Helgarpósturinn - 29.03.1984, Blaðsíða 18

Helgarpósturinn - 29.03.1984, Blaðsíða 18
MYNDLIST Abstrakt= óhlutbundið Kristín Bjarnadóttir leikkona sagði frá því einhvern tíma í viðtali í blaði, að þegar hún var barn í Húnavatnssýslu hafi hana sár- langað til að verða eitthvað annað en það sem hún var: hún sjálf í því að vera aðrir. Og hún túlkaði þessa sáru innri löngun á þann veg að hún vildi verða leikkona, svo hún túlkaði aðra og yrði þannig algerlega hún sjálf um leið. Vonandi eúbakcir minni mitt ekki hin athygiisverðu orð leikkonunnar. Þegar ég skipulagði sýningu á alþýðulist, í SÚM árið 1974, spurði ég suma listamenn- ina hver ástæðan væri fyrir því að þeir fóru, oft á efri árum, að stunda listsköpun án þess að hafa notið listfræðslu eða mennt- unar á sviði lista. Þetta átti að vera nokkuð nákvæm könnun á uppruna listþarfarinnar hjá fólki, en sökum kostnaðar við hana, og áhugaleysis þeirra sem úthluta fé, varð allt í molum. En þarna var meðal þeirra sem sýndu kona sem hét Sesselja Vilhjálmsdóttir. Hún var með vissum hætti samnefnari fyrir al- þýðulistamennina (alþýðulistamenn í þeirri merkingu að þeir ákváðu sjálfir hvort verk þeirra væri list. Ég tók enga ákvörðun, því annars hefði ég farið að flokka og koma fram eigin skoðun). Sesselja sagði frá því að þegar hún var barn hafi komið á heimili hennar, á Austurlandi, eldavél og á vélinni var rós; hurðinni á bakarofninum. Litur róséirinnar hafði slík áhrif á barnið að entust allt líf henncir. Sesselju langaði að skapa hliðstæða fegurð en þó ekki í sama formi og rósin var. Dæmin sem ég nefni eru um tvenns kon- ar listþörf: önnur kemur að innan, frá óþekktum stað, dæmi Kristíncir; hin kemur að utan og vekur hina innri þörf. Enginn alþýðulistcimaður, sem ég ræddi við, hafði í raun og veru þá innri þörf sem Kristín ræðir um. Margt afar fróðlegt kom fram í viðræðunum við alþýðulistamenn- ina, ekki bara varðandi list heldur samfélag- ið, flóttann úr sveitinni og hvemig uppmn- inn er varðveittur í landslagsmyndum á veggjum, og hvað manninum er mikil lífs- nauðsyn að falsa. Þá komst ég að raun um að sannleikurinn gerir mcinninn geggjaðan, ef hugurinn rígheldur sér í hann. Listin mildar sannleikann með undra- mætti sínum, gerir hann sveigjanlegan, meðfærilegan, og hefur hann upp í æðra veldi. Þar er sannleikurinn ofar sjálfum sér, í breytingunni, í hinu siðferðilega viðhorfi til sannleikans. í Listmunahúsinu við Lækjargötu sýnir Valtýr Pétursson myndir sem em dæmi- gerðar fyrir það að vera abstrakt eða óhlut- bundnar. Þótt þær séu það vitaskuld ekki algerlega. Ekkert er algerlega óhlutbundið. En abstraktlistin er að mestu andlegs eðlis, hún skírskotcir ekki til eða lýsir umhverfi, heldur innhverfi. Hún er leikur að sjálfri sér, flétta og niðurröðun, innbyrðis cifstaða. Óhlutbundna listin vildi vera aðeins hún sjálf: list. En áður en málaralistin varð það hafði hana langað öldum saman að vera eitthvað annað en það sem hún var. Abstraktlistin er því nær eðli Kristínar en eðli Sesselju, þótt margeðli sé í henni eins og öllum hlutum. En listþörf í anda Sesselju hefur ríkt miklu lengur en sú sem er í anda Kristínar. En þó lengstum samleikur beggja. Um hvað fjallar svo abstraktlistin? Úm sjálfa sig. Um innsta kjama listarinnar, hvort sem hann er í anda Kristínar eða Sesselju: þá órökréttu leið sem liggur til rakanna, það mikla andlega ferðalag sem er áþekkt flókinni fléttu. Islensk menning varð til við menningar- áfall í Noregi, og nútímamenn urðum við þegeir annar menningarskellur dundi á þjóðinni: hernámið. Menning okkar er því í eðli sínu áfallcunenning og getur líklega ekki hcildið höfði nema hún verði fyrir áföllum, eitthvað utan að komandi ýti rækilega við henni. Hin óhlutbundna list hefði trúlega aldrei eða seint haldið innreið sína í menn- ingu okkar, hefði hún ekki gert það í skjóli annarra stóráfalla. Hún Vcir bara eitt áfallið í viðbót og þess vegna ekki keyrð niður. Hún mætti tiltölulega miklu umburðarlyndi hjá þjóð sem á afskaplega erfitt með að hugsa óhlutbundið eða um óáþreifanlega hluti án þess að lenda úti í andatrú eða bláköldu bulli. En innan óhlutbundnu listarinnar ríkti svipuð rökleysa og í þjóðfélagsfléttunni allri á þessum tíma: Formleikir hennar voru að láta fletina hverfa hvem inn í annan, þannig að þvíhyrningur tók hluta eða hom af ferhyrningi eða öfugt. En ef hvítur þrí- hyrningur fór inn í bláan hálfhring, þá varð geirinn ekki fölblár heldur brúnn. Hvítur þríhyrningur fór inn í annan þríhyming, brúngulan, en afleiðingin var rauðgulur þrí- hyrningur. Lögmáli litanna var umtumað. Litirnir lutu vilja listamannsins, bjuggu við þröngvun. Menn gátu því aðeins verið með eða móti abstrciktinu. Óhlutbundna listin Vcikti ofstæki. Ekki var hægt að koma að neinum rökum. Þess vegna trúðu menn á listformið, líkt og einræðisherrana á sama tíma, eða fundu því allt til foráttu. Seinna mildaðist óhlutbundna listin. Af- leiðingar hennar vom aukið formskyn, betri smekkur. En með ferðalögum og ólíkum áhrifum frá hinum svo nefndu sólarlöndum hvarf almenningur aftur til samkmllshugsunar sinnar og hélt nú að hótel væm menningar- hallir og vildi láta heimili sín líkjast þeim. Valtýr í Listmuna- húsinu - afleiðingar hinnar óhlutbundnu listar voru aukið formskyn, betri smekkur. L, BÓKMENNTIR Nýtt fornkvœði BJOLFSKVIÐA (Béowulf). Halldóra B. Björnsson íslenskaði. PélurKnútsson Ridge- well sá um útgáfuna. Alfreð Flóki mynd- skreytti. Fjölvaútgáfa. Rvík 1983. Stundum berast manni í hendur rit sem em á einhvern yfirskilvitlegan og næstum guðdómlegan hátt hafin yfir tíma og rúm, jafnvel yfir allan venjulegan jarðneskcui til- gang með bókmenntum. Þannig er um þýð- ingu Halldóru B. Bjömsson á Bjólfskviðu. Þýðandinn getur naumast hafa stefnt að þvi' að cifla sér tímcinlegs lofs eða frægðar fyrir verk sitt; hefur greinilega varið til þess ógn- legum tíma og bcikað sér umtalsvert erfiði (m.a. við að læra forntunguengilsaxa);þess er lítil von að lesendahópur verði stór, o.s.frv. Samt hefur hún unnið - líklega sleitulítið í ein tvö ár - vegna þeirrar ánægju sem aldrei verður mæld í krónum eða lífsæld, ánægjunnar af að hafa afrekað nokkuð sem ekki er á hvers manns færi. Bjólfskviða er í tölu sérkénnilegustu forn- kvæða germanskra þjóða. Aldur hennar er nokkuð óvís, en oftast sýnist talað um átt- undu eða níundu öld sem líklegan kveðskap- artima. Deilt hefur verið um hvort kviðan í núverandi mynd (til í einu tíundu-aldar handriti) sé Scimsteypa úr sjálfstæðum smærri kviðum eða þegar frá öndverðu samin í núverandi lengd (3182 langlínur). Þá hafa aðrar þjóðir en engilsaxar reynt að eigna sér fmmkviðuna. Efni hennar er danskt og því þótti um sinn líklegra að hún hefði verið kveðin í því landi, en tæplega sýnast manni nú nokkur haldbær rök til þess. Málið er engilsaxneska eða fornenska, hugmyndafræði kviðunnar kristin og þar með gerólík um margt því sem vænta mætti ef kveðið hefði verið í danskri menningu á níundu öld eða fyrr. Heildarsvipur kvæðis- ins virðist einnig nokkuð traustur og vand- séð hvernig það hefði verið fléttað samcin eða fellt saman úr þesskonar stuttkvæðum sem hin norrænu hetjuljóð sýnast einatt hafa verið (sbr. Eddukvæðin íslensku, sem sum kynnu að vera næstum jafnaldrar Bjólfskviðu). Halldóra B. Björnsson lést áður en henni hafði auðnast að fullfága þýðingu sína, en hafði þó enst aldur til að þýða allt kvæðið svo að þar vantar öngva línu í. Aðferðin hefur jafnan verið sú að fylgja frumtexta vísuorð fyrir vísuorð og nákvæmni jafnan mikil. Þar verður þýðandanum vitanlega styrkur að því að málin em skyld þótt mjög hafi gengist tungurnar - sem og hinu að kveðskaparaðferð fomra kvæða íslenskra er býsna lík því sem gengur í Béowulf. Þetta er ekki svo að skil ja að Halldóra hafi reynt að þýða á einhverskonar fornís- lensku. Miklu nær væri að segja að hún þýddi á tímalaust mál. Hún notar nútíma- mál þegar það hentar, en hún eys líka ótæpilega af kveðskaparmáli Eddukvæða, dróttkvæða og ekki síst rímna. Meðferð hennar á fornyrðislagi vísar allt í senn til Atlakviðu, Paradísarmissis í þýðingu Bæs- árskalla og fornyrðislags Jónasar Hall- grímssonar. Þarna verður ekkert tínt í sögu- lega dilka, allt er mnnið saman á þann veg að manni finnst stundum að Halldóra hljóti að hafa verið samtí'mamaður Bjólfs, Jóns á Bægisá og Jónasar allra samt. Vitaskuld er þýðingin ekki gallalaus ef stundaður er samanburður við frumtexta. En oftast verður blærinn keimlíkur á skáld- legan og hrífandi hátt. Lesendum til fróð- leiks skal aðeins bmgðið upp einu dæmi snemma úr kviðunni, þar sem Bjólfur hinn gauski er kominn til hallar Danakonungs og menn sitja og bíða þeirrar stundar þegar tímabært verði að fást við óvættina miklu, Grendil. Halldóra kveður svo: Þá var Gautaliðum gefið öllum í bjórsali bekkjarrými, svinnferðugir til sætis gengu, þreklegir prúðir. Þegn gekk um beina, hann í höndum bar haglegar ölkrúsir, skenkti skíran lög. Skáld meðan sungu hátt í Hirti, það var hölda gaman, ólítil dægradvöl Dana og Veðra. (Bls. 291.491-8) (Hjörtur heitir salurinn þar sem setið er; Veðrar eru Gautar). Hið foma skáld orðaði þetta svona, samkvæmt hinni hefðbundnu skólaútgáfu Wyatts (og þó með því fráviki í stafsetningu að hér er notað táknið g líka fyrir raddað g-hljóð sem táknað er sérteikni þegar fornenska er prentuð); Þá wæs Géat-mæcgum geador ætsomne on béor-sele benc gerýmed; þær swið-ferhþe sittan éodon, þrýðum dealle. Þegn nytte behéold, sé þe on handa bær hroden ealo-wæge, scencte sclr wered. Scop hwllum sang hádor on Heorote; þær wæs hæleða dré^im, duguð unlýtel Dena ond Wedera. Með þeim snautlitlu kynnum sem ég hef haft af fornensku fyrir cilllöngu sýnist mér þarna býsna nákvæmlega þýtt en samt fellt í náttúrlegt form og samhengi. í formála segir útgefandi að „örsjaldan (megi) merkja lítilsháttar misskilning" en telur þó oftar um að ræða meðvituð frávik ef eitthvað beri á milli. Um það skcil ekkert sagt. Ég hef varla við (lauslegan og smáleg- an) samanburð fundið nokkurt slíkt dæmi. Þó skal þess getið að ég þykist sjá einhvers- konar mistök í línu 400 (bls. 25) þar sem segir: „þrúðlegur þegnhópur; sumir biðu,“ - hér vantar glögglega ljóðstafinn í siðari helming vísuorðsins, og hcinn er raunar að finna í _samsvarandi línu frumtextans: ,Sume þær bidon“. Hér hefur með öðrum orðum fallið niður atviksorðið „þcir“ (’sum- ir þar biðu’) og hefði vel mátt laga. Prent- villa eða pennaglöp sýnist það líka vera í vísuorði 977 (bls. 49) þegar stendur „bíða færa hann þar“ (frumtexti „ðáér ábldan sceal") og gefur ekki merkingu að festa neitunina -a ciftcin á sögnina. Rétt væri „bíða fær hann þar“. Einhverja smámuni af þessu tagi má finna víðar, en í heild er mikill fengur í útgáf- unni. Sagan sem þarna ersögð skiptir okkur máli, m.a. vegna (óljósra) tengsla sem hún hefur við íslenskar fomsögur (einkum Grettis sögu), hugarheimurinn sem birtist okkur er þann veg vaxinn að hverjum er hollt að kynnast, undarlegt og fomeskjulegt sambland heiðni og kristni. Og tök þýðand- ans sýna enn eina ferðina hvemig má leika sér á tungu okkar og láta hcina þjóna hinum aðskiljanlegasta tilgangi. í formála útgefanda kemur fram að „Fjölvi áformi að standa síðar að fræðilegri útgáfu kviðunnar". Það er von þess sem hér skrifar að þessarar útgáfu veröi ekki langt að bíða og einhverjir sjóðir reynist haía vit til að standa við bakið á svo góðu en vissu- iega „ópraktískú' tiltæki. Þangað til verður að nægja að þcikka fyrir gott skref í áttina. Ógetið er eins þáttar við þessa útgáfu þar sem eru myndir AJfreðs Flóka. Þær em að vísu misgóðar fyrir minn smekk og stund- um eins og Flóki hafi ekki alveg fundið sjálf- an sig í myndefninu. En þegar best tekst til - einsog í myndunum tveim af móður Grend- ils - gefa myndirnar snjalla sýn inn í hugar- heim sem annars yrði fjær okkur en góðu hófi gegndi. 18 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.