Helgarpósturinn - 29.03.1984, Blaðsíða 12

Helgarpósturinn - 29.03.1984, Blaðsíða 12
'agt er að Jón L. Amalds, sem um áraraðir hefur verið ráðu- neytisstjóri í sjávarútvegsráðu- neytinu en er nú í ársleyfi frá störf- um, muni ekki snúa þangað aftur. Hans stöðu fékk Þorsteinn Geirs- son úr fjármálaráðuneyti. Við það þótti gengið fréimhjá Jóni B. Jón- assyni, sem verið hefur skrifstofu- stjóri sjávarútvegsráðuneytisins. Nú heyrir HP að Jón ætli að hætta í ráðuneytinu, hvort sem það er nú vegna þess arna eða ekki, en sumar heimildir herma að Halldór Ás- grímsson sjávanitvegsráðherra hafi nokkurn áhuga á að koma framsóknarmönnum fyrir sem víð- ast í toppstöðum á sjávarútvegs- sviðinu. Ein slfk er staða forstöðu- manns Hafrannsóknastofnunar. Þar hefur Jón Jónsson verið það lengi seimkvæmt svokallaðri 95 ára reglu (sem er samanlagður starfs- aldur og lífcddur) að starf hans fer að losna. Nokkur þrýstingur er sagður hafa verið á Jón að hætta og rýma til fyrir skilgetnum fram- sóknarmanni, Hjálmarí Vil- hjálmssyni fiskifræðingi, en Jón hafi enn ekki ljáð máls á því... F largir hafa ef ti) vill brotið um það heilann hvað Guðmundur J. átti við er hann tilkynnti í um- ræðuþætti í sjónvarpi nýverið að hafnarverkamenn Dagsbrúnar hefðu hlotið sérkjör við síðustu samninga. Málið er þannig Vcixið að þegar samningarnir um 5% launahækkun voru samþykktir fylgdi samningur um 2% launa- hækkun hafnarverkamanna Dags- brúnar með. Sá samningur vcir á sérblaði og mun hafa farið framhjá VSÍ-mönnum. Allavega er mikil ólga meðal Vinnuveitendasam- bandsins vegna þessa máls og ailt gert til að þagga það niður... ormanns- og stjómarskipti em væntanleg í Rithöfundasam- bandi íslands. Njörður P. Njarð- vík hefur ekki áhuga á að halda formennsku áfram. Fráfarandi stjórn hafði haftStefán Júlíusson rithöfund í huga sem arftaka Njarðar en féll frá þeirri hugmynd er sterk samstaða rithöfunda myndaðist um að Sigurður Páls- son tæki við formennsku. Það voru einkum þeir Hrafn Gunn- laugsson og Þórarínn Eldjám sem beittu sér fyrir því að Sigurður gæfi kost á sér og mjög afgerandi var stuðningur Birgis Sigurðs- sonar. Enginn annar listi hefur verið lagður fram en búist er við að svo verði. Ekki er talið að stjómin leggi fram tillögulista um formann og stjórn... argaryfirvöld og stjóm SVR munu á næstunni koma saman og ræða gagngercir breytingar á um- ferð um Hverfisgötu og Laugaveg. Nýja skipulagið gerir nefnilega ráð fyrir því að öll bílastæði hverfi af Hverfisgötunni og öll strætis- vagnaumferð Laugavegar færist niður á Hverfisgötuna, sem þá yrði tvístefnugata með þremur akrein- um. Tvær ;ikreinar yrðu þá í aust- urátt; önnur fyrir strætisvagna, hin fyrir einkabíla, en sú í vesturátt yrði einungis fyrir strætisvagna. Kaupmenn við Laugaveg una þess- um hugmyndum mjög illa, því þeir álíta strætisvagnaumferð um Laugaveginn mjög söluhvetjandi. Úr þessari deilu mun fást skorið bráðlega og væntcinlega verður úr- lausnin sú að núverandi umferðar- kerfi verði við lýði að því breyttu að lokað verði fyrir umferð einka- bíla um Laugaveginn á versluncir- tíma... Þ að mun vera staðreynd í bankakerfinu, að í ýmsum bönkum njóta góðir kúnnar sérstakra vild- arkjara umfram cilmenna við- skiptavini bankanna, t.d. þannig að sparisjóðsbókarvextir eru reikn- aðir á innistæður á ávísanareikn- ingum ellegar að bankar bjóði fjár- sterkum einstaklingum og fyrir- tækjum,sem hafa áhuga á því að geyma mikið fé um óákveðinn tíma á bankabók, innlánsvexti umfram þá hámarksvexti sem skráðir eru. Þetta eru allt viðskipti sem gerast bakvið tjöldin og enginn getur neglt niður og sannað og er mikil óánægja meðal þeirra banka, sem vilja fylgja settum reglum, með það hvemig þeir bíræfnu í bankakerf- inu geta þannig veitt til sín stór- kúnna með ólögmætum gylliboð- um... E verður 5% launahækkun þeirra sem greiða með einu bami, aðeins 2,8% hækkun, vegna þessarar hækkunar meðlagsgreiðslna sem ASÍ/VSÍ-samningurinn kom til leið- ar... L I inn er sá hópur manna sem lækkar í launum þrátt fyrir þá fimm prósent kauphækkun sem ASÍ/VSÍ- Scunningurinn gerir ráð fyrir. Það em meðlagsgreiðendur (sjá grein á bls. 7) sem borga með fleiri en einu barni, en í umræddum samn- ingum vsir ákveðið að hækka með- lög umtalsvert til að koma til móts við framfærsluþunga einstæðra mæðra. Tökum dæmi um mann sem borgar með þremur bömum og hafði 14369 króna laun á mán- uði fyrir hækkun. Við hækkun með- lagsgreiðslnanna lækka laun hcins um akkúrat 5% þegar búið er að draga meðlag af launum hans eftir 5% hækkun ASÍ/VSÍ-samningsins. í raun tapar hann því 10% á þessum samningum. Aftur á móti hækkar framfærslueyrir einstæðra kvenna um 183% við þessa samninga þeg- ar tekið er tillit til leiuna, meðlags og mæðralauna. Með sama hætti Ijóst er að byggingamefnd mun heimila niðurrif Fjalakattar- ins. Lögfræðilega mun málið vera þannig vaxið að ef byggingamefnd synjar niðurrifi verður Reykjavík- urborg að kaupa húsið. Það er því stefna meirihluta borgarstjórnar að byggingcirnefnd heimili niðurrif og mun meirihlutinn hafa sett all- an þrýsting á að svo verði. Hins vegar hefur meirihlutinn biðlað óbeint til þess hóps sem mest berst fyrir varðveislu hússins; hinna svonefndu 59 menninga. Þcir em fremst í flokki þau Björg Einars- dóttir, Finnur Björgvinsson og Sigurður Tómasson. Þau leggja nú nótt við dag að safna saman fé til að kaupa húsið og hafa fengið vilyrði borgarstjómar fyrir for- kaupsrétti á húsinu, liggi pening- arnir fyrir. Ennfremur hvetur meirihlutinn 59 - menningana til þess að kaupa Fjalaköttinn og hef- ur borgarstjóm lofað hópnum, í óformlegum viðræðum, fjárstyrk til að endurbyggja húsið. Þcinnig vill meirihluti borgcirstjómar slá tvær flugur í einu höggi: Losa borg- ina undan f járútlátum og stuðla að því að húsið standi áfram til að forðast pólitískt moldviðri. Kaup- verð hússins er 15 milljónir en við- gerðarkostnaður er talinn nema 40 milljónum... MATKRAKAN eftir Jóhönnu Sveinsdóttur Eldf jörugar eldhúsumræður Það eldir enn eftir cif eldhræðslunni (brennt barn forðast eldinn) sem greip mig fyrir nokkmm klukkustundum yfir því hversu eldsúr Árni ritstjóri varð á svipinn þegar ég tilkynnti honum að ég gæti ekki skilað vikulegum eldhúsreyfara mínum á umsömdum tíma (og svo sem ekki í fyrsta. sinn...).Ritstjórinn súmar með hverri vik- unni sem líður (þar sem ég er síður en svo eina bullukollcin sem ekki stendur í skilum), en þó gengur hann ekki svo langt að elda við eftirlegukjaftciska grátt silfur, orðinn það sjóaður í blaðamennskunnar ólgusjó að jcifngildir því að vera eldur frá ófriði. Ekki þar fyrir að maðurinn hafi ekki ævin- lega verið eldheitur friðarsinni í orði og æði. Því er honum sannarlega vorkunn að búa við þá tilvistarkreppu helgarblaðsrit- stjórans að þurfa sífellt - þrátt fyrir friðar- sinnið - að þefa uppi eldfimt fréttaefni, svo að eldsetar og öskubuskur þessa lands geti kjammsað á spillingu múglýðræðislega kjörinna kónga og drottninga og síðcin slef- að yfir eigin siðprýði og nægjusemi sem eins konar eftirrétti. Já, margt er mannanna bullið, misjafnt dmkkið sullið, ég segi nú ekki annað. Nú verður Helgarpósturinn fimm ára í næsta mánuði og af því tilefni ætlar starfs- fólk blaðsins og velunnarar að gera sér eld- húsdag að Hótel Borg (sjá nánar auglýst síðar). Mér finnst að á slíkum tímamótum eigi ritstjórn og fastir blaðamenn (sem allir eru karlmenn) að leggjast undir feld og hef ja sjálfsgagnrýni í fleirtölu, vega og meta upp á gramm það andlega fóður sem borið er á borð fyrir lesendur í viku hverri. Veit ég vel að búsifjar blaðsins eru þung- ar á stundum og númer eitt, tvö og þrjú verður blessað blaðið náttúrlega að renna út eins og heitar Iummur. Það gerist ekki nema það innihaldi efni nægilega eldfimt til að glæða veika logana í eldstó fyrmefndra kolbíta og öskubuskna (því eins og Roll- ingcirnir sögðu: „Who wants yesterday’s papers, who wants yesterday’s girl? Nobody in the world!“).En þarf það endi- lega að vera í formi viðtals við meinta mellu í Vesturbænum, meintan eiturlyfjaneyt- anda inni á klósetti á Hlemmi, meint karl- rembusvín á Alþingi eða greina um meint flangs á vinnustöðum? Fyrir hvern viljiði skrifa, eða fremur: hvernig lesendur viljiði móta, elskumcir mín£ir, þið sem látið ykkur ekkert mannlegt óviðkomandi? (Látum þetta kvenlega liggja á milli hluta að svo stöddu.) Hvers vegna t.d. ekki að gera HP fyrst og síðast að mál- gagni „hinna mjúku manna“ sem spretta nú upp eins og ljúffengir ætisveppir hér og hvar á höfuðborgarsvæðinu og eiga engar málpípur aðrar en eigin kreistu kverkar af kvennavöldum? Látið nú blaðið eldast til bóta. Haldiði að lesendur mundu ekki frek- ar kippast við af auglýsingu á borð við Mjúku mönnunum er laus tungan í gufubaði HP heldur en Steingrímur leys- ir niðrum sig í opinskáu opnuviðtali HP? (Mín tillaga er sú að HP bjóði við- mælendum sínum upp á að raktar séu úr þeim garnirnar í gufubaði, því þar er mönn- um lausust tungan svo og vöðvamir...) Eða af titli á borð við Baráttan við kven- rembuna mýkti mig þrátt fyrír allt frem- ur en Gjaldþrota gjálífisseggurínn í frystihúsinu? Við konur erum ajn.k. orðn- ar þreyttar á þykjustupælingum kalla í nafla stjórnmála og fyrirtækja og viljum fá þá til að lýsa sínum eigin refjalaust! Svo snöggt sem búrhníf væri veifað hef ég nú af óvæntum eldmóði gert mér mat úr duldri ritstjórnarstefnu HP. Áma og Ingós óhamingju verður allt að vopni, fyrst tryggðatröllið matkrákan er farin að kasta skyrinu. Ég er því mett í bili og þá kem ég að minni tilvistarkreppu, semsé þeirri að þurfa að láta ykkur, lesendur góðir, fá eitthvað fyrir ykkar snúð (hafandi teymt ykkur á asnaeymnum til að hlaupa 1. apríl eftir þessu ómaklega skyrkcisti), jcifnvel þótt ég hafi sjálf fengið væna kviðfylii, klappcindi mjúkan magann og lcingi ekkert til að elda í súran svipinn. Þar að auki er nóttunni nú farið að elda er þessi síðustu orð em rituð og því mál til komið að fá sér lúr, þar til setjarar HP drattast á fætur. Nóg um það, ég vona að þið getið gert ykkur eldhúsdag við tækifæri með aðstoð eftirfarandi upp- skrifta. Rauðspretta með vínberjum Rauðsprettan er minn uppáhaldsfiskur nú um stundir, þétt og grannholda sem hún er. En hver sem fiskurinn er finnst mér skipta sköpum að dreypa á hann sítrónu- safa 15-30 mín. fyrir steikingu eða bökun. Fiskholdið verður enn hvítara og stinnara fyrir bragðið. - Þetta er háhðamatur handa sex manns. Reiknið að öðm jöfnu með 200 g af fiskflökum á mann. U.þ.b. 1200 g rauðsprettufiök salt og pipar safi úr einni sítrónu 4 dl þurrt hvítvín 1 tsk estragon 30 g smjör (og smáklipa tii steikingar) 1 msk hveiti 1 dl rjórai 350 g græn, steinlaus vínber 1. Roðflettið flökin ef þið kjósið svo, skerið þau síðan langsum í tvennt og hvem helm- ing í þrjá bita. (fljótlegra er e.t.v. að steikja fiskinn á þann máta, en einnig má að sjálf- sögðu steikja flökin í heilu lagi eða skorin langsum til helminga). Mcilið yfir þau salt og pipar og hellið sítrónusafa yfir. Látið standa í hálftíma. 2. Hellið hvítvíni og estragoni á pönnu og látið suðuna koma upp, minnkið hitann og setjið fiskinn út í og sjóðið í hæsta lagi í 3 mín. Færið fiskinn upp á smurt, eldfast fat. Sjóðið vínsoðið ögn lengur eða þar til það mælist u.þ.b. 3 dl. 3. Sósan: Bakið upp sósu úr smjöri, hveiti, rjóma og soðinu cif pönnunni, bragðbætið með salti og pipar. Hellið sósunni yfir fisk- inn. 4. Raðið steinlausum vínberjunum með- fram kantinum á fatinu (ef hýðið er mjög þykkt má fjarlægja það áður með odd- hvössum hníf). Setjið nú fatið inn í heitan ofn eða grill í 2 mín. 5. Fiskurinn bragðast best með heitu snittubrauði og e.t.v. soðnum hrísgrjónum. Sítrónusúpa Hér kemur uppskrift að fjörefnaríkri sítrónusúpu, sem má hvort heldur sem er borða í forrétt eða eftirrétt, heita jafnt sem kalda. Uppskriftin er handa fjórum. Súpan sjálf: 3 sítrónur 5 dl vatn 2 1/2 dl hvítvín salt á hnifsoddi ldlsykur 3 msk maizenamjöl 2 eggjarauður Eggjafroða: 2 eggjahvítur 1 dlsykur 1 msk vanillusykur Auk þess: 1 sítróna 1. Þvoið sítrónurnar og cifhýðið þær þunnt. Setjið hýðið í pott ásamt vatninu og sjóðið i u.þ.b. 10 mín. 2. Síið soðið og hellið í mælikönnu. Bætið sítrónuscifa og hvítvíni út í og þá vatni þar til vökvinn í heild nemur einum lítra. 3. Hellið súpunni í pottinn og bragðbætið með salti á hnífsoddi og 1 dl af sykri. Látið suðuna koma upp og þykkið súpuna með maízencunjölinu hrærðu út í nokkrum msk af vatni. Látið suðuna koma upp á nýjan leik og takið pottinn af hellunni. 4. Ausið u.þ.b. 2 dl af súpu í skál, hrærið eggjarauðurnar saman við og hrærið svo út í súpuna (sem má ekki sjóða eftir þetta). 5. Stífþeytið eggjahvítumar. Hrærið sykri og vanillusykri saman við þær, og myndið síðcm litla hnoðra með teskeið og leggið ofan á súpuna. Setjið lok á pottinn og látið standa í u.þ.b. 5 mín. 6. Hellið súpunni varlega í stóra skál svo að hnoðrarnir fljóti ofan á: Sneiðið eina sítrónu örþunnt og setjið sneiðamar var- lega út í súpuna áður en hún er borin fram. 12 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.