Helgarpósturinn - 29.03.1984, Blaðsíða 24

Helgarpósturinn - 29.03.1984, Blaðsíða 24
ÞEGAR SPRENGJA ATTI HERSTÖÐINA í HVALFIRÐI - ÍSLENSKT HRYÐJUVERK ÁRGERÐ 1969 Hér segir frá þeim merkisviðburði fyrir um fimmán árum þegar sjö ungir menn tóku höndum saman um að sprengja í loft upp húsakost á hemaðarsvæði Banda- ríkjamanna í Hvalfirði. Þeir höfðu reyndar ekki árangur sem erfiði, en málið vakti engu að síður mikla eftirtekt á sínum tfma. Saga ísienskra hermdarverka er hvorki löne né mikil, en frásögnin hér á eftir er vissulega einn kapítuli í henni. Þetta voru umhleypingasamir tímar, ekki satt; gullöld fyrir suma og tími óværu og undanhalds fyrir aðra, spennandi dagar finnst mörgum samanborið við fiatneskju dagsins í dag. Bandaríkjamenn helltu sprengjum yfir Indókína, Tricky-Dický vcir holdtekja sjálfs afturhaldsins í Hvíta húsinu, Bítl- arnir voru enn að koma róti á óharðnaðar sálir, Parísarvorið ’68 einsog notalegur laugardagur, Woodstock, blóm og friður, bak við næsta götuhom, Baader og Meinhof farin að bmgga launráð í miðju efnahagsundrinu; líkast því sem allt í einu hefðu vestur- heirnskar kynslóðir umpólast. Þeg- ar íslenskum dagblöðum frá vor- dögum 1969 er flett má sjá að land- inn hefur heldur ekki farið varhluta af umrótinu - aðalumfjöllunarefn- ið er poppmessur og hcirt deilt á drykkjuveislur í kirkjum í lesenda- bréfum, siðferði ungíingcinna hefur líklega aldrei verið lakara, popp- stjarna fordæmir hassneyslu á op- inbemm fundi um eiturlyf og stóð- líf og er púuð niður, lögreglan fer í hart og stöðvar tilraunir nokkurra framtakssamra manna til að koma á fót næturklúbbum í henni Reykjavík, Halldór Laxness segist hafa verið „nytsamur sakleysingi" á Hitlerstímanum í viðtali við breskt stórblað og Mogginn tekur hann endanlega í sátt, dagblöðin í félagi við rakarcistéttina reyna af veikum mætti að telja unglingun- um trú um að síða hárið sé ekki lengur í tísku, Óðmenn leika í Glaumbæ og stórhljómsveitinTrú- brot er í deiglunni og - svo þráður- inn týnist ekki alveg - hjá róttæk- um æskulýð er skammt stórra högga milli í baráttunni gegn „kerfinu", drambsömum heims- veldum og almennum ellimerkjum ... Þetta er sumsé aldarfarið, bak- svið þeirra atburða sem hér verða lauslega raktir. íkveikjusprengja í afdönkuðum herbragga Á forsíðu Vísis sál. hinn 8da maí 1969 er eftirfarandi fyrirsögn sleg- ið upp með dramatísku yfirbragði: „'Var ætlunin að vinna spellvirki á NATO-stöðinni í Hvalfirði? er spuming, sem ríkislögreglan á Kefla- víkurflugvelli og ameríska herlög- reglcm leitcist við að fá svar við.“ Hér var sumsé augljóst aðhermd arverkamenn höfðu verið á ferð, rétt einsog í útlandinu, og þeir höfðu ekki bara látið sitja við orðin tóm heldur plantað sprengju í skjóli nætur í afdönkuðum her- mannabragga á umráðcisvæði bcindaríska hersins í Hvcilfirði. Vís- ir var fyrstur með fréttimcir einsog endranær, sölustrákcimir hrópuðu og borgarcirnir veltu vöngum yfir því hvort hér hefðu verið á ferðinni hermenn, fullsaddir á fáfengileika norðurhjarcins, ótíndir götustrák- ar, eða hvort hér kvæði loks við nýjan og þyngri tón í baráttunni gegn herstöðinni, hemum og Nató. Það hefði svosem verið eftir þessu liði, sem þá fór hamfömm á vinstri kantinum. Málavextir: Það var þriðju- dagsmorguninn 6ta maí 1969 að sakleysislegur viðgerðarflokkur á vegum bandaríska hersins fann sprengibúnaðinn í herskálanum gamla. Bandaríski herinn hafði nefnilega á þeim tíma veiðileyfi í vatni einu í SvínadaJ, þangað hóp- uðust hermenn til veiða og útivist- ar, og var hlutverk viðgerðarmann- anna sex að standsetja þama her- 24 HELGARPÓSTURINN Bragginn afdankaði, sem sjö- menningarnir hugðust gera að logandi kyndli í baráttunni gegn herstöðinni og Nató. Hann mun ekki lengur vera í bragga tölu og hlaut lítilfjörlegri örlög en þau að brenna með glans og frægð. . . mannaskála til íbúðar um sumarið. Skálinn þar sem sprengjan beið var hins vegar talinn ónýtur og ein- göngu notaður sem geymsla. Þar hafði áður verið bjór- og setustofa fyrir hermenn sem höfðu bækistöð í Hvalfirði, segir pressan. Annars munu íslenskir aðalverktakcir eink- um hafa haft með þetta svæði að gera og höfðu tíu menn á vegum þeirra gætur á mannvirkjunum í Hvalfirði, auk hermannaskálanna. Þessir menn höfðu ekki orðið varir við gmnscunlegar mannaferðir um það leyti er sprengiverkinu var komið fýrir. Lítum örlítið nánar á frásagnir blaðanna cif atburðinum dagana eftir að sprengjan fannst. Þjóðviljinn, 9di maí: „íkveikjusprengja tengd tveim vekjaraklukkum fannst á þriðju- dagsmorgni í herstöð bandanska hersins í Hvalfirði. Var sprengjan stillt á kl. 4 á þriðjudag og þáætlað að springa. Var hún í gömlum her- mannaskála er hafði áður þjónað sem bjórstofa í herstöðinni. Bens- íni hafði verið hellt á gólfið kring- um sprengjuna, svo að hér var greinilega á ferðinni íkveikjutil- raun á skálanum, sagði Þorgeir Þorsteinsson fulltrúi lögreglu- stjóra á Keflavíkurflugveili í viðtali við Þjóðviljann í gær.“ Síðan lýsir Þorgeir þeirri skoðun sinni við blaðið að honum finnist „sennilegt að strákapör séu hér á ferðinni" og hefur til marks um það viðvanings- legt handbragðið á sprengjunni. Undarlegur sprengibúnaður Sprengjan, já - Morgunblaðið birtir lOda maí mynd af búnaðin- um eitt blaða og ítarlega og fræði- lega frásögn af því hvemig hann er saman settur. Blaðið hefur þá kom- ist að því að hér sé í raun um tvær sprengjur að ræða en ekki eina: „Hér er greinilega um að ræða heimatilbúnar sprengjur og er önnur þeirra virk, en hin hefði ekki getað sprungið. Sprengjur þessar eru þannig gerðar að rafmagnsvfr- ar em tengdir í hvellhettu, sem notuð er við dínamítsprengingar. Síðan er annar þráðurinn tengdur gegnum þrjár allstórar rafhlöður, sem innbyrðis em raðtengdar. Frá rafhlöðunni Iiggur þráðurinn svo í eftir Egil Helgason DV-mynd litla vísi á vekjaraklukku, en stóri vísirinn hefur verið tekinn af. Síð- an er borað gat á klukkuskífuna og þráður tekinn þar í gegn og settur á hann blýhnúður. Er hnúðnum komið fyrir við töluna 4 á klukku- skífunni og þráðurinn frá honum liggur í hvellhettuna. Þegctr vísir- inn snertir hnúðinn myndcist hringrás rafstraumsins frá rafhlöð- unum og nægir hann til að sprengja hvellhettu, sem komið hefur verið fyrir niðri í gosflösku fylltri af bensíni. Við sprenginguna kviknar í bensíninu..Sprengjunum var komið fyrir í setuskála í skála- hverfinu á barborði og gólfi skál- ans. Er þar allt úr tré. Einnig var komið fyrir 6 plastpokum fylltum af dísilolíu og tveir plastpokar höfðu verið sprengdir inni í skál- anum og olíunni helltyfir bcirborð- ið og gólfið. Átti þannig að ganga tryggilega frá því að vel kviknaði í. Hin tímasprengjan var af sömu gerð og var stillt á sama tíma. Þar var klukkuverkið hins vegar svo lé- legt að ekki er talið að það hafí verið ganghæft.’ Síðar kom í ljós að sprengjunum var ætlað að springa klukkan fjögur um nóttina, sem ekki varð af ástæðum sem síðar verður drepið á. Rafhlöður merktar Veðurstofunni íslenska lögreglan á Keflavíkur- flugvelli og Rannsóknardeild hers- ins tóku að sér í sameiningu að komast til botns í málinu. Reyndar er það tekið fram strax í upphafi að óðagotið á þeim sem fundu sprengjurnar hafi verið slíkt „að þeir í ákafa sínum handfjötluðu þær og gætu hafa máð út einhver sönnunargögn." Yfirvöldin telja sig þó hafa ýmislegt til að rekja sig eftir - hugsanleg fingraför á rafhlöðunum.það hvort bensínið er rússneskt af íslenskum markaði eða bandarískt af birgðum hersins, feril rafþráðanna, hvellhettanna og eftilvill klukknanna, sem tekið er fram að hafi verið þýskrar gerðar. Einu tóku menn þó ekki eftir fyrr en nokkuð löngu síðcir - nefnilega því að rafhlöðurnar voru merktar Veðurstofunni í Reykjavík, en einn hinna væntcmlegu sakbominga vcir einmitt starfsmaður þar. Til svo umfangsmikillar og for- vitnilegrar rannsóknar kom þó aldrei, því hinn 13da maí er skýrt frá því að nokkrir ungir menn, mest skólapiltar, hafi verið handteknir vegna þessa máls og daginn eftir segir Þjóðviljinn að fimm sitji í gæsluvarðhaldi, en rcinnsókn málsins hafi verið flutt í Kópavog þar sem meirihluti hinna grunuðu sé búsettur þar. Undir frétt Þjóð- viljans er svo með sama letri aug- lýsing frá Æskulýðsfýlkingunni í Reykjavík þar sem stóð: ,3alurinn er opinn á hverju kvöldi frá 830 til 11.30 - nema um helgar. ÆFR.“ Þurfti nema að leggja saman tvo og tvo? 15 ára sprengju- sérfrœðingur Gerum langa sögu stutta: 23ja mcirs skýrir Sakadómur Kópavogs frá því að fjórir menn, einn 22 ára en þrír 18 ára hafi játað að hafa farið „að bragga nokkrum í Hval- firði aðfaranótt 6. þ.m. með hugs- anlega tímasprengju og eldfim efni til þess að reyna að valda þar sprengingum og eldsvoða... Þrítug- ur Kópavogsbúi hefur játað að hafa ekið framangreindum fjórmenn- ingum á fyrirhugaðan sprengju- og brennustað og beðið þeirra í nokkurri f jcU"lægð meðan verknað- urinn var framkvæmdur. Tækni- legan undirbúning við breytingará 2 vekjaraklukkum í tímarofa fyrir sprengjur hefur 15 ára piltur játað að hafa framkvæmt." Daginn eftir var svo sökudólgunum sleppt úr gæsluvarðhaldi, enda lá þá málið nokkuð ljóst fyrir. Alls sjö menn voru ákærðir fyrir hlutdeild sína að „sprengjumálinu í Hvalfirði”, eins og það var kallað: fjórir fyrir að hafa komið tíma- sprengjunum fyrir í skálanum „í því skyni að valda þar stófelldum og yfirgripsmiklum eyðingum á byggingum og tækjum vamarliðs- ins“, svo notuð séu orð saksókn- ara. Einn fyrir að hafa keyrt fjór- menningana frá Tjamargötu 20 (húsnæði Æskulýðsfylkingarínn- cir) uppí Hvcdfjörð með viðkomu á bensínstöð. Einn gagnfræðaskóla- nemi fyrir að útbúa klukkuverkin og leggja á ráðin um hvemig skyldi tengja þau við hvellhettur og raf- hlöður og einn fyrir að leggja þeim til rafhlöður af birgðum Veðurstof- unnar í heimildarleysi - auk þess sem þeir tveir síðastnefndu höfðu verið viðstaddir tilraunir þeirra fé- laga „í malargryfjum í Mosfells- sveit." Frásögn ,, hryðjuverkamanns“ Sjömenningamir em nú vænt- anlega allir meira eða minna ráð- settir borgcircir, og þótt vitað sé að margir þeirra séu enn svipaðs sinnis og þá,hefur enginn þeirra orðið uppvís að frekari sprengitil- ræðum eða hermdarverkum. Nöfn þessara ungmenna vom birt í blöðum þegctr dómurinn yfir þeim var kunngjörður á sínum tíma, en við erum í góðu skapi í dag á Helgar- póstinum og tökum annan pól í hæðina og látum nöfnin liggja milli hluta. Þó hafa margir sprengju- mannanna aldrei farið leynt með hlut sinn í þessu máli og hefur einn þeirra, Steingrfmur Steinþórsson, sem þá var nemandi í Menntaskól- anum við Hamrahlíð, fallist á að segja okkur lítillega frá þessari reynslu sinni af hryðjuverkastELrf- semi. „Þetta vom allt saman ungir sósíalistar," segir Steingrímur, „hemámsandstæðingar og til- gangurinn með þessu fyrst og fremst að mótmæla hemáminu. Náttúrlega veir það ekkert mark- mið í sjálfu sér að sprengja upp þennan braggaræfil. En hluti af hópnum var í nánu sambandi á þessum ámm og undir miklum áhrifum frá mótmælaöldunni sem reið yfir 1968 og eitthvað áfram. Ég man ekki hvort Baader-Meinhof vom farin að gera sín stykki þetta ár, en vísast hefur þetta tiltæki okkar verið afsprengi mótmæla- öldunnar og skemmdarverkanna sem þá vom orðin tið um alla Evrópu. Menn skröfuðu margt á þessum ámm og ég man nú ekki nákvæmlega hvemig þessi hug- mynd kom upp.líklega í einhverju bríaríi. Sumarið áður fór hluti af þessum hóp norður til Akureyrar og kom við í Hvalfirði í leiðinni og klippti niður girðinguna í kringum herstöðina. Ur því varð blaðamál og vesen og hugsanlegt að þarna eigi hugmyndin upptök sín. Þetta var ansi spennandi kvöld, eins og gefur að skilja. Við fómm þetta á hálfónýtum bíl, eldgömlum Moskvits sem var reddað með stuttum fyrirvara, fómm fjórir út en bílstjórinn keyrði áfram. Þetta var eitthvað milli 12 og 1, en síðan vomm við svona hálftíma að gaufa við þetta í myrkrinu með vcisciljós. Það var ekkert vandamál að kom- ast þarna inn, bragginn var opinn og það eina sem við þurftum að óttast var sennilega varðmaður sem var í talsverðri fjcirlægð. Einn okkar tengdi sprengjuna, reyndar sá sem hafði minnst komið nálægt tilraununum, en hann var bara frekastur og fannst hann líklega geta gert þetta manna best. Hinir dreifðu bensíni og olíupokum út um allt gólf. Bragginn hefði bmnn- ið ansi fallega hefði sprengjan farið í gang. Kom dagbókin upp um þá? Jú, jú, sprengjan átti að springa. Við vomm búnir að prófa þetta allt áður og þá gekk þetta 1 jómandi fyrir sig. Ég veit ekki hvað olli því að hún sprakk ekki - hugsanlega tengdum við eitthvað vitlaust eða kannski

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.