Helgarpósturinn - 03.05.1984, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 03.05.1984, Blaðsíða 4
Sólistar djassa í sumar ☆ ,,Við höfum hugsað okkur að taka það rólega í sumar, en hefja svo starfið af fullum krafti í haust. Haustið er nefnilega tími okkar líka,“ segir Jónatan Garðarsson, einn Jazzvakningarmanna. Hann segir HP að selskap- urinn hafi verið að vinna í því að undanförnu að fá hingað til leiks skandinavíska stórbandið Skandinavia Today, koma þess hafi reyndar verið ráðgerð í vor sem fórst fyrir og hafi þá verið ákveðið að fá bandið á Listahátíð sem einnegin hafi mistekist. ,,En þeirskulu komast í haust,“ segir Jónatan og bendir á að hér sé ekkert smálið á ferðinni, nefnilega kappar á borð við Jónatan Garðarsson, einn Jazzvakningarmanna, reyndar að hlýða á blús þegar henni þessari var smellt af honum. Niis Henning, Palli f Mikkelbrog og Paul Távsen, en það sem er sérstakt við þessa hljómsveit er að hún er skipuð tveimur frægustu djassistum frá hverju Norðurlandanna nema íslandi. En er ekki meiningin að virkja pöbba bæjarins fyrir 1 blús og djass? „Við höfum fullan hug á því, þó svo hljómurinn sé ekkert æðislegur á þessum stöðum sem komnir eru. Við erum að sþá í það að krækja í einhverja sólista, annaö- hvort blúsaða eða djassaða, sem eiga leið yfir Atlantsáia í sumar. Fjárhagslega er mjög sniðugt að blína á þennan mögulega, svona pöbbblús getur oft verið ansi girni- legur.“ - En hvað með íslensk djasskvöid a la vísnakvöld vísnavina? „Vissulega höfum við hug- leitt að koma á slíkum kvöldum. Það eru jafnvel líkur á að við kýlum á eitthvað í þeim anda í sumar, ef eigendur skemmtistaðanna sýna áhuga sem sumir þeirra hafa reyndar gert þegar. En sem stendur, erum við á fullu að undirbúa haustið, okkar tíma. Við leggjum alla okkar drift í það að hvert stór- númerið taki við af öðru undir lok sumarsins. Ég veit engin nöfn ennþá, en þau verða alla vegastór."* Í*' C' r?V/C IIJ Bílaieiga j VJ 1j 1 1 J\ Car rental Borgartún 24 (hom Núatúns) Sími 11015, á kvöldin 22434. Sækjum — Sendum — Aðeins að hringja — Nýir og sparneytnir bílar. Tegund og argerð daggi Kmgj. Lada 1500 station argerð 1984. 600 5,00 Opel Kadett (framdrif) 700 6,00 argerð 1983. Lada Sport jeppar argerð 1984. 900 8,00 Allt verð er án sóluskatts og bensins. Rakarastofan Klapparstíg Sími 12725 Hárgreiðslustofan Klapparstíg Tímapantanir 13010 SÖLUBÖRN SÖLUBÖRN Helgarpósturinn vill ráöa sölubörn í Reykjavík, Kópavogi, Seltjarnarnesi, Hafnarfirði, Garöabæ og Mosfellssveit. Góð sölulaun. Upplýsingar í síma 81511. HELGARPÓSTURINN Silfurbræðslan Plútó — og Stefán sem urðu að Lúdó ☆ „Blessaður vertu, maður er alltaf með skrekk. Það á bara að vera svoleiðis.“ Þetta segir Stefán Jónsson um það þegar hann steig upp á sviðið í Þórscafé á laugar- dagskvöldið með sextett sínum Lúdó, en tuttugu ár voru þá liðin frá því þessi glaðhlakkalega grúppa rokk- aði ástaðnum. Stefán, sem nú er starfs- maður Ræsis í Reykjavík, segir hljómsveit sína ætla að endurtaka leikinn næst- komandi föstudagskvöld. „Jájá, það er alveg sami fiðringurinn í manni og var fyrir aldarfjórðungi þegar maður byrjaði í þessum andskota. Og þó, maður er auðvitað aðeins farinn að róast. En það er ekki mikið samt. Þetta er svo hátt hlutfall í blóðinu; rokkið meina ég.“ 25 ára grúppuafmæli er nokk. Hafa ekki dansiballa-. hefðir breyst drjúgan á þessu tímabili Stefán? „Þetta er náttúrlega tvennt ólíkt. Ég man þegarvið vorum að starta þessu í Þórscafé, þá hafði staðurinn ekki einu sinni vínveitinga- leyfi, þannig að allirmættu bara með sinn pela upp á vasann. Böllin gátu oft endað í ansi miklu fylleríi á þessum árum. Það eröðruvísi drukkið núna finnst mér vera, þó djúsað jafn mikið held ég, bara öðruvísi. Það er enda allt annar mórall í gangi núna.“ Grúppan ykkar hét fyrst Plútó, en þið þurftuð að láta af því nafni og breyta því í Lúdó. Hversvegna? „Það er nú saga að segja frá því. Alveg fáránlegt mál sem endaði í hasarog hæstarétti meira að segja. Það var silfurbræðsla að nafni Plútó sem stefndi okkur fyrir að nota nafnið á bandið ^ og þeir unnu, þótt varla megi Bylting í bókagerð fyrir blinda finna meiri andstæður en silfurbræðslu og danshljóm- sveit og því varla hugsandi að fólk gæti ruglast á þessu tvennu. Þetta mál hefur æ síðan, veit ég er, verið notað sem skólabókardæmi í lög- fræði við Háskóla íslands um það hvernig fáránleiki laganna getur verið sem mestur." En þið heitið sem sagt Lúdó, engu síðra nafn, og Stefán. Ætlarðu að tilheyra bransan- um mikið lengur? „Þykist maður ekki alltaf ve’r’a að hætta? Mér þykir þó allt eins sennilegt að maður verði ennþá að þegar inn á elliheimilið kemur. Þetta hlutfall í blóðinu, sem ég minntist á áðan, minnkar ekki svo auðveldlega.“* ☆ „Þetta er frábær nýjung sem gerir alla útgáfu mun meðfærilegri og fljótunnari en áður,“ segir Gísli Helga- son á Blindrabókasafninu í Reykjavík, en safnið varfyrir fáeinum vikum aö taka í notkun nýtt tæki sem gerir blindu fólkí kleift að nýta sér ritvinnslukerfi til fulls. Það var lceland Seafood Corporation, dótturfyrirtæki SÍS í Bandaríkjunum, sem gaf gripinn. Hér er um að ræða segul- bandstæki meðsnældu, sem blindraletrið er skrifað á. Á hverja snældu má rita efni, sem svarar sex þykkum bókum á blindraletri, eða eins og Gísli lýsir samjöfnuð- inum: „Hversnældatekur fjögurhundruð þúsund tákn en það jafngildir um fimm metra þykkri bók á blindra- letri. Þægindin sem sagt nokkur." Með því að setja þetta tæki (VersaBraille) í samband við tölvustýröa ritvél, getur sjónskertur einstaklingurfullbúið það efni, sem hann hefur unniö á blindraletri, í hendurnará sjáandi samstarfsmönnum sínum. Á sama hátt getur sjáandi einstaklingur unnið á tölvu þann texta, sem hann þarf að koma yfir á blindra- leturog VersaBraille-tækið sér síðan um að skila textan- um, sem kemur úr tölvunni, á blindraletri. Að sögn Gísla Helgasonar mun þessi tækni valda gjör- byltingu í bókagerð fyrir blinda og auka atvinnutæki- færi þeirratil muna. Á þennan hátt er hægt að nota sama tölvuforrit til þess að prenta bækur á blindraletri og venjulegu letri, og kvaðst Gísli ætla að bókaútgáfa Blindrabókasafnsins við Hamrahlíð myndi að líkind- um aukast til muna á næst- unni. Blindraletursbækur í eigu safnsins eru nú um hundraðtalsins. ★ EXCELLENT — Sængurlín Teygjulök tvær stærðir Mikið úrval ^ta'uiavól h<H. Sími: 27755 4 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.