Helgarpósturinn - 12.04.1984, Page 17

Helgarpósturinn - 12.04.1984, Page 17
USTAPÖSTURINN Vandað - vinsælt páskamyndir kvikmyndahúsanna Skot úr Wargames, umtalaðri kvikmynd John Badham sem verður páskamynd Nýja bíós. Þarna eru Ally Sheedy, Matthew Broderick og John Wood í sínum rullum. Myndbandaleigur mega passa sig yfir páskana, þui kuikmynda- húsin verða flest huer með úruals- efni á breiðtjöldum sínum á þeim tíma. Þetta eru ýmist uandaðar myndir eða vinsœlar myndir og státa sumar jafnvel af hvoru tueggja. Við hefjum yfirreiðina vestur á Melum, en páskamynd Háskóla- bíós verður að þessu sinni dans- og söngvamyndin Staying Aliue með glassúrgæjanum John Trav- olta í titilrullunni. Það var Sylvest- er Stallone sem leikstýrði þessu framhaldi af Saturday Night Fever með þeim árangri að myndin hefur notið fádæma vinsælda undanfar- ið. Niðri við Lækjargötu ætlar Nýja bíó að bregða War Games á tjaldið yfir hátíðina. Kannski ekki viðeig- andi, en .engu að síður forvitnileg mynd sem vakið hefur griðarlegt umtal vestra þar sem hún var fram- leidd. Myndin fjalleir um ungan polla sem með tölvufikti sínu nær til sjálfvirks sleppibúnaðar kjam- orkuvopna Kanahersins. John Badham leikstýrði þessum stríðs- leik. Regnboginn verður að öllum lík- indum með íslenska kvikmynda- hátíð í sínum sölum. Þar verða sýndar allar þær myndir sem hér hafa verið framleiddar á undcin- förnum tveimur árum. Ekki hafa enn náðst samningar við alla hlut- aðeigandi aðila og hefur Regnbog- inn því til vara bresku myndina Return of Soldier með Alan Bates, Julie Christie, Ann Margret og Glendu Jackson í stórhlutverkum. Educating Rita verður í Stjörnu- bíó. Þetta er varla ársgömul fram- leiðsla breska leikstjórans Lewis Gilbert, til þess gerð að hlæja að. Þessi gamanmynd með þeirn Michael Caine og Julie Walters í aðcdhlutverkum hefur verið verð- launuð í Englandi og var þar að auki tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir bestan karlleik, en þar reynd- ist Duvall Caine slyngari. Afburða- vönduð vara að mati erlendra krítíkera. Tuttugu og fimm þúsundcisti áhorfandinn sest sennilega niður fyrir framan Atómstöðina í Austur- bæjcirbíói um páskana en þessi rómaða útsetning á sögu Laxness verður sýnd á öllum sýningum við Snorrabrautina yfir háhðimcir. Þið sem ekki emð búin að sjá hana munið: veljið íslenskt! Coppola ríður svörtum hesti austur Skipholtið um páskana. Þeir í Tónabíó munu líkast til sýna framhaldsframleiðslu hans á The Black Stallion eftir sögu Walters Farley. Hann skrifaði á sínum tíma sextán bækur um þennan gjörvi- lega gæðing og er hér um að ræða annað hefti þess bókaflokks.Suart/ folinn snýr aftur. Kelly Rino heldur áfram að leika litla strákinn í þess- ari mynd, en Mickey Rooney nennti ekki að leika meira í sona hestamyndum og er því ekki með núna. Ef svo illa færi að kópían af þesscU'i mynd næði ekki Skipholt- inu fyrir páska, hafa Tónabíós- menn varaskeifu til ráðstöfunar, ekki ómerkilegri grip en Trail of the Pink Panther sem er eins og sumir vita úrklippur úr öllum gömlu góðu bleikjunum hans Sellers; einskonar In memoriam. Uppi í Laugarásbíói mun kveða við annan tón. Grétcir forstjóri seg- ist ætla að sýna okkur „ljóta, en vel gerða og spennandi mynd“. Þetta er Scarface, nútímamafíósi með A1 Pacino í aðalhlutverki.en de Pafma leikstýrir cif sinni alkunnu smekk- vfsi,eða hitt þó heldur. Þessi mynd hefur hlotið mikla aðsókn vestra en hér er um frumsýningu a Norður- löndum að ræða. Við ljúkum þessu hjá Áma í Bíó- höllinni sem ætlar að bjóða okkur upp á þrjár frumsýningar um pásk- ana. Ber þar fyrst að telja Honorary Consul með Michael Caine og Richard Gere, en þeim leikstýrði John MacKenzie með þvflíkum glans að flestir fara tvisvar að sjá þessa mynd. Sagan er eftir Graham Greene og segir af breskum konsúl sem er rænt af argentínskum skæruliðum að undirlagi læknis nokkurs sem fer svo að halda við konu konsúlsins. Afar flókið sem sagt. Þá verður Bíóhöllin með Silk- wood í einum salnum sínum. Þetta er ný spennumynd með ekki óþekktari númerum en Meryl Streep, Kurt Russel og Cher í meg- inrullum. Mike Nichols leikstýrði þeim. Og rúsínan í pylsuenda Bíóhall- arinnar er fyrir bömin. Splunkuný útgáfa cif Mjallhvít og dvergunum sjö, teiknuð af Walt Disney-liðinu. Einstaklega geðsleg saga til að melta páskaeggin undir. -SER. LEIKHÚS Tœttar manneskjur Leikfélag Reykjauíkur: Bros úr djúpinu eftirLars Norén. Þýðing: Stefán Baldursson. Leikstjóri: Kjartan Ragnarsson. Leikmynd og búningar: Pekka Ojamaa. Dans: Nanna Olafsdóttir. Lýsing Daníel Vilhjálmsson. Leikendur: Hanna María Karlsdóttir, Sig- urður Skúlason, GuðrúnS. Gísladóttir, Sig- ríður Hagalín, Valgerður Dan. Lars Norén er höfundur sem á allra síð- ustu árum hefur skotið hátt uppá stjömu- himin leikhúsa á Norðurlöndum og er reyndar farið að sýna verk hans víðar í Evrópu. Lætur nærri að leikrit eftir hcinn hafi verið eða séu sýnd í öllum leikhúsum Norðurlanda og má því segja að mál sé til komið að kynna þennan tískuhöfund fyrir Islendingum og má þakka Leikfélagi Reykja- víkur fyrir það framtak. Áður en Lars Norén tók til við að skrifa leikrit af fullum krafti, sem hcinn hefur gert eftir 1980, var hann orðinn þekkt ljóðskáld í heimcilcmdi sínu, Svíþjóð. Texti hans ber greinilega með sér að þar er ljóðskáld á ferðinni því hcinn beitir mörgum af aðferð- um Ijóðasmiðsins við seimsetningu hans. Má þar til dæmis nefna setningafræðilegar úrfellingar af ýmsu tagi, órökræna fram- setningu, hálfkveðncir vísur að ógleymdu myndmáli, sem reyndar orkar dálítið und- arlega á stundum. Annars virðist þýðingin ágætlega gerð þótt eitthvað orki þar tví- mælis, enda trúlega ekki hlaupið að því að snara texta Noréns á milli tungumála. Með smávegis illkvitmi má vel halda því fram að Leikfélagið geri áhorfendum ljótan grikk með sýningu á þessu verki því ekki sé bætandi á skammdegisdrunga og vetrar- þunglyndi síðustu mánaða, sérstaklega ekki í þessu snemmborna páskcihreti sem nú gengur yfir þegar samkvæmt almanak- inu á að vera komið vor. En það eru einmitt drungi og svartsýni á manninn og mannlega tilveru sem setur svipmót sitt á þetta leikrit. Að nefna bros í titli verksins er hreint og klárt öfugmæli. Það hefur engan tilgang að segja frá efnis- atriðum leiksins, því efnið iiggur í raun ekki í atburðarás og samskiptum persónanna, ekki í neinni sögulegri framvindu á sviðinu, heldur í sálfræðilegri krufningu þeirra þar sem persónurnar eru afhjúpaðar með upp- lýsingum úr fortíðinni og tilfinningalegum viðbrögðum við þeim. Leikritið er fjöl- skyldudrcuna. Persónumar em hjón, rithöf- undur og ballerína, móðir og systir hennar og ein vinkona. Hjónin hafa átt barn og konan er að koma heim cif geðdeild eftir þriggja mánaða dvöl þar eftir að hafa fengið tilfinningalegt „fæðingcirsjokk" og hcifnað barni sínu. Frá þessum punkti em raktir margir þræðir þar sem persónumar em af- hjúpaðar tilfinningalega á býsna nær- göngulan hátt. Það em engin hversdagsvandamál sem persónur leiksins eiga við að stríða. Allar em þær tilfinningalega tættar í sundur, til- finningalegar rústir þar sem varla er heil brú eftir. Það væri trúlega fjótlegra að telja upp þær sálarduldir og flækjur sem persón- urnar em ekki haldnar heldur en þær sem hrjá þær. En í gmnninn virðist mannskiln- ingur höfundcir byggjcist á því að sjálfselska persónanna og egoismi þeirra, sem rætur eigi í uppeldi og aðstæðum, meini þeim að mynda raunvemleg tengsl við aðrar per- sónur, tengsl sem tálcnuð em með orðum eins og ást og umhyggju, en einmitt vegna skorts á þessum tengslum tapi persónumar einnig sjálfum sér. Örvæntingaríull leit per- sónanna að sjálfum sér og ást og umhyggju annarra fær síðan útrás í kynferðislegum öfgum sem spanna hið skrautlegasta litróf, allt frá einföldum sadisma til sifjaspella. En þetta er einungis flótti, flótti frá sjálfum sér og öðmm sem endar í algjörri blindgötu. Sálfræðin í verkinu er bæði margslungin og djúphugsuð, en ég á nú samt bágt með að trúa henni. Eg trúi til dæmis illa því að ,,Sá grunur læðist að mérað Ieikstjórinn taki verkið of alvar- lega. Alvaran og jafnvel hátíðleikinn yfir vandamálum persónanna drýpur af hverju strái í sýningunni, ekki alvara í krafti dramatiskrar spennu heldur alvara sem sækiryfir í hrein leiðindi og það er ekki gott í leikhúsi," segir Gunnlaugur Ástgeirsson m.a. í umsögn sinni um Bros úr djúpinu. eftir Gunnlaug Ástgeirsson manneskjurnar séu jafn viljalaus fómar- lömb uppeldis og aðstæðna og verkið vill vera láta. Nu má reyndar einu gilda hverju áhoríandi trúir fyrir sjálfan sig ef leiksýning- unni sem heild tekst að telja honum trú um að hún sjálf sé sönn, a.mJc. á meðan hún stendur yfír. En það tókst ekki að því ermig varðar og ef marka má viðbrögð annarra frumsýningargesta gildir það um fleiri. Leikrit eins og þetta gerir miklar kröfur til leikstjóra og leikenda, en þó fyrst og fremst þá að þeir trúi verkinu og persónunum. En það sýndist mér þeir gera illa því áhorfand- inn hefur alltaf sterkt á tilfinningunni að þeir séu að leika, leika eitthvað sem þeir trúa ekki fullkomlega á. Reyndar leika leikararnir á köflum ágæt- lega. Hanna María Karlsdóttir nær til að mynda sterkum tökum á konunni sem er veigamesta og eríiðasta hlutverkið. Fyrir hana er þessi sýning persónulegur sigur því ef ég hef tekið rétt eftir er þetta fyrsta stóra dramatíska hlutverkið sem hún leikur í Iðnó. Guðrún Gísladóttir mótar líka sterka og eftirminnilega persónu þar sem systirin er. Hinsvegar eiga Sigurður Skúlason og Sigríður Hagalín í basli með sín hlutverk, eiginmanninn og móðurina. Minnsta hlut- verkið er vinkonan sem Vcúgerður Dan gerði ágæt skil. En engu að síður nær sýningin ekki sam- an á sviðinu. Iæikstjóranum hefur ekki tek- ist að finna leið sem megncir að koma verk- inu trúverðuglega yfir til áhoríenda, ef hún er þá til. Ekki geri ég mér fulla grein fyrir því af hverju það stafar, en sá grunur læðist að mér að leikstjórinn taki verkið of alvarlega. Alvaran og jafnvel hátíðleikinn yfir vanda- málum persónanna drýpur af hverju strái í sýningunni, ekki alvara í krafti dramatískrar spennu heldur alvara sem sækir yfir í hrein leiðindi og það er ekki gott í leikhúsi. Leikfélagið hefur fengið gest frá Finn- landi, Pekka Ojamaa til að gera búninga og leikmynd. Er verk hans mjög glæsilegt og speglar vel (bókstaflega) þá köldu veröld sem persónumar lifa í. _q Ást HELGARPÓSTURINN 21

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.