Helgarpósturinn - 29.03.1984, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 29.03.1984, Blaðsíða 9
kynna konunni með minnst dags fyrirvara ef hann getur ekki tekið barnið til sín. Auk þess hefur mað- urinn rétt til þess að hafa barnið hjá sér Scimfellt í tvær vikur í sum- arleyfi sínu og skal hann tilkynna konunni með hæfilegum fyrirvara hvenær hcmn hyggst taka sér sum- arfrí og hafa samráð við hana. Mað- urinn hefur rétt til þess að hafa barnið hjá sér tvo daga annars veg- ar um jól og hinsvegar um páska. Skal annar dagurinn vera helgi- dagur en hinn ekki.“ Um sanngimi þessa úrskurðar eru eflaust skiptar skoðcmir, en óneitanlega hallar töluvert á föð- urinn í þessum dómi þegar eftir- fcirandi er haft í huga: Hann má hafa bcirn sitt hjá sér í níu tíma hið mesta á hálfsmánaðar fresti og að- eins tvo daga um jól og páska. Sumarfrí þarf hann hins vegar að taka í samráði við bamsmóður sína. Maðurinn þcirf líka að til- kynna með minnst eins dags fyrir- vara geti hann ekki tekið barn sitt á settum tíma, en aftur á móti þarf konan aðeins „ef mögulegt er" að tilkynna að hann geti ekki fengið barnið á þeim tíma. Yfirleitt una menn nokkurn veg- inn glaðir við sitt þegar réttlætinu er fullnægt. Jafnvel þó svo að ekki sé allt fengið sem vænst var. Svo fór einnig um viðkomandi bcirns- föður, þrátt fyrir að hann hefði óskað eftir rýmri umgengnisrétti. Framkvæmdavald laga og réttar hafði að minnsta kosti tryggt hon- um og dóttur hans rétt til að njóta samvista hvort við annað. En því miður er réttlæti stundum aðeins snyrtilegt plagg í möppu: Bamsfaðirinn hefur ekki enn fengið að sjá dóttur sína, þvert ofan í alla lagabálka. Eins og vikið var að, var hann við nám í Stýrimannaskólanum í Reykjavík, og síðastliðinn vetur stárfandi sem stýrimaður á bát syðra. Fljótlega eftir úrskurðinn tók hann sér frí og hafði hug á að hitta dóttur sína. Kostaði það hann að sjálfsögðu launatap og flugfar- gjald fram og til baka frá Reykjavík og út á land. Þegar til kom tjáði bamsmóðir hans honum, að hún væri að fara með bamið í heimsókn í cinnað byggðarlag, þannig að ekki kæmi til greina að hann gæti hitt dóttur sína. Slíkt getur að sjálfsögðu alltaf komið fyrir, en vegna einhverrar undarlegrar „tilviljunar", var þetta í þriðja skipti í röð, sem farið var með barnið í heimsókn í annað byggðarlag á sama tíma og bams- faðirinn hafði tekið sér ferð á hend- ur frá Reykjavík til að hitta bam sitt. í maí síðastliðnum ákvað hann síðan að láta enn reyna á gildi úr- skurðar dómsmálaráðuneytisins og tók sér ferð á hendur frá Reykja- vík. Að þessu sinni lét árangurinn ekki á sér stcinda. Hann missti af stýrimannsplássi sem honum hafði boðist og stóð þar með uppi atvinnulaus, þar sem svo langur tími fór í árangurslausar tilraunir hans til að fá að sjá bam sitt. Að þessu sinni vom engar ástæður til- færðar, svo sem heimsóknir í cinn- að byggðarlag. Umgengni við dótt- urina kom einfaldlega ekki til greina. Þegar hér var komið sögu taldi bcirnsfaðirinn sig nokkum veginn orðinn mát. Hann sneri sér því til handhafa laga og réttar í sinni sókn, fógetaembættisins. Hjá þeim fulltrúa réttcirfarsins sem hann ræddi við, urðu kveðjur þó í kald- ara lagi. Fulltrúi laga og réttar í þessu héraði hafði það eitt til mál- anna að leggja, að sér leiddust „hjónaerjur". Hann væri með fullar möppur af slíkum málum í hillu hjá sér. Auk þess skyldi barnsfaðirinn gera sér fulla grein fyrir því að þessi nýju barnalög væm gagns- laus með öllu. Eins og gefur að skilja var faðir- inn ekki fullkomlega ánægður með þessa afstöðu handhafa réttlætis í landinu. Hann sneri sér því enn á ný til félagsmálastofnunar síns heimabæjar. Þar var honum bent á að ekki væri um annað að ræða en að snúa sér enn á ný til dómsmála- ráðuneytisins þar sem Félagsmála- stofnun hafði gert árangurslausar tilraunir til að faðirinn gæti hitt dóttur sína. Og enn eitt bréf var því skrifað til ráðuneytisins. í því bréfi kom fram að þrátt fyrir úrskurð ráðuneytisins hefði reynst von- laust fyrir barnsföðurinn að fá not- ið samvista við dóttur sína, enda hefði það komið fram í símtali milli starfsmanns Félagsmálastofnun- arinncir og móðurinnar að hún væri ósátt við úrskurðinn og vildi í engu fara eftir honum. Við það hefði setið þrátt fyrir lagaákvæði barnalaganna. Jcifnhliða heimsókn sinni til Fé- lagsmálastofnunar og fógetaemb- ættisins, fór barnsfaðirinn á lög- reglustöðina og lagði fram kæru á hendur bcirnsmóður sinni, því neitun umgengnisréttar er lögbrot. Með öll sín opinberu plögg hélt síðan bcirnsfaðirinn á ný til Reykja- víkur, atvinnulaus og því auralítill, til að heimsækja ráðuneytið. Hann lagði þar fram plögg sín, og urðu starfmennirnir nokkuð hissa á þvi að hann væri enn að standa í þessu, en kváðu jafnframt ekkert vera sjálfsagðara en að skrifa ann- að bréf til barnsmóður hans. Frek- ar fátt varð þó um svör þegar barnsfaðirinn spurði hvort aðrar leiðir væru ekki til. Að vísu er kveð- ið á um dagsektir í bamalögunum, sé umgengnisrétti neitað, en eng- inn vildi svara því hvort eftir slík- um sektum yrði gengið. Hér er um að ræða 200 króna sekt á dag. Og ef reiknað er út frá útgáfudegi úr- skurðarins fyrsta mars fyrir ári fram til þessa dags ætti sektarupp- hæð að vera komin yfir 30 þúsund krónur í tilfelli viðkomcindi og barnsmóður hans. Og ekkert kem- ur til með að bæta bamsföðumum upp launatap og kostnað vegna flugferða sem hann þurfti og þarf að bera vegna þessa áhuga síns á að hitta eigið barn. Á þessum barnsföður og bami hans héfur verið brotið hrikalega svo sem að framan er lýst. Brotið er ekki einvörðungu Scimkvæmt lögum heldur og ekki síður út frá tilfinninga- og mannúðarsjóncir- miðum. Enn situr við það sama í máli þeirra feðgina, þau hafa ekki notið Scimvista nema tvo daga undanliðin þrjú ár tæp, vegría þess eins og móðirin neitar að sætta sig við framkvæmd dómsmálaráðu- neytisins á barnalögunum. Og eng- in aðför er gerð vegna margítrek- aðra brota á lögum númer níu frá 1981. Hvorki hvað varðar inn- heimtu sektar né það sem megin- máli skiptir, að feðginin fái að njóta samvista. Og því miður er þetta tilfelli ekki hið cina, heldur þvert á móti algengt í okkcir þjóðfélagi svo sem fyrr greinir. þetta sjálfur vinur", segir fólk og þetta álit síast hægt og sígandi inn í mann. Vissulega hef ég hugleitt það að fara á vertíð, eða fá mér aukavinnu, en hvað fyrra tilfellið varðar finnst mér ég ekki vera neinn sjómaður, og hvað það síð- ara snertir þá er enga aukavinnu að fá.“ Finnst þér þú vera að f jarlægjast börnin þín? „Ég hugsa mikið til þeirra og vona að þau geri hið sama af og til, þó svo mér sé illmögulegt að sýna þeim elsku í návígi. En þegar til lengdar lætur verða þetta mjög máttlausar hugsrinir, eiginlega draumsýnir. Maður sér hreinlega enga leið til að geta umgengist börnin eins og eðlilegur helgar- pabbi. Og er dæmdur aumingi fyrir vikið.“ þurfti sem sagt að stela krökkun- um til að eiga möguleika fyrir lög- unum. Því miður er þetta eiginlega eini valkosturinn sem virðist duga ef menn geta ekki hugsað sér að lifa áfram eftir skilnað án bama sinna. Aðrir möguleikar eru að vísu þeir að reyna að sanna á bamsmóður sína drykkjuskap eða lauslæti þannig að hún teljist ekki fær til að ala upp börnin! Þetta ójafnræði við hjónaskiln- að er í einu orði sagt óþolandi. Það gildir nefnilega einu hversu bam- góðir, uppeldislega færir eða elskir menn em að börnun sínum, réttur móðurinnar er alltaf miklu meiri en föðurins þegar að umráðarétti kemur." nvERflbOwn Opnum aftur eftir stór- breytingar á húsinu Leigiö sögufrægt húsnæði undir veislur og einkasamkvæmi. Aukin þjónusta. örskot frá borginni í skíðaumhverfi. Pantanir og upplýsingar i síma 99-4414 og í Veislumiðstöðinni, Lindargötu 12 Reykjavík, simar 10024 og 11250. LÁTIÐ OKKUR SJÁ UM VEISLUNA CABARET BORÐ.KALT BORÐ, BRÚÐKAUPSVEISLUR, FERMINGAVEISLUR, SAMKVÆ MISBORÐ AFÖLLUM STÆRÐUM. KÖKUR, TERTUR.SMURT BRAUÐ. E EUROCARD TIL DAGLEGRA N0TA Opið alia daga. Bjóðum uppá Ijúffengan mat bæði í hádeg- inuogákvöldin Veislumióstöóin Lindargata 12, 11250, 10024 ‘-u«síó;ar aPPbord- y^dir jf t.UNDIA hillt ótal uppsétiÆgarm3fuleikar, ótrúleí / tninnLi _—.. Skrifborðssfcu, fyrhHémiirigarnEf Akureyri: Verslunin Kompan. Akranes: Verslunin Amor. Isaflörður: Húsgagnaverslun Isaflarðar. Keflavík: Verslunin Róm. Sauðárkrókur: Hátún Vestmannaeyjar: Verslunin Eijó HELGARPÓSTURINN 9

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.