Helgarpósturinn - 29.03.1984, Blaðsíða 28

Helgarpósturinn - 29.03.1984, Blaðsíða 28
lokksþing Alþýðuflokksins verður næsta haust og er búist við einhverjum breytingum í forystu- Iiði flokksins. Þó er ekki talið að hróflað verði við Kjartani Jó- hannssyni, formcinni flokksins, en á tímabili s.í. sumar var þó almennt talið að hann myndi láta af for- mannsstörfum að eigin ósk. Það mun hafa breyst og bendir því allt til að hann hyggi á endurkjör og hljóti, þótt mcirgir kratar hafi í seinni tíð litið mjög til Jóns Sig- urðssonar í Þjóðhagsstofnun sem framtíðarformanns. Hins vegar segja kunnugir næsta víst að Magnús H. Magnússon, varafor- maður Alþýðuflokksins, muni ekki ieita eftir endurkjöri á flokksþing- inu. Ýmsir kandídatar hafa verið nefndir í sæti Magnúsar, svo sem eins og Jóhanna Sigurðardóttir, sem verið hefur hvað atkvæða- mest þingmanna flokksins á þingi, Sighvatur Björgvinsson, sem gjarnan vill styrkja stöðu sína eftir tap þingsætisins til Karvels Pálmasonar í síðustu kosningum og Jón Baldvin Hannibalsson, sem sumum þykir nokkuð utan- gcirðs í flokki þingmanna Alþýðu- flokksins, en líklegur til að láta meira að sér kveða í forystunni... ii liggur fyrir fullkomið skipulag útivistarsvæðis við Soga- mýrina sem Borgarskipulagið hef- ur hannað. Er gert ráð fyrir garði, tjörn og skógræktarsvæði á grænu svæðunum milli Miklubrautar og Suðurlandsbrautar. Þar munu einnig rísa þjónustubyggingcir með „drive in“ skyndibitastöðum, kaffiteríum og sjoppum ... L I oksins tókst að gera Lárus Jónsson alþingismann að banka- stjóra. Eins og venjulega við póli- tísk hrossakaup njóta fleiri góðs cif en sá sem sjálft hnossið hlýtur. Þannig verður nú Bjöm Dag- bjartsson alþingismaður í stað Lárusar. Og þá vaknar spumingin: Hver tekur við stjóm Rannsókna- stofnunar fiskiðnaðarins af Bimi? HP heyrir að Jónas Bjaraason, sem nú gegnir starfi forstöðu- manns Framleiðslueftirlits sjávar- afurða eins og frægt er orðið, njóti mikils stuðnings í stöðu Bjöms, ekki síst meðal þeirra sem vilja losna við hann frá framleiðsiueftir- Iitinu. Jónas hefur einmitt gegnt starfi Bjöms í fjarvistum hans. Tal- ið er að Jónas hefði síður en svo á móti því að flytja sig úr heita sæt- inu hjá eftirlitinu. Þótt nokkuð hafi skort á samráð og lagni telja þeir sem til þekkja að Jónas hafi reynd- ar verið að taka eftirlitsmálin rétt- um tökum, en farið of geyst, og þannig gefið Kristjáni Ragnars- syni, formanni LÍÚ, kærkomið tækifæri til að draga athyglina frá kvótamálinu yfirá punktamálið(!) En fái Jónas Rannsóknastofnunina er talað um að í stöðu hans hjá Framleiðslueftirlitinu fari Sigur- jón Arason, deildarverkfræðing- ur hjá Rannsóknastofnuninni. Og fái Sigurjón hana fær einhver ann- ar stöðu Sigurjóns og svo koll af kolli í dcmsi silkihúfcinna um ís- lenska stjórnkerfið. Helgarpóstur- inn verður á vaktinni... skaltu kynna þér JLbyggíngalánin og JL vöruúrvalið Pað sem er mikilvægast fyrir þann sem er að byggja eru auðvitað fjármálin og byggingar- hraðinn. J.L. Byggingavörur 'gerir húsbyggjendum kleift að byggja með fyrsta flokks vörum á sérstökum J.L.-lánakjörum, kolli. Einnig er hægt að semja um sérstök J.L.-lán, sem miðast t.d. við útborgun líf- eyrissjóðslána eða húsnæðismálastjórnar- lána. Þannig getum við verið með frá byrj- un. J.L. Byggingalánin kvæmd: Stofnaður er viðskiptareikningur, fyrir tí- unda hvers mánaðar er úttekt fyrri mánaðar yfirfarin, a.m.k. 20% greidd í peningum, og allt að 80% sett á skuldabréf til allt að sex mánaða. Þannig er þetta framkvæmt koll af Iðnaðarmenn sem vinna fyrir viðskiptavini okkar þurfa ekki að leita annað í efniskaup- eru þannig í fram- um. Um leið og búið er að grafa grunninn geta smiðirnir komið til okkar og fengið fyrstu spýturnar. Og í framhaldi af því fæst allt byggingarefnið hjá okkur. Renndu við vestur í bæ og talaðu við okkur ef þú ert að byggja. JL iBYGClNCAVÖRðBl HRINGBRAUT 120: Byggingavorui Golfteppadeild Timburdeild 28-600 28-603 28-604 Málningarvorur og verkfæri 28-605 Flisarog hremlætistæki 28-430 Sölustjóri ......................28-693 Sknfstofa .......................28-620 Harðviðarsala ...................28-604 Takiö sumarið snemm öll fjölskyldan til MALLORKA OTCfXVT FERÐASKRIFSTOFA, Iðnaöarhúsinu Hallveigarstígl. Simar 28388 og 28 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.