Helgarpósturinn - 29.03.1984, Blaðsíða 23

Helgarpósturinn - 29.03.1984, Blaðsíða 23
HRINGBORÐIÐ Holy Smoke Loksins er talað um að banna aumingja reykjendum að fá sér ,,smók“, að púa öðru fólki, sem dæmt er til að sitja á rassi í þetta 30 til 45 mínútur, innilokað í flug- vél og engin leið að opna glugga. Eitthvað mun nú ganga á þegar upp verður tekið og jafnvel stranglega bannað að reykja á klósettinu, sem er sá staður þar sem flestir stela sér fyrsta nautnafulla innsoginu og eru að kafna á eftir. Bátar voru lengi notaðir til að kynnast þessum indíánaleik; að brenna lungun með heitri tjöru og bendir nú allt til þess að nóg verði af bátum út um allar jarðir og krakkar geta þá skriðið undir svo að reyksignöl beri ekki boð um ljótt athæfi. Nú verða reykskrattar að búa sig undir þá staðreynd að venju- legt fólk vill ekki „fara upp í reyk“ jcifnvel ekki heilögum. Erfitt verð- ur fyrir nikotinista að fljúga til dæmis frá Reykjavík til Akureyrar og byrjað að snjóa á flugbraut og „við ætlum að fljúga yfir um stund og vita hvort þetta lagast ekki...“ segir róleg rödd flugstjór- ans, sem er kannski að fá sér smók þarna frammí. Næst því að halda á glasi með góðvíni, mun svona „hald" yfir EyjcLfirði, með tilheyrandi niður- falli og uppþoti, verka á tóbaks- löngun. Eg hékk eitt sinn svona yfir snjókomu sem virtist bara vera á flugvellinum, þar til flugstjórinn tilkynnti að þetta þýddi ekki lengur... „við höldum nú suður." Eftir 10 mínútna flug sagði flugstjórinn okkur að „þeir fyrir sunnan" hefðu ákveðið að við færum til Sauðárkróks og stefnd- um þangað og áætluð lending eftir 25 mínútur. Og það gerðum við; lentum í skafrenningi og vorum látin þjappast í svokallaða afgreiðslu á flugvellinum við Sauðárkrók og ekki sæti nema fyrir vanfærar konur, konur með fædd böm og löggilt gamalmenni. Aðrir stóðu og reyktu. Við vorum búin að mynnast við skýin í 95 mínútur og allir reyk- færir menn púuðu þama í þröng- um skúr og ekki hundi út sigandi. Svona hangs yfir flugvöllum og mjög óviss niðurstaða, verkar þannig á suma, að bindindis- menn á næstum allt, gætu hugs- anlega oltið út úr flugvél, reykj- andi og blindfullir og byrjaðir að klæmast við flugfreyjuna. Úr því ég er byrjaður; áfram með Sauðárkróksdvöl. Þegar við biðum þcirna á flugvellinum, fengum við hvorki vott né þurrt, né nóg af reyk. Svo kom rútan, okkur boðið að gjöra svo vel að vaða veturinn í miðja kálfa og út í bíl og ekið á Hótel Mælifell. Þar var veisla með hangikjöti á eftir súpu, þægilegri þjónustu, góðu kaffi og verði ykkur að góðu frá hótelstjóranum. Allir fengu sér reyk nema auminginn ég og örfáir unglingar og mig minnir flugfreyjan. En Flugleiðir gefast ekki svo auðveldlega upp fyrir vetri. Til Akureyrar með ykkur og búið að útvega rútu og kátan bílstjóra. Hann opnaði leynihólf frammí og þar var hvað haldiði annað en sjónvarpstæki og snjó- aði þar jafnmikið og úti, enda sást hvergi í veg, bara stikur. Mig minnir allir þeir sömu og áður fá sér smók. Þegar til Akureyrar kom var ek- ið á flugvöllinn. Við höfðum nú verið í loftinu í 95 mínútur, á fót- unum að stappa lífi í hæla og tær í 60 mínútur, við þorramatsát í 80 mínútur og í bíl yfir fjöll í 120 mínútur. Allt í reyk. Konan mín sem ætlaði að sækja mig á AkureyrarfIugvö 11 eftir kvöldmat, var löngu farin heim að sofa, enda ég búinn að vera svo lengi á leiðinni að ég gæti verið lentur á Kennedyflug- velli og búinn að fá töskumar. Já, bráðum reynir á tóbaks- sinna. Sumir munu verða flúnir við tilhugsun um reyklausa ver- öld, fleiri munu vel við una. Hinn þögli fyrmm minnihluti óreykfærra manna, er nú eins og þung alda andúðar sem mun brotna á þeim sem stendur á sama þótt þeir reyki krabba í sak- laust fólk. Kunningi minn, þessi sem svo oft kemur að liggja á gólfteppinu mínu í Reykjavík og horfa á dauðu fluguna í alabastursljósa- krónunni, hringdi í mig fyrir nokkmm dögum. Ég: - Já, halló. - Ert það þú tóbakshatari? - Þetta er allavega ég, sagði ég- - Ertu nú ánægður? Þú sérð mig ekki framar norðan fjalla. - Nú? - Ef ég má ekki reykja mig norður í flugvél, kem ég ekki, bíl- veikur maðurinn. - Hættu bara að reykja! - Þetta segir skeppnan! - Þú lifir lengur, sagði ég. - Hver vill lifa lengur í svona bannlandi? Láttu opna íbúðina þína svo ég geti lagst á teppið og dáið eins og fluga. Og það er bannað að henda mér. Láttu brenna mig og settu öskuna í þessa grefils ljósakrónu úr ala- bastri. Þá lúrum við saman, flug- an og ég. Nú skal verða farið upp í smók! Hoiy smoke! - Ja hérna, sagði ég og fékk mér mentolsniff í nefið. Ekkert shampoo jafnast á viö EL’VITAL frá L’ORÉAL Laugaveg 178-P.O. Box338-105 Reykjavík-lceland ^ Allar %\ W vörur Jli ^ \ á markaðsverði. 2 jp SE ■UROCAT RAFT/EKJADEILD II. HÆÐ Raftæki - Rafljós og rafbúnaður JL-GRILLIÐ Grillréttir allan daginn MUNIÐ OKKAR HAGSTÆÐU GREIÐSLUSKILMÁLA VERSLUNARMIÐSTÖÐ VESTURBÆJARINS Innkaupin eru þægileg hjá okkur Svo geturðu líka slappað af í Kaffiteríunni OPIÐ: Mánud.-fimmtud. 9-19. Föstud.9-20. Laugard. 9-16. Jli Jon Loftsson hf. Hringbraut 121 Simi 10600 HELGARPÓSTURINN 23

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.