Helgarpósturinn - 12.04.1984, Síða 10

Helgarpósturinn - 12.04.1984, Síða 10
HP HELGARPÓSTURINN Ritstjórar: Árni Þórarinsson og Ingólfur Margeirsson Ritstjórnarfulltrúi: Hallgrímur Thorsteinsson Blaðamenn: Egill Helgason og Sigmundur Emir Rúnarsson Útlit: Björgvin Ólafsson Ljósmyndir: Jim Smart Handrit og prófarkir: Hildur Finnsdóttir Útgefandi: Goðgá h/f Framkvæmdastjóri: Guðmundur H. Jóhannesson Auglýsingar: Áslaug G. Nielsen Skrifstofustjóri: Ingvar Halldórsson Innheimta: Jóhanna Hilmarsdóttir Afgreiðsla: Þóra Nielsen Lausasöluverð kr. 30. Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 36, Reykjavík, sími 8-15-11. Afgreiðsla og skrif- stofa eru að Ármúla 36. Sími 8-15-11. Setning og umbrot: Leturval s/f Prentun: Blaðaprenth/f Fimm ár frá barnaári Helgarpósturinn fæddist á barnaári. Það var 1979. Og í fyrsta tölublaðinu, þann 6. apríl það ár, lögðu steini lostnir for- eldrarnir út af þessu hér í sama plássi og vörpuðu m.a. eftirfar- andi spurningu út í framtíðina: „Hvers konar krakki kemur þetta eiginlega til með að verða?“ Þarna spurðu þeir sem ekki vissu. Nú hafa fimm ár svarað spurningunni að nokkru leyti. Þetta hefur verið fjörlegur krakki, nokkuð óstýrilátur og brokkgengur, en viljugur að læra og ekki svo tiltakanlega illa innrættur. Fimm ár eru ekki að öðru jöfnu stór hluti af mannsævi. En í lífi blaðs er þetta nokkuð hár aldur. Fæstum blöðum á is- landi, sem stofnuð hafa verið nú seinni hluta aldarinnar, hef- ur orðið langra lífdaga auðið. Blaðadauði er algengur hér á landi, ekki síður en annars staðar. Helgarpósturinn hefur oft fengið pestir á þessum fimm árum. Sumar hafa jafnvel gengið verulega nærri honum. En lífsseiglan hefur verið far- sóttunum yfirsterkari. Vísir menn hafa fyrir löngu sett fram þá kenningu að um- hverfi móti ekki síður ungviði en upplag og uppeldi hinna nán- ustu. Sama gildir um þetta af- mælisbarn. Það er allt öðru vísi umhorfs í íslensku þjóðfélagi núna en vorið 1979. Þá voru umrótstímar. Þá varmikiðtalað um spillingu. Þá var mikið talað um kerfi. Yfir þjóðmálum núna er meiri lognmolla. Islenskt þjóðfélag er orðið værukærara. Það hefur ekki orðið betra. Því stendur meira á sama núna. Þegar foreldrar Helgarpósts- ins láta hugann reika yfir fimm ár fer þessi þróun, - afturför-, ekki milli mála. Trúlega hefur krakkinn orðið fyrir einhverjum áhrifum af umhverfinu að þessu leyti eins og öðru. Það þýðir í raun aðeins eitt: Enn er þörf íyrir Helgarpóst. Þessu blaði var ætlað að veita um- hverfinu aðhald, ekki síður en skemmta og fræða. Þetta blað hefur ennþá því hlutverki að gegna, - að gagnrýna þjóð- félag sem skortir marktæka sjálfsgagnrýni; óumdeilanlega eina blaðið sem slíkt getur gert án ítaka stjórnmálaflokka eða annarra stórra hagsmunaaðila eða fjármagnsafla. Fyrir þessi fimm ár þökkum við. Lesendum, starfsmpnnum og ekki síður óeigingjörnu starfi þeirra fjölda lausráðinna greinahöfunda sem lagt hafa Helgarpóstinum lið. En fyrir utan tilefni til að þakka sjálfum sérog öðrum fyrirað veratil, þá eru afmæli ekki til neins annars brúkleg en fagnaðar. Þau eru tilefni til að gera sér dagamun. Föstudagurinn þrettándi þykir ekki samkvæmt alþjóðatrú sér- stakur lukkudagur. Það hentar Helgarpóstinum vel: Á morgun, föstudaginn 13. apríl, býður HP öllum vinum og óvinum að gleðjast eða gráta í afmælis- boði á Hótel Borg. Hver veit nema boðið verði til fermingar- veislu á ári unglingsins. Sjá- umst! BRÍF TIL RITSTJÓRNAR Lipur grein með stílbroti Ég hafði lúmskt gaman af að lesa lipra grein Hallgríms Thorsteins- sonéir um málefni Flugleiða í HP á dögunum. Allt megin efni greinar- innar viðist byggt á upplýsingum, sem höfundur hefur ciflað sér úr ýmsum áttum, frá ónafngreindum heimildamönnum. Vegna þess hvemig greinin er, byggð upp kemur viðtal við Agnar Friðriksson, forstjóra Amcirflugs, inni í miðri grein heldur fiatt upp á lesendur. Það stingur svo í stúf við framsetningu greinzirinncir í heild. Auk þess em það staðlausir stafir hjá forstjóranum, að Flugleiðir reyni að drepa Amarflug og mætti nefna ýmis dæmi, sem hrekja þá fullyrðingu. En það er ekkert nýtt að kenna öðmm um eigin erfið- leika. Hins vegar er eðlilegt að al- menningur hrökkvi við þegar allt í einu kemur í ljós að Amarflug á við mikinn rekstrarvanda að etja. For- ráðamenn félagsins hafa nefnilega stöðugt verið að koma fram í fjöl- miðlum með fjálglegar lýsingar á velgengni félagsins. Svo kemur bara í ljós að ósköp lítið er að marka þær yfirlýsingar og fréttir, sem fé- lagið hefur komið á frcimfæri við almenning undanfama mánuði. En ég ætla ekki að hafa fleiri orð um þetta. Nokkurt staðreyndabrengl er að finna í grein Hallgríms og vildi ég því gjarnan koma efirfarandi at- hugasemdum á framfæri til léið- réttingar: 1. Sigurður Helgason er ekki bæði forstjóri og stjómarformaður FI. Á fyrsta stjómarfundi eftir aðal- fund 29. mars s.l. sagði hann lausu starfi forstjóra, og var að því loknu kosinn stjómarfor- maður. Samkvæmt 49. gr. laga um hlutafélög nr. 32/1978 er r rFVCID Btlalolna U VjXj I O l IV Carrental IMrT'IÍLiidgÍÍa j—r* ■ Borgartún 24 (hom Núatúns) Sími 11015, á kvöldin 22434. Sækjum — Sendum — Aðeins að hringja — Nýir og sparneytnir bílar. Tegund og argerð daggj. Kmgj. Lada 1500 station árgerð 1984. 500 5,00 Opel Kadett (framdrif) árgerð 1983. 600 6,00 Lada Sþort jeppar árgerð 1984. 800 8,00 Allt verð er án söluskatts og bensins. NOACK RAFGEYMAR FYRIR ALLA BÍLA 0G TÆKI Sænsku bilalramleiðcndurnir VOLVO. SAAB og SCANIA nola NOACK ralgeyma vegna kosta þeirra. stjóm félags, af þeirri stærð sem Flugleiðir em, skylt að ,yáða einn eða fleiri framkvæmda- stjóra". Hjá félaginu eru nú starfandi fjórir framkvæmda- stjórar, og stjóm félagsins hefur falið þeim hverjum um sig af- markað verksvið. Af hálfu stjórnarinnar hefur stjómarfor- manni verið fcilið að fylgjast með og Scunræma störf fram- kvæmdastjóranna eftir því sem tilefni gefst til. 2. Hlutafé ríkisins er hvorki ,/úm- lega 20%“ né gefur það rétt til þriggja fulltrúa í 9 manna aðal- stjóm félagsins. Hlutafé er 20%, og gæfi því reikningslega rétt á 1,8 fulltrúa. Af hálfu ríkisins sitja tveir fulltrúar í stjóm FÍ. 3. Samkomulag fjármálaráðherra og F1 um takmörkun á atkvæð- isrétti ríkisins á aðalfundi nær eingöngu til stjómarkjörs. í stað þess að ríkið taki þátt í kosn- ingu, sem gæfi því rétt á tveim kjömum fulltrúum, tilnefnir rík- ið þessa tvo fuiltrúa án at- kvæðagreiðslu, en aðrir hlut- hafar, sem em handhafar 80% hlutafjár, kjósa hina sjö. Við af- greiðslu annarra mála á aðal- fundi hafa fulltrúar ríkisins óskertan atkvæðisrétt, og að sjálfsögðu gildir hið seima varð- andi réttindi fulltrúa ríkisins í stjórn félagsins, og hafa þeir því full og eðlileg áhrif á gang mála þar. 4. Fjármálaráðuneytið hefur á undanförnum árum falið ríkis- endurskoðuninni að yfirfara reikninga og bókhald FI. Það er ekki fyrr en að lokinni þeirri út- tekt að endanleg ákvörðun er tekin um uppgjör þeirra lána, er tengjast eftirgjöf ríkisins á þeim gjöldum vegna N.-Atlantshaús- flugs félagsins og millilending- um á Keflavíkurflugvelli. Reikn- ingar og bókhald félagsins er jafnframt endurskoðað ná- kvæmlega af kjömum endur- skoðanda félagsins Endurskoð- un hf., Rvk. 5. Við endanlega ákvörðun um uppfærslu eða afskrift hluta- bréfa í aðildarfélögum er ekki aðeins höfð hliðsjón af bók- haldslegri stöðu eiginfjár, held- ur einnig litið á það hvort áætl- að markaðsverð eigna gefi til kynna að hlutabréfin haldi gildi sínu. Þetta mat hefur ráðið ákvörðunum Flugleiða um af- skrift hlutabréfa félagsins í Cargolux 1982 og í Amarflugi 1983. Þetta sjónsumið hefur væntanlega einnig ráðið ákvörðun Eimskipafélags ís- icrnds um óbreytta skráningu hlutabréfaeignar þess félags í Flugleiðum. Sœmundur Guðvinsson fréttafulltrúi Flugleiða Sumir feður misnota réttindi sín í tilefni greinar HelgzirpósLsins um réttindamál forræðislausra feðra: Já, víst finnst ykkur þetta órétt- látt. Kannski eigið þið rétt á þessu, en af hverju segir enginn ykkar þá frá ástæðum þeim sem mæðumar telja sig hafa fyrir því að neita ykk- ur um umgengni við böm ykkar? Við vitum að þið emð ekki allir eins, hið sama gildir um kvenfólk- ið. Þess vegna langar mig að benda ykkur á nokkra hluti áður en þið farið lengra. Hversu margir karl- menn em ekki þannig, að þeir láta bömin sig engu skipta, koma kannski einu sinni annað hvert ár (ekki af því þeir hafi ekki efni á því) og þá vantar ekki hræsnina. Oft eftir skilnað hefur faðirinn fengið umgengnisrétt yfir baminu. Sá réttur hefur verið misnotaður, menn hafa komið til að angra móð- urina, ekki til að sjá bamið. Þegar einstæðar mæður eiga í hlut þá em það þær sem bera ábyrgðina - ekki þið. Þetta blessaða bamameðlag ykkar nægir ekki fyrir helmingi þess kostnaðar sem fylgir því að ala upp bcirn. Það er alltaf bent á móðurina ef eitthvað fer úrskeiðis, t.d. í uppeldinu, - ekki ykkur. Ábyrgðin verður aldrei metin til fjár. Auðvitað viljum við að bömin okkar fái það sem þau þurfa, enda hafa margar konur lagt á sig mikla vinnu til að hcilda heimilinu gcing- andi - og ekki séð eftir því. Aftur á móti mætti halda að margir ykkar dauðsæju eftir þeim aurum sem fara í barnameðlag; peningamir skipti ykkur meira máli en bamið? Éinn ykkar talar um að honum hafi verið bent á að fara á loðnu- vertíð þegar peninga hefur vantað. Já, góði, ég held að þú sért ekkert of góður til þess. Einnig talar þú um að þú hafi ekki efni á að fara og sjá bömin þín - þú kaupir ekki ást - fallegt bréf gæti gert meira en margt annað. Þú hlýtur þó að hafa efni á því? Ég held að normal móð- ir geri það sem hún telur best fyrir barn sitt hverju sinni - það hlýtur að vera ástæða fyrir því að neita sumum ykkar - eða hvað? Dag- sektir gera ekkert - við erum vanar því að þurfa að þræla - smá auka- vinna í viðbót - og bara borga þessa skekt, þ.e.as. ef það bjargar ríkinu eða ykkur frá gjaldþroti. Ég vorkenni ykkur ekkert að þurfa að vinna meira en 8 klst. á dag, rétt eins og kvenfólkið. Betri framkoma frá ykkar hendi gæti gert mikið. Gangi ykkur vel, þeim sem eiga það skilið. Svona í lokin: Hvað ef allar óléttar konur slepptu því að feðra böm sín — svona til vonar og vara - uppá það að fá frið, vera lausar við sífelldar hótanir? Kristín Jóhannesdóttir. (IftNluW A. Karlsson h. f. umDoös- og heildverslur Grófinni 1, Reykjavík. Sími 27444. Sjálfvirkar kaffikönnur fyrir veitingahús og fyrirtæki Sænsk gæðafram- leiðsla úr ryðfríu stáli. Lagar 1,8 lítra af kaffi á 5 mínútum. Sjálfvirk vatns- áfylling. Enginn forhitunar- tími. Nýtir kaffið til fullnustu í uppá- hellingu. Fullkomin raf- eindastýring. Raka- og hitavarin. Fáanleg 2ja og 4ra hellna. Til afgreiðslu strax. Frá aðeins kr. 7.780.- * Otrúlega hagstætt verð 10 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.