Helgarpósturinn - 29.03.1984, Blaðsíða 14

Helgarpósturinn - 29.03.1984, Blaðsíða 14
eftir Hallgrím Thorsteinsson mynd Jim Smart Það fyrsta sem Davíð Scheving Thorsteinsson gerirþegar hann gengur inn á forstjóraskrifstofuna sína hjá Smjörlíki hf. - Sól hf, á föstudags- morgni ísíðustu viku erað hringja í Þorstein Pálsson, formann Sjálfstœð- isflokksins, og útskýra fyrir honum samkomulagið sem gengiðhefur verið frá viðDagsbrún þá um morguninn, eldsnemma. Hann talar viðÞorstein á dulmáli,, Tropicana-tríósins, “ svo ég rjúki ekki með innihald samkomu- lagsins í fjölmiðla áður en Dagsbrún heldur fund um samkomulagið. Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Dagsbrúnar, hafði líka sagt þá um nóttina að það kostaði morð að leka innihaldinu fyrir Dagsbrúnar- fundinn. Upphaflega Tropicana-tríóið skipuðu þeir Davíð, Þorsteinn og Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ. ,,Grjótharðir djöflar," sögðu ASI- menn í samningunum 1980 um þessa andstœðinga sína í samningaráði VSÍ. Nú hefur Magnús Gunnarsson tekið sœti Þorsteins í tríóinu. Davíð segir að samningarnir geti reynst Guðmundi J. ,,lífshœttulegir“ á Dags- brúnarfundinum, að Jakinn sé í ,,mikilli lífshættu“. Þegar hann leggur símtólið á spyr ég hvort hann sé harður samningamaður. ,,Þú verður að spyrja aðra en mig. Spurðu Ásmund, Björn, Gvend eða Þröst. Þessir strákskrattar snúa alltaf á mig. Alltaf, “ segir Davíð. Hann virtist nu ekki viðurkenna það fyrir Þorsteini í símanum að Dagsbrún hefði snúið mikið á þá um nóttina. ,,Nei, maður reynir nú að blakta meðan maður getur þegar formaðurinn er að skamma mann. “ Þessir samningamenn þekkjast eins og aldavinir eftir að hafa setið saman á samningafundum sólarhringum saman, áreftirár. DavíðSchev- ing segir mér að hann hafi skrásett vörumerkið ,,Jaki“ til aðnota einhvern tíma seinna, til dœmis á svaladrykk, og að GuðmundurJ. sé öðru hverju að heimta prósentur þegar þar að komi. Samningaviðrœðunum var haldið utan viðKarphús ríkissáttasemjara að þessu sinni, en fundarherbergið í fyrirtœki Davíðs Schevings notað þeim mun meira. ,,Með allri virðingu fyrir ykkur fréttamönnum,“ segir hann, ,,þá var mikið atriði að geta haldið fundina meðDagsbrún hérna. Við sátum hérna inni alla síðustu helgi án þess að nokkur einasti frétta- maður hefði hinn minnsta grun um það. Menn sem keyrðu hérna framhjá héldu að ég vœri svona ægilega duglegur að vinna á nóttinni. „Það eru mjög ábyrgir samningar sem verka- lýðshreyfingin hefur gert núna. Mjög ábyrgir. Ég held það sé vegna þess að skynsamari menn sáu hvert stefndi og voru hræddir bæði við verðbólguna og um atvinnuna. Þetta eru skyn- samlegri samningar en gerðir hafa verið í ára- tugi. Og það er ekki bara að það náðust svona samningar, heldur hefur fólkið samþykkt þá í verkalýðsfélögunum. Almenningur er sammála þessari stefnu. Það er stóra málið. Það þýðir ekkert fyrir okkur að skrifa undir eitthvað ef fólkið stendur ekki með okkur.“ - Ertu hissa á fólkinu að vera fylgjandi þess- ari stjórn og stefnu hennar ennþá? „Nei, ég er það ekki. Ég hef alltaf trú á fólkinu. Ég hef trú á skynsemi fólks. Ég held að allir hafi verið klárir á því, að þegar þú ert farinn að tala um þriggja stafa tölu í verðbólgu, þá ert þú og þín fjölskylda í hættu stödd. Og þetta góða ástand sem við höfum búið við - að geta alltaf fengið vinnu, að atvinnuleysi er nánast óþekkt - fólk vill ekki fórna því. Og hugsaðu þér bara að í Vestur-Evrópu - ég þekki það vandamál vegna þess að ég er svo mikið þarna í sambandi við Efnahagsbandalagið og EFTA - þar eru 10 millj- ónir manna atvinnulausar, fyrst og fremst ungt fóik, ungt fólk sem er að koma út úr háskólun- um.“ - Og þú heldur að fólk hér á landi hafi verið hrætt við þetta - að það hafi persónulega séð atvinnuleysisvofunni bregða fyrir? „Já, það er dálítið um þetta núna, því miður. Það eru ansi margir hér á biðlista hjá mér núna, fólk sem bíður eftir því að fá vinnu.“ - En nú þegar fólk sættir sig við þetta kaup, sættir sig við að talsvert er tekið af því, heyrir þú þá á fólkinu hjá þér að það hafi það ekki gott? ,,Það að hafa það gott er svo afstætt. Það sýndi sig núna, þegar við vorum að leita þetta uppi, að þetta er fyrst og fremst félagslegt vandamál. Vandamálið er hjá fólki, sem hefur ómegð og aðeins eina fyrirvinnu. Miðað við kröfumar sem gerðar eru í dag - fólk vill hafa bíl.eigasjónvarp, síma, helst búa í eigin húsnæði - þá nægir sjaldnast ein fýrirvinna. Það fólk sem þannig er sett hefur það ekki gott. En nú var tekist á við þetta vandamál í fyrsta skipti síðan ég fór að skipta mér af samningamálum. Við reyndum öll að gera okkar besta, og ég er afskaplega sár yfir þegar fólk talar um að það sé hreint ekki neitt sem gert var, ég er afskaplega sár yfir því og ég fyrirgef það ekki.“ - En það er ríkið sem er að takast á við þetta vandamál. Eru atvinnurekendur ekki að varpa þessu frá sér yfir á ríkið? „Þetta er félagslegt vandamál. Það er ekki hægt að taka fólk í vinnu og greiða því eftir því hvernig heimilisaðstæður hvers og eins eru. Ef við viljum hafa velferðarríki, þá verður þjóðin öll að takast á við Vcindcimál sem þessi. Við gerðum tillögur um tilfærslur til að ná mark- miðinu. Við vorum eins og Hrói höttur, tókum frá þeim ríku og færðum til þeirra fátæku, og fengum ríkisstjórnina í lið með okkur til að gera það. Guði sé lof fyrir að hópur þeirra sem verst hafa kjörin er það fámennur, að hinir sem betur mega sín - við skulum segja þar sem eru tvær fyrirvinnur - verða lítið varir við þennan til- flutning. Kröfur fólks hafa breyst svo mikið. Ég man eftir því, að þegar ég byrjaði hér í Smjör- líkisgerðinni Ljóma 1951, átti enginn starfs- maður hér bíl, nema tveir eða þrír stjómend- anna. Nú erum við búnir að byggja bílastæði hérna fyrir utan fyrir 30 bíla, en við erum samt í vandræðum - bílcir starfsfólksins komast ekki allir fyrir. Og sjáðu Reykjavík í dag: Við höfum byggt 30 þúsund manna bæ, Breiðholtið og Arbæ, án þess að íbúum hafi fjölgað í borginni. Þetta er eins á ísafirði. Þegar ég fæddist þar 1930 var allur bærinn á sjálfri eyrinni. Nú býr nákvæmlega jafnmargt fólk á ísafirði en öll hlíð- in er nú undirlögð. Þetta er svona, guði sé lof. Lífskjörin eru bara allt önnur." , ,, Þetta tal um tímana tvenna beinir samræðunum inn á brautir ættar og uppruna. Við emm frændur, og þetta tvennt er því sameiginlegt í okkar tilviki. Davíð byrjar á að rekja okkur saman og það er fljótgert: „Langafi þinn, Th. Thorsteinsson kaupmaður,og afi minn, Davíð Scheving Thor- steinsson læknir.vom bræður. Faðir þeirra var Þorsteinn Þorsteinsson í Æðey, sem var kaup- maður og gat náttúrlega ekki skrifað Þ undir bréf og byrjaði að skrifa sig Thorsteinsson. Scheving-ncifnið er eldra, frá 17. öld. Tveir bræð- ur komu þá hingað frá Jótlandi og kenndu sig við heimabæinn, Skevinge. Hildur, kona Þor- steins, var Scheving, dóttir Guðmundar Bjama- sonar Schevings í Flatey á Breiðafirði, sem varð líklega fyrstur manna á íslandi til að kaupa þil- skip til landsins. Guðmundur Scheving var sýslumaður og fcdleraðist af Jömndi hunda- dagakonungi. Svo sórst hann Jömndi á hönd og var gerður að amtmanni fyrir norðan og vestan. Lenti svo náttúrlega í ónáð og var settur af um leið og Jömndur var rekinn frá. En þá- til allrar hamingju fyrir ísland - snýr hann sér að útgerð, í stað þess að verða sýslumaður. Fer semsagt úr stjórnsýslunni yfir í viðskiptalífið, byggir Silfur- garðinn í Flatey, þessa frægu höfn sem sjá má enn þann dag í dag, og byr jar þessa stóm útgerð sína. Já, auðurinn í sjávarútveginum hér áður fyrr var alveg geysilegur. Við þekkjum ekki slík- an auð á íslandi í dag, ekki þessi stærðcirhlut- föll.“ - Þetta væri eins og landið færi nú allt út í stóriðju... irJá, og nokkrir menn ættu hana, ættu fyrir- tækin.... ættu sjóinn, eins og Laxness segir.“ -Hvað finnst þér um þetta. Það vom íslenskir menn sem hófu útgerð í stórum stíl hér, og nú er spurningin um forræði í stóriðju? „Það verða íslenskir hagsmunir að ákveða hverju sinni og ég held að við eigum ekki að beina kröftum okkar í þetta núna. Þetta er svo einhæfur atvinnuvegur, og sveiflumar em svo stórar í honum. Mér finnst dæmin sanna það að við eigum alls ekki að eiga fyrirtæki af [jessari gerð . Þessi skoðun mín kemur fram í þessum tveim bókum,sem em í hópi þeirra sem stungið er undir stól og enginn les,“ segir Davíð og dregur út úr hillu sinni skýrslur iðnþróunar- nefndar og samstarfsnefndar um iðnþróun, skýrslur frá síðasta áratug. Þær heita þungum stofnancimálsnöfnum en Davíð hefur gefið þeim latnesk gælunöfn. ,JJin fyrri heitir Bambina dolorosa (Barn sársaukans) og hin síðari Vita non baccalao est (Lífið er ekki saltfiskur)“. Davíð segir að þessi iðnþróunarnefndastörf hafi hjálpað sér mikið þegar hann „flæktist inn í það að verða formaður Félags íslenskra iðnrek- enda,“ eins. og hann kemst að orði. Hcinn var formaður FÍI í átta ár frá 1974. - Vom skýrslumar mótandi fyrir breytta af- stöðu til iðnaðar hér á landi? ,,Þœr áttu að vera það, en hvorki þær, né ég sem formaður FÍI, náðu því takmarki, því miður. Mér fannst viðhorfið breytast afskaplega lítið. Það mjakaðist þá, en það hefur breyst núna af því að það gengur illa í sjávarútveginum. Núna vildu allir Lilju kveðið hafa, en þetta var og er eilíf barátta. Hugsaðu þér til dæmis að það var ekki staðfest fyrr en 1981, þegar áfcingciskýrsla starfsskilyrðanefndar kom út, að allt var satt og rétt, sem maður hafði verið að segja um starfs- skilyrði iðnaðarins allt frá 1970. Eg hótaði því stundum fyrir ársþing FÍI að halda sömu ræð- una og árið á undan því ekkert hefði gerst. Nú stöndum við frammi fyrir því að það hefði betur verið hlustað á okkur fyrr, því nú koma allir og segja: Iðnaðurinn á að gera þetta, iðnaðurinn á að taka við fólkinu, iðnaðurinn á að bæta minnkandi sjávarafla. En iðnþróun er ekki hlut- ur sem gerist eins og hendi sé veifað. Það tekur langan tíma að byggja upp iðnað. Láttu mig þekkja það, ég veit hvað það hefur tekið langan tíma að byggja þetta fyrirtæki hér upp.“ - Eigum við að verða iðnríki með fjórum- fimm stórum iðjuverum eða meira, eða eigum við að fara aðrar leiðir? „Við eigum að gera hvort tveggja. Það er náttúrlega aldeilis yfirgengilega hálfvitalegt - forkastanlegt - að núna, á þessari stundu, hugs- aðu þér, þá renna 9/10 hlutar af nýtanlegri vatnsorku okkar ónotaðir í hafið... 9/10 hlutar, þeim er bara HENT!“ Og Davíð fórnar höndum. „Maður getur eiginlega ekki hugsað til þess hvernig Island liti út í dag hefði Einar Bene- diktsson komið sínu í gegn. Þá ættum við fjöl- margar afskrifaðar virkjanir sem möluðu gull allan sólarhringinn eins og gömlu virkjanimar gera núna í Noregi, og væra undirstaða. Það er alveg sjálfsagður hlutur að nýta orkuna en það má ekki gleyma almennum iðnaði, því jafnvel þótt við værum hér með fimm verksmiðjur á stærð við ísal, þá myndu ekki vinna í þeim nema svo sem 3000 manns. Og við erum að tala um að 20 þúsund manns komi út á vinnumarkaðinn fram til aldamóta. Og við verðum heldur ekkert búnir að byggja þessar fimm verksmiðjur fyrir aldamót þegar 20.000 manns eða meira vantar vinnu." - Já, ekki er við því að búast að þjóðin drekki mikið meira af Tropi og Svala... hvað gerum við þá? „Sko, ef ég vissi hvað maður ætti að gera í þessu máli, þá sæti ég á lystisnekkju suður í Miðjarðarhafi. Þá væri ég séní, en það er ég ekki og hef aldrei gefið mig út fyrir að vera það. Ég held að svarið felist í svona 1000 einstaklingum - 1000 ein- staklingum sem þú veist ekkert hvar eru eða hvað gera. Þeir þurfa að fá að vera í friði fyrir

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.