Helgarpósturinn - 03.05.1984, Blaðsíða 19

Helgarpósturinn - 03.05.1984, Blaðsíða 19
I * * f * >' > » , 4 V*? v, " i .. *««# xy ►V'*-'.*;-:'>A , 5 w *.' vyv ^ f # V* ^ V * Basie kvaddur Count Basie hefur haft áhrif á alla sem unna djasstónlist. Jón Múli kallar hljóm- sveit hans hina miklu sveifluvél djassins og Gunnar Ormslev sagði alltaf að Basie- bandið svíngaði helmingi meira en öll önn- ur bönd fyrir og síðar. Hér á eftir segja nokkrir menn afkynnum sínum við sveiflu- vélina miklu. Þegai cg var við tónlistamám í Banda- ríkjunum 1946-47 heyrði ég fyrst í hljóm- sveit Basie. Ég kom aftur til Bandaríkjanna 1948 og kom þá í klúbb við 52. stræti þar- sem Count Basie og hljómsveit léku. Þetta var lítili klúbbur og hljómsveitin tók næst- um hálfan salinn og það var næstum einsog maður væri í hljómsveitinni sjálfur. Ella Fitzgerald söng með Basie og þetta var æðisgengið kvöld og þetta var æðislegt þrumuband! Kristján Kristjánsson—KK Á árunum 1946-47 hlustaði ég nokkrum sinnum á Basie-bandið. Einu sinni léku þeir í klúbbi á sumarnóttu og það var óhemju heitt þama inni. Ég fór út til að kæla mig og þá kom maður til mín og spurði: Hvað er klukkan? — Ég svaraði því og leit á mann- inn. Þetta var þá Count Basie. Ég varð svo hrifinn að ég tók ekki af mér úrið í viku. Ætli ég sé ekki eini íslendingurinn sem hef sagt Count Basie hvað klukkan væri. Svavar Gests Sumarið 1947 Vcir ég ásamt nokkrum öðr- um íslendingum í Los Angeles. Einhver okk- ar hafði lesið að Count Basie ætti að halda þar tónleika. Tónleikcimir vom í kvik- myndahúsi um miðjan hvundaginn og við fórum. Flestir í salnum vom blökkumenn og mér em viðbrögð þeirra minnisstæð. Hvemig þeir stóðu upp í sætunum og sveifl- uðu sér og dilluðu við hljóðfall stórsveitar- inncir. Þetta var sérstæð upplifun. G unnar Bergmann Ég hlustaði á Basie í litlum klúbbi sem hét 52. Street, en var á Broadway við hliðina á Birdland. Það heyrðist næstum á milli. Það var básúnuleikari í bandinu sem ég dáðist mjög að. Ég sveif á Basie og spurði hvað maðurinn héti. Þetta var þá Benny Powell. Dizzy var að spila á Birdland og kom í heim- sókn, dansaði þarna jitterbúgg við söng- konu Basie og var með ýmis skringilæti. Oddur sonur minn hlustaði á Basie fyrir ári. Gamii maðurinn var í hjólcistól en kraft- urinn sá sami. Við leikum nokkrar útsem- ingcir sem Sarnmy Nestico skrifaði fyrir hann í Big Bandi 81. Björn R. Einarsson Basie-rýþminn hefur alltaf verið hinn Scimi. Þessi jafni fíni rýþmi og pícinóleikur- inn — rólegheitin einber — enginn æsing- ur við píanóið — spilaðar sem fæstar nótur — en aðra eins sveiflu heyrum við ekki. Ámi Elfar lærði Café Society Biues með Basie nótu fyrir nótu og spilaði með okkur. Guðmundur R. Einarsson Á stríðsárunum löngu fyrir fermingu komst maður yfir fyrstu Basie-plötuna. Þetta rifjast allt upp nú þegar Greifinn er allur. Skipt var á Superman hascirmyndablöð- um og V-disc plötum og þar með var þessi höfuðsnillingur jazzins orðinn heimilispían- isti og aðalmaðurinn á grammófóni húss- ins. Tónminnið geymir enn áhrifin frá þess- um kynnum. Þarna krossblésu á frontinum þeir Buck Cleyton í trompetið ásamt Don Byas á tenorsaxinn Royal Gcirden og St. Louis blúsema og var yfir öllu því spili bæði stíll og snilli. En álgjöra undrun vakti ryþmasveitin. — Drottinn minn dýri! — Count Baiseog AllAmerican Rhythm Section umbyltu gjörsamlega hugmyndum manna við Bjamarstíg um hina fullkomnu sveiflu. En það var víðar en í Skólavörðuholtinu sem ryþmasveitin gerði stóran skurk. Þetta byr jaði víst allt saman í Kansas City á árunum eftir 1930. Þar tróðu þeir taktinn í bróðemi þeir William Baise á pícinó, Freddie Green á gítar, bassistinn Walter Page og trommuleikarinn Jo Jones í sveit undir for- ystu hins fyrstnefnda. Þeir þróuðu með sér svo einstakt næmi í samspili og undirleik, að heimurinn hafði aldrei heyrt neitt slfkt. All American Rhythm section er eitthvert mesta happaspil jazzsögunnar — og merki- legt innlegg í þróun tónlistar á tuttugustu öld. Ekki spillti fyrir að sp>arsamur leikmáti píanistans var með ólíkindum — einhvers konar undarleg jafnvægislist í tímaogrúmi. Countinn hittialltaf umsvifalaust á bestu nóturnar, þær einu réttu - finnst manni. Mcirgbreytilegir hljómamir upplukust svo einn og einn á stangli eða margir samþjapp- aðir í röð á hárnákvæmu augnabliki ein- hvers staðar rétt fyrir eða handan taktslags, allt eftir einhverjum kúnstarinnar reglum, sem enginn kunni skil á nema meistarinn sjálfur og hljómalið hans. Þennan furðulega spilagaldur endurtók svo séníið í sífellu ævina á enda—en í svo óþrjótandi tilbrigð- um, að leikur hans vakti sífellt eftirvænt- ingu og undmn. Hjá Count Basie var aldrei neitt of eða van. Sú fullkomna Scimsvömn sem hann innleiddi í tónlistina mun lifa mann fram cif manni. Þessi kúnst heitir bara einfaldlega BASIESTÍLUNN. Gunnar Reynir Sveinsson. Basie-bandið er eitt af þessu sem hefur haldið manni gangandi gegnum lífið. Af öll- um hljóðritunum hans elska ég mest þær er hann gerði með AU American Rythm Section, sérílagi St. Louis Blues 1942, svoog Lady Be Good með Lester Young sólónum óviðjcifnanlega 1936. Ég hlustaði einu sinni á bandið. Það var á námsámm mínum í Kaupmannahöfn. Ég man að trompetleikari hans, Wendell Culley, sat á sviðinu allt hléið dapur á svip. Örn Ævarr Markússon Basie-bandið var engu líkt - það var stór- brotið. Uppáhalds Basie skífan mín er Basie Straight Ahead þarsem Sam Nestico útsetti m.a. Magic Flea og fleiri stórkostlega ópusa. Við höfum stundum verið að klæmcist á þessu í Big Band ’81. Kristján Magnússon - Kúnstin heitirein- faldlega Basie- stíllinn, segirGunnar Reynir Sveinsson, tónskáld og einn safnaðarmeðlima greifans sem hér isyrgja hinn látna 'snilling. Jasshátíðin sem George Wein stendur fyrir með glæsibrag, og upphaflega var kennd við Newport, fór frcun í New York árið 1977. Ég átti þess kost að sækja hátíðina, og þar kom Count Basie fram ásamt hljómsveit sinni í Carnegie Hall. Tónleikar Basie og manna hans að kvöldi 1. júlí vom fyrir mínum eyrnrn hátindur hátíðarinnar. Greifinn kom fram á sviðið, höfðinglegur í bragði, settist við píanóið og lék nokkra takta með sínum sérstaka áslætti, og síðan var eins og enginn á svið- inu þyrfti fyrir neinu að hafa, allra síst stjórnandinn. Verkin tóku á sig búning, svo sannfærandi og vandaðan, að á (jessari stundu og þessum stað hlaut hann að skynjast sá eini rétti. Fágaður heildarsvip- ur, byggður á einstakri hrynsveit, gerði að verkum að einleikarar nutu sín út í æsar. Píanóleikur Count Basie og forusta hans fyrir sveitinni bám vott listamanni, sem vissi hvað hann vildi og taldi sig hafa skap- að með hljómsveit sinni skilyrði til að koma því á framfæri af nákvæmni og yfirlætis- lausum þrótti. Basie-sveiflan naut svo sannarlega hljómburðarkosta Camegie Hall. Árið áður hcifði Count Basie fengið hjartaáfall, og hann bar þess merki að vera kominn af léttasta skeiði, en í svip hans skynjaði ég sama glampann, og í fasinu sömu lipurðina og í píanóhljómnum frá- bæra, sem spratt undan fingrum hans. Myndugleiki og þokki þessa einbeitta en kímileita manns festust í minni. Magnús Torfi Ólafsson Tónlist Basie er kraftur og gleði. Þegar ég er þreyttur set ég Basie-skífu á fóninn og er allur annar. Það er ekki hægt að vera í vondu skapi þegar Basie-sveiflan dunar. Ég hlustaði á Basie-bandið í Stokkhólmi 1978. Þrátt fyrir léttleikann var aginn fullkominn. SigmarB. Hauksson Ég held að það séu engar ýkjur þegar ég segi að stórkostlegustu hljómleikar sem ég hef verið á eru Count Basie-hljómleikar. Ég hlustaði á hann í Höfn 1978 og 79 og það sem heillaði mig mest var rýþminn og þá sérílagi Mr. Rythm sjálfur — Freddie Green. Ætli það hafi ekki verið April in Paris sem gerði mann að Basiegeggjara á unglings- árunum. Það lag hafði alveg stórkostleg áhrif. Sigurjón Jónasson Basie er minn maður. Númer eitt í tónlist er falleg laglína. Númer tvö er sveiflan og númer þrjú er allt hitt. Basie hafði þetta allt á valdi sínu. Þegar ég heyri April in Paris með Basie hríslast sveiflan um hverja taug! Þórir Guðmundsson Að lokum náði ég sambandi við Óskar Þórarinson skipstjóra, en hann véir að veið- um á báti sínum Frá, VE 78. Þetta er allt í druslum og enginn fiskur í dag svo það léttir skapið að minnast gamla sveiflukóngsins og tónleikcinna sem ég var á hjá honum í Höfn 1979. Það var ógleyman- leg upplifun. Ég var dálítið taugaspenntur fyrir tónleikana — hélt að bandið væri orð- ið þreytt. En sveiflan var þama — Freddie Green var þarna. Stórkostlegt! Á eftir fórum við á Slukefter og þar sat gamli maðurinn við borð og hlustaði á djass. 75 ára gamall fór hann að hlusta á aðra eftir eigin tónleika. Kannski er það Basie-sveiflan sem hefur gert mann einsog maður er. HELGARPÓSTURINN 19

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.