einnig dæmi að menn hafi í örvæntingu sinni gripið til þess örþrifa- ráðs að stela þeim til að fá notið nærveru þeirra. Nýju bamalögin frá 1981 áttu meðal annars að tryggja forræðislausum feðrum þau mannréttindi að geta umgengist börn sín reglulega. Framgangur þessara laga hefur hinsvegar misheppnast nær algjörlega þegar í hart hefur stefnt í um- gengnisrétti. Að margra áliti em þau vita gagnslaus, enda mun raunin vera sú að forræðislausir feður em enn nær varnarlausir gagnvcirt fyrrverandi konum sínum ef þær neita þeim að njóta samvista við böm þeirra. Fjöldi mála af þessum toga er í gangi hjá svifaseinu dómsmálaráðuneyti og kynnum við eitt þeirra á síðunum hér á eftir. Það sem er þó kannski alvarlegast við þenncin dauða Iaga- bókstaf sem nýju bamalögin hafa reynst vera, er sú stað- reynd að enn er hægt að ættleiða böm án vil ja blóðföður. Það eina sem bamalögin breyttu í raun var að mæður mega ekki gefa börn sín til þriðja aðila án leyfis föður þeirra. Hinsvegar lokuðu þau ekki fyrir þá ómanneskjulegu gloppu sem er að finna í ættleiðingarlögunum frá 1978, en samkvæmt þeim getur maður sem giftist einstæðri móður ættleitt bam henn- ar án vilja föður þess. Það má raunverulega „stela" böm- um með þessum hætti af forræðislausum feðrum. „Ég er viss um það að væm níutíu prósent kvenna í sömu spomm og við þessir forræðislausu feður, þá væm þær búnar að halda mcirga og stóra útifundi á Lækjartorgi til að sýna fram á þetta jafnréttisleysi kynjanna." Þessi orð em Lárusar S. Guðjónssonar sem hefur verið einn af helstu forvígismönnum í starfi Félags forræðislausra feðra. Þau samtök vom stofnuð fyrir réttu ári, og er fram- haldsstofnfundur þess ráðgerður fjórtánda apríl næstkom- andi. Láms segir ennfremur: ,AHt til þessa hafa málefni for- ræðislausra feðra verið þeim mikið feimnismál. Hingað til hafa menn kyngt því þegjandi og hljóðalaust sem að þeim hefur snúið. Margir hafa þó lagt út í baráttu til að ná fram sínum umgengnisrétti við böm sín, en þeir em fleiri sem ekki hcifa þorað það. Böm þeirra hafa nefnilega verið notuð sem vopn í málum sem þessum og hcifa menn átt erfitt með að una því.“ Láms segir fjölmörg mál bíða starfs Féiags forræðislausra feðra. ,í>að helsta verður þó að eiga við kerfið. Maður hefur nefnilega á tilfinningunni að þeir sem lenda í vandamálum í sambandi við umgengnisrétt við böm sín eigi undir högg að sækja í dómsmálaráðuneytinu, enda em þess skýr dæmi. Menn em í mörgum tilfellum að berjast í þessu í mörg ár og fá náttúrlega ekki að sjá böm sín allan þann tíma.“ Samkvæmt barnalögunum skal bam njóta umgengnisrétt- ar við það foreldri sem hefur ekki með forræði þess að gera. Ef svo fer að forráðandinn brýtur þetta ákvæði er þeim forræðislausa kleift að sækja rétt sinn í dómsmálaráðuneytið sem gefur skriflegan úrskurð um umgengnisrétt að rannsök- uðu máli. Ef forráðandinn brýtur enn þann samning, og neitar þeim forræðislausa um samvistir við bamið, má hinn síðar- nefndi beita dagsektum á forráðandann. Það er aftur á móti mjög á reiki hvemig þessar dagsektir eiga að gilda og hver eigi að innheimta þær. Þrátt fyrir að dagsektum hafi verið beitt með einhverjum hætti em þess dæmi að forráðandi hafi enn synjað þeim forræðislausa um umgengni, enda er hon- um það auðvelt því þess em ekki fordæmi að reynt hafi á innheimtu sektcmna. Hinn forræðislausi getur að vísu höfðað mál á hendur forráðanda þegar hér er komið, en að niður- stöðu þess fenginni, er allt eins líklegt að hcinn þurfi að heyja Scima stríðið aftur fá byrjun. „Ég er ekkert feiminn við að viðra þá skoðun mína að ef í harðbakkann slær í umgengnisréttarmálum em þessi nýju barnalög næstum einskis megnug," segir Lárus S. Guðjóns- son. „Það fer því of oft þannig að faðirinn gugnar í baráttunni fyrir því að njóta samvista við bam sitt. En Félag forræðis- lausra feðra ætlar að snúa þar vöm í sókn. Við erum ekki að lýsa yfir stríði við einn né neinn, aðeins að beita okkur fyrir því að þessi nýju bamalög standi undir nafni." Hann bendir ennfremur á það undarlega óréttlæti að for- ræðislausum föður, sem ekki fær að sjá bam sitt langtímum saman, er samt skylt að borga meðlög sín að fullu, enda er ella gengið í skrokk á honum. Hinsvegar kemst móðirin auð- veldlega upp með það að hundsa öll lög og sektarákvæði þegar hún brýtur umgengnisréttinn með þeim hætti sem áður var lýst. Ólöf Pétursdóttir, deildarstjóri hjá dómsmálaráðuneytinu, svsLTcir þeirri gagnrýni sem komið hefur fram á störf þess og nýju bamalögin. Hún segist geta tekið undir þá skoðun að umgengnisréttarmál taki í flestum tilvikum allt of langan tíma. ,Jín til þess liggja ástæður," segir hún ennfremur., J>að er mjög mikið álcig á því fólki sem vinnur að lausn þessara mála. Umgengnisréttarmálin em iðulega mjög flókin, sprottin af djúpstæðum ágreiningi foreldra sem þau hafa engan veginn getað leyst sjálf. Ekki bætir það svo ástandið að þeir sem fást við umgengnisréttarmálin em jafnan yfirhlaðnir af þessum málum, enda er til þeirra varið alltof litíu fjármagni." Ólöf segist ekki geta tekið undir það að nýju bamalögin séu aðeins dauður lagabókstafur sem illmögulegt sé að fram- fylgja.,,Lögin hcifa verið gagnrýnd fýrir það að vera óskýr, en því er til svara að nær ógerlegt er að tilgreina í lögum ná- kvæma útlistun á umgengnisrétti. Tilvikin em svo marg- breytileg að lögin geta ekki annað en lagt útlínumar um það hvemig umgengnisrétti forræðislausra foreldra til bama skuli vera háttað." Láms S. Guðjónsson segir í lokin:„Samnefnari allraþeirra umgengnisréttarmála sem fara úr böndunum em átakamiklir skilnaðir og heift sem komið hefur í kjölfar þeirra. Sá sem neitar umgengni er í flestum tilvikum að hefna sín á fýrrum maka. Til þess notar hann bcimið. Það er líklega það versta við þetta cillt saman." Á næstu síðum er sem fyrr segir reifað dæmigert um- gengnisréttarmál, en í því tilviki sem þar er tíundað hefur kcirlmaður þurft að heyja áralanga baráttu fyrir því að fá að umgangast dóttur sína. Éinnig er á þessum síðum rætt við tvo forræðislausa feður um málefni þeirra. Sjá næstu síðu.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.