Helgarpósturinn - 29.03.1984, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 29.03.1984, Blaðsíða 8
Fæ ég aldrei framar að sjá barnið mitt? Nýju barnalögin sem Alþingi samþykkti samhljóða árið 1981, áttu meðal annarra atriða að tryggja þau mannréttindi að feður og börn þeirra gœtu notið samuista þó að um sambúðarslit foreldra hafi verið að rœða. í mörgum til- vikum hafa þessi lög reynst ,,einskis nýt" eins og fram kemur hér á undan, því forrœðislausir feður hafa sumir hverjir þurft að heyja stranga baráttu til aðná fram rétti til umgangast börn sín. Þeirri baráttu hefur oftlega lyktað með þeim hœtti að feðurnir hafa gugn- að, þar sem réttlætiskröfu þeirra hefur illa eða ekki verið sinnt af hálfu löggjafans. Dœmisagan hér á eftir greinir frá ungum manni utan af landi sem hefur þurft aðþola undarlega písl- argöngu vegna þess eins að hann hefur haft löngun til fá að umgang- ast dóttur sína, rúmlega fjögurra ára gamla. Við látum nafn þessa manns liggja milli hluta, svo og nöfn annarra hlutaðeigandi aðila, enda eru þau ekki aðalatriðið í þessu máli, heldursú staðreynd að slík lögleysa fái staðist sem hér verður tíunduð á eftir. Hér er ekki um einsdœmi að rœða; þvert á móti erþessi saga úr raunveruleik- anum algengur eftirmáli hjóna- skilnaða á íslandi. Helgarpósturinn hefur undir höndum afrit allra þeirra pappíra sem þessu máli hafa fylgt. Er það hin fróðlegasta lesning. Þann sextánda september 1982 skrifar maðurinn dómsmálaráðu- neytinu og leitar réttar síns eftir langar og árangurslausar tilraunir til að fá fyrrum sambýliskonu sína til að leyfa sér umgengni við dóttur þeirra. I bréfi hans til ráðuneytisins segir svo: „í september 1980 sleit ég sam- vistir við sambýliskonu mína... Við áttum saman eina dóttur, fædda 1979. Barnið hefurverið hjá móður sinni síðan. Var það munnlegur samningur okkar foreldranna að móðirin hefði forsjá barnsins en ég nyti umgengni við það aðra hverja helgi. Þar sem ég hef verið mikið á sjó og sótt Stýrimannaskólann á veturna, var það samkomulag að foreldrar mínir nytu umgengni við barnið er ég væri fjarverandi, en barnið er alnafna móður minnar. Til að byr ja með gekk allt að ósk- um um umgengni. Að nokkrum mánuðum liðnum tekur móðirin upp samband við annan mann. Bregður þá svo við, að mér er ill- mögulegt að fá að umgangast barnið. Hefur mér ekki verið kleift að fá að umgangast dóttur mína, utan tvo daga, cillt síðan í júlí 1981. Ég hef reynt að fara þá leið að fá að ná í barnið á þá dagvistunarstofn- un sem hún dvelur á. Ég hef fengið þau svör að barnsmóðirin hafi gef- ið fóstrunum þau fyrirmæli, að undir engum kringumstæðum megi cifhenda mér bamið. Eg hef haft sambcuid við Félags- málastofnun vegna þessa máls. Fór þá fulltrúi með mér á fund lög- fræðings móðurinnar og Vcir settur ákveðinn tími sem koma átti sam- an á og gera formlegan umgengnis- réttarsamning. Þegar til kom stóðst það ekki og öll tormerki á að slíku verði hægt að koma í kring. Það er að ráði Félagsmálastofn- unar að ég sendi yður þetta bréf nú, og beiðist þess að ráðuneytið skipi umgengnistíma mínum eins og rétt þykir. Er þetta mér mikið tilfinningcimál, svo og móður minni sem tekið hafði miklu ást- fóstri við alnöfnu sína.“ Eins og fram kemur hér að fram- an var ósk föðursins um úrskurð send ráðuneytinu um miðjan sept- ember 1982. Fimm mánuðum síðar (en faðirinn naut ekki samvista við dóttur sína einn einasta dag þess tíma) felldi dómsmálaráðuneytið úrskurð sinn. Úrskurðurinn, sem taka átti gildi fyrsta mars 1983, er svo hljóðandi meðal annars: „Með hliðsjón af málavöxtum og með vísun til 40. gr. barnalaga nr. 9/1981, er hér með ákveðið, að maðurinn hafi rétt til þess að hafa barnið hjá sér annan hvem laugar- dag, frá kl. 10 að morgni til kl. 19 að kveldi. Maðurinn skal sækja bamið á heimili þess og skila því þémgað að kveldi. Konan skal tilkynna manninum með minnst dags fyrir- vara (ef mögulegt er), ef barnið er veikt og getur því ekld farið til föð- ur, og hefur þá maðurinn rétt til þess að taka barnið næsta laugar- dag á eftir. Þá skal maðurinn til- Ömurlegt að hafa ekki efni á að hitta börnin „Forræðalausir feður haia hing- að til veigrað sér við að koma fram í fjölmiðlum, sérstaklega þeir sem þurfa að borga með mörgum börn- um einsog ég geri. Við höfum hreinlega verið dæmdir vesalingar og nískupúkar i hvert sinn sem við höfum minnst á okkar málefni." Sigmundur Guðmundsson er á þrítugsaldri og vinnur sem mat- sveinn hjá opinberri stofnun. Hann á að baki tvö hjónabönd og tvö börn úr hvoru þeirra. Hann greiðir sem sagt með fjórum bömum, um átta þúsund á mánuði, en laun hans eru tæp fimmtán þúsund. „Við megum heita þessi þögli lág- launahópur sem gleymst hefur að taka tillit til, enda í hvert sinn bara vísað á loðnuvertíð ef við förum eitthvað að væla um litla fram- færslu." Hann segir það hafa verið fjár- hagslegt hrun hjá sér þegar hann skildi í síðara skiptið, „sem gerði það að verkum að ég varð óhæfari til að sinna mínum skyldum gagn- vart börnunum, sem aftur hefur leitt til þess að þau hafa misst álit á mér sem pabba.“ Sigmundur segir þann hóp manna, sem likt sé ástatt um,vera „lúmskt stóran". Þeir búi margir hverjir í litlum herbergiskytrum eða, eins og í hans tilfelli, heima hjá foreldrum sínum. „Það sér það enda hver maður að þegar búið er að taka átta þúsund krónur af fimmtán þúsund króna mánaðar- launum, þá er ekki úr miklu að spila í leiguhúsnæði, hvað þá mat allan mánuðinn." Börn Sigmundar búa í tveim landshlutum, anriarsvegar á Blönduósi og hinsvegar á Horna- firði. „Vegna bágs efnahags hef ég ekki getað haft samband við krakk- ana mína sem skyldi. Og fyrir það er maður náttúrlega dæmdur slæmur pabbi. í fyrstu reyndi ég samt að heimsækja börnin í hverj- um mánuði, síðan hitti ég þau ekki nema á afmælunum þeirra. Og nú er svo komið að ég hef ekki getað farið til þeirra í tæpt ár eða greitt far undir þau til mín.“ Hann telur mæður ekkert ofsæl- ar af hverri meðlagsgreiðslu, en hinsvegar finnst honum að inn- heimtukerfið megi vera mýkra í dæmi hans og annarra sem svipað er ástatt um. ,JVlér finnst sjálfsagt réttlætismál að menn geti haft til hnífs og skeiðar eftir að búið er að draga meðlögin frá launum þeirra. Og gott betur reyndar, því við ætt- Sigmundur Guðmundsson: ,,Maður fyllist mikilli sektarkennd þegar maður getur ekki lengur heimsótt börnin sín vegna lélegra launa.‘‘ um að geta verið í stakk búnir til að geta heimsótt börnin okkar eða fengið þau til okkæ. Mér finnst óréttmætt að okkur sé refsað fyrir barneignir okkar með þeim hætti að benda okkur á loðnuvertíð í hvert sinn sem við komumst í greiðsluþrot. Þrátt fyrir lág laun, gerir þjóðfé- lagið nefnilega þá kröfu til okkar að standa okkur sem pabbar. Um leið og eitthvað bjátar á, skuldir fara að hlaðast upp, erum við dæmdir óhæfir nískupúkar, Kvíabryggju- matur.“ Hann segir sig ekki dreyma um framtíðarplön, því allt það litla sem afgangs verði fari í það að borga upp skuldahalann sem safn- ist fyrir af lágum launum og mikl- um meðlagsgreiðslum. „Og maður verður að standa sig, ella kallcir maður yfir sig fjárnám eða skulda- fangelsi." En hvernig er sú tilfinning að geta ekki notið scimvista við böm- in sín vegna bágs efnahags? „Hún er vægast sagt hryllileg. Maður fyllist náttúrlega mikilli sektarkennd, finnst maður ömur- legur, og að allt sé þetta sjálfum manni að kenna. „Þú komst þér í Þurfti hótun til að fá að sjá börnin mín segir Pétur, „að það þarf oft á tíð- „Mér var meinaður aðgangur að börnunum mínum tveimur í hálft ár eftir að ég og kona mín skildum. Það var ekki fyrr en ég fékk lög- fræðing í lið með mér sem hótaði móðurinni málshöfðun fyrir að neita mér umgengnisréttar við börnin, að hún lét loks undan. Síð- an hef ég náðarsamlegast fengið að vera með börnunum mínum nokk- uð reglulega. En ég man ennþá hvað það fékk á mig þegar börnin sögðu við mig, fyrsta daginn eftir aðskilnaðinn langa: „Pabbi, þú ert ekki eins vondur og mamma og amma hafa verið að segja okkur!“ Ég held að þessi setning bcim- anna minna segi töluvert um það hversu mikil pína það getur verið að fá ekki að sjá bömin sín svo mánuðum skiptir. Það er þá kann- ski búið að innprenta þeim alls- konar hugmyndir um mann, sem erfitt getur verið að leiðrétta þegar til kemur." Þettar segir Pétur Jónasson, þrjátíu og fimm ára gamall versl- unarmaður, sem skildi við konu sína fyrir fjómm ámm, en við þann skilnað var móðurinni dæmt for- ræði bama þeirra tveggja þó svo að Pétur vildi annað. Pétur var einn helsti hvatamað- ur að starfi Félags forræðislausra feðra og segist hann vita til þess að mjög algengt sé að mæður brjóti á fyrrverandi mönnum sín- um með þeim hætti sem hann mátti þola í hálft ár. „Jafnréttið er ekki meira en svo“, um heiftarlega bciráttu fyrir því að fá að umgangast böm sín. Og að sama skapi og sú barátta getur ver- ið erfið, er næsta vonlaust fyrir karlmann að berjast fyrir umráða- rétti barna sinna. Karlmenn stcmda einfaldlega ekki jafnir að lögunum og kvenmenn þegar að skilnaði kemur. Þrátt fyrir allt jcifnréttishjal, ríghalda kvenmenn þar í hefðina, vísað er til móðurhlutverksins jafnframt því sem þær staðhæfa að þær hafi umgengist barnið meira en faðirinn allt frá fæðingu, þess- vegna sé það elskara að móðurinni og svo framvegis. Og til þessa er alltaf tekið í úrskurði um umráða- rétt. Því er hinsvegar gefið langt nef að karlmenn hcifi einhverjar til- Pétur Jónasson: ,,Jafnréttið er ekki meira en svo að það þarf oft á tíðum heiftarlega baráttu fyrir því að fá að umgangast börn sín.“ finningar í þessum efnum, þeir séu enda bara tæki til að vinna fyrir heimilinu og halda því uppi, og alls engar manneskjur með þrá til sinna barna af þeim sökum. Til þessa málstaðar grípa kven- menn sem ganga í gegnum skilnað, ríghalda í hefðina, sem þær eru hinsvegar að rakka niður á öðrum vettvangi þar sem jafnréttisbaráttu þeirra ber á góma. Þá eiga cillir að vera jafnir fyrir lögum, njóta sömu tækifæra í lífinu. Alltaf, allsstaðar, nema hvað forréttindi þeirra skulu blíva við hjónaskilnað. Þetta sanna dæmin úr raunveru- leikanum. Það er ekki nema karl- maður grípi til örþrifaráða að hann getur látið sig dreyma um að fá umráðrétt yfir börnum sínum. Ég get nefnt dæmi því til glöggvunar: Eg þekki mann sem greip til þess ráðs eftir skilnað að fara inn á fyrra heimili sitt og beinlínis ræna börn- unum sínum, áður en endaniega hafði verið gengið frá umráðcirétt- ihum. Hann fór síðan með þau í annan landshluta, og er í dag, þó ótrúlegt megi virðast, með um- ráðarétt yfir börnum sínum. Hann 8 HELGARPÓSTUUINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.