Helgarpósturinn - 03.05.1984, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 03.05.1984, Blaðsíða 9
síðastliðin þrjú ár eða svo og líkar það vel.“ „Hvernig hefur þér tekist að að- lagast íslenskum háttum?" Teitur brosir og lítur á konu sína. ,$ara ve) held ég. Ég á ekki íslenska vini nema þá helst vini Nives. Sjálfsagt er þar um að kenna hvað ég taia litla íslensku. Ég hef hinsvegar nánast daglegt samband við hina Vietncimcma og svo auð- vitað pabba og mömmu síðan þau komu.“ Foreldrar Teits komu til iands- ins í desember síðcistliðnum ásamt sjö systkinum hans. Eftir í Vietnam er amma og ein systir og einn bróðir býr í Hong Kong. Þessi nýi hópur fjölskyidunnar býr hjá ein- um bræðra Teits, sem kom með honum.hingað. Það er eins gott að þau voru búin að venjast því í Viet- nam að búa þröngt því þau eru tólf í lítilli þriggja herbergja íbúð. „Það er sjálfsagt miklu erfiðara fyrir pabba og mömmu að laga sig að breyttum aðstæðum heldur en okkur yngra fólkið. Hún er fimmtug og hann sextugur." „Hvernig er með ykkar heimili, er það ísienskt eða vietnamskt?" „Ég held að það sé alveg óhætt að segja að það sé islenskt," segir Nives. ,$0« við séum af ólíkum uppruna þá hefur aldrei komið til neinna árekstra vegna þess. Teitur hefur aðlagcist svo vel og það er til dæmist ekkert vandamál að sam- ræma smekk okkar í mat. Hann er miklu duglegri við að borða ís- lenska rétti, eins og t.d. svið, held- ur en ég.“ „Hvernig tóku foreldrar ykkar og vinir þessu hjónabandi?" „Vel,“ segir Nives, „það voru engar athugasemdir gerðcir við það. Teitur verður heldur ekki fyrir neinu aðkasti, nema einstakasinn- um á skemmtistöðum ef einhver fullur og leiðinlegur fer að hnýta í hann.“ „Pabba og mömmu þótti ágætt að ég skyldi eignast íslenska konu,“ segir Teitur. „Þau þekkja Nives nú ekki mikið ennþá, því þau tala svo litla íslensku að þau geta lítið tcilað saman, en það lagcist þegar fram líða stundir." „Og þú ert búinn að sætta þig við að búa á íslandi?" ,4á, og vel það. Ég hef enga löng-. un til að flytja." flýja. Ég fór sömu leið og Teit- ur, með drekkhlöðnum bát til Malaysíu. Það Vcir þó ekki sami bát- urinn, en hinsvegar urðum við samferða til íslands og erum góðir vinir. Davíð vinnur við trésmíðar hjá GT-húsgögnum og unir sér vel. „Mér fannst þetta erfitt í upphafi. Þá skildi ég ekkert í málinu og þar sem ég tala ekki ensku gat ég ekki gert mig skiljanlegan. Ég vildi gjaman læra íslenskuna betur, en eins og er get ég það ekki vegna vinnunnarJÞetta hefur náttúrlega í för með sér að ég hef ekki eignast íslenska vini. Maður eigncist ekki vini nema geta talað við fólk. Ég er þó vel sáttur við að búa hérna og það er Lana líka, þótt hennar íslenska sé ekki betri en mín. Við höfum náið samband við þá ættingja okkar sem hér eru og svo auðvitað hina Vietnamana og vonandi kemur íslenskan smám- Scimcm hjá okkur. Steila litla kemur sjálfsagt til með að kenna okkur þegar hún vex úr grasi, böm em svo fljót að læra tungumál." ÍHFÍ OSKADRAUMUR UNGU STÚLKUNNAR OG UNGA PILTSINS PLATAN SEM BRENNUR Á ALLRA VÖRUM ^ vietnömsku okkar í milli. Ég er orð- inn það gamall að ég er seinn að læra. Og svo kostar það mikla vinnu að brauðfæða svona stóra fjölskyldu. Margrét vinnur á Landakoti fjóra tíma á dag og það hjálpar auðvitað til, en maður þarf mikið af fötum á íslandi og krakkar slíta fötum eins og þeim sé borgað fyrir það. Ég vinn því eins mikið og ég get og að vinnu lokinni er ég bara of þreyttur til að setjast á skólabekk. Én íslensk viljum við vera þótt það taki mig langan tíma að læra málið og ég hlakka til að fá íslenskan ríkisborgararétt." Bifreiðaeigendur Tökum að okkur þjónustu fyrir flestar gerðir bifreiða. Við önnumst m.a.: — Mótorstillingar í — fullkomnustu tækjum — Ljósastillingar — Sjálfskiptingaviö- — gerðir — Boddyviðgeröir — Almennar viðgerðir Varahlutir ávallt til á staðnum. Bifreiðaverk- stæði í alfaraleið. Reynið viðskiptin. Bifreiðaverkstæði Þórðar Sigurðssonar Leigjum út litla sendibíla. Ármúla 36 - Sími 84363. HELGARPÓSTURINN 9

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.