Helgarpósturinn - 29.03.1984, Blaðsíða 19

Helgarpósturinn - 29.03.1984, Blaðsíða 19
500 manna einsdæmi Menningardagar í Gerðubergi um helgina ,,/Etli þetta sé ekki einsdœmi í þjóSarsögunni," segir Sigurður S. Bjarnason um komandi Menning- ardaga i Breiðholti. Hann er for- maður menningarmálanefndar JC Breiðholts, sem stendur fyrir þess- ari notalegu uppákomu. ,,Þetta verður non-stop menningarauki, og þarna koma fram næstum 500 listamenn og skemmtikraftar sem allir gefa vinnu sína, “ segir hann. Dagskrá menningardaganna, sem bera hið bjartsýna nafn Vor- gleði, verður keyrð áfram í tveimur sölum Menningarmiðstöðvarinnar í Gerðubergi samtímis. Dagskráin byrjar laugardaginn 31. móirs kl. 13 og stendur til kl. 20 og stanslaus dagskrá verður einnig á sunnudag, á Scima tíma. Á menningardögun- um og alla næstu viku verður líka opin málverkasýning 10 lista- manna. Þeir eru Gísli Sigurðsson, Guðmundur Karl, Guðríður Gunn- arsdóttir, Gunncir Þorvaldsson, Helga Weisshappel, Jóhannes Geir, Kjartan Guðjónsson, Pétur Friðrik, Ragnar Páll og Sveinn Björnsson. Dagskrá menningardaganna einkennist mjög af kórsöng og dansi nemenda hinna ýmsu skóla í Breiðholti - stærstu skóla lands- ins. Þarna verða líka luðrasveitir, harmonikkusveitir, leikrit, ópera, töfrabrögð og jasshljómsveit FÍH spilsrr bæði kvöldin klukkan 19. Þá má nefna tískusýningu, hljómleika, skátaleiki og teiknimyndir fyrir börnin. Sunnudaginn 1. apríl verða til- raunaliðvagníir SVR, Benz og Volvo, í stöðugum ferðum milli Lækjartorgs og Gerðubergs og skemmtikraftar frá SVR skemmta í menningarmiðstöðinni á milli klukkan 15 og 17 þann dag. Og það er ekki aprílgabb. Sigurður í Ásmundarsal: „Flókin tækni sem krefst mikillar teiknikunnáttu, hugsunar og skipulagningar.“ Eins og Rembrandt Hann er líklega eini íslendingur- inn sem málar í anda gömlu meist- aranna. Og þá er átt við Rem- brandt, Reubens, Breuegel, Durer... Sigurður Eyþórsson notar sömu tæknina og þeir í sumum málverka sinna. Hann heldur nú 4. einkasýningu sína í Ásmundarsal við Freyjugötu, og þá stærstu til þessa. Þrjú af 48 olíumálverkum á sýningunni eru máluð með þessari tækni. Hún er flókin, myndirnar eru málaðar í áföngum, annað hvort á striga eða viðarplötur. Fyrst er að mála hvíta skissu. Næst er lagður „heitur" grunnur yfir, brennt siena eða gul- ur okkurlitur, og því næst er mynd- in skerpt með hvítri egg-tempera olíu. Þessu næst er litunum bætt inn í myndina. „Þessi tækni gerir miklar kröfur til teiknikunnáttu og hún hefurþað framyfir venjulega olíu að meiri möguleiki er á því að ná skerpu í myndunum. Þessi tækni krefst líka mikillar hugsunar og skipulagning- ar,“ segir Sigurður. Hann lærði tæknina hjá Ernst Fuchs, súrrealista, í Austurríki 1976, og kenndi hana hér heima um skeið. „Þessi tækni hafði aldrei verið notuð hér á Sandi og mér fannst tími til kominn að íslenskur málari gerði það. Þetta er gömul arfleifð og mér finnst að hún ætti að vera kennd við Myndlista- og handíðciskólann.“ Um innihald verka sinna segir Sigurður að það sé ekkert endilega í anda gömlu meistciranna. „Ég hef mest verið í portrettinu og lands- lagsmyndum," segir hann. Hann vann fyrir sér um hríð við að kenna, en síðustu árin hefur hann einbeitt sér að því að mála. Hann tekur að sér að gera protrett af fólki, og hefur til dæmis málað Albert f j ánn a 1 aráðhe r ra Guð- mundsson með egg-tempera tækninni og gert myndir af Vigdísi Finnbogadóttur og Ástriði dóttur hennar. Myndin cif Albert er nú í eigu Agnars Kristjánssonar, for- stjóra Kassagerðcirinnar. „Fólk hefur staldrað lengi við á sýningunni," segir Sigurður um viðbrögð sýningargesta. ,,Það hef- ur spáð heilmikið í myndirnar og spekúlerað." Hann hefur verið að mála mynd á sýningunni þcir sem fólki hefur gefist tækifæri til að kynnast tækninni sem Rembrandt notaði. Sýningunni lýkur 3. apríl. -HT Huggulegheit og Tómas Ljóðakvöld í Kjallaranum Hugmyndin er þessi: Hjónin/ hópurinn/hin einmana sál ákveða að hleypa skeimmti af Reykjavíkur- rómantík inn í tilveruna og skella sér því á Tómasarkvöld í Þjóðleik- hússkjallaranum. Þar verður frum- sýnd nk. sunnudagskvöld dagskrá úr verkum Tómasar Guðmunds- sonar „í virðingar- og þakklætis- skyni við hið ástsæla og dáða skáld," eins og segir í tilkynningu frá Þjóðleikhúsinu. í dagskránni, sem byrjar klukkan 2080, skiptast á ljóð og söngvar. „Þetta er bæði létt og trega- blandið efni, eins og við er að bú- ast,“ segir Herdís Þorvcildsdóttir, sem stjórncir ljóðakvöldinu. „Ljómandi ljúf stemmning, auðvit- að. Tómas lét sér alla tíð mjög annt um Þjóðleikhúsið. Hann orti meðal annars drápu sem var flutt við opnun þess og aðra á 20 ára af- maelinu 1970.“ Á ljóðakvöldinu koma fram auk Herdísar leikarcirnir Róbert Arn- finnsson, Arnar Jónsson, Helgi Skúlcison, Anna Kristín Arngríms- dóttir, Edda Þórarinsdóttir og Guðrún Stephensen. Undirleikari er Bjarni Jónatansson og Eiríkur Hreinn Finnbogcison hefur samið kynningar við ljóð Tómascir. Hægt er að fá að borga kvöld- verð í Kjallaranum og miða á sýn- inguna í einu lagi og á borðum verða kertaljós. LEIKLIST Ognir nœturdrottningarinnar Leiklistardeild Ríkisútvarpsins (hljóðvarp): Sarma og Söngur næturdrottningarinnar. Höfundur: Oddur Björnsson. Leikstjóri: Sigurður Pálsson. Flytjendur: Margrét Ákadóttir, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Hjalti Rögnvaldsson og Helga Jónsdóttir (Sarma) ogSteindórHjör- leifsson, Herdis Þorvaldsdóttir ogKetill Lar- sen (Söngur nœturdrottningarinnar). Síðastliðinn fimmtudag voru fluttir í hljóðvarpinu tveir einþáttungar eftir Odd Björnsson, Sarma, stutt leikrit um skiln- ingsleysi manna á eðli anncirra, og Söngur nœturdrottningarinnar, lýsing á martröð rithöfundar. Einþáttungar þessir eru býsna ólíkir. Hinn fyrri er eiginlega smásaga í samtals- formi, þar sem plottið kemur raunar fyrst og fremst fram í eintali Sörmu, þegar hún loks birtist. Sumpart er þetta heldur óleik- rænt efni, og höfundi hefur raunar varla tekist að ganga skilmerkilega frá persónum sínum. Einkum á þetta við um konumar Guð- rúnu og Hjördísi sem eiga að undirbyggja eftirvæntinguna eftir Sörmu (vissulega með aðstoð karlmannsins, Ragnars). í útvarps- flutningnum fékk hvorug þessara kvenna eiginleg persónueinkenni - og það því síður sem raddir Margrétar Ákadóttur og Lilju Guðrúnar Þorvaldsdóttur eru fremur líkcir og hlustandi var ekki öldungis viss um hvor þeirra var að tala hverja stundina. Hjalti Rögnvaldsson skilaði sínu alveg bærilega, og sama var um Helgu Jónsdótt- ur, en þó fannst mér eins og vantaði ein- hverja undirliggjandi erótík sem kannskí hefði hresst upp á. - Hvað sem þvi líður þá lifir einþáttungurinn á óvæntum lausnum sem koma ekki fram fyrr 6n í síðustu sem- ingunni og eru svo sem nógu smellnar út af fyrir sig. En sérlega sterkt vairð þetta ekki. Síðari einþáttungurinn varð hins vegar hressileg uppbót og þá sumpcirt fyrir til- verknað einncir manneskju. Herdís Þor- valdsdóttir skilaði næturdrotmingunni með slíkum glæsibrag að maður sat eftir með óhug sem entist talsvert fram á nótt- ina. Á ytra borði segir Söngur næturdrottn- ingarinnar frá martröð, ofskynjun - nú eða dularfullum fyrirbærum sem verða á leið misheppnaðs (?) ritliöfundar. Hann hittir fyrir næturdrottninguna sjálfa, konu sem hann hefur hugsanlega einhvern tíma svik- ið og ætlar nú að taka út á honum réttláta hefnd. En margt fer öðruvísi en ætlað er. Steindór Hjörleifsson átti í dálitlum vandræðum með rithöfundinn, einfcildlega vegna þess hve Oddur leggur litla áherslu á hann. Hann er eiginlega hlustandinn sjálfur, tekur lítinn þátt í samtalinu heldur læmr það gerast og ganga yfir sig. En svo má brýna deigt járn að bíti, og endanlega er það hann sem stendur lifandi eftir. Allt mat og raunar cillur skilningur á verk- inu stendur á því hvemig maður túlkar næt- Herdís Þorvalds- dóttir- makalaus flutningur. urdrottninguna. Beinast virðist liggja við að skilja hana sem líkamningu óttans og sekt- arkenndarinnar sem rithöfundurinn gengur með. Hann hefur eyðilagt líf konunnar, hon- um hefur ekki tekist að verða almennilegur rithöfundur, hefur að sönnu skrifað eitt- hvað, en hvers virði er það: „hvað eru hundrað ómerkilegar bækur hjá ariu Næt- urdrottningarinnar! Til hvers ertu til, vescd- ingur? — Það er Næturdrottningin sem gef- ur lífi þínu tilgang - þér sjálfum!“(Handrit Rúv, bls. 15). En svo eru möguleikamir fleiri, og það gerir verk Odds býsna spennandi. Til dæmis má velta hér fyrir sér einhverskonar afskræmingu á „kvenmynd eilífðarinnar", og þá þesskonar kvenmynd sem karlmenn hafa alltaf óttast, eða með öðmm orðum: kvendýrið sem karldýrið skelfist vegna þess að það er honum sterkara. Þessari línu verður ekki fylgt eftir hér af velsæmis- ástæðum. Eins og áður sagði var flutningur Herdís- ar makalaus. Henni tókst að fylla hlutverkið af frygð og heift sem lyfti því langt yfir alla meðalmennsku. Það var hún sem átti kvöld- ið í Rúv. HELGARPÓSTURINN 19

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.